Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Sjómannasamningar: Beðið ef tir afstöðu ríkisstjórnar í líf- eyrissjóðamálum SJÓMENN blða nú tilla>?na frá ríkisstjórninni um ýmis atriði varð- andi máleíni lifeyrissjóða sinna oj? varð að fresta sáttafundi. sem átti að hefiast klukkan 17 í i?ær vegna þess. Oformle(?ar viðræður hafa að undanförnu farið fram og tjáði Injíólfur Falsson. forseti Farmanna- ok fiskimannasambands íslands. Mbl., að þessi mál kæmu til umræðu á sáttafundi í daj{. Sjómannasam- handið ok Farmanna- og fiski- mannasamhandið eiga í daK kl. 17 sáttafund með útíferðarmönnum <>K bjóst Ingólfur við að málin tækju að hreyfast á þessum fundum. en meðal þeirra atriða. sem sjómenn leKKja áherzlu á að ná fram. er sams konar verðtryKKÍnK lifeyris fyrir alla sjó- Einn togari, Guðsteinn frá Hafn- arfirði, stöðvaðist, þegar verkfall háseta og vélstjóra hófst í fyrrinótt. Verkfallið nær til 66 togara af 89 í flotanum, én verkfallið nær ekki til Vestfjarða, Austurlands eða Vest- mannaeyja. Matarílát voru fjar- ægð úr verslunum sem hér er fjallað um“. Ennfremur segir í skýrslunni: „Upplýsingar sem liggja fyrir hjá framleiðendum og innflytjendum eru ekki tæmandi og oft ekki tiltæk- ar, á þetta sérstaklega við um innflutning." — að kröfu Heilbrigðiseftirlitsins NÝVERIÐ kannaði Ileilbrigðiseft- irlit ríkisins magn hlýs og kadmí- ums í nokkrum matarílátum, sem seld eru i hérlendum verslunum, og kom þá á daginn að barnadiskar og bollar — sömu gerðar og hér fylgir mynd af — „gáfu frá sér meira magn kadmiums heldur en leyfilegt er, samkvæmt reglugerð 242/1974 um varnir gegn mengun matvæla af völdum blýs og kadmíums“, eins og segir í skýrslu Ileilbrigðiseftir- litsins um þessa könnun. Kadmíum er þungmálmur og of mikið magn hans í fæðu manna getur valdið eitrun; og voru um- ræddir barnadiskar og bollar strax fjarlægðir úr verslunum að kröfu Heilbrigðiseftirlitsins. Heilbrigðiseftirlitið leitaði upp- lýsinga hjá 48 innflytjendum og framleiðendum mataríláta, en svör bárust einungis frá 16 þeirra. Segir í skýrslu Heilbrigðiseftirlitsins, að „nokkuð“ beri á því að viðkomandi „þekki ekki lög og reglur í landinu, að minnsta kosti varðandi þann þátt Þessi barnadiskur og bolli „gáfu frá sér meira kadmium en leyfilegt er“, segir i skýrslu Heilbrigðiseftir- litsins og voru fjarlægðir úr versl- Hundurinn Lubbi: Fimmtán ára göngufé- lagi skáldsins týndur HUNDURINN Lubbi, förunautur Ilalldórs Laxness á daglegum gónguferðum i fimmtán ár, hefur verið týndur siðan sl. föstudag. Lubbi er svartur og fremur loðinn, hversdagslegur hundur, blandaður að kyni. Hann fór á flandur sl. föstudag og hefur ekki fundist siðan og ekki er vitað til þess að hann hafi komið á bæina i sveitinni nálægt Gljúfrasteini. „Þetta hefur verið þægilegt og trygglynt dýr,“ sagði Halldór þegar við höfðum samband við hann í gær til þess að vekja athygli á hunds- hvarfinu, ef einhver kynni að hafa orðið dýrsins var. „Það er slæmt þegar dýr týnast svona frá manni, við vitum ekki í hvaða átt hann hefur farið eða hvort hann er tórandi, því úti er mikið frost og svona húsdýrum hætt ef þau fá engan mat og eiga hvergi höfði að halla. Lubbi hefur átt það til einu sinni á ári að vera eins og eina nótt á ferðalagi, en nú eru liðnir nokkrir dagar.