Morgunblaðið - 10.02.1981, Side 39

Morgunblaðið - 10.02.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 39 < Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir að Núpi - Minning Fædd 4. júlí 1980. Dáin 30. janúar 1981. Lengi man oft til lítillar stund- ar. Við, Guðjón bróðir erum að koma heim, frá að reka kýr í haga upp á Hraundal. Guðjón söng alltaf mjög vel. Niður nýruddan hestaveginn, af dalnum, hoppuð- um við glaðir og syngjandi. Yfir dalinn til austurs, blöstu við fagurgrænar Brekkuengjarnar. Mitt í hlíðinni var nýbyrjað að slá. Við hættum söngnum og hoppinu og litum á hina nýju mynd. Það nýja í myndinni var, að sláttu- maður var ung stúlka, innan við tvítugt. Þetta vakti undrun okkar, þá 6 og 7 ára gamlir, að kona skyldi vera með orf og ljá, að slá. Þetta var Þá Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir, frá Brekku. Með- sláttumaður hennar var Guðbjart- ur Jónsson ráðsmaður móður Hjaltlínu, því hún missti föður sinn skömmu fyrir aldamótin. Móðir Hjaltlínu var Rakel Sigurð- ardóttir, systir Árna Sigurðar bónda í Skáladal í Aðalvík N-ísf. Faðir Hjaltlínu var Guðjón Arn- órsson — Hannessonar prests á Stað í Krummavík — Arnórssonar Jónssonar prófasts og sálma- skálds í Vatnsfirði, við innanvert Djúp í N-ísf. Guðjón Arnórsson var orðlagður fyrir kjark og dug- mikla formennsku á árabátaöld- inni í Bolungarvík. Hann var tæplega meðalmaður á vöxt, en snar og lipur, enda mikill glímu- maður, kjarkmikill og áræð- inn. Hann dó að vetri, til norður í Seljadal, útróðrarstað við Djúp, innanvert við Bolungarvík. Hafði hann sótt sjóinn margar vertíðir sem formaður og bóndi á Brekku. Voru ættmenni foreldra Hjaltlínu víða um Jökulfirði og Aðalvík. Þar sem auðn er af fólki, nú síðustu ár. Systur átti Hjaltlína, Halldóru Guðjónsdóttur, hálfsystir, Krist- jönu sem dó ung og Hansínu, lengi ljósmóðir í Mýrahr. og búkona í Litla-Garði og síðar lengst á Kotnúpi skammt frá Núpi. Hún var gift Árna Brynjólfssyni bók- bindara og bónda. Síðar fluttu þau með sonum sínum að Vöðlum í Önundafirði. Eftir að Rakel missti Guðjón mann sinn varð Guðbjart- ur Jónsson, dýrfirskur að ætt, ráðsmaður Rakelar, og stóð á alla vegu fyrir búi hennar. Þær systur kölluðu hann „fóstra" sinn. Var Guðbjartur þeim systrum mjög kær og umhyggjusamur. Guð- bjartur er mér minnisstæður, sem góður maður og fyrir fjár- og markakunnáttu hans í haustrétt- um, einnig tölvísi og áreiðanleika í viðskiptum. Þó skrifaði hann aldrei staf. Minnið var afburða gott. Hjaltlína talaði ætíð fallega um fóstra sinn. Nú skal minnst nánari kynna af frú Hjaltlínu, Hún var ein af stofnendum UMF Volblóm, á Ingj- aldssandi. Kom það strax fram, að hún var kjarkmikil, stefnuföst og leiðandi í félagsmálum t.d. bind- indismálum. Fögur og létt rithönd hennar, er á mörgum blöðum félagsins. Hún var kennari minn veturinn 1909—1910. Kemur mér í huga að okkur bar að skrifa sendibréf í skólanum. Eg skrifaði einum leikbróður mínum og óskaði að hann hefði getað notið ákveðinna gleðistunda með mér. Hún tók þetta upp í umsögn um bréfið. Hún sagði „Þetta atriði meðal manna, að óska eftir, að aðrir nytu með sér gleði og gæfu, er þeir eiga sjálfir, er guðlegrar ættar." í reynd fann ég alltaf að hún var trúuð kona. Ég kunni vel við mig í skólanum og mat hana ætíð mikils, eins og alla kennara mína. Áður en Hjaltlína kenndi okkur 1910, hafði hún verið í skólanum að Núpi, hjá séra Sigtryggi Guð- laugssyni. Síðan fór hún í