Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 t Móðir mín, BRYNHILDUR SIGUROARDÓTTIR, lézt í Borgarspítalanum þann 8. febrúar sl. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Svava Björgólfs. Móðir okkar. t ÓLAFÍA AUÐUNSDOTTIR fré Minni-Vatnsleysu, lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 9. febrúar. Börn hinnar lótnu. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir okkar, STURLA EBENEZERSSON, Flateyri, andaöist á Vífilsstaöaspítala, laugardaginn 6. febrúar. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Guöjóna Guóbjartsdóttir, Ebenezer Sturluson, Guóbjartur Sturluson, Þorgeröur Jörundsdóttir, Gróta Sturludóttir. Halldór Sveinsson. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON, framkvasmdastjóri, lézt árla morguns sunnudaginn 8. febrúar aö heimili sínu Hólmgaröi 2, Reykjavík. Guórón Siguróardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, MARÍN ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum þann 7. febrúar. Margrót Bjarnadóttir, Samúel Björnsson, Árni Bjarnason, Aóalheiöur Ármann. t Elginmaöur minn og faöir okkar, GUDNI GRÉTAR GUDMUNDSSON, Suðurhólum 6, lézt í Slysadeild Borgarspítalans laugardaginn 7. febrúar. Þóra Pótursdóttir og börn. Eiginmaöur minn, SKÚLI LINDBERG FRIÐRIKSSON, húsasmiöameistari, Mosgerði 16, Reykjavík, lést á Grensásdeild Borgarspítalans aö morgni 9. febrúar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Svanfríöur Hjartardóttir. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, GUDMUNDUR Á. JOHANNSSON, prentsmiöjustjóri, Stórholti 29, sem andaöist 2. febrúar, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 1. febrúar kt. 13.30. Hulda Siguröardóttir, Garöar Jóhann Guðmundsson, Þórunn Kristínsdóttir. Móöir okkar, + JÓNA JÓNSDÓTTIR fró Munaöarnesi, Arneshreppí, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 3 e.h. Garöar Halldórsson, Jón Halldórsson. t Innilegar þakkir færum viö þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR. Sérstaklega þökkum viö starfsfólki á D-4 handlækningadeild Landspítalans. „ . . _ , Marinó Guðmundsson, Guórún Marinósdóttir, ólafur Marinósson, Ægir Ferdfnandsson, Annalfsa Jansen börn og barnabörn. Minning: Olvir Gunnars- son Þorlákshöfn Fæddur 5. október 1966. Dáinn 3. febrúar 1981. Elsku frændi minn, Ölvir, er horfinn burtu frá okkur. Það er mjög erfitt að sætta sig við slíka harmafregn. Að hann svo ungur og lífsglaður í blóma lífs síns og með þá framtíð sem virtist svo björt, sé kallaður burt úr þessum heimi. En við trúum að aðeins sé um vistaskipti að ræða. Það er aðeins af kærleika til frænda sem farinn er að sorgin og tómleikinn gera vart við sig. En hin dýrmæta minning um ástríkt ungmenni og hjartahlýjan dreng verður ekki frá okkur tekin og ég veit að hún mun lifa í hjörtum okkar allra er þekktum hann. Eg mun heldur aldrei gleyma hans einstöku skapgerð, hann sem skipti aldrei skapi hvað sem á bjátaði. Alltaf jafn léttur í lund, glaðlegur og hjálpsamur. Ölvir var sonur hjónanna Val- gerðar Ölvisdóttur og Gunnars Snorrasonar til heimilis að Reykj- arbraut 14., Þorlákshöfn, og var hann elstur af þrem börnum þeirra. Ölvir átti við mikil og erfið veikindi að stríða á fyrsta aldurs- ári sínu og var þá oft tvísýnt um líf hans, en Guð gaf honum heilsu á ný, þá heilsu er entist honum allt hans líf. Frá tveggja ára aldri dvaldist Ölvir oft hjá Kristínu ömmu og Snorra afa í Vogsósum. Um leið og hann fór að hafa getu til hjálpaði hann þeim við búskap- inn. Þegar Ölvir var á