Morgunblaðið - 10.02.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 10.02.1981, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Guðmundur Þorbergsson: II ráski n rivsleikur í fornsögum segir frá leik einum sem iðkaður var á mannamótum til skemmtunar og var nefndur hráskinnsleikur. Fólst hann í því að tveir menn höfðu sin á milli blautt skinn og þrifu í til skiptis. Þegar líf færðist í leikinn gátu orðið stympingar og pústrar og jafnvel stórmeiðsli. Flestum mun nú þykja leikur þessi fremur ógæfulegur og lítið uppbyggilegur. Eftir að hafa setið eitt ár í Stúdentaráði Háskóla Islands hef ég orðið þess var að skemmtan þessi er sumum nútímamönnum lítt í gleymsku fallin. Hinn 29. janúar var ég að lesa Morgunblað- ið er ég fann að tekið va,r nú í skinnið og það heldur fast og harkalega. Á bls. 3 segir af illmennsku kommúnista í SHÍ (stundum nefndir róttæklingar og Fylk- ingarlýður, allt eftir hugarástandi og andagift á hverjum tíma) er þeir neituðu að styðja baráttu pólskra félaga sinna. Örlítið er minnst á að fyrrnefndir kommar höfðu í huga að „svæfa málið í nefnd" en á annan hátt er ekki minnst á niðurstöðu fundarins. Hinn frómi heimildarmaður Morgunblaðsins hefði að meina- lausu mátt gefa sér tíma til að upplýsa lesendur blaðsins um að í vor var samþykkt tillaga í SHÍ um stuðning við pólska stúdenta. Einnig hefði mátt geta þess að málinu var vísað til utanríkis- nefndar ráðsins til umfjöllunar. Erfitt er því að skilja þá fullyrð- ingu heimildarmannsins að títt- nefndir kommar og róttæklingar hafi neitað að styðja pólsku stúd- entana. Tillagan var ekki borin undir atkvæði. Sá þáttur málsins er eftir og bíður næsta fundar ráðsins. Vinstri stúdentar styðja pólska stúdenta... Ég tel að mér sé heimilt að fullyrða að innan raða vinstri manna í HÍ ríkir fullur skilningur og samúð með þeirri baráttu sem félagar okkar í Póllandi standa í um þessar mundir. Við vinstri menn erum hins vegar ekki tilleið- anlegir að taka undir íhaldsskæt- ing um marxismann, sem við mörg hver teljum einn af hornsteinum lífskoðana okkar. Eins og orðalag tillögu Vökumanna, Auðuns Svav- ars Sigurðssonar, Árna C. Th. Arnarsonar o.fl. er, getum við ekki fellt okkur við hana. Ef áhugi hefði verið hjá þeim að ná sam- stöðu um málið hefði það verið leikur einn að semja tillögu sem hefði náð samþykki. Þessum mönnum er hins vegar ekkert heilagt. I þeirra augum er Stúd- entaráð leikvöllur upprennandi pólitíkusa, þar sem gaman er að fara í stjórnarandstöðuleik og halda uppi málþófi, þrasi og nuddi um formsatriði. Nú gengu þessi fósturbörn ihaldsins of langt. í stað þess að halda sig við hvers- daglegt nöldið, hafa þeir notfært sér háleita baráttu pólskra stúd- enta fyrir mannréttindum í van- máttugri tilraun til að koma höggi á apdstæðinga sína i Stúdenta- ráði. Seint verða fundin nógu hörð orð til að fordæma slíka lágkúru. Þegar ég hóf störf í Stúdenta- ráði, taldi ég ýmsa Vökumenn vel hæfa til samstarfs að hagsmuna- málum stúdenta. Meðal þeirra var heimildarmaður Morgunblaðsins. Mér finnst lítið leggjast fyrir góðan dreng að gerast leppur Auðuns Svavars Sigurðssonar, höfundar tillögunnar, á opinber- um vettvangi. Eftir að Auðun hefur orðið sér til skammar vegna ósanninda um leigumál Stúdenta- garðanna í blöðum, skákar hann í skjóli annarra Vökuliða. Verður það ekki kölluð stórmannleg