Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981
Indland:
Tugir manna létust
er sirkustjald brann
Nýju Delí, 9. febrúar. AP.
AÐ MINNSTA kosti 66 manns
hafa látist af völdum sára er þeir
hlutu er sirkustjaid brann i
Bangalore á Suður-Indlandi. Um
4000 manns voru i tjaldinu er
eidurinn kom upp og liggja 500
þeirra slasaðir á sjúkrahúsum i
Bengalore og víðar. 75 eru taldir
vera i mikilli hættu.
Fyrstu fréttir af brunanum
voru óljósar. Lögregluyfirvöld
sögðu í fyrstu að 6 börn hefðu
látist en síðar tilkynnti indverska
fréttastofan að um 100 manns
hefðu látið lífið. Skýrsiur hermdu
síðast að 66 manns hefðu látist.
Ekki hefur verið hægt að bera
kennsl á öll líkin en víst er að
meðal látinna eru að minnsta
kosti 19 börn.
Ekki var ljóst í gær hvað
orsakaði eldinn. Talið er að það
hafi annað hvort verið vindill eða
neisti frá rafmagnslínu efst í
tjaldinu. Tjaldið var fljótt alelda
og eftir 10 mínútur var það orðið
að ösku.
Sadat ræðir við
ráðamenn í EBE
Luxemborg, 9. febrúar. — AP.
ANWAR Sadat, Egyptaiandsfor-
seti, kom i dag til Luxemborgar
og hefur i dag átt viðræður við
frammámenn Efnahagsbanda-
lags Evrópu um þráteflið í Aust-
urlöndum nær.
Árásir á her-
búðir í Uganda
Kampala, 9. febrúar. — AP.
SNEMMA i morgun var ráðist
Veður
víða um heim
Akureyri -10 iéttskýjaó
Amsterdam 9 skýjaó
Aþena 16 heióskírt
Berlín 7 skýjaó
BrUssel 8 skýjaó
Chicsgo -8 skýjaó
Feneyjar 8 þokumóóa
Frankfurt 10 skýjaó
Fssreyjar 1 skýjaó
Qenf 6 skýjað
Helsinki 0 skýjað
Jerúsalem 8 heióskírt
Jóhannesarb. 16 skýjaó
Kaupmannahöfn 8 heiðskírt
Las Paimas 20 heióskírt
Lissabon 17 skýjaó
London 9 skýjað
Los Angeies 17 rigning
Madrid 18 heiðskirt
Malaga 17 skýjaó
Mallorca 14 skýjaó
Miami 28 skýjaó
Moskva 1 skýjaó
New York 8 heióskírt
Osió vantar
París 11 skýjaó
Reykjavík -6 snjóól
Rió de Janeiro 35 skýjað
Rómaborg 17 skýjaó
Stokkhólmur 0 heiöskírt
Tei Aviv 14 heióskírt
Tókýó 11 heióskírt
Vancouver 5 skýjað
Vínarborg 13 heióskírt
á fimm herbúðir, sjö lögreglu-
stöðvar og á fangelsi viða i
Uganda og virðast árásirnar
hafa verið vel skipulagðar. í
Nairobi í Kenya lýstu þrír
menn yfir því við fréttamenn,
að Frelsishreyfing Uganda
stæði að baki árásunum og væri
stefnt að borgarastríði til að
koma Milton Obote frá völdum
og endurreisa lýðræði i land-
inu.
f aðalstöðvum hersins í
Kampala var í dag staðfest, að
ráðist hefði verið á tvær lög-
reglustöðvar en ekki var getið
um herbúðirnar. Sagt var að
einn lögreglumaður hefði fallið.
Haft er eftir vitnum, að í
árásunum á herbúðirnar hafi
árásarmennirnir komist yfir
mikið af vopnum.
