Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn ... Umræður um orkusölu Landsvlrkjunar: Ákvörðunin mild gagnvart hinum almenna neytanda — segir Birgir ísl.Gunnarsson Á borKarstjórnarfundi sem hald- inn var i fyrri viku urðu talaverðar umræður um orkusolu Landsvirkj- unar til Reykjavíkurhorgar og akaðabótaítreiðalur Landavirkjun- ar, og þá jafnframt Reykjavikur- borKar, til fslenska járnblendifé- lagsins, vejfna takmórkunar á orkusólu þangað. Orka frá diesel- og túrbínustöðvum 3—6 sinnum dýrari en frá Landsvirkjun Fyrstur tók til máls EkíH Skúli InKÍberftaaon, borgaratjóri. Borgar- stjóri vitnaði i máli sínu til greinar- gerðar frá borgarlógmanni um lóg um Landsvirkjun ok regluKerð, samninKa ok samþykktir aem Landsvirkjun atarfar eftir. EinnÍK vitnaði hann i bréf frá rafmaKns- stjóra um umframkoatnað ve^na raforkukaupa og er umsóKnin og KreinarKerðin birt hér annarsstað- ar á síðunni. Síðan segir borgarstjóri: „Af framansógðu er ljóst, að viðbrögð stjórnar Landsvirkjunar við þeim vanda, sem við blasti, þ.e. nauðsyn á takmörkun á notkun raforku um verulegan tima, eru í samræmi við umboð hennar frá eigendum. Það atriði, sem snýr að kostnaði, sem er afleiðing skömmtunar, og hvernig hann verður borinn uppi og af hverjum, kemur upp þannig, að Landsvirkjun ber við þessar aðstæð- ur að sjá til þess, að skömmtunin komi hlutfallslega jafnt á notendur, en þá er búið að skera niður svokallað afgangsafl til stóriðjufyr- irtækja, sem er 51 MW, eða 8,6 GWh/viku, og næsti niðurskurður verður á forgangsafli stóriðjufyrir- tækja og almenningsveitna. Sú staða kom upp við hlutfalls- legan niðurskurð á forgangsafli 22.1. ’81 um samtals 40 MW, að stjórn Járnblendifélagsins mat rekstrar- möguleika fyrirtækisins svo, að betra væri að stöðva framleiðslu alveg gegn greiðslu hæfilegra bóta, — en af 31 MW forgangsafli verk- smiðjunnar átti aö skerða þeirra notkun um 11,2 MW eftir hlutföllum, en þeir bjóða 17,8 MW til viðbótar. Voru um þetta fundir með forráða- mönnum Landsvirkjunar, Járn- blendifélagsins og rafveitna á svæð- inu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur var tilkynnt um þessa stöðu mála með bréfi 27.1. '81, ásamt upplýsing- um um orkumagn, sem laust væri fyrir hana, og hvað greiða þyrfti fyrir það, umfram normalverð. Sú spurning vaknar, hvernig á því stendur, að það ástand í raforkumál- um okkar skapast, sem nú ber raun vitni. Var þetta ástand séð fyrir, hefði verið hægt að koma í veg fyrir það? Viðbrögð Landsvirkjunar, þegar kom fram á haust '80 og sýnt virtist, að lækkun í Þórisvatni yrði mun örari en áður hefur verið, eins og þið munuð geta séð á línuriti yfir vatnshæð í Þórisvatni, sem á að hafa verið sent út með gögnum, voru að skeröa orkusölu til stóriðju um nánast allt afgangsafl og orku 50 MW frá 1. nóv. ’80 — með frekari skömmtun allt að 78 MW í nóv. til að reyna að halda vatnsborði Þóris- vatns svipuðu og var á sama tíma 1979. Árangur þessarar skömmtunar var ekki nægilegur, svo að skömmt- un að 96 MW var ákveðin 