Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 21
----------------------' 11...---------:------
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGILR lftJ'EBRUAR 1981
21
ÓVEÐRIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS
Vindhraðinn
fór allt uppí
120 hnúta!
„ÓVEÐRIÐ aðfaranótt þriðju-
dagsins minnir mjög á óveðrið
24. september 1973**, sagði Knút-
ur Knúdsen, veðurfræðingur í
samtali við Mbl. í gær.: „Við
köllum það sambærileg veður,
þegar vindhraðinn er kominn
yfir 70 hnúta.“
Hnútur er 1 sjómíla á klukku-
stund, og sýna vindmælar hnúta.
Vindstig eru aftur á móti miðuð
við mann sem stendur utandyra,
þannig að hann finnur það hvort
það eru til dæmis 6 vindstig eða 8
vindstig.
Eftirfarandi skala nota veður-
fræðingar í spám sínum: 4—5
vindstig er kaldi og 11—21 hnútar.
6 vindstig er stinningskaldi og
22—27 hnútar.
7 vindstig kallast allhvasst og
28—33 hnútar.
8 vindstig er hvassviðri og 34—40
hnútar.
9 vindstig er stormur og 41—47
hnútar.
10 vindstig er rok og 48—55
hnútar.
11 vindstig er ofsaveður 56—63
hnútar.
12 vindstig og yfir kallast fárviðri,
64 hnútar og uppúr.
Á Reykjavíkurflugvelli mældust
mest í fárviðrinu 77 hnútar í
fárviðrinu í vindhviðu 102 hnútar,
en 1973 mældust mest 72 hnútar
og 108 í vindhviðum. Á Stórhöfða
mældist mest i hviðu 117 hnútar,
og hann sló út vindmælinn á Þyrli
í Hvalfirði, þegar hann í eitt skipti
mældi 120 hnúta.
Miklar skemmdir
í Dalasýslu:
Fé flutt frá
Svínhóli!
MJÖG miklar skemmdir urðu i
óveðrinu i Dalasýslu, að sögn
Péturs Þorsteinssonar. sýslu-
manns: „Það eru yfir 20 ibúðar-
hús skemmd, fauk af þeim járn
og rúður brotnuðu o.fl. Og milli
20 til 30 gripahús eru mikið
skemmd. Svo fór, eins og kunn-
ugt er Staðarhólskirkja af
grunninum og lenti á félagsheim-
ilinu i Tjarnarlundi, og brotnaði
við það einn veggur þess.
Hún hangir saman, kirkjan, en
skekktist mikið, og sagði mér
hreppstjórinn í Saurbænum, að
það væri erfitt að gera sér grein
fyrir því hvort hægt væri að koma
kirkjunni aftur fyrir á grunnin-
um, hún hefði skekkst það mikið.
Svo fór af henni turninn. Staðar-
hólskirkja (átti fyrir skömmu 80
ára afmæli og var þá gerð mynd-
arlega upp. Mér skilst að það hafi
tekist að bjarga munum úr kirkj-
unni.
Hér fuku bílar og ýmislegt fauk
á þá, og það má segja það sé opið
inná skrifstofuna á verslunarhús-
inu í Skriðulandi í Saurbæ. Það
varð meira og minna stórtjón í
öllum sveitunum, nema einni, en
hér eru níu sýslur. Þakið fauk af
fjárhúsuinu á Svínhóli í Miðdal,
en þar var fé allt nýrúið og þurfti
að flytja það burtu.
Almannavarnarnefndin hefur
starfað hér mikið og skipulagt
viðgerðir. Það er komið vel á veg,
að birgja þau hús til bráðabirgða,
sem urðu fyrir mestu skemmdun-
um.“
-sT'.
~Z:
,* O''*.
-'VV
Útum allar sveitir á Suður- og Vesturlandi hafa bændur verið að lagfæra hús sín eftir fárviðrið og þessa mynd tók
ljósmyndari Mbl. Ragnar Axelsson er hann flaug yfir sveitir Dalasýslu í gær.
Miklar skemmdir af völdum
fárviðrisins í Húnaþingi
(íeitaskarói, 17. febrúar. 1981.
