Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli: Furðulegt sáttartilboð um Blönduvirkjun Páll gefur tóninn í Tímanum fimmtudaginn 5. febrúar sl. birtist grein eftir Pál Pétursson alþm. um Blönduvirkjun- armál. Heiti greinarinnar: „Það er unnt að leysa deiluna um virkjun Blöndu", gaf góðar vonir um að þarna kæmi jákvætt innlegg í málið til þess að greiða fyrir þeim samn- ingaviðræðum heimamanna og virkjunaraðila sem hafnar eru. Við lestur þessarar greinar urðu vonbrigðin því meiri sem meira var- lesið af henni. Sá tónn sem hún gaf vakti undrun. Fáránlegar hug- myndir um eyðileggingu Vatnsdals- ár eru endurreistar í greininni. Skrítnar hugleiðingar og ummæli eru viðhöfð um þá sem verið hafa jákvæðir í þessu máli og viljað ganga til samninga um Blöndu- virkjun — þetta stóra hagsmuna- mál. Ekki er hægt að láta slíkri grein ósvarað, ekki síst þar sem hún kemur frá þeim sem virðist telja sig vera umboðsmann eða forsprakka andstæðinga Blönduvirkjunar og hafa heimild til að setja fram allsérstæða og býsna sundurleita kosti. I greininni segir orðrétt. „Um þá kosti sem ég hef nefnt hér að framan er mér kunnugt um að skapa má víðtæka samstöðu þeirra bænda, sem eiga hlut í landi því sem eyðilagt yrði og hingað til lagst þungt gegn fyrri virkjunaráform- um. Við þykjumst vinna mikið til sátta í málinu ...“ Andvirði tveggja eða þriggja skuttogara A fyrsta fundi samninganefndar voru kynntar vissar athuganir laus- lega unnar af verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen varðandi breyttar virkjunarleiðir aðallega varðandi stærð miðlunarlóns. Sam- Stefán A. Jónsson kvæmt tilhögun I er miðlun ofan Reftjarnarbungu 400 Gl. og er það sú tilhögun sem talað hefur verið um nú undanfarið og er hagkvæm- ust. Með lögum skal land byggja - en með ólögum eyða Alþýðuieikhúsið frumsýndi á fimmtudag leikritið „Stjórnleys- ingi ferst af slysförum“ eftir Darió Fó. Höfundurinn þarfnast varla kynningar við hér á landi svo mörg verka hans hafa verið uppfærð hér — fyrst fyrir tuttugu árum er Leikfélag Reykjavikur sýndi leikritið „Þjófar, lik og falar konur". Leikritið „Stjórnleysingi ferst af slysförum" er skrifað með hliðsjón af atburðum sem raunverulega gerðust á Ítalíu 1969 í upphafi þeirrar hryðjuverkaöldu sem enn er ekki séð fyrir endan á — á nær hverjum degi fáum við fregnir af ódæðum öfgamanna sem svífast einskis í nafni einhvers málstaðar er þeir telja sig hafa. Leikurinn tekur mið af þjóðfélagi þar sem ólga og glundroði hefur náð að skjóta rótum, öfgahópar til hægri og vinstri hafa lýst lýðræðinu stríð á hendur og spillingar og rotnunar er farið að gæta verulega innan lögreglunnar. Fó skrifar leikritið út frá atburði sem átti sér stað í raunveruleikanum. Maður að nafni Pinelli er handtekinn, grunaður um að standa fyrir sprengjutilræði. Hann er í ötgasamtökum, — sam- tökum stjórnleysingja sem þekkt eru af hryðjuverkum á Ítaíu. Lög- reglan þarf ekki fremur vitnanna við — þarna hlýtur að vera kominn sökudólgurinn. Segja má að lögreglan leiki Þráinn Karlsson i hlutverki „dárans". LH»m. KHstlnn Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið „Stjórnleysingi lætur lífið af „slysförum““ eft- ir Dario Fo aðalhlutverkið í þessum leik sem gerist í lögreglustöðinni í Mílanó — á þeim stað þar sem Pinelli féll út um glugga á fjórðu hæð og beið bana eftir þriggja sólarhringa yfir- heyrslur. Margt benti sterklega til að þetta hefði gerst fyrir atbeina lögreglunnar og hefði Pinelli verið beittur miklu harðræði við yfir- heyrslur en talsmenn lögreglunnar fullyrtu að hann hefði framið sjálfsmorð. í leikritinu lætur Darió Fó sinn- isveikann mann, sem haldinn er þeirri áráttu að leika embættis- menn, komast inn á lögreglustöð- ina og inn í herbergið þar sem Pinelli lifði sínar hinstu stundir. Hinn leiksjúki, dárinn, bregður sér í hlutverk rannsóknardómara, byrjar að yfirheyra lögreglumenn- ina og skemmtir sér við að velta þeim uppúr þeim mótsögnum er þeir höfðu flækst í meðan málið var óútkljáð — og notar Fó raunveru- legar missagnir og yfirhylmingar sem ítaiska lögreglan varð ber af í Pinelli-málinu. Þegr minnst va'rir birtist blaðamaður sem hyggst afhjúpa lögregluna — skiptir dár- inn þá óðar um hlutverk, þykist vera höfuðsmaður og síðan biskup til að slá ryki í augu blaðamanns- ins. Leikarar eru sex. Þráinn Karls- son, Viðar Eggertsson, Björn Karlsson, Bjarni Ingvarsson, Arn- ar Jónsson og Elísabet B. Þóris- dóttir. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson en þýðingu annaðist Silja Aðalsteinsdóttir. Morgun- blaðið átti stutt samtöl við fjögur þeirra sem þátt eiga í uppfærslu leikritsins. Var fyrst rætt við leikstjóra og hann spurður hver væri boðskapur þessa leikrits. „Þetta leikrit fjallar einkanlega um þrjá hluti", sagði Lárus, „hryðjuverk, — sem er alvarlegt viðfangsefni og því miður ekki síður raunverulegt í dag en þegar leikritið var samið. í öðru lagi um smákóngafyrirbærið — leikritið gerist í aðalvígi lögreglumanna sem eru orðnir smákóngar hver á sínum stað. Slíkir smákóngar finn- ast í öllum starfshópum, þ.e. menn sem orðnir eru heimaríkir á ákveðnu starfssviði — þetta getur átt við dyraverði jafnt og ráðuneyt- isstjóra — og misnota síðan starfs- aðstöðu sína. Það er skopast að smákóngunum í þessu leikverki. I þriðja lagi er fjallað um stöðu hneykslismála sem blaðamenn vekja upp. Boðskapurinn er, að afskaplega lítið gagn sé af að ljóstra upp um hneyksli ef ekkert er svo gert til úrbóta — það sé ekki nóg að koma upp um hneyksli og gleyma því síðan. — Þetta leikrit stendur og fellur með aðalpersónunni, dáranum, sem Þráinfi Karlsson leikur af mikilli prýði." Þá var rætt við Þráin Karlsson, sem leikur aðalhlutverkið — dár- ann. „Það er gríðarmikill texti og feykilegur hraði í þessu hlutverki", sagði Þráinn. „Það er mikið líkam- legt álag og kemur svo sannarlega út á manni svitanum meðan á sýningu stendur. Engu að síöur er þetta mjög skemmtilegt. — Ég var ögn hikandi við þetta hlutverk í fyrstu en gekk að því með hjartans lítillæti. Það var æft undir hand- leiðslu ágætasta leikstjóra og út- koman er ekki manns eigið verk nema að litlu leyti." „Alþýðuleikhúsið var upphaflega stofnað á Akureyri 