tólfta aldurs- ári gripu örlögin inn í. Afi hans í Vogsósum var kallaður burtu úr þessum heimi. Það var Ölvi mikill missir. Amma hans fluttist frá Vogsós- um til Þorlákshafnar og fékk þar áfram notið samvistar hans. Ég minnist frænda nú, er hann var að segja okkur frá því þegar hann og afi hans sátu yfir ánum í fjörunni í Selvogi og svo ótal- margt annað er frændi sagði okkur frá þeim tíma. Tvö síðustu sumrin dvaldist frændi hjá Kristbjörgu ömmu og Ölvi afa i Þjórsártúni. Sveitin og dýrin áttu hug hans og hve ógleymanlegt það er okkur öllum hve mikið yndi og hve mikla natni hann sýndi dýrunum. Frændi hafði mestan áhuga fyrir hrossum og eyddi sínum frítíma hvenær sem tækifæri gafst til að sinna þeim. Hann var aðeins tíu ára gamall í sveitinni í Þjórsártúni, sauð- burður stóð yfir, það var komið vor og jurtirnar að vaxa alveg eins og hann sjálfur. Frændi mátti aldrei sjá dýrin vanhaga um neitt allt frá morgni til kvölds. Ég veit að amma hans og afi munu minnast þess og allra samveru- stunda við hann, hans stuttu ævi í þessu lífi með þakklæti og hlýju fyrir að hafa fengið að njóta þessara stunda með honum, og þeirrar gleði og hamingju sem hann færði þeim. Nú er hann farinn til bjartari heima, heima er menn hverfa til eftir þetta jarðlíf. Nú á þessari stundu þegar ástin til frænda er sterkust, sakna ég hans svo óendanlega mikið. Ég læt þá von, og þá ósk í ljós að ég megi einhverntímann seinna hitta hann aftur og vera með honum um ókomin ár. Því „eitt sinn skal hver deyja". Almáttugi Guð, styrk þú for- eldra, systkini og ættmenn þessa góða drengs svo þeir megi frekar sætta sig við að hann var burtu tekinn svo fljótt. Ég kveð elsku frænda með þessum línum: Nú Höknum vér þin og syrgjum hljótt. vl sælt er ad vona o* blða. nafni GuAh hoíAu sætt ok rótt, unz HÓlin upp rennur meA dýrAargnótt ok ráAast rúnlr tiAa. (Fr.Fr.) Hrólfur Ölviss nTil hæAa lyfft þér hugur minn i himnarlki fyljc þú inn frá jðrAu Jesú þinum.“ í dag er kvaddur hinstu jarðn- esku kveðju heiðursdrengurinn Ölvir Gunnarsson Reykjabraut 14. í Þorlákshöfn. Hann lést í hörmu- legu slysi þriðjudaginn 3. febrúar og verður jarðsunginn frá Strandakirkju í Selvogi í dag (10 febr.). Ölvir var fæddur þann 5.10. 1966. Foreldrar hans eru hjónin Valgerður Ölvisdóttir frá Þjórs- ártúni og Gunnar Snorrason frá Vogsósum í Selvogi. Þessi drengur átti til góðra að telja í báðar ættir, enda kom það vel í ljós þar sem hann var á ferð. Hann vék aldrei öðru en góðu að mönnum og mállleysingjum. Ölvir heitinn hafði yndi af sveitastörfum, átti sjálfur hesta og hafði með þeim marga ánægjustund. Hann var flest sumur í sveit frá því hann var smábarn, fyrst hjá afa og ömmu í Vogsósum og síðar hjá ömmu og afa í Þjórsártúni. Eftir að amma hans í Vogsósum varð ekkja og fluttist til Þorláks- hafnar, var hann hennar stoð og stytta, ásamt foreldrum sínum. M.a. svaf hann alltaf i hennar húsi til þess að amma væri ekki ein. Mikill er hennar missir nú, svo og allra annarra skyldmenna. ölvir heitinn var hógvær og fremur hlédrægur drengur. Hann var hjálpsamur, kurteis unglingur og sólargeisli allra er umgengust hann. Hann var í örum þroska, tók áberandi framförum í námi, og virtist mannsefni hið besta. Sjórinn hefður verið okkur Þor- lákshafnarbúum gjöfull, en hann hefur líka heimtað sínar fórnir. Hann hefur hrifið frá okkur mörg ungmenni nú síðustu árin. Við stöndum agndofa í hljóðri spurn. En drottinn ræður. Ég bið góðan guð að styrkja skólasystkini og kennara Ölvis. Megi guðs almáttug verndar- hendi vaka yfir börnum og ung- mennum Þorlákshafnar. Foreldrum, systkinum, afa og ömmu votta ég innilega samúð, og bið guð að styrkja og græða sárin. Ég vil að lokum þakka Ölla fyrir gott nágrenni og samveru, sem aldrei bar skugga á. Ég veit að hann mun eiga góða heimkomu, og afi í Vogsósum muni taka á móti drengnum sínum. „Or þú frt ætið þfnum hjá er þÍK meA trúurauKum sjá. l>ú lýsir þeim <>k leiAir þá til Iffa ok tÍKnar himnum á.