“ Akureyri á laugardaginn, er sjósettur var hjá Slippstöðinni togarinn Kol- beinsey ÞII 10, sem er eign útserðarfé- lagsins Höfða á Húsavík. Onnur myndin sýnir Erlu Helgadótt- eiginkonu útgerðarstjórans brjóta kampavinsflösku á stefni skipsins og gefa því nafn, og loks sést skipið liggja við hafnarbakkann á tosarabryggjunni á Akureyri. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra: Einhliða viðmiðun við dollar er óskynsamleg „ÞESSI einhliða viðmiðun við doll- arann er að minu mati óskynsam- leg, þegar til lengri tima er litið. Hún hefur leitt til yfir 8% gengis- hækkunar gagnvart Evrópugjald- miðlum og kemur öðru fremur niður á okkar útflutningsiðnaði og einnig lækkar hún innflutning, sem þýðir lakari stöðu okkar samkeppn- isiðnaðar. Þessi gengisstefna kem- ur lika við hagsmuni okkar sjávar- útvegs, þannig að mér þykir ein- sýnt að þetta verði að leiðrétta,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, er Mbl. spurði hann álits á stöðu iðnaðarins við hækk- andi gengi krónunnar gagnvart öðrum Kjaldmiðlum en bandariska dollarnum. Mbl. vitnaði til ummæla Víglund- ar Þorsteinssonar, formanns út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins, en hann sagði í samtali við Mbl., sem birtist í laugardagsblaðinu, að „há- gengisstefna" ríkisstjórnarinnar hefði valdið íslenzkum útflutnings- iðnaði 6 milljóna króna tapi (600 milljónir gkróna) frá áramótum, sem þýddi tæplega 70 milljóna króna (7 milljarða gkróna) tap miðaö við heilt ár. Hjörleifur kvaðst ekki vilja segja neitt um þessar tölur. „Það er verið að meta þetta mál,“ sagði hann. „Og að mínu áliti er það eðlilegri gengisviðmiðun, þegar til lengri tíma er litið og allra að- stæðna, að miða við meðalgengi." Mbl. spurði þá iðnaðarráðherra, hvort ríkisstjórnin hefði ekki reikn- að með þeim möguleika, að dollarinn hækkaði gagnvart öðrum gjaldmiðl- um, þegar ákveðið var að binda gengi krónunnar við dollar. „Sá möguleiki var ekki sérstaklega í sviðsljósinu í sambandi við efna- hagsaðgerðirnar," sagði Hjörleifur. „Ríkisstjórnin samþykkti það eitt að halda gengi krónunnar sem stöðug- ustu á næstunni, en bindingin við dollarann er útfærsla á öðrum vett- vangi. Til hennar var engin afstaða tekin í ríkisstjórninni. Það er svo, þegar kemur fram í febrúar, sem afleiðingar þessarar viðmiðunar við dollaranna fara að koma í ljós og eins og ég sagði áðan er nú verið að endurmeta þessa hluti." Mbl. spurði Hjörleif, hvort geng- islækkun krónunnar bryti þá ekki í bága við stefnu ríkisstjórnarinnar um stöðugt gengi. „Það fólst ekki í þeirri samþykkt að krónan hætti að hækka í gengi, heldur aðeins að gengi hennar yrði haldið sem stöð- ugustu," svaraði Hjörleifur. „Ég tel því að ríkisstjórnin standi alveg við sína stefnu um stöðugt gengi, þótt viðmiðuninni verði breytt með ein- hverjum hætti." Lelia Stefáns- son látin á Ítalíu Þing Norðurlandaráðs: Guðrún Helgadóttir vill fara en fær ekki GUÐRÚN Helgadóttir alþingis- maður hefur óskað eftir því að fá að fara á þing Norðurlandaráðs, sem hefst i Kaupmannahöfn annan mars næstkomandi. Guð- rún er varamaður Stefáns Jóns- sonar alþingismanns, en sex ís- lenskir þingmenn eiga sæti i ráðinu. Ekki hefur verið venjan, að varamenn þingmanna sæki þingin. nema aðalmenn forfall- ist, en eigi að síður kom Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- handalagsins, þeirri ósk á fram- færi við