20.12. ’80 og var síðan 98 MW 31. des. ’80 — þannig 51 MW í afgangsafl og 47 MW í forgangsafl. Til ÍSAL nam skömmtunin 38 MW, Járnblendifé- lagsins 43 MW og almenningsveitna 17 MW. 20. jan. ’81 er svo ákveðið að auka skömmtun enn um 40 MW og þá að byrja skömmtun hjá R.R. meðal annars. En hér kemur tilboð Járnblendifé- lagsins og Landsvirkjunar inn eins og áður var frá greint. Áður en þessir atburðir gerðust, vil ég geta þess, að þegar rætt var um tímasetningu Hrauneyjafoss- virkjunar og hvað ársfrestun á gangsetningu fyrstu vélar, þ.e. í stað hausts ’81 — haust ’82 þýddi, gaf Landsvirkjun upp, að líkleg orku- vöntun í lélegu vatnsári veturinn 79/80 yrði um 130 GWh og veturinn 80/81 yrði um 208 GWh af forgangs- orku, og því var haldið í óbreyttan gangsetningartíma fyrstu vélar Hrauneyjafossvirkjunar haustið ’81, sem ekki er séð annað en að takast muni. Það yirðist svo í dag, að þessi áætlun um orkuvöntun muni verða mjög nálægt réttu lagi. Og þá fer ég nú að koma að lokaorðum þessarar kynningar á orkubúskap okkar hér hjá R.R. og á Landsvirkjunarsvæðinu, en það er þá spurningin: Mátti með einhverj- um aðgerðum draga úr áhrifum þessa mjög svo sérstæða ástands á vatnsbúskap okkar? Leiðir til þess væru kannski fyrst að keyra varmaaflstöðvar, diesel- og túrbínustöðvar, og það er gert, ef um slysatilfelli er að ræða, en eins og ég nefndi áðan er orkan frá þessum stöðvum 3—6 sinnum dýrari en orkan frá Landsvirkjun er í dag. Olíuverðið hefur hækkað mikið síð- ustu ár og þurfi að keyra svo vikum skipti, verður það mjög erfitt. T.d. kostar rekstur Straumsvíkur-túrb- ínustöðvarinnar rúma 2 milljaröa gkr. á mánuði með núverandi olíu- verði. Önnur leið til þess að mæta orkuskorti þessum væri að haga gangi virkjunarákvarðana svo, að að jafnaði væri til eitthvert varaafl í vatnsaflsvélum okkar, en ekki eins og nú að virkja ekki fyrr en búið er að framieiða orku með diesel í 1—2—3 ár, en með því háa verði, sem nú er á olíu, virðist flýting virkjana vera mjög athugandi kost- ur og sjálfsagt fyrir stjórnendur Reykjavíkurborgar að athuga stöðu sína og möguieika til áhrifa á ákvarðanir á þessu sviði vel. En ég vil nota þetta tækifæri til þess að benda á, að það er ekki einungis í raforkuvirkjunum að ástæða væri til fyrir stjórnendur borgarinnar að beita sér, heldur og einnig að því er varðar Hitaveitu Reykjavíkur. Orkuöflunarmál henn- ar standa svo í dag, að boranir, bæði til rannsókna og vinnslu vatns, hafa nánast legið niðri siðustu 4 árin, og slíkt er algerlega óviðunandi fyrir Reykvíkinga og verður að verða þar á mikil breyting, ella gætum við vaknað upp við það einn fagran kaldan vetrardag, að heita vatnið verður skammtað." Þá lagði borgarstjóri til að tekið yrði tilboði Landsvirkjunar um orkukaup. Ríkið skuldbind- ur borgina Næstur talaði Albert Guðmunds- son (S). Hann lýsti furðu sinni á því að hitaveitustjóri skyldi lýsa því yfir að búast mætti við vatnsskorti. Albert taldi að ekki ætti að koma til slíks vatnsskorts, þar sem borgin ætti