Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 21 En hlaupið var um 10 km langt og fór fram á snævi þöktum þjóðvegum, hófst og endaði við Vorsabæ. Skein sól í heiði og þjóðfáninn blakti við hún þar sem Vorsabæjarbóndi flaggaði í tilefni dagsins. Keppt var um farandbikar, svonefndan Stefánsbikar, sem Stefán Jason- arson bóndi í Vorsabæ gaf til hlaupsins. Einnig hlaut sigur- vegari eignarbikartij minningar um hlaupið. Lítúm anhars á úrslitin: ÁSGEIR Sigurvinsson skoraði eitt af mörkum Standard Liege, sem vann góðan útisigur, 3—2, gegn Waregem í belgisku deild- arkeppninni á sunnudaginn. Arnór lék með Lokeren, sem vann stórsigur, 4 — 1, gegn Winterslag. Urslit leikja urðu annars sem hér segir: Anderlecht — Beveren 2—0 Beerschot — Kortryk 2—0 Waterschei — Berchem 4—0 Waregem — Standard 2—3 FC Liege — Molenbeek 1—0 Beringen — Lierse 0—3 Lokeren — Winterslag 4—1 FC Brugge — SK Brugge 8—1 Antwerp — Ghent 2—2 Anderlecht styrkti stöðu sína geysilega með því að leggja Beveren, helsta keppinautinn, að velli. Hefur Anderlecht nú 6 stiga forystu, hefur 36 stig. Beveren hefur hins vegar 30 stig, en Standard 29 stig. Lokeren er sem fyrr í fjórða sætinu með 26 stig. Neðst er Beerschot með 12 stig, Beringen hefur 13 stig og Waterschei 14 stig. • Ágúst Ágústsson kemur fyrstur i mark. ÁgÚHt ÁHKeirHHon ÍR Gunnar Páll JóakimHson ÍR Mikko Háme fR Einar SiuurAsnon HBK Onkar GuðmundHHon FH Stefán FriðgeirHHon ÍR Guðmundur GÍHÍanon Á Jóhann Sveinsson IIBK Jóhann lleiðar Jóhannn. IK Lelknlr Jónsnon Á Gunnar KrÍHtjánsHon Á SigfÚH JónxHon ÍR MagnÚH IlaraldsHon FH Sigurjón Andrésson ÍR Ingvar Garðarsson HSK Viggó PórisHon FH Markús ivarsxon HSK 35:50,1 37:09,5 37:46.2 37:57,0 38:10,0 38:12.0 38:38.3 38:55,0 39:05.0 39:17,0 40:47,8 41:10.0 41:42.0 41:42,5 42:47,0 45:28.0 47:42,0 ^ jllorAnnliIntnft ^ nrranirna Ásgeir skoraði Ágúst fyrstur ÁGÚST Ásgeirsson ÍR sigraði í Flóahlaupi Samhygðar sem fram fór í Gauiverjabæjar- hreppi á sunnudag. í öðru og f riðja sæti urðu félagar hans úr R, Gunnar P. Jóakimsson og Mikko Háme. Fimmtán hlauparar af höfuð- borgarsvæðinu fcrðuðust sam- an tii hlaupsins i rútu, og átti það eftir að verða eftirminnileg ferð. Var vel á móti þeim tekið að Vorsabæjarhóli og í Vorsa- bæ, þar sem þau hjónin Stefán Jasonarson og Guðfinna Guð- mundsdóttir buðu keppendum. starfsmönnum hlaupsins og öðrum aðkomumönnum upp á kaffi og meðlæti að góðum sveitasið. Á leiðinni til hlaupsins og frá var kelda ein á veginum og vildi það til að rúta hlauparanna lenti þar í hrakningum á báðum leiðum. Tókst hlaupurunum að ýta henni upp í fyrra skiptið, en kalla varð til rammgert ámokst- urstæki af stærstu gerð til að koma henni upp á veginn hið seinna. Til var önnur leið og örlítið lengri að Vorsabæ af Gaulverjabæjarvegi og var hún greiðfær. Sannaðist því að þessu sinni hið fornkveðna, að betri sé krókur en kelda. jm Storleikir framundan FRAMUNDAN eru tveir stórleik- ir hjá íslenska landsliðinu i handknattleik. Um næstu helgi leikur liðið tvo landsleiki við sterkasta handknattleikslið heims, Austur-Þjóðverja. Fyrri leikur liðanna verður á föstu- dagskvöld í Laugardalshöllinni og hefst kl. 20.00. Síðari leikur- inn verður á sunnudagskvöld. íslenska landsliðið hefur æft mjög vel að undanförnu og ætti að vera vel undirbúið fyrir þessa erfiðu leiki. Þeir verða lokaverk- efnið fyrir hina erfiðu B-heims- meistarakeppni í Frakklandi í lok þessa mánaðar. Á myndinni má sjá fyrirliða