Morgunblaðið - 10.02.1981, Side 31

Morgunblaðið - 10.02.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 31 Rokk-keppni Hollywood og Karnabæjar: „Rokkið hefur aldrei dáið út“ — segir Guðlaugur Bergmann í Karnabæ SÍÐASTLIÐIÐ sunnudanskvold fór fram úrslitakeppni i „Rokk keppni Karnabæjar on Ilolly- wood“ ok kepptu þá fimm pör til úrsiita. Alis hafa 10 pör tekið þátt i keppninni en þrívetds hefur faríó fram undankeppni f síAustu viku ok vikunni þar áAur. Þrenn verAlaun voru veitt. Fyrstu verAlaun, ferA fyrir tvo til New York og til baka, hlutu Herborg Bentsen og AAalsteinn ÁsKrimsson; önnur verAlaun, fataúttekt fyrir 3000 nýkr. í Karnabæ, hlutu Bryndis Braxa- dóttir og JÚKÓslavinn Walter, ok þriAju verAlaun, fataúttekt i Karnabæ fyrir 2000 nýkr., hlutu InKa Þorvaldsdóttir og Oli Jó- hann Danielsson. Dómnefndina skipuðu: Brynja Nordkvist, Erla Haraldsdóttir, GuAlauKur Bergmann, Jónína Karlsdóttir og Sæmundur Páls- son. „Ég kom nú bara inn í þessa keppni af áhuga — sem gamall rokkari,” sagði Guðlaugur, er Morgunblaðið hafði samband við hann til að fá fréttir af gangi keppninnar. „Rokkið hefur aldrei dáið út og ég held að ungt fólk sé að verða leitt á diskóinu. En fólk verður að kunna að dansa til að geta rokkað — diskó felst bara í að parið dillar sér einhvernveg- inn fyrir framan hvort annað. Þessi diskótaktur hefur skemmt dálítið fyrir krökkunum og þau eiga erfitt með að ná rokktaktinum svo vel fari. Samt voru í þessari keppni mjög góð pör og það var mjög gaman að fylgjast með þeim — parið sem sigraði var alveg sérstaklega skemmtilegt. Það var greinilega mikill áhugi meðal fólks að fylgj- ast með þessari keppni — það kom mikið af fólki öll kvöldin sem keppt var. Sérstaklega var ég hissa að húsið skyldi fyllast á sunnudagskvöldið — í jafn kol- vitlausu veðri eins og var þá. Keppendur komu allir einstak- lega vel fram. Þau lögðu mikið á sig til að keppnin heppnaðist sem best og þetta er mjög virðingar- vert ungt fólk. Enda hef ég alltaf sagt, að það er ekkert unglinga- vandamál á íslandi, eða í heimin- um yfirleitt, en það er til fullorð- insvandamál — okkur leiðist allt- af þegar unglingar fara að herma eftir okkur vitleysurnar," sagði Guðiaugur að lokum. Parið sem fékk 1. verðlaun, Derborg Bentsen og AAalsteinn Ásgrimsson. Ljósm. A.S. Bryndís og Walter i glæsilegri rokksveiflu — þau fengu þriðju verðlaun. Ljósm. \S. Þingeyringar sem bergnumd- ir af söng Sigurð- ar Björnssonar Þinifeyri. 9. ft hrúar. Á MIÐJUM þorra er oftast Iítið um að vera hjá okkur hér á Þingeyri. En nú brá svo við. að í glaða sólskini og fallegu vetrar- veðri fengum við óvæntan vor- boða, er Sigurður Björnsson óperusöngvari sótti okkur hpim ásamt Agnesi Löve píanóleikara. Þessi laugardagseftirnuðdagur, 7. febrúar 1981, verður öllum er á hlýddu ógleymanlegur. Af sinni alkunnu snilld flutti Sigurður Björnsson okkur fjölbreytta dagskrá og söng sig inn í hjörtu okkar með þróttmiklum og hugljúf- um lögum og ljóðum, eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Var Sigurði og Agnesi mjög vel fagnað og klappað óspart lof í lófa, enda erfitt að vcrða að sleppa slíkum aufúsugestum. Eftir að hafa gefið okkur tvö aukalög var eins og allir væru orðnir fastir á stólunum. Djúp þögn ríkti í salnum, enginn stóð upp, allir sátu bergnumdir. Loks var eins og allir gerðu sér ljóst, að meira gætu þeir ekki fengið af hugljúfum tónum söngv- arans og klöppuðu nú allir af enn meiri ákefð og hylltu söngvara og undirleikara er þau komu fram á sviðið. Fleirum en mér var þannig innanbrjósts, að þeim fannst sem þeir hefðu upplifað helgistund. Hafðu heila þökk fyrir komuna, og gott væri að eiga von á slíkri upplifun aftur. — Hulda Dómnefndin. F.v. Guðlaugur Bergmann. Brynja Nordkvist, Sæmundur Pálsson. Jónina Karlsdóttir og Erla Ilaraldsdóttir. Ljósm. A.S. AtriAi i „Þrír skálkar“: Bentcl umferðasali (Vignir Gunnarsson), DiArik skottulæknir (Birgir ÞórAarson) og Nuni spákerling (Emilia Baldursdóttir) ræðast viA. Myndin er tekin á æfingu. „Þrír skálkar“ á Sauðárkróki LEIKFÉLAG Öngulstaða- hrepps og Ungmennafélagið Árroðinn sýna söngleikinn „Þrír skálkar" eftir Gandrup í Bifröst á Sauðárkróki, laugar- daginn 14. febrúar kl. 15 og aftur kl. 20 um kvöldið. Leik- Ólafsvik: Minni afli á land en í fyrra FRÁ ÁRAMÓTUM hafa borist á land í ólafsvík 1289 tonn af þorski, en á sama tima i fyrra bárust á land 1566 tonn. þannig að aflinn er nú um 227 tonnum minni en í fyrra, þrátt fyrir aA einn togari hafi bicst við i flot- ann. Að