yfir nægu vatni að ráða og nefndi Krísuvík sem dæmi um það. Albert sagði að nær væri að athuga þann valkost í stað þess að tala um vatnsskort og vísaði hann vatns- skortstali hitaveitustjóra á bug. „Það þarf að rannsaka hvaða leik verið er að leika í Hitaveitunni," sagði Albert. Síðan sagðist Albert vilja geta þess að Reykjavík og ríkið væru helmings eignaraðilar að Lands- virkjun, en þótt borgin ætti svo stóran hlut í fyrirtækinu, þá réði hún engu um verðmyndunina né heldur um framleiðsluna. Þá vék Albert orðum sínum að stóriðju og sagði að með ákvarðanatöku um stóriðju, væri ríkið að skuldbinda borgina til að taka vissa ábyrgð á rekstrinum. Albert sagöi, að þetta leiddi til þess að kostnaði væri velt yfir á Reykjavíkurborg þegar illa áraði i raforkumálum, eins og nú. Hins vegar væru Rafmagnsveitur ríkisins styrktar með fé úr ríkis- sjóði, ríkissjóður stæði undir halla- rekstri fyrirtækisins. Albert sagðist efast um að það stæðist samkvæmt stjórnarskránni að hægt væri að setja kvaðir sem þessar á borgarsjóð og fólkið í borginni. Sagðist hann ætla að láta kanna þetta mál. Bréf rafmagnsstjóra: Umframkostnaður vegna raforkukaupa MEÐ bréfi, dags. 27. 01. 1981, skýrir Landsvirkjun frá því, að óhjákvæmilegt sé að auka skömmtun á forgangsafli um 40,0 MW og sé hlutur almennings- veitna 17,8 MW. Jafnframt er frá því skýrt, að með samkomulagi við íslenzka járnblendifélagið um rekstrarstöðvun í 2—3 mánuði, sé unnt að bjóða Rafmagnsveitu Reykjavíkur 6,41 GWh orku af þeirri 12,82 GWh orku á mánuði, sem við þetta verður tiltæk. Samkomulag Landsvirkjunar og Járnblendifélagsins felur í sér, að Landsvirkjun greiði Járnblendifé- laginu 4,50 M (ný) kr. á mánuði í skaðabætur. Sé þessari upphæð skipt hlutfallslega milli þeirra þriggja almenningsveitna á Suð- vesturlandi, sem kaupa orku beint af Landsvirkjun, verður hlutdeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1,17 M (ný) kr. á mánuði umfram kostnað skv. gildandi gjaldskrá. Á þriggja mánaða tímabili mundi aukakostnaður þessi því nema um 3,5 M (ný) kr. Til hliðsjónar má geta þess, að kostnaður vegna orkukaupa árið 1981 er áætlaður 69,6 M (ný) kr. Sé sú forsenda lögð til grund- vallar, að um tvo kosti sé að ræða — annars vegar að taka fram- angreindu boði Landsvirkjunar, hins vegar að sæta orkuskömmtun — er það niðurstaða Rafmagns- veitunnar, að velja beri fyrri kostinn. Jafnframt verður það að teljast sanngjörn krafa, að stjórn- völd heimili hækkun gjaldskrár til að mæta þessari hækkun á heild- söluverði. Athugun á síðari kostinum leið- ir í ljós, að skömmtun mundi valda Rafmagnsveitunni tekjutapi, sem næmi rösklega 1,0 M (ný) kr. á mánuði, og eru því fjárhagsleg áhrif hinna tveggja kosta svipuð fyrir Rafmagnsveituna. Af skömmtun á raforku mundi hins- vegar leiða umtalsvert tjón í atvinnurekstri og röskun á högum almennra notenda. Greinargerð borgarlögmanns Á fundi borgarráðs 30. f.m. rakti ég heimildir stjórnar Lands- virkjunar til að setja takmarkanir á orkusölu til viðskiptavina