1975 og ég var með frá uphafi fram til 1978 er ég fór í Þjóðleikhúsið," sagði Arnar Jónsson, sem leikur lögreglustjór- ann. „Ég er nú að feta mig til baka aftur og er þetta fyrsta hlutverk mitt hjá Alþýðuleikhúsinu eftir „fjarveruna" en áreiðanlega ekki það síðasta. Alþýðuleikhúsið er nú í örum vexti hvað listræna getu snertir og er á góðri leið með að verða atvinnuleikhús á ný — þetta nýja húsnæði mun t.d. eflaust styrkja stöðu þess að því leyti. — Leikritið, sem við sýnum núna eftir Fó er athyglisvert verk — það fjallar um mjög alvarlega hluti en þó veltist fólk um úr hlátri við að horfa á það.“ Elísabet B. Þórisdóttir leikur blaöamanninn sem hefur mikinn áhuga á að koma af stað hneyksli um Pinelli-málið. „Þetta leikrit á gott og áríðandi erindi til okkar", sagði Élísabet. „Þó við séum langt frá hinum stóra heimi þar sem svona atburðir gerast gæti hlið- stætt ástand komið upp hér fyrr en nokkurn varir. Þetta hlutverk mitt er erfitt eins og öll hlutverk — maður er aldrei endanlega ánægður og reynir stöð- ugt að bæta sig. En það er hcildarmyndin sem skiptir máli — að hún komi vel út en ekki bara einn leikari — en ef hún verður.góð geta allir leikararnir vel við unað“. - bó Samkvæmt tilhögun II er miðlun- in ofan Sandárhöfða 400 Gl. Sú tilhögun minnkar lónstærð vestan Blöndu verulega. Glatað beitarþol verður um 1150 ærgildum minna en með tilhögun I. En talið er að austan Blöndu aukist glatað beitar- þol með tilhögun II um 180 ærgildi. Samkvæmt tilhögun II glataðist því um 970 ærgilda minni beit en samkvæmt tilhögun I. Áætlað er að aukinn virkjunar- kostnaður við tilhögun II yrði um 7 milljarðar gamalla króna. í grein Páls segir: „Við sveitung- ar sem höfum andæft gróðureyð- ingaráformunum erum reiðubúnir til þess að fallast á nánari útfærslu á tilhögun þeirri sem merkt er II“. Ennfremur segir: „Þetta er bundið því skilyrði að ráðstafanir verði gerðar til þess að Galtarárflói og Langiflói fari ekki undir vatn“. Tilvitn. lýkur. Komið hafa fram hugmyndir um að stífla Galtará 1,4 km austan Blöndu og veita henni í skurði norður Galtarárflóa í Refsá. Kostnaðarauki vegna þessa er tal- inn verða 5—6 milljarðar gamalla króna miðað við tilhögun I. Einnig er líklegt ef þessir tveir kostir til verndar landi austan og vestan Blöndu fari saman þurfi að hækka stíflur mikið og kostnaður verði mikið hærri en að framan segir. Eðlilegt er samt að þessar breyt- ingar á virkjunartilhögun séu at- hugaðar gaumgæfilega enda munu samninganefndarmenn hafa óskað eftir nánari könnun. Hæpið er að setja fram kröfur um þessa kosti án þess að þeir séu vandlega íhugaðir og er algjört ábyrgðarleysi að kasta því fram að þetta skuli gert næst- um hvað sem það kostar. í grein Páls segir: „Þetta kostar að vísu nokkurt fé aukalega, e.t.v. andvirði tveggja eða þriggja skuttogara, en þar á móti kemur að bótagreiðslur yrðu að sjálfsögðu miklu minni“. Ég held að hyggilegast sé að rétt kjörnir samninganefndarmenn, sem eru tveir frá hverjum þeirra sex hreppa sem land eiga á Auð- kúluheiði og Eyvindarstaðaheiði fjalli um þessi samningamál. Heppilegri