Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1981 35 Davíð Oddsson flytur framsögu- ræðu sína. Honum á vinstri hönd er Páll Gíslason, og honum til hægri handar eru Konráð Ingi Torfason og Einar Strand. voru í tíð sjálfstæðismanna, ekki væri staðið nægilega vel að mál- efnum aldraðra og svo mætti lengi telja. Borgarstjóraembættið sagði hann hafa verið gert máttlaust með því að taka af því pólitísk völd og frumkvæði, enda virtist nú sem heldur betur ætti að kúvenda í því máli, með því að koma upp fimm til sjö pólitískum borgar- stjórum. Miklar breytingar væru þar á orðnar frá því er vinstri flokkarnir vildu afnema hið póli- tíska borgarstjóraembætti! Þannig ræki sig hvað á annars horn, kosningaloforð og efndir, stjórn borgarinnar væri í megn- asta ólestri og meirihlutinn klof- inn og ófær um að ná því sam- komulagi og samstöðu sem nauð- synlegt væri til að stjórna borg- inni. Tapið 1978 örlaga- ríkt fyrir borgarbúa Páll Gislason sagði, að tap Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórnarkosningunum árið 1978 hefði verið flokknum mikið áfall, eins og fólki væri enn í fersku minni. Síðar hefði svo komið í ljós, að „fall borgarinnar" eins og það hafi verið nefnt, hafi ekki síður verið áfall fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. Glundroðakenningin hefði sannast á stjórn borgarinn- ar, ekki væri samstaða um fjöl- mörg nauðsynleg mál, sem síðan bitnuðu seint og snemma á íbúum höfuðborgarinnar. Nærtækt dæmi um það væri skipulagsmálin. — Þessu sagði Páll að væri á annan veg farið hjá Sjálfstæðisflokkn- um, þar væri samstaða um öll mikilvægustu málin í borgar- stjórn. Nú sagði hann stöðnun og aft- urför vera áberandi á alltof mörg- um sviðum borgarlífsins. Það sæ- ist best á því að á næstu árum væri gert ráð fyrir að um 60% af íbúðarbyggingum á höfuðborgar- svæðinu yrðu í Reykjavík, þótt þar byggju um 75% íbúa á þessu svæði. Enn virtist því eiga að halla undan fæti hjá Reykjavík. Páll vék að fjölmörgum málum í ræðu sinni, svo sem skipulagsmál- unum, nauðsyn þess að tryggt yrði svæði fyrir landsbyggðasafn við Árbæjarsafn, nauðsyn uppbygg- ingar heilsugæslu og öldrunar- þjónustu og dagvistunarstofnana, sem ekki hefði verið unnið nægi- lega vel að á tíma núverandi vinstri meirihluta. Páll sagði allt leggjast á eitt um að brýna nauðsyn bæri til að skipta um stjórn í Reykjavík eftir sextán mánuði, frelsa yrði borgina í maí árið 1982. Að lokinni framsöguræðu Páls var fundargestum boðið upp á kaffi og kökur af félagi Sjálfstæð- isflokksins í hverfinu, en að því loknu var tekið til við fyrirspurnir og svör borgarfulltrúanna við þeim. sagnakennt kynni aö viröast, og því heföi ver- iö ákveðið aö láta Hæstarétt skera endan- lega úr um þaö. Meö því væri ekki á neinn hátt tekin afstaöa til dóms- niðurstööunnar. Fjölbrautaskóli í Árbæjarhverfi? Helgi örn Viggósson spuröi hvort til athugun- ar vasri aö byggja Fjöl- brautaskóla í hverfinu. Davíö Oddsson svar- aöl, og sagöi slíkt ekki hafa veriö til umræöu, setlunin væri aö Fjöl- brautaskólinn