Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 5 Nokkrir einsonKvaranna á æfingu í tónleikasai Soniískólans í gær ásamt Tom Giigeroff sem er frá Covent Garden og stjórnar æfingum fyrir þessa viðamiklu tónleika. 20 einsöngvarar á óperu- tónleikum í Háskólabíói TUTTUGU einsöngvarar munu syngja á hátiðartónleikum sem tslenska óperan heldur i Háskóla- biói fimmtudaginn 19. febrúar nk. til minningar um hjónin Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Krist- jánsson, en þau gáfu sem kunnugt er fjórðung eigna sinna til þess að byggja eða kaupa óperuhús i Reykjavik. Aðgöngumiðar að þess- um tónleikum eru jafnframt stofn- félagsskirteini i Styrktarfélagi ts- lensku óperunnar og eru þeir tii sölu i Söngskólanum við Hverfis- götu kl. 7—5 daglega. Styrktarfélagið var stofnað 3. október 1980, og á allur þorri íslenzkra atvinnusöngvara aðild að því, svo og áhugafólk um óperutón- list. Markmið Islenzku óperunnar, er að halda reglulega sýningar á óperum og óperettum í Reykjavík og er í ráði að hefja þær sýningar þegar á næsta vetri. Til þess að svo megi verða þurfa sem allra flestir áhugamenn um sönglist að ganga til liðs við óperuna, og gefst mönnum nú kostur á að gerast stofnfélagar og styrktarfélagar hennar með því að taka þátt í hátíðarhaldinu 19. febrúar. Hátíðartónleikarnir verða ein- hverjir veglegustu tónleikar sem sögur fara af á íslandi. Þar koma fram einir tuttugu íslenzkir ein- söngvarar, kór íslenzku óperunnar og Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitarstjóri verður Robin Stapleton sem er einn af hljóm- sveitarstjórum Covent Garden óperunnar í London. Æfingum hef- ur stjórnað Tom Glingeroff, sem einnig kemur frá Covent Garden. Á tónleikunum verða flutt fjöl- mörg atriði úr óperum eftir flest helztu tónskáld óperusögunnar, þar á meðal úr Cosi fan tutte og Töfraflautunni, óperum Mozarts, Hollendingnum fljúgandi og Meist- arasöngvurunum í Núrnberg eftir Wagner og úr fjórum óperum Verdis. Tónleikarnir hefjast á for- leiknum að Meistarasöngvurunum og þeim lýkur á sigurkór úr Aidu eftir Verdi. Samkvæmisklæðnaður verður á óperutónleikunum og í anddyri Háskólabíós verður selt kampavín í hléi, en Hótel Saga mun sjá um þá hlið málsins. Þá mun Hótel Saga bjóða upp á sérstakan kvöldverð í Grillinu í tilefni tónleikanna og síðar um kvöldið verður sérstakur salur hótelsins opinn fyrir óperu- gesti. Einsöngvararnir sem koma fram á tónleikunum eru þessir: Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sig- urvinsdóttir, EHsabet Erlingsdóttir, Frá setningu KvikmyndahátiAar. Kvikmyndahátíð hafin KVIKMYNDAHÁTÍÐ Listahátíð- ar var opnuð i Regnboganum á laugardag, en þetta er þriðja kvikmyndahátiðin sem Listahá- tið stendur fyrir. Meðal viðstaddra voru forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, og menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason. Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, setti hátíðina. Við opnunina var sýnd franska kvik- myndin „Perceval frá Wales" eftir Eric Rohmer. Kvikmyndahátíð stendur til 15. febrúar. Verða hvern dag sýndar sex eða sjö kvikmyndir í Regnbog- anum, en dagskrá hvers dags er birt með tveggja daga fyrirvara. Alls verða 20 myndir frá ýmsum löndum sýndar á hátíðinni og auk þess 17 kvikmyndir með Buster Keaton, sem var einn af meistur- um þöglu myndanna. Egill Skúli Ingibergsson, borgar- stjóri, setur Kvikmyndahátið. ól. K.M. Friðbjörn G. Jónsson, Garðar Cortes, Guðmundur Jónsson, Guðrún Tómas- dóttir, Halldór Vilhelmsson, Hákon Oddgeirsson, Ingveldur Hjaltested, John Speight, Kristinn Hallsson, Krist- inn Sigmundsson, Magnús Jónsson, Már Magnússon, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Rut L. Magnússon, Sólveig M. Björling, Þuríður Pálsdóttir. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Korktöflur í kvenstæröum. Yfirleöur, ekta skinn meö skinnfóöruöum korkinn- leggjum. sérlega léttar. Tag.: Vera Litir: Rautt og beige Verö: 99.70 Póstsendum samdægurs Domus Medica — Sími 18519. Viðræðum BSRB og ríkisins haldið áfram FULLTRÚAR Bandalags starfs- manna rikis og bæja og f jármála- ráðuneytisins, munu hittast á þriðja fundi sinum í dag, til að ræða leiðréttingu á kjörum fé- laga i BSRB til samræmis við nýkominn kjaradóm i máli BHM, að þvi er Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði i samtali við Morgunblaðið i gær. Kristján kvaðst ekki enn geta sagt neitt til um hvernig viðræð- urnar hefðu gengið, en á morgun yrði haldinn sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar, þar sem fjallað yrði um málin. Ekki væri unnt að skýra frá viðræðun- um fyrr en eftir þann fund. Af hálfu fjármálaráðuneytisins hafa meðal annarra tekið þátt í viðræðunum þeir Ragnar Arnalds ráðherra, Þorsteinn Geirsson deildarstjóri og Þröstur ÓlafSson aðstoðarráðherra. Búnaðarþing á mánudag MÁNUDAGINN 16. febrúar nk. kl. 10.00 verður Búnaðar- þing sett í Bændahöllinni. Venja hefur verið að land- búnaðarráðherra ávarpi Búnaðarþing á fyrsta fundi þess. Búnaðarþingsfulltrúar eru 25, auk þeirra sitjæfundi þess stjórn og ráðunautar Búnaðarfélags íslands, sem hafa þar málfrelsi og tillögu- rétt. Fundir Búnaðarþings eru opnir öllum sem áhuga hafa á að fylgjast með störf- um þess. Togari í smíðum á Akranesi HJÁ Skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts á Akranesi er unnið að smíði skuttogara fyrir feðgana Hjálmar Gunnarsson og Gunnar son hans á Grundarfirði. Togar- inn er 50 metra langur og hefur smíðinni miðað vel. Áætlað er að smíði togarans ljúki í sumar. Frá Vísnavinum Fyrsta vísnakvöld ársins veröur á Hótel Borg í kvöld, þriöjudagskvöld 10. febrúar k. 20.30. Meöat þeirra sem koma fram er Joan Mckensie frá Nýja Sjálandi. 38 feta 20 tonna fiskibatur geröur ur mjög þykku plasti (GPR) meö þéttum bitum, samþykktur af Lloyds. Dekkaöur meö húsi og hvalbak, olíutankar. Járn á kili og stefni, gluggar og hurö á stýrishúsi o.fl., o.fl. Til afgreiöslu í apríl. Fyrirliggjandi 80 ha Ford Mermaid dieselvél meö öllum búnaði. Afar hagstætt verö. Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg 41, sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.