Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 Skemmdir á gróðurhúsi í Hveragerði. Ljósm. Mbl. Sigrún Sigfúsdóttir. Viðlagatrygging Islands: Greiðir ekki tjón af völdum fárviðris VIÐLAGATRYGGING íslands, sem er skyldutryKífinjí á öllum fasteÍKnum, greiöir ekki tjón af þvi tagi sem varð í ufsaveðrinu i fyrrinótt, að því er Ásgeir ólafs- son hjá Brunabótafélagi íslands saKÖi í samtali við Morgunblaðið f gær. Ástfeir sajfði. að viðlaga- tryKKÍntíin hefði verið stofnuð til að Kreiða tjón af völdum vissra náttúruhamfara. Tiltekið væri i löKum að tryKKÍnKÍn Kreiddi tjón af völdum eldKosa, jarðskjálfta, snjóflóða, skriðufalla ok flóða. Fok var ekki tekið inn í þessa tryKKÍnKu saKÖi ÁsKeir. ViðlaKatrygKÍng varð skyldu- trygging í kjölfar gossins í Heima- ey, og fylgir nú brunatryggingunni. Ásgeir sagði að rætt hefði verið um það að setja foktryggingu inn í viðlagatrygginguna, en fallið hefði verið frá því af ýmsum ástæðum. Meðal annars hefði verið bent á að skemmdir sem þessar væru fyrleitt mjög fátíðar, snertu sjaldan mjög marga einstaklinga, erfitt væri að meta hvenær telja bæri veðurofsa náttúruhamfarir, og einnig mætti benda á að frjálsar tryggingar er allir hefðu aðgang að tækju til skemmda af þessu tagi. Þá sagði Ásgeir einnig, að þegar lögin um viðlagatrygginguna voru sett, hafi ekki verið lögð fram nein fjárveit- ing í því skyni, og hefði því þurft að fara varlega af stað. Ásgeir sagði að þær tryggingar sem hins vegar greiddu tjón vegna veðurs eins og varð í fyrrinótt, væru húseigendatryggingar, óveð- urs- og foktryggingar, og einnig glertryggingar. Þá greiddu heimil- istryggingar tjón er yrði á innbúi ef rúður brotna og vatn og veður skemma innanstokksmuni. Lánsfjárlagafrumvarp 1981: Ekkert ákvæði er um byggingu flugstöðvar Sjálfskuldarábyrgð vegna Útvegsbankans FJÁRMÁLARÁÐIIERRA er heim ilt fyrir hönd rikissjóðs að taka lán á árinu 1981 allt að 447 milljónir nýkróna. þar af allt að 288.840,000 nýkrónur eða jafnvirði þeirrar fjárha-ðar í erlendri mynt og alit að 158.100.000 nýkrónur á inniend- um lánsfjármarkaði. Lifeyrissjóð- um er gert skylt að verja að minnsta kosti 40% af ráðstöfunarfé sinu til kaupa á skuldahréfum í fullri verðtrygKÍnKU til langs tíma af rikissjóði, byggingarsjóði ríkis- ins, byggingarsjóði verkamanna. Framkvæmdasjóði íslands ok fjar- festingarsjóðum sem viðurkenndir eru af Seðlabanka íslands. Verja skal 20% af ráðstöfunarfé lífeyris- sjóða á samningasviði ASÍ til kaupa á skuldabréfum Bygg- ingarsjóðs ríkisins. Þetta er inntak fyrstu greina í frumvarpi til láns- fjárlaga 1981, sem lagt var fram í gær. Ólafur Jóhannesson: „Ég útiloka ekkert“ ,ÞAÐ ER rétt að í lánsfjárlaga- frumvarpinu er ekki heimild til fluKstöðvarbyKKÍngarinnar. en ekki vil ég þó segja að fram- kvæmdir á þessu ári sé alveg úr s()gunni“ sagði Ólafur Jóhannes- son utanríkisráðherra i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ráðherrann var spurður hvað hann ætti við, er hann útilokaði ekki framkvæmdir á árinu, og sagði hann þá að heimild til flugstöðvarbyggingarinnar gæti komið inn í meðförum Alþingis. Ólafur