Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 29 Verðtryggðu lánin: 6 mánaða innláns- reikningar með 1% vöxtum og lágmarks- tími útlánanna 2,5 ár Hér má þekkja þá Jón Benediktsson, fyrrverandi yfirlöKregluþjón, heiðursgest kvöldsins og einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Akureyrar, Gisla Jónsson bæjarfulltrúa, Davið Kristjánsson fram- kvæmdastjóra og Björn J. Arnviðarson. Fjölmenni á 50 ára afmælishátíð Sjálfstæðisfélags Akureyrar Fimmtíu ára afmælisfagnaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, og um leið árshátíð sjálfstæðisfé- laganna þar í bæ, var haldin fyrir skömmu, í Sjálfstæðishús- inu að sjálfsögðu. Mikil stemmn- ing ríkti á hátíðinni, sem var mjög fjölsótt. Heiðursgestir voru hjónin Aðalheiður og Jónas G. Rafnar, en hann var um hríð þingmaður fyrir norðan. Flutti Jónas hátíðarræðuna, en einnig tóku til máls þeir Gísli Jónsson menntaskólakennari og oddviti sjálfstæðismanna i bæj- arstjórn, og Lárus Jónsson al- þingismaður. Formaður Sjálf- stæðisfélags Akureyrar, Sverrir Leósson, var veislustjóri. Að borðhaldi og ávörpum loknum var stiginn dans fram eftir nóttu. Bjarni Rafnar læknir og Bergljót, kona hans, ásamt Jónasi Rafnar bankastjóra og konu hans, Aðalheiði. Gisli Jónsson bæjarfulltrúi ásamt Halldóri Blöndal alþingismanni og Ragnhildi, dóttur hans. LjóKm.: Sv.p. Auður Magnúsdóttir ásamt Jóni Benedikts- syni, fyrrverandi yfirlögregluþjóni, en hann var sérstakur heiðursgestur i afmælishóf inu, þar sem hann er einn þriggja stofnenda þess, sem nú eru á lífi. Hinir eru Páll Einarsson, fyrrv. fulltrúi hjá bæjarfógeta, og Sverrir Ragnars sparisjóðsstjóri, en þeir gátu ekki setið hófið. Kjaramálaráðstefna fóstra: „Hvikum hvergi frá settum kröfum“ Verða barnaheimili á Akureyri og í Kópavogi óstarfhæf? RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að lágmarkstimi visitölu- tryggðra útlána skuli vera tvö og háift ár og vextir 2,5%, en fyrir heigina samþykkti ríkis- stjórnin, að vextir af nýju sex mánaða visitölutryggðu innláns- reikningunum verði 1%. Sem kunnugt er, lagði Seðlabankinn upphaflega til að sex mánaða reikningarnir yrðu vaxtaiausir og lágmarkstimi útlánanna eitt ár. Iieimilt verður að færa inn- stæður af 12 mánaða vaxtaauka- innlánum á nýju sex mánaða reikningana og einnig innstæð- ur af 6 mánaða, 12 mánaða og 10 ára sparisjóðsbókum. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði, að í umræðum um tillögur Seðlabankans hefði mönnum litist illa á vaxtalausa reikninga. „Menn vildu hafa ein- hverja vaxtaögn til að gera þetta meira aðlaðandi fyrir fólkið og auka sparnaðinn og styrkja bankakerfið," sagði Tómas. Ríkis- stjórnin hafnaði strax þeim möguleika, að lágmarkstími vísi- tölutryggðra útlána yrði eitt ár og var rætt um lágmarkstíma allt að fjórum árum. Tómas sagði, að „menn hefðu að lokum lent á2xh ári sem eftir atvikum hæfilegum tírna". Um aðrar vaxtabreytingar sagði Tómas, að ekki hefðu verið teknar um þær ákvarðanir. Seðlabankinn gaf í gær út eftirfarandi fréttatilkynningu: „Með 3. gr. bráðabirgðalaga, sem ríkisstjórnin setti í lok síðastliðins árs, var eftirfarandi ákvæði bætt við 36. gr. laga um stjórn efnahagsmála o.fl. (nr. 13 frá 10. apríl 1979): „Stofna skal til Fimm dansk- ir blaðamenn í heimsókn f GÆR komu hingað til lands fimm danskir blaða- menn, sem utanrikisráðu- neytið hefur boðið hingað vegna heimsóknar forseta íslands til Danmerkur síðar i þessum mánuði. Munu Danirnir hitta hér ýmsa framámcnn i islensku þjóó- lifi og atvinnulifi, að þvi er Berglind Ásgeirsdóttir i utanrikisráðuneytinu sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gær. Blaðamennirnir, sem hingað komu í gær, eru Lars Kjelbo frá Berlinske Ti- dende, Mona Clemensen frá Kristeligt Dagblad, Kaare Toftkær Jensen frá Politik- en, Lis Kildevang Jensen frá Ritzau og Jergen Seholt frá Aarhus Stiftstidende. Frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, mun verða í opinberri heimsókn í Dan- mörku dagana 25. til 27. febrúar næstkomandi. Þrem- ur íslenskum blaðamönnum hefur verið boðið til Dan- merkur af þessu tilefni, en þeir eru Elín Pálmadóttir á Morgunblaðinu, Guðjón Friðriksson frá Þjóðviljan- um og Hallgrímur Thor- steinsson á útvarpinu. verðtryggðra sparifjárreikninga í bönkum og sparisjóðum, þar sem binda má fé til sex mánaða." Hafa nú verið settar reglur um þessa reikninga, og er heimilt að opna þá í innlánsstofnunum