sinna. Var þess þá óskað, að ég gæfi borgarráði skriflega skýrslu um þetta efni. í sameignarsamningi milli rík- isstjómar íslands og Reykjavíkur- borgar um Landsvirkjun frá 1. júlí 1965 er eftirfarandi ákvæði í 6. gr.: Ef takmarka þarf afhendingu raforku eða hindra vöxt raforku- notkunar á orkuveitusvæði Lands- virkjunar í því skyni að draga úr álagi á orkuver hennar um stund- arsakir, ákveður stjórn fyrirtæk- isins, á hvern hátt takmarkanirn- ar skulu framkvæmdar á hverjum tíma, en gæta skal þess, að þær verði sem minnstar og komi hlut- fallslega jafnt niður á kaupendur raforku til almenningsnotkunar, og valdi almennum rafmagnsnot- endum sem minnstum baga, enda er gert ráð fyrir sérstökum rétti til takmörkunar í öðrum orkusölu- samningum, .shr 2. mgr. 11. gr. laga nr. 59 1965. Tilvitnað ákvæði í 2. mgr. 11. gr. laga um Land irkjun frá 20. maí 1965 hljóðar Landsvirkj gerir orkusölu- samninga við rafmagnsveitur ríkisins, héraðsrafmagnsveitur og iðjuver, innan þeirra marka sem segir í 2. gr. Til orkusölusamninga til langs tíma við iðjufyrirtæki, sem nota meira en 100 millj. kWst á ári, þarf Landsvirkjun leyfi ráðherra þess, er fer með raforku- mál. Slíkir samningar mega ekki að dómi ráðherra valda hærra raforkuverði til almenningsraf- veitna en ella hefði orðið. í 2. gr. laganna eru ákvæði um tilgang Landsvirkjunar, m.a. þann að selja raforku í heildsölu til dreifiveitna og iðjufyrirtækja. í 12. gr. reglugerðar fyrir Landsvirkjun nr. 115 frá 14. júní 1966 segir m.a., að stjórn Lands- virkjunar setji aimenna raf- magnssamningsskilmála fyrir fyrirtækið og geri í samræmi við þá, gjaldskrá og reglugerðina, rafmagnssamninga við viðskipta- vini sína. Þar skuli setja ákvæði um heimild Landsvirkjunar til almennra takmarkana á afhend- ingu rafmagns, um rekstrartrufl- anir og rekstrarstöðvanir og um skaðabótaskyldu og takmarkanir hennar. Gildandi almennir skilmálar um sölu háspennts rafmagns voru settir af stjórn Landsvirkjunar 9. janúar 1969. Þar segir m.a. í upphafi 1. mgr. 6. gr. um afhend- ingarrof og takmarkanir: Verði Landsvirkjun ókleift af atvikum, sem hún fær ekki ráðið við (force majeure), sbr. 1. málsgr. 4. gr., að afhenda kaupanda um- samið rafmagn, er Landsvirkjun laus undan samningsskyldu sinni til afhendingar rafmagns að svo miklu leyti, sem slík atvik valda. í 5. mgr. 6. gr. er svohljóðandi ákvæði: Hrökkvi afl eða orka, sem Landsvirkjun hefur til umráða ekki til þess að fullnægja almenn- um rafmagnsþörfum á orkuveitu- svæði hennar og samningsbund- inni afhendingu rafmagns eða leggja þarf hömlur á vöxt raf- magnsnotkunar, getur stjórn Landsvirkjunar gert ráðstafanir til almennrar takmörkunar á af- hendingu rafmagns til kaupenda Landsvirkjunar. Stjórninni er heimilt að takmarka afhendingu rafmagns eða stöðva hana með öllu til hluta veitusvæðisins á mestu álagstímum eða gera aðrar hliðstæðar ráðstafanir, en hún skal ávallt gæta þess, að slíkar takmarkanir komi sem jafnast niður á öllum kaupendum og notendum og valdi þeim sem