Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 19 fyrir nokkru verið komin fram, álögð samkvæmt gildandi lögum, og skattseðlar sendir út, þegar stjórnvöid hafi ákveðið að „bæta um betur" og skattleggja sömu skattstofna á ný, afturvirkt. Þetta hafi komið mjög illa við marga aðila í þjóðfélaginu, sem höfðu tekið bindandi ákvarðanir í eigin fjármálum í trausti á þágildandi skattalög. Prófmál, sem rekið var fyrir Hæstarétti var og ströng viðvör- un til löggjafans. Meirihluti dóms- ins, þrír af fimm, töldu þau vinnubrögð mjög varhugaverð að leggja á afturvirka skatta, þó „ekki væri alveg næg ástæða til að telja að varði ógildi". Minnihlut- inn, tveir af fimm, töldu bessa gjörð ekki eiga stoð í stjórn- arskrá. Þessi niðurstaða var, ef grannt er gáð, mikið áfall fyrir þá, sem stóðu að þessum afturvirku skattalögum. Birgir vitnaði til þess, að allir stjórnmálaflokkar í Svíþjóð hefðu komið sér saman um nefnd, sem hafi nieð höndum hvern veg megi auka vernd borg- aranna gegn ofurvaldi ríkisins. Þar hafi allir orðið sammála um (nema kommúnistar), að slíkra verndarákvæða væri þörf, ekki sízt gagnvart afturvirkni skatta. Það frumvarp, sem hér er flutt, er tvímælalaust í samræmi við al- menna hagsmuni og réttarvitund þorra landsmanna. Matthías Á. Mathiesen: Afturvirkni skatta verði óheimil Matthías Á. Mathiesen sögu 1978: eignaskattsauki, nýr tekjuskattur og sérstakur tekju- skattur á atvinnurekstur, hafi strítt mjög gegn réttarvitund al- mennings. Skattskrá hafi þegar Tryggja þarf réttaröryggi fólks í skattamálum, sagði Birgir Isleifur Gunnarsson Árið 1978 hafi þáverandi ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar geng- ið á þessa hefð og þetta réttarör- yggissjónarmið, eftir að skatt- ú.alagning þess árs (á tekjur 1971 hafði farið fram og verið kunngerð skattaðilum með skattheimtuseðl- um. Endurskoðun skattalaga þarf að fara fram þann veg og gildis- taka breytinga að tímasetjast það fram í tímann að skattborgarar hafi aðstöðu til að taka ákvarðan- ir í eigin fjármálum með fullri vitneskju um komandi skatt- heimtu, sem varðar viðkomandi tekjuár, er skattstofnar miðast við. Matthías vitnaði til prófmáls, varðandi afturvirkni skatta, sem komandi tíð og tryggja réttarör- yggi fólks og fyrirtækja í skatta- málum. Stjórnarskráin — helg vé Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði, að sérhver borgari yrði að geta treyst þvi, að bæði stjórnar- athafnir og landsins lög væru í samræmi við stjórnarskrána. Þar dygði ekkert hérumbil. Stjórn- arskráin á að vera helg vé, enda vinnum við eið að henni, þing- menn, er við hefjum störf á Alþingi. Birgir ísleifur sagði, að aftur- virkir skattar, sem fyrst komu til Matthías Á. Mathiesen (S) mælti í gær fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga, sem hann flytur ásamt Geir Hallgrímssyni (S) og felur í sér að hvorki megi setja íþyngjandi reglur um skatta á tekjur né eignir liðins árs né afturvirkar og íþyngjandi reglur um breytta eða nýja skattstofna. Matthías Á. Mathiesen sagði, að stjórnarskrá kvæði á um það eitt, að skattamálum skuli skipa með lögum. Fram til ársins 1978 hafi þó verið haldið fast við þá framkvæmdareglu að leggja ekki á íþyngjandi og afturvirka skatta. Réttaröryggi fólks og fyrirtækja í skattamálum sé því aðeins tryggt, að skattaðilar geti stofnað til ráðstöfunar eigin fjár og fjár- skuldbinda, þegar tekjur verða til, í trausti á