í Breiö- holti sinnti þessum hverfum einnig. Höföa- bakkabrúin myndi einnig auðvelda samgöngur milli hverfanna, og þar meö auövelda nemum úr Árbæjar- og Seláshverf- um skólagönguna. Dav- íö sagöi hins vegar mögulegt, aö þessi viö- horf breyttust, ef fólki fjölgaöi mjög í hverfinu, en eins og væri, stæöi þaö ekki til. Má ekki byggja á flugvallarsvæðinu? Asmundur Jóhanns- son hélt ræöu og kom víöa viö, einkum í þeim málum er lúta aö Arbæj- arhverfi sérstaklega. Hann sagöist fagna því aö borgarfulltrúar kæmu og ræddu viö borgar- búa, en þeim væri ekki síöur hollt aö hlusta en tala á slíkum fundum. Meöal þess sem Ás- mundur ræddi um, var hvort ekki mætti byggja á Reykjavíkurflugvelii, ef unnt væri aö finna nýtt flugvallarstæöi. Varaöi hann viö aö þenja borg- ina of mikiö út, svo sem á Keldnaholtssvæöiö sem heföi margvíslega vankanta í för meö sér. Davíö Oddsson sagöi æskilegt, aö unnt yröi aö fá flugvöllinn til bygg- inga, en ekki væri raun- hæft að búast viö aö völlurinn yröi fluttur inn- an skamms. Ástandiö væri þaö siæmt f fiug- vallamálum lands- manna, aö útilokaö væri aö Alþingi veitti fé til nýs Reykjavíkurflugvallar á meöan enn skorti nauö- synlegustu tæki til fjöl- margra flugvalla úti á landi. En jafnvel þótt svo yröi, aö byggt yröi á flugvellinum, sagöi Davíö þaö ekki mega koma í veg fyrir að hugaö væri aö nýjum svæðum, sem þörf yrði fyrir innan skamms, hvort sem flugvöllurinn færi eöa ekki. Fyrirhyggja væri nauðsynleg í þessum efnum, en hana skorti nú tilfinnanlega hjá borgar- yfirvöldum. Umferð aukist ekki um Rofabæ Ásta Gunnarsdóttir ræddi meðal annars um strætisvagnaferðir um hverfiö, eftir aö Selásinn væri oröinn byggöur. Spuröi hún hvort ekki væri unnt aö koma á einskonar hringakstri um hverfin, þannig að umferö þyrfti ekki aö aukast um Rofabæinn. Páli Gíslason sagöi ekki vera endanlega frá gengiö meö strætis- vagnaferöir um þessi hverfi í framtíöinni, en sjónarmiö þau, er Ásta heföi komiö fram meö, yröi vissulega aö kanna áöur en til þess kæmi. Skóli og skíðabrekkur Gísli Baldvinsson ræddi meöal annars um skíöabrekkur í Ártúns- brekku, og um gönguleiö frá Stíflu yfir í Hólana. Spuröi hann hvort eitt- hvað væri ákveöið í gerð mannvirkja eöa úti- vistarsvæöa. Páll Gíslason sagöi þegar nokkuö hafa veriö gert fyrir skíöafóik á þessum svæöum, og reynslan sýndi aö þaö væri vel þess viröi aö auka þar viö. Skíöalyftu yröi til dæmis aö hafa á þessum stööum, og væri þegar búiö aö setja þá fyrri upp í Ártúnsbrekku. — AH Ný áætlun Ferða- félagsins komin út FERÐAFÉLAG íslands heíur gefið út áætlun um ferðir á þessu ári og eru þar auglýstar dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir. Þá auglýsa hinar ýmsu félagsdeiidir ferðir á sinum vegum. Meðal sér- stakra ferða FÍ má nefna fræðsluferðir sem farnar eru á laugardögum og eru þá aug- Iýstar hverju sinni. Göngudagur FÍ verður 14. júní, en það er í þriðja sinn, sem efnt er til hans. Er þá valin létt gönguleið og hefur það verið reynslan, að fjölskyldur taka sig saman í þessar ferðir. Reglu- legar