fram- koma. ... og líka stúdenta í E1 Salvador ... Ef við vinstri menn værum jafn nægjusamir á pólitískt siðgæði gætum við leikið á sömu nótur. í E1 Salvador fer fram mannrétt- indabarátta með öflugri þátttöku stúdenta. Málum er svo háttað að háskólanum hefur verið lokað og nokkrir kennarar og stúdentar hafa verið myrtir af afturhalds- klíkunni sem völdin hefur í land- inu. Lítill vandi væri að leggja fram tillögu í SHÍ um stuðning við baráttu námsmanna í E1 Salvador og skreyta hana með frösum um „hrun auðvaldsskipulagsins" og „fastistasvínið Reagan" o.s.frv. Síðan hefði mátt kanna undirtekt- ir Vökuliðsins. Hvers vegna gerum við þetta ekki? Svarið er einfalt. Við leggjum okkur ekki svo lágt í Rafíðnaðarsamband Islands: Tryggt verði jafn- rétti verknáms við aðrar námsbrautir KJARAMÁL, atvinnumál og menntamál voru helztu mál sjötta þings Rafiðnaðarsam- bands Islands, sem haldið var i Reykjavík i lok janúar. Sátu það 55 fulltrúar frá 8 aðildarfélog- um sambandsins. Miðstjórn RSÍ var öll endurkjörin, en formað- ur sambandsins er Magnús Geirsson. í ályktun þingsins um mennta- mál er m.a. fagnað því átaki sem gert hefur verið í námsskrárgerð í rafiðnum og bent er á að efla verði verknámsbrautir, sem hafi verið stórlega vanræktar af hálfu hins opinbera. „Það er skoðun þingsins, að til að tryggja í reynd jafnrétti verkmennta við aðrar námsbrautir sé nauðsyn- legt, að ríkisvaldið fjármagni alfarið stofnkostnað fram- haldsskóla. Reynslan sýnir, að fjármögnun verknáms er flestum sveitarfélögum ofviða og freist- ast þau til að velja skólaform, sem krefst minni stofnkostnaðar ... Telur þingið að skipuleggja beri iðnnám svo nemendur lokist ekki í blindgötu heldur hafi möguleika til að breyta vali sínu áður en til lokaprófs kemur." Þá er í ályktun um eftirmenntun- armál átalinn samdráttur sem orðið hafi í fjárveitingum síðustu ára til eftirmenntunarmála. Símenntun sé nauðsyn til að fullnægja þeim kröfum, sem at- vinnulífið geri til iðnaðarins. skítinn að nota mannréttindabar- áttu sem hráskinn á skrokkinn á andstæðingum okkar. Kaldastríðs- beljandi Þetta mál er frá upphafi til enda dæmigert fyrir andleysi og stefnuleysi Vökuíhaldsins í mál- um stúdenta. Málflutningur þess einkennist af uppþotum og slúðri í stað rökræðna. Eina framlag Vöku til umræðunnar sem fram fer á vettvangi Stúdentaráðs er að reyna að sannfæra stúdenta um að vinstri menn séu sprellikarlar sem sé stjórnað frá hinum bergmáls- lausu múrum Kremlar. Þetta gæti maður kallað að færa stúdenta- pólitíkina austur á Volgubakka. Að mörgu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Vaka er nátttröll sem hefur dagað uppi frá því í forn- eskju frjálshyggjunnar. Hvernig getur frjálshyggjumaður sem tel- ur stigsmun á samhjálp velferð- arríkisins og fangabúðum Sovéska einræðisins, sett fram stefnu í málefnum stúdenta? Við náms- menn þurfum félagslega aðstoð. Við þurfum námslán, ódýrt hús- næði og barnaheimiii fyrir börn okkar. Við nærumst ekki á frösum um frjálsa samkeppni. Þótt ótrú- legt megi virðast hefur Vökuaft- urhaldið öðlast skilning á þessu og mótar baráttu sína í samræmi við það. Á framboðsfundum standa þessir sjálfskipuðu handhafar lýð- ræðisins fjálgir á svip og básúna hættuna sem stafar af kommun- um í Félagi vinstri ma na. Slíkri kaldastríðsbeljandi sem ætláð er að reka fleyg í raðir