gildandi skattalög hverju sinni. lagðir vóru á 1978, þegar aftur- virkir, íþyngjandi skattar komu í kjölfar og ofan á fyrri skattaálög- ur á sama tekju- og eignastofn, sem hefði leitt í ljós, að þessi gjörð hafi verið í meira lagi vafasöm lagalega, þó hæstiréttur, eða meirihluti hans, hafi ekki talið „alveg næga ástæðu" til að ógilda hina síðari álagningu. Frumvarp okkar er flutt til að taka af tvímæli í þessu efni, setja skorður við afturvirkni skatta á Birgir Isl. Gunnarsson Kjartan Jóhannsson: Níðst á húsbyggjend- um og sparendum KJARTAN Jóhannsson (A) mælti í gær fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt Eiði Guðnasyni (A) og Karli Steinari Guðnasyni (A) um „hætt kjör sparifjáreigenda, ibúðarbyggjenda og íhúðarkaupenda". Frumvarpið er tvíþætt: 1) Teknir verði upp nýir innlánsreikningar, er beri fulla verðtryggingu eftir lánskjaravísitölu og 1% vexti ef fjármagn liggur óhreyft i þrjá mánuði i senn; 2) tekinn verði upp sérstakur útlánaflokkur i bankakerfinu, viðbotarlán til íhúðarbyggj- cnda og -kaupenda, er beri fulla verðtryggingu og 2—3% ársvexti. Lánin verði til 15 ára og nemi helming þeirra iána er lánþegi á kost á hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Tveir hópar sem á er níðst Kjartan Jóhannsson (A) sagði að níðst væri á tveimur hópum í þjóðfélaginu: annarsvegar ungu fólki, sem væri að eignast þak yfir höfuðið, og hinsvegar sparifjáreig- endum. Þetta frumvarp er flutt í þeim tilgangi, sagði hann, að efla sparnað í landinu, en sparnaður hefur skroppið saman úr 40% af heildarþjóðarframleiðslu fyrir all- nokkrum árum í 24% nú. Við viljum gefa fólki kost á verðtryggingu án bindingarþvingana. í annan stað til þess að koma til móts við húsbyggj- endur með því að innleiða nýjan lánaflokk (til viðbótar lánum Bygg- ingarsjóðs og lífeyrissjóða) og hækka þann veg lánshlutfall af byggingarkostnaði. Jafnframt að minnka og jafna greiðslubyrði vegna bygginga og/eða kaupa og létta af húsbyggjendum byrði skammtíma-, víxil- og vaxtaauka- lána, sem eru orðin illbærileg kvöð, sem hefur í för með sér óhemju fyrirhöfn og örðugleika. Kjartan tók dæmi. Almennir vextir af sparisjóðsbókum væru 37% en verðbólga 60%. Miðað við þessar stærðir helmingaðist raun- gildi innstæðu á fjórum árum og 6 mánuðum. Á þessum tíma er helm- ingur þess sem inn var lagt af sparendum tekið. Þannig er mönnum refsað fyrir sparnað. Margur eldri borgarinn hefur orðið illa úti vegna ráðdeildarsemi, er hann trúði bankakerfinu fyrir fjár- munum sínum. Hér þarf úr að bæta. Ef við lítum á hinn þjóðfélags- Helmingsrýrnun innlána á ÍV2 ári Sparnaður hefur minnkað úr 40% í 24% af þjóðarframleiðslu Greiðslubyrði íbúðarkaupanda helft atvinnutekna hópinn, unga fólkið, sem vill skapa sér húsnæðisöryggi, og tökum sem dæmi íbúð sem kostar 40 milljónir gamalkróna, með útborgun 32 milljónir. Gefum okkur að kaup- andinn hafi sparað saman sem sex milljónum króna. Við skulum líka vera svo vinsamleg að segja að hann fái G-lán upp á 6 m.gkr. og lífeyrisslán upp á 8 m.gkr. Þá eru komnar 20 m.gkr. upp í 32 m.gkr. útborgun. Hann þarf engu að síður að taka önnur lán upp á 12 m.gkr. Hann má teljast heppinn ef hann fær þau til 2(4 árs. En hver er greiðslubyrði þessa manns? Sex milljónir gamalkróna á ári eða 55% af atvinnutekjum verka- manns. Getur hann risið undir þessu? Eða neyðist hann til að taka nýtt lán til að greiða afborganir og lánakostnað? Hér