sögn Ævars Guðmundssonar og Kristjáns Helgasonar hafnar- varða í Olafsvík, sem blaðamenn höfðu tal af, er lélegri tíð um að kenna og eins hafa togararnir mikið siglt út til annarra landa með aflann, en enginn togari seldi erlendis á þeim tíma í fyrra. ritið er þýtt af Þorsteini Ö. Stephensen, leikstjóri er Jó- hann Ögmundsson og fer hann jafnframt með eitt hlutverk- anna. ^þríj. skálkar“ hafa ver- ið sýndir 11 sinnum í Frey- vangi, Eyjafirði að undan- förnu við ágæta aðsókn. Lennontónleikarnir: Ágóðinn um 60 þúsund kr. ÁGÓÐI sá, er kom inn á minn- ingartónleikum um John Lennon í Austurbæjarbíói í síðustu viku, var afhentur Geðverndarfélagi Islands á sunnudaginn. Myndina tók Emilía Bj. Björnsdóttir er Óttar F. Hauksson, sem sá um framkvæmd tónleikanna, af- henti Oddi Björnssyni lækni, formanni Geðverndarfélagsins, ágóðann af tónleikunum, um 60 þúsund krónur. Allir þeir er komu fram á tónleikunum, hljóðfæraleikarar, söngvarar og aðrir, gáfu vinnu sína. Einkennilegt að telja stór- aukinn innflutning einungis koma fram í stærri markaði segir Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Land- sambands iðnaðarmanna, um mat stjórnar Hús- gagnaverkefnisins um stöðu iðngreinarinnar „ÉG KANNAST svo sem við þess- ar tölur, enda eru tölurnar fyrir árið 1977, 1978 og 1979 fengnar hjá okkur, þ.e. Landsamhandi iðnaðarmanna. Við höfum um nokkurt skeið reynt að fylgjast með markaðshlutdeild húsgagna- iðnaðarins, þótt við ramman reip sé að draga vegna upplýsinga- skorts. Þannig eru tölur okkar háðar ýmsum forsendum. en eitt er vist, að þar er fremur hallað á innlendan húsgagnaiðnað. en hitt. Ég hef áður bent á, að mat stjórnar húsgagnaverkefnisins á markaðshlutdeild ársins 1980 er nokkuð bjartsýnt, svo ekki sé meira sagt.“ sagði Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landsambands iðnaðarmanna, í samtali við Mbl„ er hann var inntur eftir því, hvort fréttir um góða afkomu húsgagnaiðnaðarins i Timanum siðustu daga styngju ekki i stúf við það, sem Landsam- bandið hefur haldið fram. þ.e. mikil vandræði og minnkandi markaðshlutdeild. „Það orkar nokkuð tvímælis, að reikna það út frá tölunum okkar eins og gert var. Ég hef hins vegar ekki mótmælt þessum útreikning- um harðlega, þar sem ég hef einfaldlega ekki betri tölur sjálfur. Það verður hins vegar hægt að meta þetta með skárri hætti innan tíðar. Ég kemst ekki hjá því að láta þetta koma fram, þar sem spurt er. Mér finnst það skjóta skökku við, að telja gífurlega aukningu á inn- flutningi á síðasta ári, hafi einung- is komið fram í stórauknum mark- aði, og þar með ekki haft áhrif á innlenda framleiðslu. Með þessu tel ég verið að draga verulega úr þeim vanda, sem húsgagnaiðnaðurinn er í um þessar mundir. Ég verð einnig að taka fram. vegna þess að í þessum fréttum. er Hulda Kristinsdóttir, heimildar- maður Tímans, sögð starfsmaður FÍI, að svo er ekki. Hún starfar hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Það stendur auðvitað öðrum nær að leiðrétta þetta, en þar sem að þetta gæti bent til þess að ágrein- ingur sé milli Landsambandsins og FII varðandi vandamál húsgagna- iðnaðarins. Það þarf að upplýsa, að þessi samtök eru algjörlega sam- mála um hversu vandamál iðn- greinarinnar eru mikil og eru ennfremur sammála um hvernig bregðast skuli við þeim. Þau hafa sent stjórnvöldum sameiginlega tillögu þar um,“ sagði Þórleifur. Hverjir eru helztu punktarnir í þessum tillögum? — „Kjarninn í þeim er sá, að tafarlaust verði gerð könnun á samkeppnisstöðu hús- gagnaiðnaðarins hér á landi og á Norðurlöndunum og kannað verði hvort styrktaraðgerðir erlendis hafi áhrif á þessa samkeppnisað- stöðu með það í huga, að þegar það hefur verið sannað sem við teljum að sé, að þá verði lagðir jöfnunar- tollar á innflutning. Með jöfnunar- tollum, þá eigum við alls ekki við verndaraðgerð. Þessir tollar eru leyfilegir samkvæmt EFTA-aðild- inni, til þess að vega upp á móti óeðlilegri samkeppni. Eg tel, að þetta eigi ennfremur að gera varð- andi aðrar iðngreinar. Varðandi bjartsýnina um húsgagnainnflutn- ing til Ameríku, þá segi ég eins og gamla fólkið: — Guð láti gott á vita. Ég er sammála því, að það er ef til vill í Ameríku, sem útflutn- ingsmöguleikar okkar eru beztir. Ég er sammála því, að það verður að kosta því sem til þarf til að koma vörum á Ameríkumarkað, en það sem er aðalat riðið í þessu, er að þessi iðngrein verður að vera lif- andi á árinu 1982,“ sagði Þórleifur Jónsson að síðustu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.