Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 34
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 Skýjakljúfarnir i New York höfðu aldrei þessu vant brugðið af sér mengunarhulunni siðla siðasta ár þegar þessi „friðsæla“ mynd var tekin. En skálmöldin i gljúfrum heimsborjjarinnar maKnast með hverjum dejfi og löKreKlumenn eru farnir að ganga til návigis við hina harðsviruðu löKbrjóta með vigorðinu: Skjótum fyrst og spyrjum svo. Snurðulaus stjómarskipti New York í janúar Á þriðjudaginn 20. janúar beindust augu allra landsmanna til Washington D.C., en þá fór fram embættistaka Ronald Reag- ans forsetaefnis Bandaríkjanna. Töluverður Hollywood-bragur var á veizluhöldunum þennan dag, eins og við mátti búast, en Frank Sinatra var veizlustjóri og ara- grúa af kvikmyndastjörnum var boðið í veizluna. Reagan kvaddi Los Angeles formlega þann 14. janúar og flaug til Washington um borð í Boeing 707-flugvél ríkisins, Air Force One, í fyrsta skipti. Reagan hefur sett hús sitt í Los Angeles á sölulista og er verðið ein milljón níuhundruð þúsund dollarar, en Reagan-hjónin keyptu húsið á sínum tíma á fjörutíu þúsund doilara. Verðbólga eða skynsemi í fasteignabraski? Ekki verður annað sagt en að umskiptatímabilið frá kosningun- um í nóvember í fyrra hafi gengið fremur vel, enda var annríkt hjá Carter forseta þetta tímabil. Gíslavandamálið var enn í há- punkti og töldu flestir að Jimmy Carter vildi helst bæta einni góðri einkunn í einkunnabókina sína, áður en hann kveddi svo að hans yrði minnst í sögunni. Ronald Reagan valdi sér ráð- herra sína skömmu fyrir áramót og í kjölfar þess hófust yfirheyrsl- ur þessara útnefndu ráðherra í öldungadeildinni samkvæmt lög- um hér, því deildin verður að samþykkja embættisskipanirnar. Flestar þessar yfirheyrslur gengu fljótt fyrir sig, en einkum voru þó tvær þeirra markverðar. I fyrsta lagi var það Alexander Haig hershöfðingi, sem var útnefndur utanríkisráðherra, en eins og menn muna þá var Haig embætt- ismaður Richard Nixons í Hvíta húsinu síðustu dagana 1973 og er almennt álitið að Haig hafi hreint og beint stjórnað landinu á meðan Richard Nixon og hans menn reyndu á allan máta að leysa Watergate-málið. Einnig er álitið að Richard Nixon hafi beðið Ger- ald Ford að skipa Haig í mikil- væga stöðu innan hersins fyrir aðstoðina 1973. Alexander Haig varð þá yfir- hershöfðingi NATO í Evrópu. í fyrstu var honum ekki vel tekið af frændum okkar í Evrópu, en þegar fyrsta árið var liðið voru valda- menn í Frakklandi, og þó sérstak- lega í Þýskalandi, á einu máli um að hér var á ferðinni skarpur diplómat. Þetta kom líka greinilega fram í svörum Alexander Haigs frammi fyrir öldungadeildarþingmönnun- um en yfirheyrslunum var sjón- varpað beint úr þinginu. Hér er á ferðinni stórmerkilegur og snar- gáfaður maður, og er ekki nokkur vafi á því að utanríkismál Banda- ríkjanna eru í góðum höndum næstu fjögur árin enda er kominn tími til að endurskipuleggja alger- lega utanríkisstefnu landsins og endurheimta fyrri virðingu al- heimsins fyrir bandarískum frels- iskenningurn. Repúblikanar eiga hér slunginn stjórnmálamann og undrast margir hvers vegna hann var ekki valinn forsetaefni flokks- ins, en líklega hefur ævilöng vinátta hans og Richard Nixons orðið honum trafali á því sviði, en hver veit nema að eftir næstu fjögur ár verði almenningsálitið breytt og að Alexander Haig verði í framboði, ef til vill eftir 8 ár. Það er þó fremur sjaldgæft að fyrrver- andi utanríkisráðherra verði for- seti, en þó er eitt sögufrægt dæmi — Thomas Jefferson. Ekki gekk eins greiðlega með útnefningu verkalýðsmálaráð- herrans. Sá maður er fyrir valinu varð heitir Raymond J. Donovan. Öldungadeildarmenn fengu þær upplýsingar frá fyrrverandi mafíu-manni, sem nú er undir vernd F.B.I., að Donovan hefði sent honum peningagreiðslur með það fyrir augum að halda vinnu- friði í fyrirtæki Donovans í Sec- aucus í New Jersey. Donovan hefur auðvitað neitað öllu þessu, en þingmenn settu málið á biðlista Enn kreppir að bíla- iðnaðinum þangað til frekari rannsókn gæti farið fram á þessum ásökunum mafiu-mannsins, en almennt telja menn þó Donovan strangheiðar- legan, og ætla að þessar ásakanir séu frekar byggðar á því