Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 Juan Carlos virðist aldrei hafa notið eins mikillar lýðhylli síðan hann tók við konungdómi á Spáni og nú eftir heim- sókn sina til Baskahéraðanna, þar sem hann setti ofan i við aðskilnaðarsinna, en lýsti þvi siðan yfir að hann hefði ennþá trú á lýðræði og Böskum. „Kon- ungurinn hefur gert meira fyrir kon- ungdæmið á fimm minútum. en hann hafði áður gert á fimm árum." sagði frjálslynda blaðið Diario um frammi- stöðu hans. Ráðunautar konungsins höfðu lagt á það áherzlu, að ferðin til Baskahérað- anna gæti reynzt mjög hættuleg, en konungurinn lét viðvaranir þeirra sem vind um eyru þjóta og tók opinberlega afstöðu í einhverju mesta hitamáli, sem um getur á Spáni: deilunni um hvort veita eigi Böskum heimastjórn. Á sama tíma stendur yfir stjórnarkreppa á Spáni vegna afsagnar Adolfo Suarezar forsæt- isráðherra og nú reynir í fyrsta skipti á hæfileika hins unga lýðræðis á Spáni til Aðskilnaðarsinnar Baska mótmæla þegar Juan Carlos ávarpar þingið i Guernica. Konimgur og lýðræðissinni að tryggja friðsamleg valdaskipti. Ef allt gengur að óskum verður það að miklu leyti þakkað konunginum. KOM Á ÓVART Þótt aðeins séu fimm ár liðin síðan Juan Carlos tók við völdunum nýtur hann almennrar viðurkenningar fyrir stjórnmálahæfileika sína. Hann hefur því komið almennt á óvart, því að hann var almennt álitinn vitgrannur þegar hann var undir handarjaðri Francos einræðisherra, sem tilnefndi hann eftir- mann sinn. I raun og veru aðhylltist hann skoðanir föður síns, Don Juan greifa af Barcelona, sem aðhylltist frjálslyndar og lýðræðislegar skoðanir, gerði kröfu til spönsku krúnunnar og lifði í útlegð. Á síðustu valdaárum Francos kom Juan Carlos sér upp neti stuðnings- manna í röðum kaupsýslumanna, menntamanna, blaðamanna og jafnvel vinstrisinnaðra stjórnmálamanna. Hann kom þeim boðum til útlægra kommún- ista, að þegar lýðræði yrði komið á á Spáni eftir dauða Francos fengi flokkur þeirra að starfa. Kunningjar hans í röðum sósíalista gerðu honum kleift að koma á vinsamlegu sambandi við sósíal- istaleiðtogann Felipe Gonzales, sem er eindreginn lýðveldissinni. Þegar Franco lá á banabeði síðla árs 1975 var Juan Carlos skipaður þjóðar- leiðtogi til bráðabirgða og hann lét það verða sitt fyrsta verk, sem þótti lýsa dirfsku, að fljúga til Spönsku Sahara, sem grannríkið Marokkó hafði hótað að ráðast á, og tilkynna hermönnum sínum, að það væri skylda þeirra að hörfa, þar sem dagar nýlendustefnu Spánverja væru taldir. Konungurinn hefur átt auðvelt með að afla sér lýðhylli og fylgt frjálslyndri stefnu, þannig að hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá hinum litla minni- hluta, sem auðgaðist á valdaárum Franc- os. Hann hefur verið öruggastur í hlutverki yfirmanns hersins. Þar máttu áhrif Francos sín mest, en konunginum hefur tekizt að vinna hollustu hersins og þar með eru hverfandi litlar líkur taldar á því, að herinn geri stjórnarbyltingu og afnemi hið unga lýðræði. Vegna þess að konunginum tókst að hafa taumhald á hernum gat Adolfo Suarez fráfarandi forsætisráðherra haf- izt handa um breytingar í frjálsræðisátt á fyrstu mánuðum sínum í embætti. Þegar Suarez leyfði starfsemi kommún- istaflokksins um páskana 1977, sá Juan Carlos til þess að herforingjar hans gættu stillingar. En meðan á þessum breytingum stóð gegndi konungurinn því hlutverki að sætta og miðla málum, en ekki dómarahlutverki í stjórnmálalífinu. MISSTI TÖKIN Nú fyrir nokkrum vikum missti Suarez undirtökin í flokki sínum, Miðflokka- sambandinu, vegna ágreinings í nokkr- um mikilvægum málum eins og Baska- málinu, efnahagsmálum og deilum, sem hafa risið vegna frumvarps um hjóna- skilnaði. Konungurinn reyndi að streit- ast gegn kröfum um að Suarez yrði rekinn, en hann gat ekki haldið yfir honum verndarhendi, þar sem stuðning- Calvo Sotelo og Suarez. urinn við hann í flokknum fór stöðugt dvínandi. Konungurinn neyddist til að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn til Bandaríkj- anna, þar