kennaraskólann, tók þar kennara- próf, en oftast sótti hún á vorin námskeið í gróðrarstöðinni hjá Einari Helgasyni, garðyrkju- manni í Reykjavík við Laufásveg- inn. Eftir kennaranám kom hún heim og kenndi í Mýrahreppi; um 2 ár. Þann 12. júlí 1918 giftist hún prestinum og skólastjóra ung- mennaskólans að Núpi, séra Sig- tryggi Guðlaugssyni. Tók hún við störfum á heimili hans á efri hæð gamla skólahússins að Núpi. Var þar þröngt um húsrými, miðað við víða í dag. Einnig hóf hún kennslu í hannyrðum við skólann. Féll það vel við undirbúning hennar í því starfi, því hún var afar vandvirk og frumleg, að láta aðra beita saumnálinni svo, að af yrði „blómstur frítt." Allir sem til þekkja, muna starf hennar fyrir bónda sinn og lífs- förunaut í garðinum í Skrúð. Þann reit mótaði Sigtryggur og byrjaði á 1906. Munu flestir mæla, að áhugi og elska hennar til blóma, jurta og runna í garðinum Skrúð, hafi skreytt „Skrúð," meira, Guðný Jakobsdótt- ir - Kveðjuorð Fædd 12. mars 1917. Dáin 27. janúar 1981. „Vel er aA fauskar fúnlr klofni, felli þelr el hinn nýa skóg. En hér féll greln af góðum stofni grisjaAi dauAi meira en nóg.“ S.S. Mér datt þetta erindi í hug, þegar ég frétti lát Guðnýjar bróð- urdóttur minnar. Hún háði langt stríð við banvænan sjúkdóm. Sannaði þá sem fyrr að hún var góð grein á ættarstofni sínum. Guðný var grein á stórum og sterkum ættarmeið. Foreldrar hennar voru bróðir minn Jakob Karlsson og kona hans, Kristín Sigurðardóttir frá Lundi í Fnjóskadal. Ættir þeirra beggja lágu til svonefndrar Fellselsættar. Það er mikil og stór ætt, sem kemur víða við sögu hérlendis og víðar. Margt merkisfólk hefir ver- ið og er í þessari ætt, og tel ég Guðnýju eina af þeim. Hér verða þó ekki rekin afrek Guðnýjar. Þetta eru aðeins kveðjuorð, gam- als föðurbróður, til dásamlegrar frænku, sem var mér kær frá því að hún leit dagsins ljós og þar til að hún féll á beð. Minningar um hana verða mér alltaf hugljúfar. Það eru minningar sem reka mig til þess að setja þessar fáu línur á blað og þó er það kannské enn þá frekar til þess að vekja upp ýmislegt, sem ekki kemur fram hér, þó það fylli hug minn. Það var mikil gleði á heimili bróður míns, þegar litla dóttirin fæddist og tók ég þátt í þeirri gleði með mikilli ánægju. Dagarnir og árin liðu og við urðum vinir tengd órjúfandi ættarböndum. Sömu bönd tengdu mig heimili bróður míns og mágkonu og áttu börn þeirra, og lítla fósturdóttirin, sem var fyrsta barn í þeirra hjóna- bandi, sinn stóra þátt í því. Það voru yndislegir tímar að vera heima og mega njóta lífsins hjá ættingjum og vinum. Sorgin barði að vísu líka að dyrum, en það breytti ekki heimilinu, sem var vel byggt upp og á traustum grunni. Guðný var létt í lund, en alvöru kona með ábyrgðartilfinningu. Hún var sérlega dugleg og ákveðin þegar á þurfti að halda. Henni Margrét G. Jóns- dóttir - Minning skrúði og fegurð fyrir menntun og áhuga hennar. Enda hafi það starf hennar verið aðdáunarvert og í fremstu röð slíkra athafna og styrkt ræktunaráhuga hans og framkvæmdir, meðan heilsan leyfði. Fyrir blóma-handtök henn- ar og vinnu í garðinum, óx elska hans og virðing fyrir lífsförunaut sínum, hinni ágætu konu. Sam- stillt eign þeirra í söng og tónum, var þeim gleðigjafi til æfiloka. Um 1930 fluttu þau í hús yst í Núpstúni, keyptu það og nefndu Hlíð. Létu þau bæta það og hlýja. Þar áttu þau heimili tæp 30 ár, eða til 1959 að hann dó. Nokkur ár var hún mikið ein í húsi þeirra, en smátt og smátt