minnstum baga. 1 7. gr. skilmálanna er Lands- virkjun undanþegin skaðabóta- skyidu vegna takmarkana á af- hendingu rafmagns m.a. af þeim ástæðum, sem hér að framan eru greindar, svo og af öðrum atvik- um, nema sannað sé, að takmörk- un eða truflun hafi orðið vegna stórkostlegrar vanrækslu af hendi fyrirtækisins. Rafmagnssamningur milli Landsvirkjunar og Islenzka járn- blendifélagsins hf. frá 28. maí 1975 með breytingum frá 31. desember 1976 hefur m.a. eftirfarandi ákvæði í 2. gr. 7 mgr.: Ef Landsvirkjun neyðist til að draga úr afhendingu rafmagns til kaupenda sinna að forgangsraf- magni (að meðtöldum kaupanda) vegna truflana í veitukerfi Lands- virkjunar af hvaða orsökum sem er, þar með talin óviðráðanleg öfl (force majeure), er Landsvirkjun heimilt, eftir að hún hefur neytt allra ráða, sem henni eru tiltæk, að skerða afhendingu rafmagns til kaupanda niður fyrir hin til- greindu mörk forgangsafls og ár- legrar forgangsorku, en þó þannig, að skerðingin niður fyrir þessi mörk verði ekki meiri en hlut- fallsleg- skerðing til annarra við- skiptavina en kaupanda, að frá- töldu rafmagni, sem á þarf að halda til að sinna neyðarþörfum. í 20. gr. þessa samnings eru óviðráðanleg öfl (force majeure) skilgreind svo, að þau taki m.a. til ísa og þurrka, eða hvers kyns annarra ámóta atvika, sem ekki er unnt að koma í veg fyrir eða hafa stjórn á með eðlilegum ráðum af hálfu aðilanna. Misbrestur á að efna samningsskuldbindingu af völdum óviðráðanlegra afla telst ekki vanefnd. Ákvæði um heimild til takmörk- unar á afhendingu rafmagns vegna truflana eða af vöidum óviðráðanlegra afla eru einnig í 8. gr. rafmagnssamnings milli Landsvirkjunar og íslenzka álfé- lagsins hf. frá 1966 og eru þau hliðstæð m.a. að því leyti, að nauðsynleg takmörkun skal ekki nema meiru en hlutfallslegri tak- mörkun til annarra viðskipta- manna. Við gerð þessara tveggja orku- sölusamninga var gætt ákvæðis 2. mgr. 11. gr. laganna um leyfi ráðherra. Iðjufyrirtækin eru bæði staðsett á orkuveitusvæði Lands- virkjunar eins og það er skilgreint í 4. gr. reglugerðarinnar frá 1966, sbr. hins vegar 3. mgr. 8. gr. sameignarsamningsins um að önnur orkuveitusvæði en þau, sem tend voru Sogsvirkjuninni við samningsgerðina, skulu því aðeins tengd Landsvirkjun, að báðir eign- araðilar séu því samþykkir. Hér hefur verið gerð grein fyrir ákvæðum laga, reglugerðar, samn- inga og almennra skilmála, sem kveða á um heimild stjórnar Landsvirkjunar til að setja al- mennar takmarkanir á afhend- ingu rafmagns til viðskiptamanna fyrirtækisins. Við aðstæður, sem skapast af óviðráðanlegum öflum, virðist réttur stjórnarinnar til að ákveða takmarkanir vera ótvíræð- ur, en skylt er henni að gæta þess, að takmarkanir komi hlutfallslega jafnt niður á viðskiptaaðilum fyrirtækisins. Þá verður ekki ann- að séð en stjórn fyrirtækisins hafi farið eftir settum lagareglum við gerð rafmagnssamninga við stór- iðjufyrirtæki og setningu al- mennra söluskilmála. Frá \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.