Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 23 r • Leikmenn HK taka vel á i vörninni. Ragnar ólafsson í liöi HK (til hægri á myndinni) átti mjög góðan leik gegn Aftureidingu og skoraði 5 mörk. Eftirminnilegur afmælisdagur LAUGARDAGURINN 7. febrúar 1981 verður Magnúsi Pálssyni markverði ÍR-inga liklega lengi eftirminnilegur. Magnús varð þá 18 ára og hann hélt vel upp á daginn. Hann stóð í markinu allan leikinn og varði stórkost- lega. Átján sinnum kom hann i veg fyrir að leikmenn KA skor- uðu, þar af varði hann tvö vitaskot frá Gunnari Gislasyni. Magnús var bezti maöur ÍR, sem vann stóran sigur á KA, úrslit leiksins urðu 24 — 15 og staðan i hálfleik var 9—5 fyrir ÍR. IR-ingar unnu sanngjarnan sig- ur, þótt sérfræðingar kunni að segja að hann hafi verið einum of stór. Það var fyrst og fremst þétt og sterk vörn IR-inga sem lagði grunninn að sigrinum. Til marks um það hve vörn ÍR var sterk skoruðu leikmenn KA sitt annað mark þegar liðin var 21 mínúta af fyrri hálfleik, en fyrsta mark sitt skoruðu þeir á níundu mínútu. IR-ingar léku sem einn maður í vörn og það gerði gæfumuninn. Sóknarleikur ÍR-inga var lengi vel hins vegar frekar þungur miðað við hinn létta og hraða sóknarleik KA. I seinni hálfleik brá þó oft við skemmtilegum fléttum og góðum sendingum sem gáfu falleg mörk, og þegar á heildina er litið fer ekki á milli mála hvort liðið á erindi í fyrstu deild. Sex leikmenn í liði ÍR skoruðu þrjú mörk eða fleiri, flest skoruð með gegnumbrotum eða af línu. Brynjólfur Markússon sk,or- aði flest mörk ÍR-inga eða fimm. STAÐAN Staðan í 2. deild karla eftir leiki helgarinnar er nú þessi: ÍR - KA 24-15 HK — UMFA 22-19 UBK - KA 23-17 Breiðablik 10 7 1 2 218-200 15 HK 9 5 2 2 188-157 12 ÍR 10 4 4 2 219-190 12 KA 8 5 0 3 175-155 10 Týr 9 5 0 4 168-162 10 Afturelding 11 5 0 6 222-230 10 Ármann 9 2 2 5 167-184 6 Þór, Ak. 10 0 1 9 194-260 1 ÍR — KA 24:15 Einna laglegustu mörkin skoraði Ársæll Hafsteinsson. Við þennan sigur hlýtur ÍR- ingum að aukast hugrekki og stefna þeir sjálfsagt ákveðnar að því að komast í 1. deild. Eftir frekar daufa byrjun í mótinu virðast þeir vera að komast á skrið. Þegar leikmenn liðsins voru lausir við allan taugaspenning náðu þejr á stundum að ieika skemmtilegan handknattleik, sér- staklega síðust 20 mínútur leiks- ins. Lið KA fékk eiginlega aldrei rönd við reist í leiknum, þótt það sýndi léttan og lipran leik. Við tapið minnkuðu líkur á því að liðið kæmist í 1. deild. Hin sterka vörn IR-inga sló leikmenn KA strax útaf laginu. Norðanmenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, voru fastir fyrir í vörninni og náðu að minnka muninn í tvö mörk á áttundu mínútu. En þá tóku IR-ingar leikinn aftur í sínar hendur og skoruðu næstu fjögur mörk. Síðasta kortérið opnaðist leikurinn og 17 mörk þá skoruð, mörg þeirra stórskemmtileg. Mörk IR: Brynjólfur Markússon 5, Bjarni Bessason 4, Bjarni Hákon- arson 4, Ársæll Hafsteinsson 3, Guðjón Marteinsson 3, Sigurður Svavarsson 3, Bjarni Bjarnason 1 og Guðmundur Þórðarson 1. Mörk KA: Gunnar Gíslason 5, Friðjón Jónsson 3, Erlingur Kristjánsson 2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Jóhann Einarsson 1, Magnús Birgisson 1 og Þorleifur Ananíusarson 1. Einar átti stórleik í markinu og HK sigraði LIÐ HK VANN öruggan sigur á liði UMFA í 2. deild er liðin léku að Varmá i Mosfellssveit á laugardag. IIK sigraði 22—19 í leiknum eftir að hafa verið yfir í hálflcik, 13—10. IIK var betra liðið á vellinum og lék oft vel. Sér i lagi var varnarleikur liðsins og markvarsla góð. Það er alveg ljóst að HK blandar sér í haráttuna um toppsætið í 2. deild en með tapi sínu á Afturelding enga möguleika að vera í baráttunni um efstu sætin. Fyrri hálfleikur liðanna var nokkuð jafn. HK átti þó frum- kvæðið í leiknum og voru leik- menn HK mun ákveðnari í öllum leik sínum. Leikmenn UMFA börðust vel í leiknum og voru ekki á því að gefa neitt eftir. Þrjú mörk skildu liðin