Fréttaritari Morgunblaðsins hafði samband við lögregluna
á Blönduósi, til að fá upplýsingar um skemmdir af völdum
óveðursins sem geisaði í nótt. Yfirlögregluþjónn kvaðst vilja
lýsa yfir undrun sinni á hátterni Almannavarna ríkisins
síðast liðna nótt. Þegar veðrið tók að ganga niður á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, var tilkynnt í útvarpinu að veðrið
ætti enn eftir að versna á Norður- og Austurlandi. Síðan var
útsendingu hætt.
Rétt er að undirstrika, að
það voru Almannavarnir rík-
isins sem stóðu fyrir því, að
Ríkisútvarpið hélt áfram út-
sendingum sínum fram eftir
nóttu. Var óspart útvarpað
tilkynningum, aðvörunum og
ráðleggingum til íbúa Reykja-
víkur og nágrennis vegna veð-
ursins.
En síðan bregður svo undar-
lega við, að þegar telja má að
suðvesturhornið sé úr allri
hættu, ákveða Almannavarnir
ríkisins að nóg sé útvarpað að
sinni. Þess vegna spyrja menn
hér hvort Almannavörnum sé
nákvæmlega sama hvort í
hættu séu líf og limir þeirra er
ekki búa á höfuðborgarsvæð-
inu.
Á Blönduósi, varð talsvert
tjón á allmörgum húsum, rúð-
ur brotnuðu og þakplötur
fuku. Vinnuskúr frá Pósti og
síma fór í loftköstum á annað
hundrað metra, jeppi valt, en
ekki urðu slys á mönnum.
Hjálparsveitir og björgun-
armenn voru kölluð út, og
menn fóru í fjölmörg hús til
að aðstoða húseigendur.
Miklar skemmdir urðu einn-
ig úti um sveitir. Til dæmis
fauk þak af gömlum fjárhús-
um og hlöðu á Fremsta-Gili,
að Hvammi í Langadal fauk
þak af gamalli fjárhúshlöðu í
heilu lagi, þök skemmdust
víða á íbúðarhúsum, nokkurra
mánaða gamalt slitlag fauk af
Langadalsveginum, sumarhús
fauk og járnplata fauk og drap
eitt hross, og mætti lengi
telja. Endanlegar upplýsingar
um tjón munu þó ekki liggja
fyrir fyrr en í lok vikunnar.
— Ágúst.
Isafjörður:
Rækjubát-
urinn
talinn
ónýtur
ísafiröi, 18. febr.
EINA meiriháttar óhappið
sem varð í óveðrinu mikla
var að tólf tonna rækjubát-
ur, Gunnar Sigurðsson ÍS
13, slitnaði frá bryggju í
Sundahöfn og rak þvert
yfir höfnina, um 100 metra
spöl, og upp í grjótgarð, þar
sem hann brotnaði og sökk.
Báturinn er mikið
skemmdur og óvíst hvort
borgar sig að gera við
hann.
Úlfar
Gunnar Sigurðsson ÍS 13 i grjótgarðinum i Sundahöfninni á ísafirði.
Ljósm. Mbl. Úlfar.
-*J /r*
Þorlákshöfn:
Þakplötufok
og gróðurhúsa-
skemmdir
Þorlákshöfn, 18. febrúar.
HÉR VAR mjög vont veður í
fyrrakvöld, en ég tel þó að við
höfum sioppið vel miðað við þær
miklu skemmdir sem orðið hafa
um allt land.
Hér losnuðu plötur á húsþökum
og á Reykjabraut 10 fauk járn-
plata inn um stóran stofuglugga.
Fólk var nýfarið úr stofunni til
allra hamingju, því glerbrotin
þeyttust um allt og húsgögn og
annað skemmdust mikið. Þá fór
plata inn um glugga á skrifstofu á
Reykjabraut 5. Það var mikil
mildi að hún fór fram hjá manni,
sem sat þar við skrifborð sitt.
Þarna urðu miklar skemmdir. Þá
brotnuðu þrjú gróðurhús og lögð-
ust saman.
Björgunarsveitarmenn voru hér
til taks og aðstoðuðu fólk svo og
starfsmenn hreppsins, en önnur
óhöpp en þau sem getið hefur
verið um hef ég ekki frétt af.
Ragnheiður.