Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunm er 83033 ]M*r0unl>Uittib Síminn á afgreiöslunni er 83033 ]M«r0unbUii>ib ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Sýning gervihnattamynda nú möguleg: Verður afnotagjald sjónvarps hækkað til að greiða Landssímanum fyr- ir móttöku erlendra fréttamynda? EKKERT er því nú til fyrirstöðu. að isienska sjónvarpið taki á móti efni frá útlöndum um Kervihnött ok jarðstöðina SkyKKni. en vegna mikils kostnaðar við slika móttöku hér á landi, er enn ekki ákveðið hvenær af slíku verður. Pétur Guðfinnsson framkvæmda- stjóri sjónvarpsins sagði í samtaii við Morgunblaðiö í gær, að lítils Loðnuleit út af Vestfjörðum Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nú í loðnuleiðangri vestur af landinu og hefur skipið verið á miðunum þar í tæpa 3 sólarhringa. Hjálmar Vilhjálmsson leiðangursstjóri tjáði Morgunblað- inu í gær, að ekki væri enn hægt að segja neinar fréttir af leiðangrin- um. Ætti hann að standa fram yfir næstu helgi og myndi smám saman stefnt á miðin úti fyrir Norður- landi. háttar tilfæringar yrði að gera hjá sjónvarpinu áður en slík móttaka gæti orðið. Ekki gæti því orðið af slíku í kvöld, þótt ákveðið væri, en fyrirvarinn gæti annars orðið mjög stuttur. Pétur sagði, að sjónvarpinu stæði til boða að taka á móti fréttamynd- um frá Evrópubandalagi útvarps- stöðva, E.B.U. (European Bro- adcasting Union). Um væri að ræða samtals 90 mínútur efnis, sem sendar væru í tvennu lagi, tvisvar sinnum 45 minútur. Kostnaðinn sagði Pétur ekki liggja í því að greiðsla til EBU væri svo mikill, þar væri unnt að ná hagstæðum kjörum. Aðalkostnað- urinn lægi í greiðslu til Landssim- ans, en sú upphæö myndi nema nálægt 1500 bandarískum dölum á dag. Hér væri ef til vill ekki um mjög háa upphæð að ræða, en þó taldi Pétur nauðsynlegt að hækka afnotagjöld sérstaklega vegna þess, því að öðrum kosti yrði að skera niður annars staðar, og ekki auðvelt að sjá hvar það mætti verða. Fannfergi og snjóalög hafa vorið mikil á land inu í vetur. og enn virðist ekkert lát þar á. Ilentugt getur þá verið að gripa til tækninnar við snjó- moksturinn, jafnt á fá- förnum fjallavegum sem gangstéttum innan bæja. Þessi mynd af snjó- blásara var tekin við *»v Iðnó i gærdag. Ljóajn: Ólafur K. MaKmÍHHon. Atlantshafsáttu breytt í far- þega- og vöruflutningavél UM ÞESSAR mundir er verið að breyta einni af Áttum Flugleiða i bæði farþega- og vöruflutninga- flugvél, en hér er um að ræða Áttuna, sem á að annast Atlants- hafsflugið á næstunni. í stað þess að hafa 249 sæti fyrir farþega verður sætum fækkað í 204 samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, og myndast þá vörurými fyrir þrjá stóra vörupalla. Unnið er að breytingunum í Luxemburg, en fyrsta blandaða flugið með þessum hætti verður farið nk. föstudag. Þegar tvær Áttur Flugleiða fara um næstu mánaðamót til Saudi-Arabíu í verk- efni næstu tvö árin, verður umrædd vél eina Áttan sem Flugleiðir hafa eftir í eigin farþegaflugi. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að því að auka vöru- flutninga á leiðum félagsins og hefur orðið aukning í þeim efnum og t.d. sparast sérstök vöruflotn- ingaflug til Bandaríkjanna með þessum breytingum. Fiskverðsákvörðun á lokastigi: Grengisfelling, breyting á útflutningsgjöldum og ríkissjóðsábyrgð Unnið að meirihluta oddamanns og fulltrúa seljenda YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins kemur saman til fundar klukkan 14 í dag eftir að ríkisstjórnin hefur væntaniega tekið á fundi ár- degis ákvarðanir í gengismál- um, um útflutningsgjöld af sjávarafurðum og tryggingu ríkissjóðs gagnvart verðjöfn- unarsjóði sjávarútvegsins, en stjórn hans mun koma saman til fundar klukkan 15 i dag. Þá var þess einnig vænzt í gær, að rikisstjórnin tæki af skarið um lifeyrisréttindi sjó- manna, sem myndi þá þoka samningamáium sjómanna áleiðis jafnhliða fiskverðs- Talstöðvarspjall á Suðurlandsmið: „Það verður fiskur, en líklega á seinna fallinuu .