leið hjá Páli hefði verið að koma þessum skilyrðum sínum á framfæri við samninganefndar- menn síns hrepps — oddvita og varaoddvita — og treysta þeim heldur en hafa á hátt fjölmiðla hrópenda eða þrýstihópaforsprakka og þjóta með þetta í blöðin. Spjöll á líí- ríki Vatnsdals En svo kemur eitt furðulegasta fyrirbærið í geininni: Þar segir orðrétt: „Ef virkjun verður byggð með þessu móti viljum við ekki verða valdir að því að rekstur hennar yrði óhagkvæmur og mund- um ekki setja okkur upp á móti því ef virkjunaraðili óskaði að veita Vatnsdalsá til Blöndu samanber fyrri áform. Þó yrði að veita ánni í skurðinn og mætti ekki gera miðl- unarlón í Melbrigðu og Kvíslum enda er nú áformað miðlunarrými 20 Gl. í Eldjárnsstaðaflá, sem eki var gert ráð fyrir í upphaflegum áætlunum um að virkja Vatnsdalsá í Blöndudal“. Hugmynd um nýtingu vatns úr Vatnsdalsá var ekki lengur til umræðu 1975 svo fjarstæð var hún, enda virðast þessi áform eins og þau koma fram hér að ofan byggj- ast á hreinni vanþekkingu. Bragi Guðmundsson og Chang Y Jóé Kirnan tekur upp kínverska matsölu AÐ LAUGAVEGI 22, þar sem Kirnan er nú, hefur verið starf- ræktur veitingastaður i rúmlega 20 ár. Nú um áramótin urðu eigendaskipti á Kirnunni og eru hinir nýju eigendur hjónin Bragi Guðmundsson og Guðrún Gísla- dóttir. Hafa þau breytt og endur- bætt veitingastaðinn innanhúss svo hann hefur fengið nýjan svip. Þá hefur verið ráðinn kínverskur matreiðslumaður, Chang y Jó’e sem áður rak veitingahús í Víetnam, og hefur Kirnan haft á boðstólum kínverska smárétti í hádeginu um nokkurn tíma. Að sögn eigenda njóta hinir kínversku réttir svo mikilla vinsælda að þeir hafa ákveðið að hafa einnig kínverskan mat á kvöldin frá kl. 19.00 til 22.00 — verður það í fyrsta sinn á fimmtudag, sem er nýjársdagur Kínverja. Auk kínversku matsöl- unnar starfar Kirnan áfram sem venjulegt kaffihús og er þar á boðstólum heimabakað íslenzkt kaffibrauð allan daginn. Engin loðnubræðsla enn á Reyðarfirði og sex mönnum sagt upp VEGNA samdráttar í loðnuveiðum hefur sex starfsmönnum verið sagt upp í verksmiðju Síldarverksmiðja rikisins á Reyðarfirði. Eins og áður hefur komið fram i fréttum hefur SR orðið að segja upp 38 manns i verksmiðjunni á Siglu- firði. Hins vegar hefur ekki komið til uppsagna i verksmiðjum SR á Raufarhöfn og Seyðisfirði, en þar, eins og í fiestum öðrum loðnu- bræðslum, fara menn til annarra starfá að vertíð lokinni. • Sem dæmi um hve miklu minna hefur borizt af loðnu til verksmiðju SR á Siglufirði nefndi Þorsteinn Gíslason, formaður stjórnar SR, að á vetrarvertíð í fyrra var landað 58.386 lestum á Siglufirði, en í byrjun febrúar í ár var búið að landa þar tæplega 100 tonnum. í fyrravetur var landað 24.317 lestum á Raufarhöfn, en í ár 6.680 tonnum. í byrjun þessa mánaðar var búið að landa 3.303 tonnum á Seyðisfirði, en þar var landað 26.256 tonnum í fyrravetur,. Á Reyðarfirði hefur engin loðnubræðsla verið í vetur og var reyndar ekki á haustvertíðinni. í fyrravetur var þar hins vegar landað 4.406 tonnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.