Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 tismanna Hluti fundarmanna á fundinum i Árbæjar- og Seiáahverfi. Fjöl- margar fyrirspurnir komu fram, og Iauk fundinum ekki fyrr en um klukkan eitt eftir miðnætti. Myndirnar tók Emilia Björg Björnsdóttir. „Yerðum að frelsa borgina í maí árið 1982“ sagði Páll Gislason borgarfulltrúi í framsöguræðu Fjórði hverfafundur borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í nýafstaðinni fundaher- ferð, var haldinn á fimmtu- dagskvöldið að Hraunbæ 102, fyrir Árbæjar- og Seláshverfi. Frummælendur á fundinum voru þeir Davíð Oddsson, formaður borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna, og Páll Gíslason borgarfulltrúi. Fundarstjóri var Konráð Ingi Torfason og fundarritari Ein- ar Strand. Fjörugar umræður urðu að loknum framsögu- ræðum, og kom fram fjöldi fyrirspurna. Lauk fundinum ekki fyrr en um klukkan eitt eftir miðnætti. Víða leitað fanga í skattahækkunum Davið Oddsson hóf mál sitt á að lýsa þeirri skoðun borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, að nauðsynlegt væri að hafa öflug og góð tengsl við borgarbúa, hvort heldur flokk- ur þeirra væri í meirihluta eða ekki. Tengsl þessi væru enn mik- ilvægari en ella, þegar þess væri gætt að meirihlutinn virtist ekki hafa neinn áhuga á að heyra skoðanir fólks í borginni á hinum ýmsu málum í stjórn Reykjavíkur. Lítið hefði orðið af efndum á þeim hluta málefnasamnings vinstri flokkanna eins og svo mörgu öðru. Davíð rakti síðan nokkur helstu atriði í stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, svo sem að stuðla ætti að því að. sem flestir borgarbúar gætu átt sitt eigið húsnæði. Stórhækk- un fasteignagjaida vinstri manna gerði það hins vegar ekki auðvelt, auk þess sem slíkt yrði óhjá- kvæmilega til að hækka húsaleigu í borginni. Fleiri dæmi um mikla skattagleði nefndi Davíð, svo sem er útsvörin voru hækkuð, og að gatnagerðargjöld voru hækkuð um meira en 50% umfram verðbólgu- hækkanir. — Sú afsökun hefði komið fram fyrir þeirri hækkun, að gjöldin hefðu verið mun lægri í Reykjavík en í nágrannabyggðar- lögunum, en þess hefði á hinn bóginn ekki verið getið, að gjöld eins og fasteignagjöld og útsvar væru mun hærri í Reykjavík. Því hefði hækkun þessa gjalds aðeins orðið til að gera hlut Reykvíkinga enn verri en áður, en ekki orðið til jöfnunar á við önnur byggðarlög. Þetta væri því aðeins eitt dæmið um það hvernig meirihluti Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks leitaði með log- Páll Gíslason svarar fyrirspurnum. andi ljósi eftir nýjum skattstofn- um. Þar væri viða leitað fanga og frumleikinn oft mikill. Frumleika og frumkvæði sagði hann hins vegar ekki vera ein- kenni vinstri meirihlutans, öfugt við það sem margir hefðu senni- lega búist við eftir svo langa veru utan stjórnar. Borgarmálin í megnasta ólestri Davíð nefndi siðan fjölmörg atriði, er hann taldi miður fara i stjórn borgarinnar undir forystu núverandi meirihluta, svo sem í lóða- og skipulagsmálum, skiln- ingsleysi ríkti í garð atvinnulifs, lítið væri gert í dagvistunar- og skólamálum annað en að fylgja fram þeim verkefnum er ákveðin Óánægja med Höfðabakkabrúna Þórir Einarsson sagöi sjálfstæöismenn góöa í samaburöi viö þá stjórn- arherra er nú réöu ríkj- um í Reykjavík, en þó væru þeir á engan hátt nógu góöir. Ekki sagöist hann þó hafa í hyggju aö yfirgefa flokkinn þess vegna, en taldi slæmt aö sjálfstæðismenn skyldu ekki hafa reynt að ná samkomulagi um Höföa- bakkabrúna á sínum tíma. Þar heföi átt aö leita samkomulags eöa máiamiölunar viö íbúa hverfisins. Spuröi Þórir hvort sjálfstæöismenn heföu breytt um skoöun á þessu máli. Fleíri ræddu þetta síðar á fundinum, töldu brúna