Jóhannesson sagðist hins vegar ekkert um það segja, hvort hann sjálfur flytti slíka tillögu á þingi. Málið hefði verið til um- ræðu, og væri það áfram. Utanrík- isráðherra var að lokum spurður hvort sá skilningur væri þá réttur, að hann útilokaði ekki fram- kvæmdir við flugstöðina á árinu 1981, þótt ekkert ákvæði um hana væri að finna í lánsfjárlagafrum- varpinu, og svaraði Ólafur þá: „Eg útiloka ekkert, nei,“ í fjórðu til og með níundu grein frumvarpsins eru ákvæði um heim- ildir einstakra stofnana til lántöku: Landsvirkjuanr (462 m.n.kr. vegna Hrauneyjafossvirkjunar), fjármála- ráðuneytis (til að endurlána Járn- blendifélaginu 14 m.n.kr.), fjórum framkvæmdaaðilum við hitaveitur (190 m.n.kr.), sveitarfélaga (15 m.n.kr.), Orkubús Vestfjarða (27 m.n.kr.) Framkvæmdasjóður ís- lands (89 m.n.kr.) og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins (til greiðslu útflutningsbóta umfram 10% regl- una). I elleftu til og með 24 grein eru skerðingarákvæði á lögboðnum framlögum til ýmissa framkvæmda- sjóða og sjóða atvinnuvega (Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, Byggða- sjóðs, Stofnlánadeildar landbúnað- ar, Fiskveiðasjóðs, Aflatrygg- ingarsjóðs, Byggingarsjóðs ríkisins, Húsnæðismálastofnunar, Lánasjóðs sveitarfélaga, Bjargráðasjóðs, Hafnarbótasjóðs, Framkvæmda- sjóðs þroskaheftra, Félagsheimila- sjóðs o.fl.). í 25. grein er heimild til að taka 30 m. n.kr. lán og endur lána RARIK vegna lagningar byggða- línu. í 26. gr. er heimilað að veita sjálfskuldarábyrgð á skuld Útvegs- banka íslands við Seðlabanka Is- lands allt að 50 m.n.kr. Skuld þessi skal færð á sérstakan reikning Útvegsbankans í Seðlabankanum og greiðir ríkissjóður vexti og afborg- anir af skuldinni með föstum ár- legum greiðslum að fjárhæð l'h m.n.kr. í 12 ár, í fyrsta sinn 1982. Ekki er að finna í lánsfjárlaga- frumvarpinu ákvæði er varða vænt- anlega flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Djúpivogur: Enginn fiskur á land frá áramótum Djúpavogi. 17. febr. HÉR HEFUR verið lítið að gera upp á siðkastið. Við höfum engan fisk fengið á land í janúar- og febrúar- mánuði og margir eru á atvinnuleysisskrá. Sérstök nefnd hefur nú haldið til höfuðborgarinnar til að ræða atvinnumál okkar, en fólki hér finst það heldur öfugtsnúið, að siglt skuli með aflann til Englands og hann seldur þar á niðursettu verði og fólk flutt inn frá Ástralíu til að vinna að því, sem berst á land, á sama tíma og margir landsmenn ganga um atvinnulausir. Um fátt annað er rætt þessa dagana á Djúpavogi. Ingimar Kaskótryggingar bifreiða: Skaði greidd- ur ef bíll fýkur FJÚKI kaskótryggður bill um koll, velti eða skemmist á annan hátt vegna þess að veður og vindar hreyfi hann til, greiðir viðkomandi tryggingafélag þær skemmdir er á bifreiðinni kunna að verða, að sögn Ólafiu Krist- Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri: Veðurhæð lítið minni en i suðlægari fellibyljum „LÆGÐIN sem þessu veðri olli var talsvert dýpri og krappari en Kengur og gerist með þessar lægð- ir, en að öðru leyti hagaði hún sér ekki óvenjulega,“ sagði Hlynur SigtryKKsson