Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Einhver besta dægradvöl mín i skammdeginu er að sitja í rólegheit- um með þenkjandi mönnum og ræða um veg og vanda þessa blindings- leiks sem við köllum líf. Ég mælti mér því nýlega mót við sérstæðan mann, sem hefur furðulega lítið verið í sviðsljósinu, en er þó ærið stór að dómi þeirra sem lesið hafa verk hans. Þessi maður er Gunnar Dal, sem af mörgum er talinn einn mesti heimspekingur okkar þjóðar. Hann er þrekinn og hraustlegur, fjarska þægilegur í viðmóti. Gunnar tók á móti mér á heimili þeirra hjóna, en hann er giftur Elísabetu Lilju Linn- et, sem er fíngerð og lagleg kona. Ég hafði lesið bækur hans, bæði ljóðin og hin heimspekilegu verk og þær höfðu vakið hjá mér svo margar spurningar að ætti ég að fá svar við þeim öilum, þá yrði ég víst að setjast að hjá honum. En á ein- hverju varð ég að byrja og raunar fórst mér það ekkert of gáfulega, því ég spurði: „Segðu mér Gunnar, hefur þér aldrei fundist að fólk óttist allt tal um tilveruna, jafnvel hæðist og hlæi að heimspekilegri hugsun og trú- málum?" „Heimspeki“ var skammaryrði En með þessari spurningu hafði ég samt hitt i mark. Upp frá þessu þurfti ég varla lengur að spyrja. Það var engu líkara en hann læsi spurningaflóðið í huga mínum: „Jú, heldur betur. Allt frá ungl- ingsárum hafa hugrenningar um tilveruna tekið öllu öðru fram. Ég heigaði mér eins og maður sem er að byggja hús, nema hvað húsið mitt var heimspeki og löngunin hjá mér var alltaf sú að skrifa niður hugsan- ir mínar. En þetta var nokkuð torsótt í þá daga, því „heimspeki" var skammaryrði. Menn áttu að vinna en ekki velta sér upp úr hugsunum sínum." En Gunnar fékk fáum spurning- um svarað hér heima og fór því til annarra landa þar sem hann gæti kynnt sér allt sem hann komst yfir er laut að heimspeki. Við Edinborg- arháskóla lærði hann Evrópu- heimspeki, Indverska heimspeki við Kalkutta-háskóla, Gríska heimspeki í Aþenu og nútímaheimspeki í Bandaríkjunum. í dag kennir hann Griska heimspeki og íslensku við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, ásamt því að skrifa bækur á sumrin. Ég var að því komin að spyrja Gunnar hvort hann hafi tekið próf úr þessum skóium, þegar hann sagði: „Ég var eitt til tvö ár á hverjum stað og tók aldrei próf úr þessum háskólum. Ég sóttist eftir þekkingu en ekki skírteinum. Mér finnst svipað að hafa próf í heimspeki og að hafa pappíra upp á skáldsnilli. En það fór nú samt svo að þetta hcfur unnið frekar á móti mér, því , Isiendingar taka lítið mark á próf- lausum. Þessi tilhneiging landa okkar að búa til gjá milli lærðra og leikmanna, sem jafngildir því að láta umbúðirnar gilda fremur en innihaldið." „En hvernig er þá tekið á móti heimspeki í dag?“ „Það má líkja því við Marathon- hiaupara, sem fara hægt af stað en seiglast," svaraði hann hlæjandi. „Fyrst var tekið mjög ilia á móti heimspeki. Hún er undarlega ný á Islandi. ísiendingar töldu sig hafa annað gáfnafar en aðrar þjóðir. Þeir litu á sjálfa sig sem skáld og sögumenn frekar en hugsuði. Þetta stafar sennilega af því, að við höfum verið það einangraðir og ætli sjálfs- ánægja íslendinga hafi ekki líka heft förina. Þeir hafa dregið alla sína vits- muni úr bókum. Hér er hinn mesti þjóðarósiður að gjörþekkja bók án þess að hafa lesið hana. í biöðunum er skrifað um flestar bækur sem koma á markaðinn og er það í sjáifu sér ekkert vítavert, en það er engin önnur þjóð til, þar sem einn maður þykist geta gagnrýnt 20—30 bækur á hálfum mánuði." Það má með réttu segja að Gunnar Dal hafi ekki legið á liði sínu að veita okkur af þekkingu sinni. Á sínum 58 árum er hann búinn að skrifa og þýða 24 bækur, þar á meðal ljóðabækur, heimspeki- rit og skáldsögur. Viskan, hugmyndaflugið og góðvildin í þess- Gunnar Dal i kennslustund i Fjölbrautaskólanum i Breiðholti. viðhorf. En ég hef lagt gífurlega mikið kapp á að halda