bilaði starfsgetan, uns hún fékk leyfi til að flytja að Hrafnistu og vera þar uns yfir lauk 30.1. sl. Þess er enn ógetið, að þau eignuðust 2 syni, Hlyn f. 1921, veðurstofustjóra og Þröst f. 1929, skipherra á varðskipunum, dug- andi menn, hvor á sínu sviði. Þegar ég hugsa til lífsstarfs þeirra bræðra, sem þeir völdu sér, finnst mér að þeir hafi erft og aukið framhald af starfi Guðjóns afa þeirra. Sem sagt dirfsku í formennsku og sjómennsku hans í Bolungarvík, og athugun og ráðn- ingu á fari vinda loftsins, á hverri þeirri stundu, þegar hann „ýtti úr vör“. Ég votta sonum þeirra og ættfólki fyllstu samúð. Kveðju vil ég flytja í nafni foreldra minna og systkina, einnig allra Sandmanna fyrir gestrisni hennar góðvild og tryggð til bernskustöðvanna á Ingjaldssandi. Minning þeirra, er öllum Dýrfirðingum kær, og fjölda fólks, nemenda þeirra út um allt land. Minning þeirra mun lifa svo lengi sem íslandssagan verður lesin. Jarðsett verður að Sæbóli á Ingjaldssandi. Hugsum öll vel til þeirra og biðjum Guð að gefa þeim himna- leið. Guðmundur Bernharðsson, frá Ástúni. í dag fer fram útför Margrétar Guðbjargar Jónsdóttur, en hún lézt að heimili sínu sunnudaginn 1. febrúar síðastliðinn. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 9. febrú- ar 1913 og því tæpra 68 ára, þegar hún á snöggu augabragði var burt kölluð úr þessum heimi. Foreldrar hennar voru Sigríður Bjarnadóttir og Jón Hafliðason, sem bæði voru af skaftfellsku bergi brotin. Mar- grét ólst upp í foreldrahúsum ásamt bræðrum sínum tveim, Stefáni, síðar verzlunarmanni í Reykjavík, sem nú er látinn fyrir nokkrum, árum og Borgþóri veð- urfræðingi. Um tvítugt . hleypti Margrét heimdraganum og hélt til Reykja- víkur, þar sem hún hóf störf á matsölustað. Brátt varð á vegi hennar ungur maður frá Stokks- eyri, Bjarni Jónsson að nafni. Felldu þau hugi saman og þar kom árið 1934, að þau gengu í heilagt hjónaband. Við það sama tækifæri voru önnur ung hjón gefin saman og var önnur brúðurin systir Bjarna. Með þessum tvennu hjón- um voru hnýtt mjög traust tryggðabönd. Mér er einkar hug- stætt að minnast þeirrar sönnu vináttu og samheldni, sem einatt hefur ríkt milli þessara fjöl- skyldna. Tel ég mig geta þar glöggt frá greint, þar sem hjónin, sem ásamt Margréti og Bjarna staðfestu ráð sitt, voru foreldrar mínir. Heimili stofnuðu þau Margrét og Bjarni að Bárugötu 19. í eigið hús að Faxaskjóli 12 fluttu þau svo 1948, en það höfðu þau byggt við erfiðar aðstæður eftirstríðsár- anna. Staðarvalið þurfti ekki að koma á óvart. Minnug uppruna síns varð sjór og strönd, víðátta hafs og blámóða fjallanna að vera þeim fyrir sjónum. Það er hreint ótrúlegt, hve náttúrufegurð er tilbreytingarmikil séð úr stofu- glugganum í Faxaskjóli, hvort heldur um er að ræða fagran sumarmorgun, þegar sól skín í heiði og fuglar kvaka í fjöru, eða hryssingslegan þorradag með úf- inn sæ og snævi þakin fjöllin. Alla tíð siðan bjuggu þau hjónin á þessum stað. Þar ólust synir þeirra þrír upp, Adólf sem nú rekur eigin heildverzlun, Kristinn útibússtjóri Búnaðarbankans við Hlemm og Bjarni fulltrúi í Al- mennum tryggingum. Áfram liðu árin og tengdadæturnar komu til sögunnar og síðar barnabörnin, sem nú eru orðin sjö talsins. varo vei til vina og mátti rekja það til mannkosta hennar. Ung giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jónasi H. Traustasyni, forstjóra. Þau eignuðust 3 börn. 2 dætur og einn son. Þau eru öll góðir og gildir borgarar Akureyrar