frá og með 13. febrúar nk. Frá 1. júlí síðasta árs hafa verið í notkun verðtryggðir spari- fjárreikningar með tveggja ára bindingu við upphaf hvers reikn- ings, en eins árs bindingu að fyrsta ári liðnu. Styttist bindi- tími fjár á þessum reikningum nú sjálfkrafa í sex mánuði. Verða vextir þessara innlána óbreyttir eftir breytinguna, 1% ofan á verðtryggðan stofn. Reiknast vísitölutrygging sem fyrr á óhreyfða stöðu milli mánaða- móta, en inn- og útborganir reiknast innan mánaðar með sér- stökum verðbótum, sem nú eru hinar sömu og vextir 12 mánaða vaxtaaukainnlána. Ákveðið hefur verið að leyfa yfirfærslu innstæðna af 12 mán- aða vaxtaaukainnlánum á 6 mán- aða vísitölureikninga, með nýrri bindingu frá yfirfærsludegi, sem þó verði ekki fyrr en 1. apríl nk. Hið sama gildir um fé á 6 mánaða, 12 mánaða og 10 ára sparisjóðsbókum, en þeim hefur fylgt réttur til yfirfærslu á 12 mánaða vaxtaaukainnlán. Ekki verða að svo stöddu gerð- ar neinar verulegar breytingar útlánakjara til þess að gera innlánsstofnunum kleift að mæta hinum nýju skuldbindingum bankakerfisins á innlánshlið, en reynslan verður að skera úr um það, hve langt þurfi að ganga í því efni. Þó verður lágmarkstími útlána með vísitölutryggingu styttur úr 4 árum \ 2xh ár, að óbreyttum 2,5% vöxtum. Miðar sú breyting m.a. að því að auð- velda væntanlega lengingu lána í þágu íbúðareigenda." Kjaramálaráðstefnu Fóstrufé- lags íslands lauk i gær, en hún stóð yfir í þrjá daga. Ráðstefnan var fjölmenn og umræður miklar. f lok ráðstefnunnar var sam- þykkt ályktun, auk stuðningsyf- irlýsinga við fóstrur á Akureyri, Kópavogi og í Vestmannaeyjum. Að sögn Mörtu Sigurðardóttur blaðafulltrúa Fóstrufélagsins mun félagið nú biða átekta og fylgjast með framvindu mála i áðurnefndum þremur bæjarfélög- um, en sem kunnugt er hefur Fóstrufélagið ekki sjálfstæðan samningsrétt. Þá sagði Marta meginniðurstöðu ráðstefnunnar vera að mikill einhugur rikti um að hvika hvergi frá settum kröf- um um betri vinnuaðstöðu og laun. í ályktun kjaramálaráðstefn- unnar segir m.a.: „Kjaramála- ráðstefnan lýsir andstöðu sinni við starfsheitið deildarfóstra. Starfsheitið hefur í för með sér mismunun í launum meðal fóstra, sem vinna hlið við hlið við sömu störf. Stefnan í dagvistarmálum er sú, að dagvistarheimili verði eingöngu skipuð faglærðu fólki. Rétt er að taka fram, að nú þegar starfa tvær fóstrur saman á deild- um dagvistarheimila hjá nokkrum sveitarfélögum. Fram að þessu hefur verið notað starfsheitið „fóstra" fyrir allar fóstrur. í þessum samningum hefur verið boðið nýtt starfsheiti „deildar- fóstra" og er það einum launa- flokki hærra en fóstra. Nái þetta fram að ganga þýðir það að tvær fóstrur, sem vinna saman á deild, með sömu menntun, verða i sitt hvorum launaflokknum. Við slíkt verður alls ekki unað.“ Þá var á ráðstefnunni fjallað um starfsemi B.S.R.B. og aðildar- félaga þess í kjarabaráttu fóstra fyrr og nú, og rætt um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Þá segir einnig i ályktuninni: „Jafn- hliða viljum við, að lagður verði grundvöllur að mótun uppeldis- legra sjónarmiða í allri umræðu um kjaramál, svo að augljóst verði hverra hagur það er að störf okkar verði metin til viðeigandi launa." í stuðningsyfirlýsingunum við fóstrur á Akureyri, í Kópavogi og í Vestmannaeyjum eru áðurnefnd atriði ályktunarinnar ítrekuð og þar segir einnig, að ráðstefnan telji sig hafa vissu fyrir því að engin fóstra muni sækja um fóstrustörf, sem auglýst hafa ver- ið laus til umsóknar á Akureyri og í Kópavogi. Segir í yfirlýsingun- um: „Þetta mun í reynd þýða, að dagvistarheimili Akureyrarbæjar og Kópavogskaupstaðar verði óstarfhæf sbr. lög um byggingu og rekstur dagvistarheimila frá 1976/112. V. kafli 16. gr. en þar segir: „Forstöðumaður dagvistar- heimilis og starfslið, er annast fósturstörf, skal hafa hlotið fóst- urmenntun, svo og þeir sem ann- ast umsjón með dagvistarheimil- um á vegum rekstraraðila." Aðspurð sagði Marta Sigurðar- dóttir í viðtali við Mbl. í gær, að hún vildi ekki trúa því fyrr en á reyndi, að bæjarfélögin mætu börnin svo lítils, að þau gripu til þess að fá undanþágur hjá ráðu- neytinu til ráða ófaglært fólk til starfa á barnaheimilunum. „Ég er þess fullviss að foreldrar og for- ráðamenn barna koma til með að láta ekki troða þannig á rétti barnanna til að hljóta þá beztu umönnun sem kostur er á,“ sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.