mig við það rétta. Það þarf alltaf að hafa í huga að rétt breytist alltaf í þróuninni og iagfæra þarf fyrri hugmyndir. I rauninni hafa allir rangt fyrir sér. Og svo lengi sem við höfum rangt fyrir okkur, höldum við áfram að vaxa. Engin vísindaleg kenning hef- ur staðið meira en 20 ár. En þrátt fyrir að talað sé um hvort jörðin sé flöt eða hnöttótt, hvert sé eðli tíma eða rúms, þá skipta slíkar spurn- ingar engu máli fyrir trúna. Hún heldur sínu striki og eflist, enda hefur hún alltaf staðið síðan leitin hófst, fyrir 2500 árum. Trúmenn og hugsuðir vita að best er að staðna ekki. Síst af öllu er það rétt að skipuleggja menningu og beina inn á eina ákveðna braut. Ég trúi fyrst og fremst á frelsi og er andvígur hverskonar hugmynda- fræðilegri spennitreyju. Allt líf er í rauninni skipulagt. Allt í tilverunni er svo samfasað að spendýrsheilinn okkar gæti aldrei náð yfir það.“ Mér varð þá hugsað til gömlu dæmisögunnar sem Gunnar rifjar upp í „Gúru Góvinda": „Sex lærðir menn, sem allir voru blindir, rann- sökuðu sköpun fílsins. Sá fyrsti fór höndum um síðu fílsins og sagði: Fíli er eins og veggur. Annar þreifaði á tönninni og sagði: Fíll er eins og spjót. Sá þriðji gekk framan að fíinum og þuklaði ranann. Fíll er alveg eins og slanga, hrópaði hann. Sá fjórði strauk um hné fílsins og sagði: Fíll er mjög svipaður tré. Sá fimmti kom við eyrað og sagði. Hvaða biindingi sem er getur séð að fíli er eins og blævængur. Sá sjötti kom aftan að fílnum og greip um Lilja K. Möller: „Enginn hefur rétt til að stunda yoga“ um bókum er ólýsanleg, nema með því einu að lesa þær sjálfur. í „Indverskri Heimspeki" sýnir hann uppruna heimspekinnar þar sem trúarbrögðin mætast, á einfaldan og upplyftandi hátt. í nýjustu skáld- sögunni „Gúru Góvinda" teiknar hann upp gamlan yoga sem í byrjun bókarinnar deyr og vaknar í nýjum heimum. Þar heldur hann áfram að læra tilgang lífsins og endar bókin með því að hann fæðist aftur af móðurkviði. Af þessari bók gætu mennirnir lært margt. T.d. þegar Góvinda fer í gegnum Hades, heim sljóleikans, ímyndana og erfiðra drauma. Kennari hans segir þá: „Þetta er heimur hinna mörgu víta, og hér búa aumkunarverðir menn. Þeir sannfæra sjálfa sig um að þeir séu fulltrúar hins illa í heiminum, kalla sig hina svörtu og öðrum þvílíkum nöfnum. Sumir þessara aumingja manna reyna að klæða villu sína í heimspekilegan búning og tala um að ljós og skuggar séu nauðsynlégir í heims- myndina. Þeir taia um að jákvæð og neikvæð skaut séu nauðsynleg tii þess að halda tilverunni gangandi. Þannig finna þeir sér ímyndað hlutverk og ímyndaða réttlætingu þessa vesala lífs síns. Alit þetta er reginmisskilningur. Röksemda- færslur þeirra koma mannlífinu ekkert við. Hið iila er engin vera. Hið illa er ekki til nema sem fjarvera hins góða. Myrkrið er fjarvera Ijóssins. Hvar sem ljós skilningsins skín hverfur allt myrk- ur. Hvar sem kærleikur og velvild eru til, hverfur hið illa.“ En nú vorum við Gunnar, ásamt konu hans sem tók þátt í samræðum okkar, farin að tala um yoga. Hann upplísti mig svo um munaði um þetta tískufyrirbæri og bað mig að hafa skrif mín um það mjög ná- kvæm: „Yoga er stórhættulegt* „Yoga er svo hættulegt að allir Rætt við Gunnar Dal menn scm þekkja yoga banna það einsog það er iðkað i dag. Þú mátt undirstrika þetta,“ bætti hann við. „Og þar á meðal er sjálfur höfundur yogakerfisins, Patanjalis. í yoga- kerfinu eru átta áfangar, sem sigr- ast verður á áður en lokamarkinu er náð. Taka skal stigin átta í réttri röð og hugleiðslan er 6.-7. og 8. stigið. Fyrsta stigið er Fjallræðan, þ.e.a.s. rétt breytni og rétt líferni. Á þessu fyrsta stigi er yoga-iðkandan- um ætlað að treysta sem best hinn siðræna grundvöll sinn, því án hans er tiigangslaust að iðka yoga. Annað stigið er fullkominn innri og ytri hreinleiki. Þar er átt við líkamlegt hreinlæti, skynsamlegt og hollt mataræði, að forðast nautn eitur- lyfja, að auka líkamsþrótt sinn, nægjusemi, sjálfsafneitun, lærdóm- ur og trúarhollusta. Þessvegna hefur enginn leyfi til að taka 3. stigið ef hann hefur ekki lokið þessum tveimur, hvað þá 6.