landsliðsins. ólaf II. Jónsson, i landsleik gegn Austur-Þjóðverjum. Ólafur hefur nú leikið 133 landsleiki fyrir íslands hönd í handknattleik. • Þetta eru sigurvegararnir í firmakeppninni á skíðum. þ.e.a.s. í tvibrautarkeppni i svigi. Axel Gunnlaugsson, sem keppti fyrir Sportval, er lengSt til hægri. Ljósm.: Ágúst Baldursson Nýbreytnin gafst vel 128 fyrirtæki tóku þátt í Firma- keppni á Skíðum Hin árlega Firmakeppni Skiðaráðs Reykjavíkur var haldin í Bláfjöllum sl. laugar- dag. Að þessu sinni tóku 128 fyrirtæki þátt í keppninni og hljóta fyrstu tólf fyrirtækin Úrslit urðu sem hér segir: 1. Verslunin Sportval 2. Borgarbúðin H.F. 3. R. Sigmundsson HF. 4. Miðfell 5-6. Hilti H.F. 5-6. S. Ármann Magnússon 7-8. Stálhúsgögn H.F. 7-8. Blikksmiðja Hafnarfj. 9-12. Fjarhitun 9-12. Nesti 9-12. Almenna Verkfræðistofan 9-12.Bílaverkstæðið Bretti farandsbikar. Sú nýbreytni var reynd I keppninni i ár, að auk þess sem keppt var í tveggja- brautakeppni í svigi, fór hluti keppninnar fram sem tveggja- brautakeppni i skiðagöngu. Um 100 keppendur tóku þátt í Firmakeppninni, sem er útslátt- arkeppni, og fengu þeir forgjöf eftir getu. Skíðaráð sá um mótsstjórn, en formaður Skíða- ráðs Reykjavíkur er Bjarni Kristmundsson. Keppendur: Axel Gunnlaugsson r Sigríður Erlendsdóttir Kristinn Sigurðsson Birgir Jónsson Magnús Erlendsson Þór Ómar Jónsson Þorbjörn Jónsson Tinna Traustadóttir Ásta Óskarsdóttir Guðjón Gunnarsson Árni Þór Árnason Garðar Sigurðsson Óskar í örum metaslætti ÓSKAR Jakobsson, kúlu- varpari, kringlukastari og fleira með meiru setti glæsi- legt íslandsmet i bekkpres.su á móti einu i Njarðvik um helgina. Lyfti Óskar meiri þyngd heldur en nokkur Islendingur hefur áður áorkað í þessari grein. Hann sló þarna eigin íslandsmet og byrjaði á 207,5 kíló- grömmum. Það fauk létti- lega upp. Næst svipti hann 212,5 kilógrömmum eins og litið væri. Ekki var hann ánægður með það, heldur bætti metið enn, nú i 220 kiló. Mikið vill meira og voru sett 225 kiló á lóðin. En nú var nóg komið. Óskari mistókst. en það rýrir á engan hátt metaregnið sem á undan var gengið. Er greinilegt að Óskar er geysi- lega sterkur um þessar mundir og til alls liklegur. Þróttarar herða tak- ið á ís- landsbikarnum ÞRÓTTUR allt að því tryggði sér íslandsmeistar- atitilinn i blaki. er liðið sigraði IS 3—1 um helgina. Að leik loknum hafði Þrótt- ur 24 stig eftir 12 leiki, en ÍS 18 stig, einnig eftir 12 leiki. Þróttur vann fyrstu hrinuna með yfirburðum. 15—6, en siðan var meira jafnræði. Þannig vann Þróttur næst 15-12, en ÍS var um tima yfir i þeirri lotu. Þar kom. að ÍS vann hrinu. þá þriðju 15—8, en lokahrinuna vann Þróttur 15—5. Bestir hjá Þrótti voru Sveinn Hreins- son, Guðmundur Pálsson og Gunnar Árnason. en hjá ÍS stóð enginn upp úr, ieik- menn liðsins virtust þjakað- ir af taugaspennu. Einn leikur annar fór fram í 1. deild karla, Víkingur vann Fram með miklum yfir- burðum, 3—0. Hrinurnar enduðu 15—1,15—5 og 15—3. Leikurinn stóö aðeins yfir í rúman hálftíma. í 1. deild kvenna sigraði ÍS Þrótt 3—0 og í 2. deild karla sigraði Hveragerði lið Samhygðar 3—1. Lokalotan þar endaði 20—18 fyrir Hveragerði og stóð hún yfir næstum jafn lengi og allur leikur Víkings og Fram í 1. deild. Þrír með 12 rétta í 23. leikviku Getrauna komu fram 3 raðir með 12 réttum og nam vinningshiut- inn kr. 26.075,- á hverja röð. Með 11 rétta voru 57 raðir og vinningur íyrir hverja röð kr. 588.-.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.