í alla nótt kváðu við skot-
hvellir í Kampala-borg og
sprengingar og þúsundir manna
héldu sig heima í dag af þeim
sökum. Vegartálmum var komið
upp í borginni og utan hennar í
dag og er hermt, að hermenn
hafi skotið til bana háttsettan
starfsmann póstþjónustunnar
þegar hann neyddist til að
stöðva bíl sinn.
Ónefndir embættismenn í
varnarmálaráðuneytinu í Ug-
anda segjast ekki vita hverjir
stóðu fyrir árásunum á herbúð-
irnar og lögreglustöðvarnar og
segjast aldrei hafa heyrt nefnda
Frelsishreyfingu Uganda.
í yfirlýsingu, sem egypska utan-
ríkisráðuneytið gaf út í dag, sagði,
að heimsókn Sadats og viðræður
hans við Frakklandsforseta seinna
í vikunni hefðu „mikla pólitíska
þýðingu". Sadat mun einnig ræða
við Gaston Thorn, forseta Evrópu-
ráðsins, og fleiri ráðamenn í
Evrópu.
Efnahagsbandalagið hefur að
undanförnu reynt að hafa frum-
kvæði að nýjum friðarviðræðum í
Austurlöndum nær og í yfirlýs-
ingu egypska utanríkisráðuneytis-
ins sagði, að jákvæð og skynsam-
leg“ væri sú ósk EBE, að ríkis-
stjórnir í þessum heimshluta
skilgreindu betur meginskilyrðin
fyrir framtíðarsamkomulagi.
Mark D. Chapman
Ungir knattspyrnuáhugamenn i sjúkrahúsi i Pireus, Grikklandi. Þeir
komust lifs af þegar 19 biðu bana og rúmlega 50 slösuðust alvarlega i
troðningum á iþróttavelli borgarinnar. Heimaliðið, Olympiakos, hafði
sigrað Aþenuliðið AEX, með sex mörkum gegn engu og þar með
haldið forystu sinni i fyrstu deild.
Tugir tróðust undir
á knattspyrnuvelli
Aþenn, 9. febrúar. AP.
NÍTJÁN manns létust og um 50
særðust alvarlega er mikil örtröð
myndaðist við útgönguhlið á
knattspyrnuvelli í Karaisaki,
nærri Pireus á Grikklandi í gær.
Er þetta mesti harmleikur í sögu
iþrótta þar i landi.
Slysið átti sér stað er um 40.000
manns gengu út af knattspyrnuvelli
eftir að heimaliðið, Olympiacos,
hafði unnið Aek frá Aþenu, 6:0.
Orsakir slyssins eru óljósar. Sumir
hinna slösuðu segja, að einn
áhorfendanna hafi hrasað um þrep
við útganginn og fellt aðra þar sem
hann lá. Þessa skýringu gaf einnig
lögreglan og forsætisráðherrann,
George Rallis, sem heimsótti í
gærkvöldi sjúkrahúsið, þar sem
hinir slösuðu liggja.
Sumir sjónarvottar segja aftur á
móti, að útgönguhliðið hafi verið
lokað, er áhorfendur þyrptust út af
vellinum. Þegar það var opnað, hafi
mannfjöldinn þrýst svo á þá, sem
upp við hliðið stóðu, að þeir hafi
dottið fram fyrir sig og troðist
undir.
Flest fórnarlambanna voru ungir
menn. Ein kona lést einnig og 14
ára gamall piltur. Líkin eru mjög
illa farin og hefur ekki verið hægt
að bera kennsl á þau öll. Að
minnsta kosti 5 hinna slösuðu eru
enn í lífshættu.
Gríska knattspyrnusambandið
hefur ákveðið, að ðllum leikjum um
næstu helgi verði annað hvort
aflýst eða frestað. Formaður
Olympiacos-knattspyrnufélagsins
sagði, að félagið myndi standa
straum af kostnaði við útför hinna
látnu og aðstoða þá slösuðu fjár-
hagslega ef þörf krefði.
