Morgunblaðið - 10.02.1981, Síða 41

Morgunblaðið - 10.02.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 41 fclk í fréttum Lafðin mætir til vinnu + Þetta er sú kona sem athygli breskrar alþýðu heíur beinst hvað mest að undanfarið. Blaðaljósmyndarar láta hana ekki i friði enda er þetta Lafði Diana Spencer sem margir halda að sé verðandi eijjin- kona Karls Bretaprins. Engin staðfesting hefur þó fenjíist á þvi og konunKsfjölskyldan hefur neitað þessum sonusonn um. Myndin var tekin þegar Lafði Diana mætti á vinnustað sinn, hið margnefnda ok víð- fræga barnaheimili, Pimlico. Skáti kvartar til Mannréttindanefndar + Mannréttindanefnd Kanada neitaði fyrir skömmu að taka til greina kvörtun frá 11 ára gömlum dreng, þess efnis að honum hafði verið neitað um inngöngu í Skátahreyfinguna. Drengnum var meinuð innganga vegna þess að hann sagðist ekki geta lofað því að vera trúr Guði. Þetta loforð mun vera einn af undirstöðu þáttum skátaeiðsins. Talsmaður Skátanna sagðist kenna í brjósti unm drenginn. „Hins vegar" sagði hann, „þurfum við stundum að taka vissa afstöðu og hún er þessi. Skátahreyfingin er byggð upp á vissum grundvallar- reglum og andleg framþróun umgmennanna er ein þeirra." Af fyrrum forseta- efni + Það hefur lítið farið fyrir John Anderson sem bauð sig fram sem óháður til forseta Bandaríkjanna í haust er leið. Margir bundu vonir við hið óháða framboð hans, en hann hlaut aðeins 6,6% at- kvæða. Anderson, fyrrum þingmaður Repúblikana- flokksins, hyggur nú á fyrir- lestraferðir auk þess sem hann hefur samþykkt að kenna eilítið við Stan- ford-háskóla. Á síðustu vik- um kosningabaráttunnar var mikið talað um að And- erson myndi stofna nýjan flokk og bjóða fram í kosn- ingunum 1984. Stuðnings- menn hans töldu þetta möguleika því Anderson tókst að safna 12,7 milljón- um dollara í kosningbarátt- unni. Töldu menn að auð- veldlega væri mögulegt að safna 2 til 3 milljónum dollara árlega til stuðnings flokki sem Anderson væri fyrir. Anderson segist þó ekki hafa þetta í hyggju. Enn eru skuldir upp á 600.000 dollara ógreiddar úr kosningabaráttunni. Hann leggur mikla áherslu á að skuldir þessar verði að fullu greiddar eins fljótt og auðið er. Til þess að safna þessu fé hefur stuðningsmönnum. Andersons verið skrifað og þeir beðnir um fjárstuðning. Einnig hefur komið til tals að halda fundi í febrúar, en þá verður Anderson 59 ára, til þess að safna fénu. And- erson er ekki auðugur mað- ur en hann hyggst lifa á eftirlaunum sínum sem eru um 36.000 dollarar á ári. í frumskóginum Ðarist + Eins og komið hefur fram i fréttum hafa hrotist út hardag- ar milli Suður-Ameríkurikj- anna Perú og Ecuador. Deilan stendur um aðgang að þverám Amazon og er engin nýlunda í sögu þessara ríkja. Þessi mynd var tekin i herstöðinni Paquis- ha i frumskógi Perú. Forseti Perú Fcrnando Bclaunde Terry hcilsar upp á mannskapinn. Ecuadorbúar höfðu náð þcssari herstöð á sitt vald en Perúmenn hröktu þá burt. Forsetinn stendur við hliðina á loftvarn- arbyssu sem hermenn Ecuador skildu eftir á flóttanum. Fregn- ir herma að önnur ríki Suður- Ameríku muni ætla að reyna að koma á sáttum í deilu þessari. Útsala — útsala Mikil verðlækkun. Glugginn Laugavegi 49. T résmíöaverkstæöi Slippfélagsins annast hvers konar trésmíöaþjónustu svo sem glugga-, huröa- og stigasmíöi, loftbita o.m.fl. Slippfélagiö í Reykjavík h.f., sími 10123. Kvennadeild Reykjavíkurd. Rauöa kross íslands. Fræðsla um Sjúkravinastarf Kvennadeildarinnar veröur þriöjudaginn 17. febrúar kl. 20.00 í Átthagasal Hótel Sögu. Flutt veröur erindi um: Rauöa krossinn og starfsemi kvennadeildarinnar. Störf í sölubúöum sjúkrahúsa. Föndurstörf. Störf í heimsóknarþjónustu. Störf í sjúkrabókasöfnum. Framkomu í starfi. Þátttaka tilkynnist í síma 28222 í síöasta lagi 16. febr. Stjórnin. ODYR GISTING ÍHJARTA BORGARINNAR Bergstaftastræti 37, Reykjavik. Simi 21011.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.