Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 17 Mig undrar stórlega að Páll sem sjálfur telur sig í hópi náttúru- verndarmanna skuli geta falist á slíka eyðileggingu á einni fegurstu sveit norðanlands — Vatnsdal. Ótrúlegt er að hann skuli geta látið sér detta í hug í alvöru að leiða lífæð dalsins — ána — í Blöndu- virkjun og svipta burtu úr sveitinni og Húnaþingi frábærri laxveiðiá. Slík náttúruspjöll eru óafsakanleg. Síðar í greininni segir Páll um landið á Auðkúluheiði: „Hér er um að ræða einstakt land á hálendi Isiands og hver ferkílómetri er óbætanlegur". Tilvitn. lýkur. Er ekki Vatnsdalur einstakt land í byggð á tslandi? Er manninum alvara? Er þetta liður í sáttatil- boði? Sjónarsviðið Svínavatnshreppur Eftir allt þetta segir í grein Páls: „Hvað varðar bætur fyrir lands- spjöll á afrétti höfum við sem höfum lagst gegn fyrri virkjunar- áformum, ákveðið að þiggja ekki aðrar bætur en land jafngott og í náttúrulegu ástandi“. Síðan leggur hann til að Blöndu- óshreppur afsali sér eignarhluta sínum í Auðkúluheiði til síns hrepps — Svínavatnshrepps —. Þótt það séu 8% heiðarinnar a.m.k. telur hann það hvergi duga, heldur beri forráðamönnum Torfalækjar- hrepps vegna áhuga á virkjunar- málum að afsala sér hluta af eign Torfalækjarhreps á Auðkúluheiði til Svínavatnshrepps. En af höfð- ingsskap sínum og rausn á al- mannafé bætir hann við: „Að sjálf- sögðu þægju svo Blönduóss- og Torfalækjarhreppar bætur úr hendi virkjunaraðila, þær er um semdist í uppgræðslu lands eða öðru formi“. Ekki lét hann samt þess getið hvað það væri margra skuttogara virði. Heimahéruðin njóti hagstæðrar virkjunar til atvinnuuppbyggingar Allir sem hafa fylgst með þróun orkumáia vita að nú er knýjandi þörf að taka ákvörðun um byggingu á stórri virkjun vegna orkuskorts. Blönduvirkjun mundi leysa þá þörf best vegnai legu sinnar við dreifikerfi raforkunnar og öryggi Norðlendinga og Vestfirðinga. Ætli ríkisstjórnin að standa við gefin heit að virkja utan eldivirkra svæða er Blanda besti kosturinn. Þannig mætti lengi telja. Blönduvirkjun á stöðugt vaxandi fylgi að fagna í heimahéraði. Fjöl- margar ályktanir hafa verið gerðar undanfarið til að skora á iðnaðar- ráðherra og ríkisstjórn að virkja Blöndu. Að þessum áskorunum standa m.a. báðir kaupstaðirnir á Norðurlandi vestra og flest stærri sveitarfélögin. Þess vegna er mikið í húfi að góðir samningar takist um þessa virkjun. Virkjunaraðilinn verður að leggja sig fram um að r.á samning- um við viðkomandi hreppa og tryggja að þeir standi ekki verr að vígi eftir virkjun en áður. Taka þarf framtíðar atvinnuuppbyggingu við- komandi héraða til athugunar og treysta hana. Ég hef þá trú að Blöndu sé hægt að virkja á þann hátt að allir geti haft hag af því — bæði héraðið og þjóðin í heild. Grettir líka á miðvikudags- kvöldum Leikfélag Reykjavíkur fjölg- ar nú sýningum á söng- leiknum Gretti í Austur- bæjarbíói, þannig aö auk miönætursýninga á laugar- dagskvöldum verða sýningar á miðvikudagskvöldum klukkan 21, sú fyrsta á mið- vikudaginn kemur. Rafiðnaðarsamband íslands: Virkjun vatnsaflsins þýðir fjölgun atvinnutækifæra „ÞRÁTT fyrir svo til fulla atvinnu hér á landi undanfarin ár hafa að meðaltali flutzt úr iandi um 1.000 manns árlega siðustu 4 til 5 árin umíram aðflutta. Þetta fólk hefur að stórum hluta ekki talið sig fá þau atvinnutækifæri. sem það sættir sig við. í þessum hópi er verulegur