forseta Alþingis. að Guðrún Helgadóttir færi utan að þessu sinni, þótt Stefán Jónsson hygKÍst einnÍK fara. Forsetar Alþingis munu þegar hafa lagst gegn því að Guðrún fari, vegna þess aukakostnaðar sem það hefði í för með sér, bæði ferðir og viku uppihald í Kaup- mannahöfn. Bentu forsetar á það, að með slíku væri í raun gefið fordæmi sem ekki hefði verið fyrir hendi, og geti það þýtt að framvegis færu á Norðurlanda- ráðsþingin sex varamenn auk hinna sex aðalmanna. Var einnig bent á, að slíkt tíðkaðist yfirleitt ekki meðal hinna þjóða ráðsins, nema hjá stærstu stjórnmáia- flokkunum sem sendu marga þingmenn og þá stundum ein- hverja varamenn til að leysa þá af. Mun Alþýðubandalaginu þegar hafa verið tilkynnt þetta álit forsetanna, og munu aðalmenn því einir fara utan á vegum Alþingis eins og verið hefur. Guðrún Helgadóttir mun hins vegar hafa haft á orði að hún færi þá utan á eigin vegum, en sæti á þinginu getur hún ekki tekið nema Stefán Jónsson víki. Það hefur hann ekki í hyggju sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Guðrún Helgadóttir mun ekki hafa látið uppi opinber- lega hvers vegna hún vill fara, utan á þing Norðurlandaráðs að þessu sinni. LÁTIN ER á Ítalíu Lelia Stefáns- son, ekkja Eggerts Stefánssonar óperusöngvara, og verður útför hennar gerð i Flórens á ttaliu i dag. Eggert, sem látinn er fyrir mörgum árum, var einnig jarðsett- ur i Flórens. Lelia var af þekktri italskri ætt. Cazzola, sem átti miklar eignir suður þar, meðal annars ullarverksmiðju. Halldór Laxness rithöfundur og Auður kona hans voru þeim Eggert og Leliu nákunnug. Halldór sagði í gær, að hún hafi verið vel menntuð á mælikvarða ítalskra kvenna, og af ríku fólki. Hún hafi verið afskaplega mannúðleg og vinur vina sinna, og gert allt fyrir þá. Hún hafi alla tíð .uiidsvinur, kom oft til ■3, og þótt hún dveldi í fjar- i-egð hafi hún jafnan séð landið í draumi síðan hún ferðaðist um það með manni sínum og föruneyti eftir að þau voru nýgift, en þau giftu sig 1920. Hún hafi verið gestrisin, og varla hafi verið unnt að hugsa sér betri konu fyrir Eggert, hún hafi skilið og lifað með honum alla hans stóru músikdrauma. Frú Auður sagði að hún hefði verið mjög góð vinkona sín, og meðal annars dvalið hjá þeim hjónum í Sviss fyrir nokkrum árum er þau voru þar um tíma. Lelia Stefánsson var háöldruð er hún lést, og hafði átt við vanheilsu að stríða síðari ár. Beindi hagla- byssu að gestinum LÖGREGLAN handtók snemma á sunnudagsmorgun mann einn i húsi á Seltjarnarnesi eftir að hann hafði rekið gest sinn á brott með þvi að beina að honum haglabyssu. Við leit i ibúðinni fundust 5 byssur, 4 haglabyssur og einn riffill og tók lögreglan vopnin i sina vörzlu. Aðdragandi þessa máls var sá að margt fólk lagði leið sína í umrætt hús að loknu þorrablóti. Þegar klukkan var farin að ganga átta ..u ekki aðrir eftir en hjón úr Hafnarfirðu auk hjónanna, sem í íbúðinni bjuggu. Eiginmennirnir urðu ósáttir og hófust slagsmál sem enduðu með því að húsráðandinn sótti haglabyssu og beindi að gest- inum. Sá var ekki lengi að forða sér út í núttmyrkrið á skyrtunni og sokkaleistunum. Barði hann upp í nálægu húsi og kallaði á lögregluna. Báðir mennirnir fengu að gista fangageymslu lögreglunnar um morguninn, þar sem þeir sváfu úr sér ölvímuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.