að hann hafi neitað að taka þátt í mafíu- leiknum, og séu þeir að reyna að ná sér niðri á honum fyrir að hafa svikið lit. Sem kunnugt er, kvaddi Carter forseti landslýð með hálftíma sjónvarpsræðu þann 14. janúar. Ræðan var fremur hógvær en Carter lagði sterka áherslu á þá hættu er stafaði af útbreiðslu kjarnorkuvopna, og var þá senni- lega að undirstrika mikilvægi SALT 2 sáttmálans, sem Repú- blikanar eiga sennilega eftir að kasta í ruslakörfuna, enda engin ástæða að semja við Sovétmenn meðan þeir eru með her í Afgan- istan. Veðrið Allt frá því á jóladag í fyrra hefur ríkt hér mikið kuldakast. Nær þetta bókstaflega um allt landið nema Kaliforníu, sem hefur sloppið. Kuldalínan á veðurkort- unum náði alveg niður til Florida- skagans, og appelsínuuppskeran þar var í mikilli hættu enda mældist 5 stiga frost þar í vikunni og má ekki miklu muna að 75% af öllum appelsínuútflutningnum hafi eyðilagst. Þetta er geysilega fjárhagslegt tjón fyrir Florida eins og gefur að skilja og hefur auk þess neikvæð áhrif á ferða- mannastrauminn til Florida, og fólk hefur skipt um dvalarstað í stórum hópum og leitað iengra suður á bóginn. Haig boðinn velkominn, þegar hann mætir til „yfirheyrslu“ í öldungadeildinni. Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Hornafjarðar Aðaltvímenning vetrarins lauk nú um síðustu mánaðamót. Sex efstu sætin skipuðu: Árni Stefánsson — Jón Sveinsson 863 Ómar Sveinsson — Aðalsteinn Aðalst.ss. 808 Ragnar Björnsson — Karl Sigurðsson 804 Gísli Gunnarsson — Kolbeinn Þorgeirss. 799 Björgvin Þorsteinss. — Sigurvin Ármannss. 766 Birgir Björnsson — Sigfinnur Gunnarsson 766 Nú stendur yfir aðalsveita- keppnin, með þátttöku 8 sveita. Að öðru leyti hefur vetrarstarfið gengið sinn vanagang. Það hófst með forkeppni fyrir Austur- landsmót í tvímenningi, en ekki tókst betur til en svo að þeir, er lögðu af stað þangað, komust á Djúpavog, en urðu skömmu síðar að snúa frá vegna ófærðar. Hraðsveitakeppni, 2 umferðir, voru spilaðar milli „innfæddra" og aðfluttra og mörðu hinir hreinræktuðu sigur. Og nú sl. helgi fóru 4 sveitir til keppni við starfsmenn Flugleiða í Reykja- vík og þökkum við skemmtilega keppni. Formaður félagsins er Jón Sveinsson, Fiskhóli 3, Höfn. Bridgedeild Húnvetninga Sveitakeppni stendur yfir hjá deildinni. Taka 6 sveitir þátt í keppninni og er spiluð tvöföld umferð. Þegar keppnin er hálfnuð er staða efstu sveita þessi: Valdimar Jóhannsson 68 Hermann Jónsson 62 Haukur Isaksson 61 Spilað er á miðvikudögum í félagsheimilinu, Laufásvegi 25 og hefst keppni kl. 19.45. Bridgedeild Stykkishólms Nýlega er lokið aðalsveita- keppni vetrarins. í keppninni tóku þátt sex sveitir og voru spilaðir 32ja spi.la leikir. Sveit Ellerts Kristinssonar sigraði í mótinu, vann alla sina leiki með 20 stigum, ein sveit slapp með 0 gegn þeim, hinar fengu allar mínusstig. í sveitinni eru auk Ellerts: Kristinn Frið- riksson, Guðni Friðriksson og Halldór S. Magnússon. Úrslit keppninnar urðu ann- ars þessi (efstu sveitir): Sveit Ellerts Kristinssonar 100 Sveit ísleifs Jónssonar 59 Sveit Kjartans Guðmundss. 57 Sveit Más Hinrikssonar 43 Lokið er námskeiði í bridge á vegum Bridgeskólans Ássins, sem haldið var í Stykkishólmi. Þátttakendur voru 25, leiðbein- andi var Halldór S. Magnússon. Rétt þykir að minna á Vestur- landsmót í tvímenningi, sem haldið verður í Stykkishólmi helgina 7.-8. mars. Þátttöku ber að tilkynna fyrir 22. febrúar. Keppnisstjóri verður hinn góð- kunni Guðmundur Kr. Sigurðs- son. Setja spila- kassa í flug- vélarnar Slngapore. 17. lebrúar. AP. FLUGFÉLAG Singapore hefur uppi áform um að koma fyrir spilakóssum (svokölluðum ti- kallaspilum) i þotum féiagsins sem fljúga milli Singapore og Bandarikjanna. Aðeins farþegar, sem eru 21 árs og eldri, fá að freista gæfunnar á kössunum sem verða settir i flugvélarnar 1. júni nk. til reynslu. „Spilakassarnir verða settir upp til þess að farþegunum leiðist ekki á þessari löngu leið,“ sagði tals- maður félagsins. Fyrir fimm árum reyndi félagið að skemmta farþegum sínum með söng svokallaðra trúbadora á leið- inni milli Singapore og Ástralíu. Því var hætt ári síðar er allt nýjabrum var farið af uppátækinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.