“ (Sálmur). Nágranni í dag kveðjum við bekkjarbróð- ur okkar, sem verið hefur með okkur í bekk alla sína skólagöngu. Við slíkan skilnað er erfitt að hugsa til þess að hann sé farinn og maður fái aldrei að sjá hann aftur. Minningarnar streyma fram í hugann. Hjálpsemi og dugnaður var ríkur þáttur í fari hans, en auk þess var hann ævinlega glett- inn og gamansamur. Hann annað- ist ömmu sína Kristínu af slíkri natni og nærgætni að dæmafátt mun vera af svo ungum pilti. í því er hann fyrirmynd okkar allra. Á sumrin undi Ölvir hvergi annars staðar en í sveitinni hjá ömmu og afa. Hann var mikill dýravinur. Einkum voru það hest- arnir sem áttu hug hans og notaði hann hverja stund sem gafst til þess að vera í hesthúsinu eða á útreiðum, enda var hann snjall hestamaður. Við minnumst Ölvis með ást og hlýju. Foreldrum hans og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarsystkinin „En Htoltastur ertu og Htaerstur i roki á hauntin. strandmolin Krýtir landiA. I>ú aeiliat i naustin. akýin þau hanKa á himninum alitin I tötra.— ÞaA hriktir i birnum, eins ok kippt aé i fjötra. — Þá bryAurAu Kaddinn viA Krúfandi bátaatefnin. Grunnajórinn brljar um vozinn. avo jarAirnar nötra. En hafáttin er i húmi «k blikum til aklpta; hún hleypir akammdeKÍabrúnum föl undir avefninn. Þá hamastu. trölliA. I himininn viltu lyfta hyljum þlna eiirin dýpia ok álöKum avipta." (Einar Benediktaaon: Útaær.) Sá sem setið hefur á marbakka og horft og hlustað á brimið svarra við ströndina verður heill- aður af ógnarafli hrannarinnar, en jafnframt heltekinn tilfinningu þess sem einskis má sín. Allajafna er hægt að víkja þessari tilfinn- ingu frá, en einungis með því að hopa, leggja land undir fót. Nú hafa þeir atburðir orðið að vanmáttartilfinningin hefur sest að í brjóstum þeirra sem þekktu unga drenginn sem hrifinn var úr hópi bekkjarsystkina sinna og ofurseldur hamförum sjávarins einn vetrardag í liðinni viku. Sú vellíðan og bjartsýni sem hreiðr- aði um sig í hugum manna nú sem endranær þegar sól tók að hækka á lofti hefur verið lostin því höggi sem hún fær ekki staðið af sér, nema tíminn gerist henni hall- kvæmur. Það er ekki út í bláinn að hér er minnst á áhrif hækkandi sólar. Engin orð fá betur lýst þeim þáttaskilum sem orðið höfðu í lífi Ölvis Gunnarssonar á næstliðnu misseri en samlíkingin við hækk- andi sól. Hin stuttu kynni sem sumir okkar kennaranna hafa átt við ÖIvi hafa fært okkur heim sanninn um að allt dagfar hans, iðni og ástundun, var í senn forsenda og árangur þeirrar ham- ingju sem skotið hafði rótum í brjósti hans, og gerði hann sífellt hæfari til þess að takast á við þau verkefni sem við fengum honum. Við vottum aðstandendum Ölvis okkar dýpstu samúðarkveðjur. Skólastjóri og kennarar. + Útför hjartkærar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Faxaskjóli 12, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Bjarni Jónsson, Adolf Bjarnason, Ásta Jóhannesdóttir, Kristinn Bjarnason, Kristín Pálmadóttir, Bjarni Grétar Bjarnason, Sigrún Gunnarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.