-7. og 8. stigið sem er hugleiðslan. Og ég þekki engan sem er kominn með fullkominn innri og ytri hreinleika. Með hugleiðslu tekst manni að opna sig fyrir öflum og því getur maður ekki varið sig fyrir því illa.“ „Kirkjan er ekki kristur“ „En nú eru til þúsundir bóka um heimspeki," sagði ég. „Þúsundir aðferða til að sigia á hinn rétta veg og eins og nú kemur fram eru sumar þessar aðferðir stórhættulegar. Get- ur þú bent leitandanum á einhvern ákveðinn einn veg?“ „Kristur er eina raunverulega leiðarljósið," sagði Gunnar. „Fjall- ræðan, að hugsa og breyta rétt. Að vera eins og barn sem þykir ein- faldlega vænt um fólk, ást á lífinu og alltaf taka jákvæða afstöðu til allra manna og málefna. Menn sem lifa á lágu vitundarsviði viðurkenna aldrei að hærri vitundarstig geti verið til.“ „Þú segir Kristur. Mér finnst sem kirkjan hafi að mörgu leiti rang- túikað þetta nafn fyrir mér, svo og öðrum. Þeir byggja kastala í stað þess að gefa. Meinarðu þá að hún hafi á réttu að standa?" „Kirkjan er ekki Kristur," svarar Gunnar ákveðinn. „Þar hefur frá fyrstu tíð verið háð mikið peninga- valdatafl. Hún hefur sóst meira eftir valdi en trúarlegri reynslu, og þá breytist eðlið. Að sækjast eftir valdi stígur á móti boðorðum kristn- innar. En hinsvegar má ekki gleyma því að kristnin væri ekki til án kirkjunnar. Frumreglurnar eru þær sömu. En eðlið breytist þegar markið er vald. T.d. hefur eitt mesta þrætuepli kirkjunnar verið um endurfæð- ingarkenninguna. Fimm fyrstu ald- irnar trúði frumkristni á endurfæð- ingu. En svo kom í spilið rómversk- ur keisari, Justinian, sem vildi ekki trúa þessu. Sjónarmið hans urðu lög og hann iét samþykkja endurfæð- ingarkenninguna sem villutrú. Margir sem aðhylitust þessa kenn- ingu þá voru pyntaðir og teknir af lífi vegna þess. „Ég trúi fyrst og fremst á frelsi“ Ég er fyrst og fremst með kristin halann. Þessi furðuskepna er ná- kvæmiega eins og kaðall, sagði hann. Og um þetta deildu þeir svo alla ævina á enda. Hver hélt fast við sína skoðun, enda byggðist hún á eigin rannsókn og reynslu." „Nútímakynslóð sú þroskamesta“ Gunnar hélt áfram: „En hlutirnir hafa breyst mikið. Öllu er að fara fram í þekkingu og nýjar hugmynd- ir sífellt að fæðast. Til að sjá þetta er nóg að fletta upp í mannkynssög- unni. En mælikvarðinn á þróun er tvennt: Víðtækari vitund og meira frelsi. Nútímakynslóð er þroska- mesta kynslóð sem uppi hefur verið. Hún hefur til að bera víðtækari vitund og meira frelsi en nokkur önnur kynslóð. En menn koma bara ekki auga á þetta, því hún hefur ekki enn lært að tjá sig. Hana vantar orðin. 18. aldar menn eru oft taldir gáfaðari en fólk nú á dögum, sem á alltaf í erfiðleikum með að tjá sig. En þarna er eingöngu verið að dæma formið. Menn geta verið snillingar með orð en aftur á móti haft litla skynjun. En þetta kemur allt saman. Mað- urinn leitar alltaf upp fyrir sjálfan sig og reynir því ætíð að bæta ráð sitt. Aður fyrr þóttu táknin örugg- ari en orðim sem eru alltaf að umbreytast. Ég aðhyiiist einfaldan stíl, fremur en skrúðmælgi." En nú varð þögn um stund. Gunnar bauð mér uppá kaffi og ég hef sjálfsagt verið nokkuð utangátta á að líta þegar ég þáði sjöunda kaffiboilann, því hann spurði: „Þú virðist djúpt hugsi um eitt- hvað?“ „Já, ég var að hugsa um drauma." „Svefndrauma?" „Nei, vakandi skýjaglópa eins og mig, sem fá það orð á sig að vera heldur draumlyndir. Kristmann Guðmundsson sagði einu sinni: „Ef veruleikinn á enga ást né frið, ieyfðu mér þá að dreyma enn um I >• i iBBK bH-Hi H4H4< (({((( cccfti rftttt: rntn utJli tijttrt rntn 'ffttl. 111111 rttttf 'tiliii tttlfl >1144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.