helgarferðir eru til fjög- urra staða á hálendinu þar sem félagið rekur sæluhús. Við Álftavatn er nýtt sæluhús, á Hveravöllum var sl. sumar reist nýtt sæluhús. Sumarleyfisferðir eru í ár 23, öku- og gönguferðir eða einungis gönguferðir. Meðal nýjunga má nefna ferð á Hornstrandir í ágúst þegar gróður er þar feg- urstur, gönguferð um Kjalveg og gistingu í nýjum gönguskála FI við Þverbrekknamúla og göngu- ferð frá Snæfelli í Lónsöræfi. % FEROAFÉLAG ÍSLANDS 0*' Simar »9633 - W98 FEROAAÆTLUN -JQQ-4 ICELAND TOURS I jQ I Nokkrar myndir prýða áætlun Ferðafélagsins og á forsiðu er mynd frá Hrafntinnuskeri eftir Pál Jónsson. Rokkhljómleikar Rokkhljómieikar verða i Stúdentakjallaranum i kvöld, þriðjudagskvöld og hefjast þeir kl. 21. Hljómsvcitin Head Ef- fects heldur þar sina fyrstu hljómleika eftir nokkurt hlé og mannaskipti. Hljómsveitina skipa nú Gra- ham Smith sem leikur á raf- magnsfiðlu, Richard Korn sem leikur á bassa, Gestur Guðnason leikur á gítar og Jónas Björns- son á trommur. Graham Smith er breskur og leikur nú með Sinfóníuhljómsveit íslands en Korn- er frá Bandaríkjunum og hefur einnig leikið með Sinfóníu- hljómsveitinni. Á hljómleikunum í kvöld verða nær eingöngu leikin lög eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Tveir af meðlimum hljómsveitarinnar Head Effects, Graham Smith (t.v.) og Richard Korn. • Lió«m. Kristinn. Rétt númer lukkudaga VIÐ BIRTINGU vinningsnúmera úr Lukkudögum í Mbl. sl. þriðjudag komu fram viliur í númerum desembermánaðar. Birtast réttu númerin hér á eftir: Vinningar í DESEMBER 1980 Nr. 1 Sharp vasatölva m/klukku og vekjara .................. 2360 2 Braun LS 35 krullujárn .... 25367 3 Skáldverk Kristmanns Guðmundss. 7 bindi frá A.B............. 27920 4 Philips vekjarakiukka m/útvarpi .................. 12229 5 Sharp Vasatölva CL 8145 ... 10665 6 Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool .............. 19464 7 Reiðhjól að eigin vali frá Fálkanum ............... 24742 8 Kodak Pocket A1 myndavél .. 14771 9 Sharp vasatölva CL 8145 ... 21418 10 Henson æfingagalli ......... 8728 11 Henson æfingagalii ......... 2656 12 Henson æfingagalli ......... 3785 13 Philips vekjaraklukka m/útvarpi .................. 26026 14 Tesai ferðaútvarp .......... 9259 15 Henson æfingagalli ........ 11838 16 Kodak Pocket A1 myndavél .. 16325 17 Sharp vasatðlva m/klukku og vekjara ................. 29839 18 Sharp vasatölva CL 8145 ... 16253 19 Tesai ferðaútvarp ......... 28593 20 Kodak Pocket A1 mvndavél .. 4365 21 Philips vekjaraklukka m/útvarpi ................... 3544 22 Braun LS 35 krullujárn .... 27633 23 Sharp vasatölva CL 8145 .... 2607 24 Sharp vasatölva CL 8145 ... 10844 25 Mulinette kvörn ............ 5375 26 Henson æfingagalli ......... 6437 27 Kodak Pocket A1 myndavél .. 2721 28 Sharp vasatölva CL 8145 ... 28768 29 Kodak Ektra 12 myndavél .... 18243 30 Kodak Ektra 12 myndavél .... 9317 31 Skil 1552H verkfærasett ... 27308 Upplýsingar fyrir vinningshafa í síma: 33622.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.