þarf einnig úr að bæta eða um að breyta, til að auðvelda að dæmin gangi upp hjá þessu unga fólki. Það er annar þáttur þessa frumvarps. Undirtoktir annarra þingmanna Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði m.a. að þetta frumvarp væri góðra gjalda vert og þyrfti að fá vendilega athugun. Hann væri sammála þeirri þörf á úrbótum, sem Kjartan hefði bent á, og sammála grundvallarmarkmiði frumvarpsins. Spurning væri hins- vegar, hvort frumvarpið væri í öllum atriðum raunhæft — með hliðsjón af fyrri ákvæðum í lögum um Byggingarsjóð, sem felld hefur verði út 1978, og hefðu í aðalatrið- um verið hliðstæð og innlánsákvæði þessa frumvarps, en ekki leitt til mikilla innlána, því miður. ÞGKr. gagnrýndi stjórnvöld fyrir að svipta Byggingarsjóð launaskattstekjum, sem verið hefðu helzti tekjustofn sjóðsins; en launa- skattur hefði upphaflega verið lagð- ur á fyrir byggingarsjóðinn. Fyrst hefði ríkissjóður hirt 1 'h % af 3(4% launaskatti, loks allan launaskatt- inn. Nú væri sjóðurinn háður fjár- lagaframlögum og lánamöguleik- um. Hann væri verr í stakk búinn, eftir en áður, að gegna hlutverki sínu og lagaákvæðum um lánahlut- verk sitt. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra. sagði m.a. að ríkisstjórnin hefði áform um að taka upp 6 mánaða binditíma innlánsfjár, mið- að við fulla verðtryggingu, e.t.v. einnig með einhverjum vöxtum. Einnig væri hún að kanna, hvern veg mætti koma til móts við húsbyggjendur varðandi það að breyta lausaskuldum í föst lán. Kjartan Jóhannsson (A) sagði það sitt hvað að binda verðtrygg- ingu við sex mánaða bindingu sparifjár eða hafa verðtryggingu óháða bindingu og sjálfgefna, ef óhreyft væri 1 þrjá mánuði. Eins væri sitt hvað að viðbótarlán væru fastbundin og ákveðin í lögum, eins og frumvarpið legði til, eða fela viðbótarlán eða breytingu í föst lán einhverri rannsóknarnefnd eða langlánaráði, eins og rætt væri óljóst um í stjórnarherbúðum. Dasni un áhrif frumvarpsins til lakkunar á qreiðslubvrði lána. I Foruendur Kaupverð tilbúinnar íbúóar 400.000 kr. Otborgun 320.000 - II Fjármögnun Skv. núgildandi Frvmvarpið tilhögun 1) I. II. kr. kr. kr. 1. Húsnaðislán (G-lán 1981, áaptl V 60.000 60.000 I20.0003’ 2. Lifeyrissjóðslán til 25 ára 3. Vaxtaaukalán til 2 1/2 árs 80.000 80.000 80.000 (45% vextir) 120.000 3a. Verðtryggt lán til 5 ára (2,5% vextir) 120.000 3b. Viðbótarlán til 15 ára (3% vextir) 60.000 4. Eigin fjármögnun 60.000 60.000 60.000 Otborgun alls 320.000 3/0.000 320.000 III. Arleg greiðslubyrði ( febrúar- verðlag 1981) 1. Húsndaðislán 4.750 4.750 9.500 2. Lifeyrislán 4.100 4.100 4.100 3. Vaxtaaukalán 50.000 3a. Verðtryggt lán 3b. Viðbótarlán 27.000 5.025 Greiðslubyrói alls m.v. verðlag i febrúar 1981 58.850 35.850 18.625 IV. Greiðslubvxöin i hlutfalli við árstekjur (á febrúdurverðlaqi 1981*^ : a) Atvinnutekjur verkamanna (107.000), % 55,0% 33,5% 17,4% b) Atvinnutekjur iðnaðarmanns (117.000), % 50,3% 30,6% 15,9% 1) Hér eru sýnd tvö tilvik, annars vegar rri.óað við að viðbótarlánsfjárþörf sé maett með vaxtaaukalánun (I), hins vegar með verðtryggóum lánun til skanins tina (II). 2) Hér er miðað við að lánstimi veröi óbreyttur i báðum tilvikum, þ.e. 16 ár. 3) M.v. 35% af ádptluðim byggingarkostrviði staðalíbúðar 340.000 kr 4) AáPtlaöar atvinnutekjur (ekki brúttótekjur) skv. úrtaki ÞHS og Hagstofu úr skattframtölum 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.