Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 HÖGNI HREKKVÍSI „wv m m m ob mmm b'imu /" ... aö kyssa renn- sveittan Víkinyinn sinn. TMReg US Pat Off-aM fights rvservwl • 1978 Los Angetos Times Syndicate ‘ c *- . ». ^ V ' ‘é ÉK er huicsanleKa þarna í skránni undir einhverju dul- nefna minna! Með morgnnkaffinu Ef lækninum tekst að hjálpa mér, veit ég hreint ekki hvað ég á að taka mér fyrir hendur á fimmtudögum! COSPER bú getur sofið meðan ég þarf að æfa eins og brjála'ðiniíur! Villandi kynning V erðlagsstof nunar Björn Indriðason bifvélavirki skrifar: „Ég taldi að þörf væri á að gerðar væru athugasemdir af óhlutdrægum aðila við „Verð- kynningu frá Verðlagsstofnun". Eins og sjá má af eftirfarandi athugasemdum mínum tel ég kynningu stofnunarinnar töluvert villandi. Varahlutir í híla árgerð 1979 1. Hlífðarpanna (undir vél): Ekki notuð í nærri öllum bílum og oft smíðuð hérlendis. Er því aukahlutur, en ekki varahlut- ur. 2. Vatnskassi (kælir) m. loki: Yfirleitt þarf lok ekki að fylgja og á sumum kælum er það ekki. 3. Framrúða: Tvö fyrirtæki ann- ast söluna að mestu og annað framleiðir rúður í flesta bíla. 4. Rafkerti, eitt sett: Kerti kaupa menn í stykkjatali og í nokkr- um verslunum er hægt að kaupa þau í nær hvaða bíl sem er. 5. Kveikjuþræðir (kertaþræðir), eitt sett: í Trabant eru 2 kertaþræðir, en 6—8 í stærstu bílum. 6. Stimplar m. stöng, kompl.: Stimpill og stimpilstöng eru 2 hlutir og þurfa ekki að fylgj- ast að þegar keypt er. 7. Soggrein: Bilar sjaldan. Nær hefði verið að nefna útblást- ursgrein. 8. Bílþak: Betra hefði verið að spyrja um vélarlok (húdd). 9. Hjólkoppur: Ónauðsynlegur hlutur og notast ekki á öllum bílum. 10. Ventlalok: Flestar vélar hafa nær óforgengileg lok. 11. Strokkalok m. hlíf: Ekki ljóst hvaða hlíf er átt við. Nokkrir mikilvægir hlutir eru ekki teknir með í könnuninni, svo sem stýrisendi og spindilkúlur. Telja verður óheppilegt í könnun eins og þessari að taka með bíla með loftkældum vélum. Af þessu er ljóst, að verðkönnun á tækni- hlutum sem hér um ræðir er ætíð vandasöm, en mjög æskileg, takist hún vel og gefi almenningi sem réttasta mynd. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna." nýtl fréttahrél .Xrrðkynning lr* VrrAUg»<tofnun' . , . Starfsmrnn Verft- Ivað KOSta lagsMoínunar hrtm- i i .• nóttu nývrrið 19 bila arahlutir »>-r i »1 konnuðu vrrð a hlla OR varahlutum <>g i nr»t- ruþeir áanlegir i umhoðunum! komanili varahlutir væru yftr hnfuð til. Niðurxtoður |«'*»ar»r IHLULilW ný-ju lagsslofnunar. „Vrrð- t msjon: JOllVNNK> kyn„i„g frá Vrrð- TOMVSSON IH. Sll. latpalofnun*. |f\ \Tl K HI.ONII \lll. f>ra rnnfrrmur hrr a Sjö umboö skt*ra sig úr vegna lélegrar varahlutaþjónustu Þar gengur ekki hnífurinn á milli Húsmóðir skrifar: „í mörgu vasast Árni Bergmann þessa dagana. Þeir eru með fræðsluviku í Menntaskólanum við Sund, og á hún líklega að létta þeim róðurinn við stúdentsprófið í vor. Þar heldur Árni Bergmann fyrirlestur um írland. Ég hélt að Árni þekkti best til í Rússlandi, og á námsárum sínum þar lærði hann, að ráðstjórnarskipulagið hæfði best á íslandi, enda berst hann fyrir því. Fróðleiksfús er Árni, enda var hann sá eini kommúnisti, sem ég þekki, sem hlustaði á Bukowsky. Ekki notað til að draga úr matarskortinum Frásögn Bukowskys af meðferð- inni á alþýðunni virðist ekkert hafa breytt trú Árna á kommúnismann, þó að lýsing hans væri sú hryllL legasta, sem ég hef heyrt og lesið. Hann sagði frá því, að gjafakornið, sem Rússar fá frá Bandaríkjunum, væri ekki notað til að draga úr matarskortinum, nei, það var selt á okurverði til Kúbu og Angóla. Er þetta ekki það hræðilegasta sem maður hefur heyrt? Enginn maður á að þurfa að búa við stjórnkerfi, sem skipuleggur skort og drýgir svo matarbirgðirnar með þræla- búðum, þar sem matarskammtur- inn er nánast enginn. Ekki maðkur í mysunni Árni var fyrir nokkrum árum látinn lýsa í útvarpinu lífi verka- manns í Rússlandi, og þar var nú ekki maðkur í mysunni. Hann nefndi ekki eins og Arnór Hanni- balsson, sem var á sama tíma og Árni í Ráðstjórnarríkjunum, hús- næðisskortinn, matarskortinn og launamismuninn í verksmiðjunum, þar sem verkstjórinn hefur 30 sinnum hærra kaup heldur en hann Ivan hans Árna, og ekki nefndi hann eftirlit KGB með mann- skapnum, sem leiðir til þess, að alltaf eru milljónir manna í fang- abúðum. Enda eru þær besta mjólkurkýr rússnesks iðnaðar. Arnór gaf út bók um ástandið í Rússiandi, og útvarpinu datt ekki í hug að nota þann fróðleik handa þjóðinni, sem borgar afnotagjöldin og á heimtingu á því að fá það eitt sem sannara reynist. Ungar út stór- stjörnum fyrir Alþýðubandalagið Árni gerir það líka ekki enda- sleppt við stjórnvöldin í Rússlandi. Hann þurfti auðvitað að taka upp hanskann fyrir rússneska sendi- herrann í Washington, þegar Reag- an tók af honum sérréttindin, sem Kissinger hafði veitt honum. Árni minntist aftur á móti ekkert á það, hvað Kissinger hafði reynst Suð- ur-Vietnömum vel, þegar þeir á sínum tíma báðu hinn frjálsa heim um aðstoð, er Norður-Víetnamar réðust á þá og gátu sigrað þá með stuðningi „gegnherílandi“-frelsis- aflanna þar. I staðinn fyrir að byggja upp efnahagslífið eftir styrjöldina þurfa Víetnamarnir að berjast til valda í Kampútseu. Árna til stuðnings kemur svo heimsmálaskoðun Þórarins Tíma- ritstjóra. Þar gengur ekki hnífur- inn á milli, enda ungar Framsókn út stórstjörnum fyrir Alþýðu- bandalagið. Þeir brugðust örðuvísi við bændaflokkarnir í Austur- Evrópu á sínum tíma, enda voru flokksformennirnir og ritstjórarnir gerðir höfðunum styttri."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.