Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 HÖGNI HREKKVÍSI íiw&téÁ love 75... ... að minnast þess að skammar- yrði særa. Kominn timi til að stöðva slík vinnu- brögð Útivinnandi hárgreiðslu- sveinn skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar að skrifa þér bréf til birtingar vegna grein- ar, sem birtist í dálkum þínum laugardaginn 31. janúar frá „Einni bálvondri". Hún skrifar þarna um minnihlutahóp hár- greiðslukvenna sem starfar á ólöglegan hátt. 1. Ileilbrigðiseftirlitið gæti ekki gefið samþykki sitt fyrir rekstri á hárgreiðslustofu með engri aðstöðu í heimahúsi. 2. Skattyfirvöld yrðu ef- laust ekki hrifin ef þau vildu líta á bókhald sem ekki er til. 3. Þessar heimavinnandi hárgreiðsludömur hafa ekki aðgang að námskeiðum sem haldin eru af meistarafélaginu til að kynna nýjungar og breyttar vinnuaðferðir. Þar af leiðandi geta þær ekki boðið sömu þjónustu og almennar hárgreiðslustofur, Nú langar mig að skora á þessa bálvondu konu að hafa samband við hárgreiðslu- meistarafélagið og láta vita hvar þetta ar. Og fleiri ættu að láta til sín heyra í þessu sambandi. Formaður er: Sig- ríður Finnbjörnsdóttir, sími 25230. Hægt er að ná í hana í þessum síma frá kl. 9—18 á virkum dögum. Þessi heimavinna er búin að viðgangast allt of lengi og tími til kominn að stöðva slík vinnubrögð. Virðingarfyllst." Ef þú ert ánægður með sjálfan þig Einar Ingvi Magnússon skrifar: „Heill og sæll Velvakandi. Fyrir skömmu lá leið mín niður í Austurstræti og inn í bókabúð Eymundssonar. Það er í sjálfu sér ekki neitt merkilegt við það, en þar inni rakst ég á mörg falleg plaköt eða veggspjöld með mörgum góðum boðskap prentuðum á. Mér fannst margar setn- ingarnar eiga svo brýnt er- indi til okkar, að mig langar að geta hér nokkurra, sem hvað mest snertu mig. í leit að ein- hverju betra Eftir að hafa flett þeim yfir fannst mér ég vera ríkari en ég var er ég kom inn. Vonandi tekur bóksalinn ekkert fyrir þaðl! „Hamingjuna er að finna á veginum ekki á enda vegarins." Þegar ég las þessi orð og hugleiddi boðskap þeirra, varð mér hugsað til fólks í dag, er það hleypur frá einum stað til annars, ætíð í leit að einhverju betra eða meira en það hefur, í staðinn fyrir að vera ánægt og ham- ingjusamt og njóta nútíðar- innar. Að láta hiÖ liðna spilla hinu ókomna Þá las ég: „Til að komast á leiðarenda, er að byrja þar sem þú ert“. Margur maður- inn er niðurbrotinn og ein- blínir á tímann sem liðinn er, tímann sem hann notfærði sér ekki eins og vert var. Hann er sár og finnst allt vera um seinan — lætur þannig hið liðna spilla því sem ókomið er. Að muna það sem er mikilvægt I framhaldi af þessari hug- leiðingu var önnur mynd með áletruninni: „Ég er tilbúinn að halda áfram, svo lengi sem ég færist framávið". Þetta er einnig góður boðskapur, því að oft er það ákaflega mikil- vægt að kunna að gleyma því sem miður hefur farið og muna það sem er ánægjulegt og mikilvægt. Þá varð fyrir augum mér setning sem mér finnst geyma skemmtilegan boðskap og vert er að hug- leiða að lokum: „Ef þú ert ánægð(ur) með sjálfa(n) þig, nýturðu góðs félagsskapar allan sólarhringinn". Guð blessi ykkur öll.“ COSPER Hann borðar þetta mögglunarlaust, en ég verð að segja með hverri skeið drullukaka! Þessir hringdu . . . Hver man kvæðið og höfundinn? St.Þ. hringdi og kvaðst muna slitur úr kvæði sem hann langaði til að fá rifjað upp. — En þetta er bara héðan og handan sem ég man úr kvæðinu, en kannski nóg til að einhvér geti hjálpað upp á sakirn- ar. Það fjallar um hjón sem búa niðri við sjávarströndina og hann stundar sjósókn með búskapnum. Ég held að fyrsta vísan sé svona: Hann skammt upp frá ströndinni byggt hafði bæ. og byttan hans stóð þar við sjáinn. Hann fátækur var, en þó ánægður æ á engum sást glaðari bráin. Svo fórst hann í róðri og ein vísan er svona: Hún stóð þó upp aftur og studdist þá við og starði með ekka út á sjáinn. t hug hennar var ekki hvild eða ró, Þvf hann sem hún unni var dáinn. Þau áttu son og vegna ótta við að eins færi fyrir honum vildi konan ekki að hann færi á sjóinn: ... og sist mátti hann róa út á sjáinn. Þvi þá getur brimað og þá getur hvesst. og þá er hann óðara dáinn. Og: Að hann skákaði i skóla það skást henni fannst... Og það verður úr að hann fer í skóla, en krakkarnir öfundast við hann út af ástundunarsemi hans við námið, þegar þeir slógu sér svona út, og sögðu við hann: Skoðaðu heiminn og skunda með 088 og skruddunum fleygðu út i bláinn og láttu svo eins og að lifið sé hnoss en láttu ekki sem þú sért dáinn. Síðustu vísurnar tvær eru eitt- hvað á þessa leið. Hann labbaði drukkinn eitt laugardagskvöld, en Ijós voru hvarvetna dáin, niður á bryggju en kjör voru köld, hann kolsteyptist beint út i sjáinn. Og lifið var horfið á litilli stund, hann lá þarna i fjörunni dáinn. Hann sofnaði eilffum brennivins- biund og bylgjurnar léku við náinn. Kærar þakkir til Verslunar- bankans Starfsmaður á Grensásdeild hringdi í Velvakanda og bað fyrir kærar þakkir frá starfsfólki og sjúklingum á Grensásdeild Borg- arspítalans til Verslunarbankans, fyrir sendinguna 4. þ.m. — Hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.