í hálfleik. í upphafi síðari hálfleiks var mikill hugur og kraftur í leik- mönnum Aftureldingar og þeim tókst að skora þrjú fyrstu mörk leiksins og jafna metin, 13—13. En HK náði forystunni aftur og um miðjan síðari hálfleik var staðan 17—15. HK jók muninn í 19—15 og komst svo í 21—16. Þar með var leikurinn alveg í þeirra höndum. UMFA seig aðeins á í lok leiksins en átti enga möguleika á að jafna metin. Besti maður í liði HK var Einar Þorvarðarson markvörður. Hann varði allan tímann mjög vel. Alls varði hann 14 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst. Þeir Hilmar, Ragnar óg Hallvarður áttu allir góðan leik og drifu leik liðsins áfram. Þá var Sigurður góður og er hann mjög góður skotmaður. Björn Bjarnason var bestur í liði UMFA. Björn skoraði fimm umfa 23:19 mörk af 10 í fyrri hálfleik og lék vel. Þá er hann sterkur varnar- maður. Steingrímur og Sigurjón voru góðir. Það sem varð UMFA dýrt í þessum leik var að hinn snjalli markvörður liðsins, Emil Karlsson, varði ekki eins vel og oft áður. Mörk HK: Hilmar 5, Ragnar 5, Hallvarður 5, Sigurður 4, Berg- sveinn 2, og Kristinn 1. Mörk UMFA: Björn 6, Steinar 4, Sigurjón 4, Þórður 2, Ágúst 1 og Magnús 1. — þr. Nýlióarnir í 2. deild UBK sigruðu KA örugglega NÝLIÐARNIR í 2. deild Breiðablik, úr Kópavogi, standa sig vel í 2. deild um þesar mundir. Á sunnudag gerði liðið sér lítið fvrir og vann öruggan sigur á liði KA frá Akureyri með 23 mörkum gegn 17. Sex marka sigur var mjög verðskuldaður af hinum frekar reynslulitlu og ungu en bráðefnilegu leikmönnum Breiðabliks. Með sama áframhaldi á liðið góða möguleika á að berjast um sæti i 1. deild í næsta ári. Fyrri hálfleikur liðanna að tækifærum og tvö vítaköst í röð á UBK KA 23:17 Varmá á sunnudag vr frekar sveiflukenndur. Lið UBK komst í 4—2 eftir 10 mínútna leik en þegar fyrri hálfleikur var hálfnað- ur var staðan jöfrt, 5—5. Næstu mínútur var mikill hraði í leiknum af beggja hálfu og mikið um mistök, leikmenn réðu ekki við þann hraða sem leikið var á. Jafnræði var með liðunum og hvert liðið skoraði þrjú mörk síðustu 15 mínúturnar. Staðan í hálfleik 9—9. Síðari hálfleikur var mun betur leikinn, af báðum liðum. Leik- menn UBK voru mjög ákveðnir og náðu forystunni í síðari hálfleik og héldu henni út leikinn. Svo til allan síðari hálfleik var þriggja marka munur og átti lið KA ekkert svar við leik UBK. Undir lok leiksins hrundi leikur KA gjörsamlega og skoruðu þá leik- menn UBK hvert markið af öðru. Sigur Breiðabliks hefði vel getað orðið stærri en sex mörk. Liðið misnotaði fjöldann allan af góðum mikilvægu augnabliki í leiknum. En það kom ekki að sök. Lið Breiðabliks er skipað mjög jöfnum leikmönnum sem eru upp- fullir af baráttu og leikgleði. Markverðir liðsins, þeir Benedikt og Heimir, léku hvor sinn hálfleik- inn og vörðu báðir mjög vel. Þá var varnarleikur liðsins góður. Júlíus Guðmundsson átti góðan leik svo og Stefán Magnússon, Brynjar og Björn. Hörður Már skoraði 5 mörk í leiknum, en var nokkuð mistækur framanaf. Lið KA lék frekar óskipulegan handknattleik. Mikið var um hnoð inn á miðju vallarins og boltinn gekk illa á milli leikmanna. Þá var varnarleikur liðsins svo og mark- varsla afar slök. Friðjón Jónsson var góður framan af en síðan ekki söguna meir. Jóhann Einarsson skoraði nokkur falleg mörk. Ann- ars vantar lið KA tilfinnanlega góðar skyttur. Með tapi í tveimur síðustu leikjum á lið KA nú litla möguleika á að verða í efsta sætinu í 2. deild. Mörk Breiðabliks: Björn Jónsson 6, 4v, Hörður Már Kristjánsson 5, Brynjar BjörnSson 3, Stefán Magnússon 3, Júlíus Guðmundsson 4, Kristján Hall- dórsson 2 og Aðalsteinn Jónsson 1. Mörk KA: Friðjón Jónsson 6, 3v, Jóhann Einarsson 4, Gunnar Gíslason 2, Björn Friðþjófsson 2, Jóhannes Bjarnason, Magnús Birgisson og Þorleifur Ananíasson 1 mark hver. — þr. Bjarni Bessason átti góðan leik með ÍR og skoraði 4 falleg mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.