félagshyggju- manna gerir ekki annað en að þjappa mönnum saman og opna augu stúdenta fyrir stefnuleysi Vöku. Vaka getur ekki mótað markverða stefnu í hagsmunamál- um okkar stúdenta og mun aldrei geta, vegna þess að slík stefna krefst félagshyggju og er því vinstri stefna. Þáttur Morgun- blaðsins Þáttur Morgunblaðsins í þessu máli er fordæmanlegur. Hér eftir verður því ekki trúað að blaðið hafi minnsta áhuga á að halda uppi lágmarksstandard. Það birtir athugasemdalaust hvern þvætting úr smástrákadeild íhaldsins án þess að láta svo lítið að kanna hvort nokkur fótur sé fyrir. Ekki er þó látið þar við sitja. Leiðarar blaðsins hinn 30. janúar sl. verða lengi í minnum hafðir sem ömur- legt vitni um rökþrot Morgun- blaðsins í landsmálaumræðunni. Á tímum umræðu um bráða- birgðalög og efnahagsráðstafanir sér blaðið sér fært að eyða leiðara- plássi í nöldur um þá eðiilegu hagskýrslugerð sem nú fer fram með almennu manntali og árétt- ingu á rangfærslum og skítkasti Vökuliðsins. Virðist nú Bleik vera brugðið. Upphlaup Vöku með stuðningi Morgunblaðsins hefur enn rök- stutt þá skoðun mína að félagið sé tímaskekkja. Ég er þess fullviss að stúdentar í Háskóla íslands láta ekki blekkja sig með slagorða- glamri hrópandans í eyðimörkinni um kommúnista og myrkraverk þeirra. Slíkar hugrenningar þríf- ast á fáfræði og hleypidómum og ég er þess fullviss að stúdentar eru vel upplýstir. Þeir munu kveða upp sinn dóm. Við Vöku verður sagt líkt og höndin ritaði á vegginn forðum: „Þú er veginn á skálum og léttvægur fundinn." Guðmundur Þorbergsson, fulltrúi Félags vinstrimanna I Stúdentaráði. Aths. ritstj: Marxisti í öngstræti Aths. ritstjóra 29. janúar birti Morgunblaðið tillögu, sem fulltrúar Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, höfðu lagt fram á fundi í Stúd- entaráði Háskóla íslands 27. janúar um stuðning við pólska stúdenta. Jafnframt kom fram í frétt blaðsins og var haft eftir Guðmundi Þóroddssyni fulltrúa Vöku í stúdentaráði, að fulltrúar Félags vinstri manna í ráðinu „töldu öll tormerki á því að samþykkja tillöguna og vildu svæfa málið í nefnd fram að næsta fundi ráðsins, sem jafnan eru haldnir mánaðarlega". Sagði Guðmundur einnig: „Kommún- istar í stúdentaráði neita því í raun að styðja pólska stúdenta í baráttu þeirra við pólska alræð- ið.“ 30. janúar birti Morgunblaðið athugasemd vinstri manna í stúdentaráði við þessa frétt. Þar kemur fram, að vinstri menn neita að samþykkja tillögu Vökumanna óbreytta og í athugasemdinni er staðfest, að tillagan sé í nefnd á vegum stúdentaráðs til næsta fundar þess. Telja vinstri menn tillög- una orðaleik „með pólitískar skoðanir einstaklinga". Þá segja þeir, að í mars sl. hafi stúdenta- ráð einróma samþykkt tillögu til stuðnings pólskum stúdentum. í annarri af tveimur forystu- greinum Morgunblaðsins 30. janúar er fjallað um þetta mál. Þar er bent á, að pólskir stúdent- ar hafi síðustu daga sett fram kröfur um félagafrelsi og að þeir verði lausir við pólitíska innræt- ingu í skólum. Sagt er, að tillaga Vökumanna í stúdentaráði hafi ekki fengist afgreidd vegna and- stöðu vinstri manna í ráðinu. Því er haldið fram með vísan til yfirlýsingagleði vinstrisinna um alþjóðamál, að tvískinnungur þeirra í þeim málum komi ber- lega í ljós í afstöðunni til tillögu Vökumanna. Síðan segir: „Er langt siðan jafn glögglega hefur komið