ÞETTA leggst vel í mig þrátt fyrir óvenju leiðinlega tíð, en það verður fiskur þótt hann komi liklega á seinna fallinu,“ sagði Sigurjón óskarsson skip- stjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE i talstöðvarsamtali við Morgunhlaðið i gærkvöldi þar sem hann var djúpt á Suður- landsmiðum. Sigurjón, aflakóngur Vest- mannaeyja mörg sl. ár, taldi ólíklegt að hægt yrði að fara eftir dagbókinni frá því í fyrra, „enda væri þá ekkert gaman að þessu, en páskarnir eru seint núna, það er ís fyrir norðan og þá er fremur fiskur hjá okkur sunnanlands," sagði hann. „Þetta er einnig að glæðast hérna hjá Eyjabátunum og í Kantinum og Þorlákshafnarbát- unum, en það er erfitt að eiga við þetta þegar svo djúpt er sótt í þessari tíð. Við vorum allt niður á 230—240 faðma í þessum túr, en þetta er ágætis þorskur, ufsaborinn. Ég var að tala við Hornfirðing rétt áðan og það hefur verið tregt hjá þeim, þeir hafa verið með 3—7 tonn á línuna í róðri og heldur nær lægri tölunni en hitt, og þetta hefur verið mikið keila, svo það er eins gott að þeir eigi trönur." Sigurjón var nýkominn austan úr Meðallandsbugt og í Kantinn til þeirra, „sem lögðu í fyrra (þ.e. fyrir áramót) og náðu „stæðun- um“ eins og sjómenn kalla það, því keppt er að því að ná réttu bleyðunum." Sigurjón óskarsson skipstjóri £ ?■ ákvörðun, en sáttafundi, sem átti að vera í gær, var frestað til klukkan 17 í dag. Fiskverðshækkunin, sem rætt var um í gær var enn á bilinu 15—17%. Um helgina var unnið að því að tryggja meirihluta oddamanns yfir- nefndar og fulltrúa seljenda; þ.e. útgerðarmanna og sjó- manna, til fiskverðsákvörðun- ar, en til þess kom ríkisstjórnin m.a. til skjalanna í lífeyris- sjóðamálum sjómanna í samn- ingamálum sjómanna og út- gerðarmanna. Varðandi gengismálin var í gær búizt við því, að ríkis- stjórnin samþykkti að hverfa frá viðmiðun við dollar og fara yfir í viðmiðun við svokallað meðalgengi, sem í raun þýddi a.m.k. 3—4% gengisfellingu krónunnar frá viðmiðuninni við dollarinn. Þá var búizt við að staða frystingarinnar yrði leið- rétt enn frekar með breyting- um á útflutningsgjöldum, þannig að fiskvinnslugreinarn- ar greiði mishá útflutnings- gjöld eftir afkomu og loks tryggði ríkisstjórnin verðjöfn- unarsjóði sjávarútvegsins fjár- magn vegna frystingarinnar. Ekki var um annað rætt í gær en að sú fiskverðsákvörð- un, sem nú yrði tekin, myndi gilda fyrir tímabilið frá ára- mótum til maíloka og þá með ákveðinni hækkun 1. marz vegna vísitöluhækkana á laun þann dag. Tómas Árnason: Ekki venjuleg gengisfelling heldur breyting á viðmiðun „GENGISMÁLIN voru rædd á fundi, sem ég átti með forsvars- mönnum Seólabankans og ríkis- stjórnin mun ræóa þau i fyrra- málið,“ sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, i samtali við Mbl. í gær. Tómas sagði, að enda þótt dollarinn hefði styrkzt eftir for- setakosningarnar í Bandaríkjun- um á síðasta ári, hefði staðan verið sú um áramótin, að flestir hefðu talið ólíklegt að verulegt framhald yrði þar á, hvað þá að dollarinn „tæki á rás og hækkaði um 4% gagnvart öðrum gjald- miðlum“. „Þetta þýðir að við verðum að endurskoða okkar viðmiðun," sagði Tómas. „Ef breyting verður gerð, verður það ekki venjuleg gengisfelling, heldur aðeins breyting á gengisviðmiðun. Krón- an okkar er ekki svo sterk, að við getum boðið öllum gjaldmiðlum nema dollarnum byrginn." Ríkið kannar tillögur vélstjóra VERKFALL hófst hjá vélstjórum í rikisverksmiðjunum á miðnætti í fyrrinótt, og stendur það enn. Framleiðsla í Sementsverksmiðj- unnl og Áburðarverksmiðjunni Hggur þvi niðri, en Kísilgúrverk- smiðjan við Mývatn stöðvast hins vegar ekki, þar sem þar eru vélstjórar ekki við störf. Sáttafundur var haldinn klukkan 17 í gær hjá ríkissáttasemjara. Ingólfur Ingólfsson í samninga- nefnd vélstjóra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að vél- stjórar hefðu þar lagt fram samn- ingsuppkast. Vinnumálanefnd ríkisins hefði það nú til athugunar, og ætlaði að svara því á fundi hjá sáttasemjara, sem boðaður hefur verið klukkan 20.30 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.