Meintur morðingi Lennons:
Svörin er að finna í
bók eftir Salinger
New York, 9. febrúar. AP.
MARK David Chapman, sem
sakaður er um að hafa myrt
bitilinn John Lennon, hefur ritað
bréf til blaðsins The New York
Times þar sem hann hvetur fólk til
að lesa bókina „Bjargvætturinn í
grasinu“ eftir J.D. Saiinger til að
„eiga auðveldara með að skilja
hvað gerðist“.
Eintak af þessari bók fannst í
fórum Chapmans þegar hann var
handtekinn 8. desember sl. spölkorn
þar frá sem John Lennon lá dauð-
vona fyrir framan heimili sitt á
Manhattan.
í bókinni er fjallað um 16 ára
ungling, sem er að því kominn að
bresta andlega vegna þess að hann
getur hvorki sætt sig við né lifað í
ástlausri veröld, að því er honum
sjálfum finnst.
„Ég óska þess, að þið látið öll
verða af því að lesa „Bjargvættinn í
grasinu", segir Chapman í bréfinu,
„og mun ég gera allt hvað ég get til
að svo verði. Þessi bók á svör við
svo mörgu og ég vona að sá, sem vill
vita þau, lesi bókina."
Chapman hefur fyrr meir átt við
geðræn vandamál að stríða og við
réttarhöldin í fyrra mánuði lýsti
hann sig ósakhæfan vegna geðveiki.
Hdrprúður í aag —
sköllóttur d morgun
EINHVER von um betri daga
virðist í vændum fyrir sköllótta
menn og þá sem þola það illa er
hár þeirra tekur að þynnast og
kollvikin að færast aftur undir
hnakka. Bandarískt lyfjafram-
leiðslufyrirtæki er nú að gera
tilraunir með lyf sem gefur nýja
von. Lyfið heitir Minoxidil og
gæti orðið fyrsta lyfið sem gerir
sköllóttum mönnum kleift að
safna hári.
Lyfið var upphaflega framleitt
til að lækna mjög háan blóð-
þrýsting og við tilraunir með það
kom í ljós að það hafði sínar
aukaverkanir; hár tók að spretta
um allan líkama sjúklinganna
sem í andliti og á höfði.
Það sem kom einna mest á
óvart var að skyndilega tók
nauðasköllóttum mönnum að
vaxa hár, en talið var áður að
hár þeirra mundi aldrei spretta.
Lyfið er hins vegar það sterkt,
að heilbrigðu fólki er alls ekki
óhætt að taka það og af þeim
sökum er verið að gera tilraunir
með áburðarvökva er inniheldur
efnasambandið.
Fyrstu tilraunir með þennan
vökva gáfu ekki nógu áreiðan-
legar vísbendingar, en tilraun-
irnar voru gerðar á sköllóttum
föngum í ríkisfangelsinu í Michi-
ganfylki. Framundan eru um-
fangsmeiri tilraunir með ýmis
afbrigði vökvans.
Galli á gjöf Njarðar
Formælendur lyfjafyrirtækis-
Ætli þeir Telly Savalas og Yul
eigi eftir að reyna hið
lyf og HklZZ Mri?
að fyrir stafni sé löng og erfið
bið, og að vandi sköllóttra verði
ekki leystur alveg í bráð.
Og þótt undralyfið eigi eftir að
standa sköllóttum eða hárlitlum
til boða hefur það enn sem
komið er hvimleiðar aukaverk-
anir. Lyfið virkar þannig, að hár
tekur að vaxa fljótt eftir með-
ferð og sprettur um tvo senti-
metra á átta vikum. En þá fellur
það allt saman skyndilega. Það
er bót í máli að það byrjar að
vaxa enn á ný og hefst þá nýr
átta vikna hringur.
ins leggja á það ríka áherzlu að
tilraunir með hið nýja undralyf
séu á algjöru byrjunarstigi, og