sem hann hugðist gera Ronald Reagan, hinum nýja forseta, það tilboð, að herstöðvasamningurinn við Bandarík- in yrði endurnýjaður og Spánn gengi í NATO gegn því að Bandaríkjamenn veittu Spánverjum aukna hernaðarað- stoð, að þeir beittu áhrifum sínum gagnvart samherjum sínum til að auð- velda inngöngu Spánar í Efnahags- bandalagið og beittu Breta þrýstingi til að fá þá til að skila Spánverjum Gíbraltar. Út á við hefur konungurinn gegnt nokkurs konar sendiherrahlutverki, allt frá Kína til Afríku, og ekki sízt reynt að tryggja oiíuhagsmuni Spánverja í Mið- austurlöndum og reyna að græða sárin eftir borgarastríðið í löndum eins og Mexíkó. En nú er allt útlit fyrir að konungurinn verði að leggja utanríkis- málin á hilluna í bráð vegna stjórnar- kreppunnar, hins örlagaríka prófsteins á nýfengið lýðræði, og auk þess munu konungurinn og ríkisstjórnin eiga við ærinn efnahagsvanda að stríða á næstu mánuðum. VERÐBÓLGA Verðbólgan á Spáni er komin upp í 18% og atvinnulausir eru orðnir 12%. Takmörkuð heimastjórn einstakra hér- aða hefur ekki dregið úr viðsjám og héraðaríg heldur magnað spennuna. Ihaldsmenn og kaþólska kirkjan berjast gegn ýmsum þjóðfélagslegum umbótum, sem eru fyrirhugaðar, þar á meðal frumvarpinu, sem miðar að því að auðvelda hjónaskilnaði. Glæpir eru orðn- ir svo miklir, að ekki er óalgengt að sjá vígorð, sem hafa verið máluð á húsveggi með kröfum um lög og reglu. Konungurinn hefur tilnefnt Leopoldo Calvo-Sotelo eftirmann Suarezar og hann virðist öruggur um að hljóta tilskilinn þingmeirihluta, sem eru 174 atkvæði, með stuðningi flokksbrota. En ef málin komast í sjálfheldu getur farið svo að rjúfa verði þing og efna til þingkosninga áður en langt um líður. Spánverjar hafa fimm sinnum þurft að fara á kjörstað af ýmsum ástæðum á undanförnum fimm árum og eru orðnir þreyttir á kosningum. Úrslitin yrðu sennilega til þess að valda glundroða og í hönd gæti farið tímabil fallvaltra ríkis- stjórna, sem gæti komið lýðræðinu í hættu. Enn mun reyna á stjórnmála- hæfileika konungsins. Þorrablót Grenvík- inga á Suðurlandi GRENVÍKINGAR og Höfðhverfingar búsettir í Reykjavík blóta þorra nk. laugardag 21. febrúar í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Þegar er sýnilegt að þátttaka verður góð. Frá Grenivík. Það kemur engum á óvart þótt Grenvíkingar haldi þeim forna sið; um tveggja alda skeið vitjaði enginn íslenskur biskup um söfnuðinn á Þönglabakka í Fjörðum. Á þorrablótinu í þetta sinn flytur annál að norðan Ingólfur Benediktsson frá Grenivík. Ingólfur er mörgum norðanmönnum vel kunnur, húmoristi, völundur í höndum, tenór, meðhjálpari í Grenivík- urkirkju lengi og sömuleiðis að- alharmonikkuleikari þeirra Grenvíkinga lengi. Hann tekur nikkuna með sér. Þá mun Jó- hann Már Jóhannsson (Kon- ráðssonar) syngja einsöng við undirleik Láru Rafnsdóttur, en Jóhann er einn af mörgum einsöngvurum afkomendum Að- alheiðar Kristjánsdóttur og Oddgeirs Jóhannssonar skip- stjóra frá Grenivík og hafa fleiri þeirra sungið á skemmtunum félagsins undanfarin misseri, svo sem Hákon Oddgeirsson og Magnús Jónsson. Starfsemi félagsins hefur ver- ið talsverð undanfarið, í nóv- ember sl. voru haldnir þrír fyrirlestrar, um sagnfræði og jarðfræði, sr. Ágúst Sigurðsson á Mælifelli talaði um byggð í Fjörðum. Fjörðurnar hafa nú verið í eyði síðan 1944. Þá talaði Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingur um jarðfræði svæðisins og sr. Bolli Gústavsson í Laufási flutti erindi um sálmaskáldið sr. Björn Halldórsson í Laufási og kveðskap hans. Voru fyrirlestr- arnir hið besta sóttir. Ráðgerð er frekari starfsemi á fræðasviði, örnefnasöfnun og kvikmyndun. Formaður þorra- blótsnefndar er Margrét Oddgeirsdóttir og veitir hún viðtöku miðapöntunum. Innan vébanda Átthagafélagsins Höfða Jóhann Már Jóhannsson er fólk af Grenivík, úr Höfða- hverfi, utan af Látraströnd og utan úr Fjörðum — upprunnið þaðan eða ættað eða tengt á annan veg. Gestir eru einnig velkomnir. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.