Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐi©; FIMMTUÖAGUR 19. FEBRÚAR 1981 15 _____________________<',rT ___________________________________________________________ Tekið verði tillit til landsbxggða- safns við Arbæ ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR, Þór Magnússon, heíur skrif- að borgarráði Reykjavíkur bréf, sem lagt var þar fram 27. janúar, þar sem hann vekur athygli á gömlum hugmyndum um landsbyggðasafn í tengslum við Árbæjarsafn, sem þá var ætlaður staður vestan Árbæjarsafns og fer hann fram á að tekið verði tillit til þeirra hugmynda við skipulagningu íbúðarbyggð- ar vestan Árbæjarsafns, sem nú er í uppsiglingu. Segir hann að þetta sé menningarmál, sem þjóðin muni meta því meir sem tímar líða og þróuninni fleygi fram. Og hann nefnir einnig mikinn áhuga á tæknisafni, sérstaklega meðal tæknimenntaðra manna, sem kynnst hafi slíkum söfnum erlendis, enda hafi þau geysimikið uppeldis- og kennslugildi. Bréf þjóðminjavarðar er svohljóðandi: ,í sambandi við þær fréttir, að um þessar mundir sé verið að hefjast handa við skipulagningu íbúðarbyggðar á svæðinu vestan Árbæjarsafns, milli safnsins og Vesturlandsvegar, vildi ég leyfa mér að skýra háttvirtu Borgar- ráði Reykjavíkur frá hugmynd- um, sem verið hafa að þróast að undanförnu um frekari þróun safnamála í Reykjavík, með það fyrir augum að tekið verði tillit til þeirra hugmynda við greint skipulag eftir því sem kringum- stæður leyfa. Fyrir alllöngu kom sú hug- mynd upp, að komið yrði á fót landsbyggðarsafni í tengslum við Árbæjarsafn. Var þá hug- myndin, að fluttar yrðu utan af landsbyggðinni ýmsar bygg- ingar, sem dæmigerðar eru fyrir byggingarhefðina á Iiðnum tím- um, og komið upp safni svipuðu þeim, sem til eru í nálægum löndum (Norsk folkemuseum í Oslo, Frilandsmuseet í Kaup- mannahöfn, Skansen í Stokk- hólmi og Fölisön í Finnlandi, svo að hin stærstu séu nefnd). Árbæjarsafn hefur hingað til einvörðungu verið bundið við Reykjavík, hvað varðveizlu húsa snertir, að undanteknu því að snemma var flutt torfkirkja þangað úr Skagafirði og Þjóð- minjasafnið hefur verið að endurreisa þar á undanförnum árum tvö gömul verzlunarhús frá Vopnafirði. Býst ég við, að Reykjavíkurborg muni einbeita sér að varðveizlu borgarminja þar í safninu þannig að þetta fyrirhugaða landsbyggðarsafn, ef af verður, yrði að hvíla að mestu á íslenzka ríkinu. Þótt margskonar gömul hús séu varðveitt úti um landið eru þar mörg og merkileg hús og önnur mannvirki, sem óhjá- kvæmilega þurfa að víkja af sínum stað. Er illt að sjá eftir öllu því í eyðingarhítina, en hitt vegur einnig mikið, að mjög brýnt er að geta sýnt borgar- búum og gestum í borginni, og ekki sízt skólaæskunni hér, sem ekki á allajafna kost á að ferðast út um landið og skoða menning- arminjar, ýmislegt af bygg- ingararfi landsbyggðarinnar. Slíkt yrði eitt af meginhlutverk- um landsbyggðarsafns. Hér má geta, að nýlega var tekinn ofan stór torfbær norður í landi og munu viðir hans settir í geymslu með það fyrir augum, að hann megi endurreisa síð- armeir. Þá má nefna, að Þjóð- minjasafninu bjóðast gamlar kirkjur á eyðistöðum og ýmis önnur hús og mannvirki, sem merkileg eru og sýna horfna þætti úr þjóðmenningunni. Þessi hús hljóta að eyðileggjast verði þau ekki tekin ofan og endur- reist annars staðar. Ekki er ljóst, hve mikið rými þarf að ætla slíku landsbyggðar- safni, en eftir því sem landið er stærra býður það uppá meiri möguleika í framtíðinni. Og það verður að hafa í huga, að það verður ekki sízt verkefni næstu kynslóða að gera slíkt safn að veruleika, því að það hlýtur að kosta ærið fé að taka ofan byggingar og flytja þær og þó einkum að endurreisa þær með öllum þeim viðgerðum, sem