óæskilega, en hún væri oröin hlutur sem ekki ætti aö veröa til vinslita. Meöal þeirra er svo sögöu voru Ásta Gunnarsdóttir, Gísli Baldvinsson og Gutt- ormur Einarsson kvaöst hins vegar alltaf hafa veriö fylgjandi gerö brú- arinnar. Davíö Oddsson sagö- ist veröa aö hryggja Þóri meö því, aö ekki væri um stefnubreytingu aö ræöa í málinu. Borgar- fulltrúar heföu tekið af- stööu í samræmi viö sannfæringu sína og eft- ir ítarlega athugun. Ekki væri hinsvegar ástæöa til aö upphefja langar oröræöur um þetta mál sem nú væri afgreitt, og menn gjörþekktu rök hvers annars, meö og á móti. Vjntar sund- laug í hverfið Jóhannes Pétursson sagöi, aö margt mætti betur fara í hverfinu en nú væri. Nefndi hann sem dæmi, aö sundlaug væri þar engin, og einnig þyrfti aö bæta þar göngustíga, bæöi innan hverfisins og upp í Breiöholt. Páll Gíslason sagöi, aö þótt vissulega væri gott aö hafa sundlaugar sem víöast, væri ekki á dagskrá aö byggja hana í þessum hverfum. Sundiaug væri nú nýrisin í Breiöholti, mannvirki er kostaö heföi um tvo milljaröa gkr. og yröi hún aö nýtast báöum hverfunum. Páll sagöist hins vegar taka undir meö Jóhannesi aö göngustíga vantaöi, og væri meðal annars á dagskrá aö bæta sam- göngur yfir í Breiöholt fyrir gangandi fólk, í tengslum viö brúna. Hvernig v®ri ástandið núna? Benedíkt Bogaaon spuröi meöal annars, hvaö værl nú ööru vísi í stjórn borgarinnar, ef meirihluti sjálfstæö- ismanna heföi ekki tap- ast áriö 1978. Davíö Oddsson vísaöi meöal annars til fram- söguræöu sinnar í svari sínu, og nefndi sem dæmi aö vegna mun minni skattheimtu væri ráöstöfunarfé Reykvík- inga nú mun meira, ef sjálfstæöismenn væru viö stjórnvölinn. Einnig heföi veriö staöiö á annan hátt aö skipu- lagsmálum, og þegar hafin uppbygging nýrra byggöasvæöa. Hvenær verður gengið frá iðnaðarsvæðinu? Kristmundur Sörla- son spuröi meðal ann- ars um, hvenær væri á dagskrá borgaryfirvalda aö ganga endanlega frá stærsta iönaöarhverfinu í Reykjavík, hverfinu á Ártúnshöföa. Krist- mundur kvaöst vera full- trúi Ártúnshöföa- samtakanna, samtaka atvinnurekenda á þessu svæöi. Páll Gíslason sagöi rétt, aö mál þetta væri brýnt, aö Ijúka endan- lega viö allan frágang á umræddu svæöi. Hann gæti hins vegar ekki sagt til um hvenær því verki yröi lokiö, en sagö- ist myndu vekja athygli á þvf innan borgarkerfis- ins. Svifnðkkvar á leiðinni til Keflavíkur? Guttormur Einarsson varpaöi meðal annars fram þeirri hugmynd, hvort unnt reyndist aö færa Reykjavíkurflug- völl, eöa leggja hann niöur, ef teknar yröu upp þægilegar og hraöar samgöngur mllli Reykja- víkur og Keflavíkurflug- vallar. Sagöist hann vilja varpa fram þeirri hug- mynd, hvort unnt yröi aö nota svifnökkva á þess- ari leiö, líkt og þekktust á Ermarsundi, bæöi tll fólks- og vöruflutninga. Davíð Oddsson og Páll Gíslason sögöust ekki þekkja nægilega mikið til þessara mála til aö segja til um hvort þetta væri reynandi eöa ekki. Hugmyndin værl þó vissulega athyglis- verö. Páll sagöi hins vegar, aö tilraun sem gerö heföi veriö á Faxa- flóa, meö svifnökkva milli Akraness og Reykjavíkur heföi ekki gefist vel, en þar væri aö vísu um aö ræöa mun minni farkost en þann sem Guttormur heföi í huga. áfrýjar dómnum Þorkell Valdimarsson spuröi hvort borgar- stjórn heföi tekiö af- stööu í máli því er nýlega var dæmt í, varöandi skaöabótakröfur eig- enda Fjalakattarins á hendur borginnl. Davíö Oddsson varö fyrlr svörum, og sagöi aö borgarráö heföi ákveðiö aö áfrýja dómnum til Hæstaréttar, til aö eng- inn vafi léki á niöurstööu málsins, sem væri mjög fordæmisskapandi. Segja mætti aö borgin heföi bæöi tapaö málinu og unniö þaö, þótt mót- “i fit lí( il li i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.