fram, hve tvöfaldir þeir eru í roðinu, þegar hagsmunir heimskommúnismans eru ann- ars vegar." í lok forystu- greinarinnar er að því spurt, hvenær vinstrisinnar á Islandi telji sovéska herinn hafa hreiðr- að svo vel um sig í Afganistan, að þeim sýnist tímabært að stofna vináttufélag við landið. í ályktunartillögu Vökumanna frá 27. janúar er lýst yfir stuðningi við þá kröfu pólskra stúdenta „að þeir verði losaðir undan kerfisbundinni innræt- ingu í marxískri hugmynda- fræði." Fullyrt er, að mótun samfélaga samkvæmt marxískri hugmyndafræði hafi „ætíð leitt til alræðis" og tekið er undir kröfu pólskra stúdenta um að „pólitískri innrætingu í háskól- unum verði hætt“. Atökin í Póllandi hófust í júlí-ágúst sumarið 1980 en það var ekki fyrr en nú eftir áramót- in, að fréttir bárust af sérstakri kröfugerð pólskra stúdenta, þar sem baráttuna gegn marxískri innrætingu ber einna hæst. Hvernig gat Stúdentaráð Há- skóla Islands ályktað um þessi mál í mars 1980 eða „í vor“ eins og höfundur greinarinnar hér að ofan staðhæfir? I þann mund sem skriður var að komast á baráttu pólskra verkamanna á seinni hluta síð- asta sumars, lagði Þjóðviljinn til í forystugrein, að verkamennirn- ir leituðu á náðir kenninga Leníns sér til styrktar í barátt- unni. Ekkert hefur verið og er þeim fjær. Guðmundur Þor- bergsson segir hér á undan: „Við vinstri menn erum hins vegar ekki tilleiðanlegir að taka undir íhaldsskæting um marxismann, sem við mörg hver teljum einn af hornsteinum lífsskoðana okkar." Þeir, sem þannig hugsa, geta auðvitað ekki mótmælt pólitískri innrætingu marxista í skólum hvorki hér á landi né annars staðar. Með þessum orð- um staðfestir Guðmundur þá skoðun Morgunblaðsins, að í alþjóðamálum ráði tvískinnung- ur vinstrimanna meiru en mál- efnaleg afstaða: Alræði heims- kommúnismans og húsbænd- anna í Kreml, gæslumanna hinnar marxísku hugmynda- fræði í framkvæmd, er ekki ámælisvert. Er það dæmigert fyrir staðl- aða hugsun marxista, að það er talið „rökþrot", að dagblað fjalli um manntal á íslandi eða hrær- ingar innan Háskóla íslands „á tímum umræðu um bráðabirgða- lög og efnahagsráðstafanir". Einkennilegt er, að Guðmundur Þorbergsson skuli nota orðið „rökþrot" undir lok ritsmíðar sinnar. Hún ber öll merki þess, að höfundurinn sé kominn í öngstræti og sjái ekki aðra leið færa en slagorðaglamur og út- úrsnúninga. Guðmundur Þorbergsson seg- ir: „Við þurfum námslán, ódýrt húsnæði og barnaheimili fyrir börn okkar." Morgunblaðinu yrði ljúft að ljá vinstri mönnum í háskólanum rými undir útlistan- ir þeirra á því námslánakerfi, sem þróast hefur undir þeirra handleiðslu. Um húsnæðið og barnaheimilin er það að segja, að fyrir tilstilli Vökumanna var Félagsstofnun stúdenta komið á fót 1968. Að frumkvæði Vöku- manna var félagsheimili stúd- enta reist og þeir beittu sér fyrir því, að keypt voru tvö hús undir barnaheimili í þágu stúdenta. Þá börðust Vökumenn fyrir því, að ráðist yrði í smíði hjónagarð- anna. Síðan vinstri menn hlutu meirihluta í stúdentaráði hafa þeir með harmkvælum metað séð um að halda stúdentagörð- unum í mannsæmandi ástandi og alls ekki ráðist í neinar nýframkvæmdir. Og þeir menn, sem standa að útgáfu Stúdenta- blaðsins með núverandi sniði, hafa alls ekki efni á því að tala um „lágmarksstandard" í blaða- útgáfu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.