og fær um að bera á loft merki ættfeðra sinna. Guðný var góð móðir og húsmóðir. Hún annaðist sitt stóra og fallega heimili með höfðings- brag og smekkvísi. Gestrisni Guð- nýjar og Jónasar var frábær. Ekkert var sparað til að gleðja gesti sem oft voru margir. Það var veizluborð, hvað sem borið var fram og næturgreiði var auðsóttur meðan pláss leyfði. Margoft var farið með gesti í lengri og skemmri ferðalög og ekkert til sparað þá, frekar en endranær. Guðný starfaði mikið utan síns heimilis og var þá síhjálpandi og gleðjandi aðra á einhvern hátt. Hennar munu því margir sakna. Guðný var trygglynd. Hún unni Akureyri á þann hátt, sem aðeins merkisfólk og gott fólk getur gert. Ég held að hún hafi ekki séð neina galla á Akureyri. Henni fannst jafnvel gott veður á Akureyri, þó það væri bylur. Svo elskaði hún bæinn sinn, þar sem hún fæddist, ólst upp og átti heima alla sína æfi. Þegar ég nú kveð Guðnýju mína hinstu kveðju, finnst mér að ég hafi allt að þakka, og þá fyrst og fremst, að hafa átt hana fyrir frænku og vin. Guð blessi frænku mína og hennar fólk alla tíð! Þessi kveðju- orð eru einnig þakkir og kveðjuorð fjölskyldu minnar. Að endingu óska ég Akureyri þess, að hún megi eignast sem flesta jafngóða borgara og Guð- nýju. Þá er ég viss um að framtíð Akureyrar er borgið, meðan grundir gróa, sól skýn á Pollinn og fjörðinn okkar fallega. Heill Akureyri. í Guðs friði. Kristján Karlsson frá Akureyri. Á kveðjustund hrannast upp ljúfar minningar frá liðnum ár- um. Hugur minn hverfur til bernskuáranna á Stokkseyri. Þau Margrét cg Bjarni vörðu ævinlega hluta af sumarleyfi sínu á heimili foreldra minna og móðurforeldra. Enn er mér í fersku minni sú mikla eftirvænting og tilhlökkun er bjó í huga ungs drengs, þegar þessi ágætu hjón boðuðu komu sína. Ævinlega var það um há- sumartíð, þegar annir voru miklar og gestakomur tíðar. Gleymist mér það ekki, hve gott var oft að leita til Margrétar til trausts og halds í ys og þys hversdagsins. Ætíð síðan hefur hún komið mér fyrir sjónir sem hin trausta og stefnufasta en jafnframt skiln- ingsríka kona. Ævistarf hennar var helgað heimilinu. Hún gegndi hinu mikilvæga hlutverki móður- innar með miklum sóma, og eftir að barnabörnin komu til sögunnar veitti hún þeim ríkulega af kær- leika og ástúð og stuðlaði að heilbrigðu uppeldi þeirra. Þau hjónin bjuggu fjölskyldunni fagurt heimili. Sér þess víða stað í hinu ytra útliti og umgjörð, en þegar glöggt er skoðað, kemur hið sama i ljós áð því er snertir allt líf þeirra og starf. Margar eru þær orðnar stundirnar, sem þau hjón hafa varið til að prýða og fegra garðinn er umlykur húsið að Faxaskjóli 12. Oft hefur óblíð veðrátta fyrir opnu hafi, selta og sjávardrif spillt og eyðilagt gróður í garðinum þeirra, en fyrir ein- staka einbeitni og viljafestu Margrétar var ávallt fyllt í skarð- ið og bætt um betur. Hygg ég, að garðurinn þeirra hafi jafnvel aldr- ei verið fegurri en einmitt á liðnu sumri. Þannig var einnig um þá mannrækt er þau hjón stunduðu. Þó á móti blési á stundum var ekki hvikað frá settu marki, fegurra mannlífi, og það tel ég, að segja megi með sanni nú við fráfall Margrétar G. Jónsdóttur, að henn- ar þáttur í þessu starfi hafi borið ríkulegan ávöxt. Góð kona er kvödd og sár söknuður sækir að nánum skyld- mennum og vinum. Samúð fyllir hugann gagnvart þeim sem mest hafa misst. Blessuð sé minning hennar. Jún Adólf Guðjónsson AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.