fjöldi rafiðnaðar- manna,4* segir m.a. i ályktun frá þingi Rafiðnaðarsambands íslands um atvinnumál. Minnir þingið á í ályktuninni að virkjum vatnsaflsins sé eitt helzta atriðið til að fjölga at- vinnutækifærum og bæta lífs- kjör, en það þurfi að gera til að stöðva fólksflóttann og tryggja öllum atvinnu við sitt hæfi. „Sérstök ástæða er til að ítreka þetta, þegar svo alvarlegt ástand er í vatnsforðamálum orkuveranna, að framkvæma þarf stórfelldar skammtanir raforku til notenda. Þetta ástand minnir á, að ætíð þarf að vera til staðar í raforkukerfinu verulegt umframafl til að mæta skakkaföllum af þessu tagi. Því ályktar þingið, að nauðsynlegt sé, að hefja sem fyrst fram- kvæmdir við tvær af þremur stórvirkjunum, sem fyrirhugað- ar eru“, segir í ályktun þingsins. Tólf presta- köll laus til umsókna BISKUP íslands hefur nú aug- lýst tólf prestaköll laus til um- sóknar, og er umsóknarfrestur til 15. mars næstkomandi. Þessi prestaköll eru sum hver auglýst i fyrsta skipti, önnur eru presta- köll sem þjónað hefur verið af settum prestum eða nágranna- presti, en sum prestaköllin hafa átt sitt fasta sæti á þessum lista ár eftir ár að undanförnu. En prestaköllin sem nú eru auglýst laus til umsóknar, eru eftirtalin: 1. Árnesprestakall í Húna- vatnsprófastsdæmi. (Árnessókn). • 2. Ásaprestakall í Skaftafells- prófastsdæmi. (Grafar-, Þykkvab- æjar- og Langholtssóknir). 3. Bíldudalsprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi. (Bíldu- dals- og Selárdalssóknir). 4. Bólstaðarhlíðarprestakall í Húnavatnsprófastsdæmi. (Ból- staðarhlíðar-, Bergsstaða-, Auð- kúlu-, Svínavatns- og Holtastaða- sóknir). 5. Ólafsfjarðarprestakall í Eyja- fjarðarprófastsdæmi. (ólafsfjarð- arsókn). 6. Reykhólaprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi. (Reyk- hóla-, Garpsdals-, Gufudals-, Flat- eyjar- og Múlasóknir). 7. Sauðanesprestakall í Þingeyj- arprófastsdæmi. (Sauðanes- og Svalbarðssóknir). 8. Sauðlauksdalsprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi. (Sauðlauksdals-, Saurbæjar-, Brjánslækjar-, Haga- og Breiða- víkursóknir). 9. Staðarprestakall í Súganda- firði, ísafjarðarprófastsdæmi. (Staðarsókn). 10. Vestmannaeyjaprestakall í Kjalarnesprófastsdæmi. Annað prestsembættið. (Ofanleitissókn). 11. Víkurprestakall í Skafta- fellsprófastsdæmi. (Víkur-, Reyn- is- og Skeiðflatarsóknir). 12. Þingeyrarprestakall í ísafjarð- arprófastsdæmi. (Þingeyrar-, Hrafnseyrar-, Mýra-, Núps- og Sæbólssóknir). Mýra-, Núps- og Sæbólssóknir fylgja um þjónustu Holtspresta- kalli, Isafjarðarprófastsdæmi, fyrst um sinn. Limrted HEILDARAFKOMA Útdráttur úr endurskoðuðum heildarreikningum 31. desember1980. 1980 £’000 1979 £’000 Shareholders’ Funds (eigið fö) Subordinated Loans (vikjandl lán) Total Deposits (heildarinnlán) 49,008 45,224 1,079,811 46,345 27,658 970,765 Loans and Advances (heildarútlán) Total Assets (eignlr) 627,900 1,271,914 560,397 1,121,523 Profit beforeTaxation (rekstrarhagnaður fyrir skattgreiðslu) 10,274 9,323 Bankinn mun með ánægju senda síðustu ársskýrslu og Scandinavian Bank Limited Head Office: 36 Leadenhall Street, London EC3A1BH. Telephone: 01-481 0565. Telex: 889093. International Offices: Bahrain, Bermuda, Hong Kong, NewYork, Singapore. Joint Representative Offices: Madrid, Paris, Sáo Paulo.Tokyo. íslenzkur hluthafl: Landsbanki íslands. iíeí ht. Ss.md TwHd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.