veðurstofustjóri í samtali við Morgunblaðið í gær um óveðrið í fyrrinótt. Hlynur sagði að upphaflega hefði verið getið um lægðina á sunnudag.skvöld f sjón- varpsfréttum, þó þar hafi ekki verið gert ráð fyrir henni eins djúpri og raunin varð. Síðan var aftur gerð grein fyrir lægðinni í veðurspá í hádegisútvarpi á mánu- dag. Hlynur sagði hins vegar að erfið- leikum hefði verið bundið að meta lægðina eða segja hvernig hún þróaðist, vegna þess hve veðurfregn- ir voru strjálar af hafinu þar sem hún fór um. Bæði hefði komið til að fá skip voru á þeim slóðum, og ef til vill hefðu skipverjar haft í meiru en nógu að snúast vegna veðurhæðar- innar. En þegar er hún hafi komið inn yfir landið hafi fengist gleggri upplýsingar um veðrið og spár þá orðið gleggri. Að sögn veðurstofustjóra er veð- urhæðin í lægð sem þessari ekki miklu minni en í hinum eiginlegu fellibyljum sem oft eru í fréttum, í Karabíska hafinu og víðar. En frá veðurfræðilegu sjónarmiði væri hins vegar mikill munur á. Helst væri hann fólginn í því að fellibyijir fari hægar yfir, þótt veðrið í þeim sé meira, á þeim eru ekki „frontar" eins og á lægðunum hér á norður- slóðum. Fellibylji sagði Hlynur vera krappari en venjulegar lægðir, en fárviðrið í fyrrinótt sagði hann vera nánast eins og í fellibyl. Veðrið í fyrrinótt sagði hann minna nokkuð á fárviðrið er var hér 1973, en þá var um að ræða leifar eða eftirstöðvar fellibylsins Ellenar. Veðurstofustjóri sagði að lokum að alltaf væri erfitt að meta hvort nægilegar aðvaranir væru sendar út vegna veðurs af þessu tagi. Þeir er fylgst hefðu með veðurfréttum hefðu þó átt að eiga von á slæmu veðri, en ef til vill ætti að fjölga veðurfregnatímunum og endurtaka áríðandi fregnir í almennum frétt- um eða tilkynningum. Slíkt þyrfti að kanna, en oft gæti verið erfitt að segja fyrir um hvenær væri þörf á aðvörunum og hvenær ekki, einkum þegar erfitt reyndist að fá öruggar upplýsingar um veðrið fyrirfram og fylgjast með þróun þess eins og nú. jánsdóttur hjá bifreiðadeild Al- mennra trygginga, sem blaða- maður Morgunblaðsins raddi við í gær. Ólafía sagði hins vegar, að kaskótrygging næði ekki til skemmda er yrðu vegna lausra hluta, svo sem járnplatna, er á bifreiðir fykju. Hvorki almennar bifreiðatryggingar né kaskótrygg- ingar taka til skemmda er verða er bíll fýkur á annan. Sem dæmi um það má nefna, að ef kaskó- tryggður bíll fýkur á annan, og báðir skemmast, þá fær aðeins eigandi þeirrar bifreiðar er fýkur á hina, greiddar bætur, að frá- dreginni sjálfskuldarábyrgð, sem flestir eru með að ákveðnu marki. Bílar með almenna tryggingu en ekki kaskótryggingu eru ótryggðir gagnvart skemmdum af foki, hvort heldur þeir fjúka sjálfir og skemmast, lenda á öðrum bílum eða skemmast af völdum annarra bifreiða. Mikið annríki var hjá trygg- ingafélögunum í gærdag, bæði vegna skemmda á bifreiðum og fasteignum. Að sögn ólafíu Kristjánsdóttur hjá Almennum tryggingum eru flestir eigendur nýrra og nýlegra bifreiða með kaskótryggingar, en þeim fækkar á hinn bóginn eftir því bílarnir verða eldri. sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.