óhjákvæmilegar eru. Þetta verð- ur að vinna á löngum tíma. í annan stað hefur undanfarin ár talsvert verið rætt um tækni- safn, sem sýni hvernig nútíma- þjóðfélag, vélvætt og tæknivætt, hefur vaxið upp úr hinu frum- stæða bændaþjóðfélagi. — Það er alkunna, að flestöll menning- arminjasöfn hafa takmarkað söfnun sína og varðveizlu við „gamla tímann" svonefnda, þann tíma er öll störf voru unnin með vöðvaaflinu og menn höfðu í mesta lagi vindinn til siglinga eða vatn í bæjarlæknum til að knýja vatnsmyllu. Hér hefur því orðið mikil eyða í allri minja- vernd eftir að þessum tíma lýkur, járnöldinni á Islandi sem svo má kalla, og það er næsta tilviljanakennt og í rauninni sáralitið, sem varðveitt hefur verið af áhöldum og minjum frá vélaöld, okkar eigin tíma. I slíku safni þarf að gera skil samgöngum á landi, sjó og lofti, raftækni, loftskeytum og út- varpi, síma og hvers kyns vél- tækni, sem átti þátt í að breyta þjóðfélaginu á fyrstu áratugum þessarar aldar og enn er að breyta því. Má benda á, að mörg þeirra tækja og áhalda, sem léttu mönnum störfin og gerðu framfaradraum að veruleika, eru annað hvort algerlega horfin eða gersamlega úrelt og má ekki lengi bíða með að taka til varðveizlu sem bezt sýnishorn tækniminja frá þessari öld. Við höfum einnig séð, hve gífurlega örtölvutæknin hefur breytt öll- um tækjum og möguleikum manna á síðustu árum, þannig að sá tæknibúnaður, sem var í gær er úreltur í dag. Til þess að geta gert eitthvert átak í þessu efni þarf góð skilyrði til varðveizlu hlutanna, góð húsakynni sem hægt er að geyma í hluti, vinna að viðgerð og standsetningu þeirra og hægt að hafa þá til sýnis. Slíku safni þarf nauðsynlega að velja stað í nágrenni annarra safna, og er einmitt kjörinn staður til þess hið næsta Árbæj- arsafni, ofanvert við Ártúns- brekkuna hið næsta Rafstöðinni gömlu. Má um leið minna á, að Rafstöðin er einmitt meðal merkustu tækniminja í landinu, fyrsta stóra rafvirkjunin, þótt ekki þyki stór nú, og hana á skilyrðislaust að várðveita um ókomna tíma og nota til síns brúks svo lengi sem unnt er. Eg legg áherzlu á, að slíkt tæknisafn mun fara hægt af stað, en búa þarf svo um hnút- ana, að hægt verði að stækka það og auka eftir því sem tímar líða og þörfin og möguleikarnir verða. Því þarf í rauninni ekki að ætla ýkjastórt landrými en þó heldur ekki svo knappt, að eðli- leg þróun verði hindruð. Vil ég hérmeð fara þess á leit við háttvirt Borgarráð, að þessar hugmyndir verði teknar til greina við skipulag umrædds svæðis. Eg álít, og er ekki einn um þá skoðun, að hér sé um að ræða menningarmál, sem þjóðin muni meta því meir sem tímar líða og þróuninni fleygir fram. Vil ég einnig nefna, að mjög mikill áhugi er á tæknisafni sérstaklega meðal tæknimennt- aðra manna, sem kynnzt hafa slíkum söfnum erlendis, enda hafa þau geysimikið uppeldis- og kennslugildi, eins og söfn yfir- leitt, enda er fræðsla meginmark allra safna. Er ég reiðubúinn að eiga viðræður við þá fulltrúa borgar- innar, sem til þess yrðu kvaddir að fjalla um umræddar hug- myndir, enda væri hægt að kalla til fleiri sérfróða menn þar að lútandi og mynda eins konar starfshóp til frekari könnunar, ef það þætti eðlilegt." Virðingarfyllst bór Magnússon þjóðminjavörður. Græddur er gevmdur Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Landsbankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikning- um, verðtryggðum og með 1% árs- vöxtum að auki. Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. Sparifé, sem verðbólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Landsbankann og tryggið spariféð gegn verðbólgunni. LANDSBANKINN Banki allm landsmaiuia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.