Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 14
i:—
14
TT
*
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981
Sigurður Þórðarson:
Lausn á bráðum vanda
öldrunarsjúklinga
Undanfarna mánuði og misseri
hefur farið fram umræða í fjöl-
miðlum um vandamál atdraðra,
sérstaklega hér á höfuðborgar-
svæðinu. í umræðu þessari hefur
komið fram, að skortur er á rými
fyrir allt að 300 manns á stofnun-
um.
Bent er á, að á höfuðborgar-
svæðinu er hafin bygging hjúkr-
unarrýmis á þremur stöðum fyrir
þessa þjónustu með allt að 300
sjúkrarúmum. Talið er að allt að
3—4 ár líði þar til þessi aðstaða
verði tilbúin til notkunar. Menn
virðast ennfremur sammála um
nauðsyn þess, að nú þegar verði
sköpuð aðstaða fyrir allt að 100
langlegusjúklinga á stofnunum.
Fram hefur komið, að hlutaðeig-
andi aðilar telja skjótustu lausn
þessa máls vera kaup á húsnæði,
sem yrði breytt í hjúkrunarheim-
ili.
í þessari umræðu hefur lítið
sem ekkert verið horft til þess, að
betur mætti nýta þá heilbrigðis-
aðstöðu, sem fyrir hendi er á
höfuðborgarsvæðinu.
í erindi, sem sá er þetta ritar
flutti á heilbrigðisþingi sl. haust,
var vakin athygli á, að nýting
sjúkrahúsa hér á landi í saman-
burði við önnur lönd væri okkur
óhagstæð. Kemur þetta m.a. fram
í því að legutími sjúklinga á
sjúkrahúsum hér á landi er lengri
en í nálægum þjóðlöndum. í grein-
argerð frá landlæknisembættinu,
sem lögð var fram á heilbrigðis-
þinginu, þar sem fjallað var sér-
staklega um nýtingu sjúkrahúsa
hérlendis í samanburði við ná-
grannalönd okkar, var kpmizt að
sömu niðurstöðu. Davíð Á. Gunn-
arsson, forstjóri Ríkisspítalanna,
tók undir þetta í skýrslu sinni,
sem lögð var fram á heilbrigðis-
þinginu.
Þá var ennfremur vakin athygli
á því, að gera þurfi auknar kröfur
til þeirra, sem fara með stjórn
heilbrigðismála, að aðstaða sú,
sem fyrir hendi er, verði aðlöguð
þeim þörfum, sem brýnastar eru á
hverjum tíma á sviði heilbrigðis-
þjónustunnar. Þá var á það bent,
að kostnaður við heilbrigðisþjón-
ustuna er við efri mörk þess, sem
réttlætanlegt er að verja til þessa
málaflokks að teknu tilliti til
annarra þarfa þjóðfélagsins.
Nýting núver-
andi aðstöðu
Sjúkrarúm á Ríkisspítulum,
Borgarspítala og Landakotsspít-
ala, að þeim rúmum frátöldum
sem tengjast beint öldrunarþjón-
ustu og vistun þroskaheftra, eru
um 1100. Til að skapa rými fyrir
allt að 100 öldrunarsjúklinga, þarf
um það bil 8% af því rými, sem er
fyrir hendi hjá nefndum stofnun-
um. Spyrja má, hvort skapa megi
okigjLg 367 1 \ex\6 n
AUCLÝSINCASTOFfl MYNDAMÖTA HF
Sigurður Þórðarson
þessa aðstöðu á áðurnefndum
sjúkrahúsum án þess að það valdi
umtalsverðri röskun á núverandi
starfsemi þeirra. Ennfremur má
huga að því, hvort ekki sé skyn-
samlegra að verja auknum fjár-
munum til að bæta rekstur og
nýtingu þeirra stofnana, sem fyrir
hendi eru, fremur en að bæta við
nýjum stofnunum og rekstrar-
útgjöldum því samfara.
I þessu sambandi vil ég vekja
athygli þeirra aðila, sem ákvarð-
anir taka í þessum málum, á
eftirfarandi atriðum:
a) Með styttingu legutíma sjúkl-
inga á sjúkrahúsum um einn dag,
skapast aðstaða fyrir allt að
80—100 langlegusjúklinga. Þrátt
fyrir þessa styttingu legutímans
verður legutimi sjúklinga hér á
landi eftir sem áður iengri en hjá
nálægum þjóðum.
b) Nú þegar verði gerðar breyt-
ingar á starfsemi þeirra stofnana
heilbrigðisþjónustunnar, sem bent
hefur verið á að hafi sérstaklega
slæma nýtingu.
Skjótt
verði
brugð-
ist við
ÁLYKTUN frá Aðalfundi
Safriaðarfélags Áspresta-
kalls — sendist til fjölmiðla.
Aðalfundur Safnaðarfélags
Ásprestakalls, haldinn 15.
febrúar 1981, skorar á heil-
brigðisyfirvöld á íslandi og
ráðamenn Reykjavíkurborgar
að sjá um að skjótt verði
greitt úr því neyðarástandi er
rikir í málefnum sjúks aldraðs
fólks.
Jafnframt er heitið á öll
líknar- og menningarfélög svo
og félagasamtök í landinu að
taka höndum saman, ljá þessu
máli lið og láta það ganga
fyrir öllu öðru, þar til ráðin
hefur verið bót á vandanum.
Stjórn Safn.fél. Áspresta-
kalls,
Guðrún S. Jónasdóttir,
Þuriður Ágústsdóttir,
Eirikur Jónsson,
Ragnar Jónsson,
Steinþór ólafsson,
Þórdís Kristjánsdóttir,
Anna G. Guðmundsd.
Aðgerðir til að við-
halda sama þjónustu-
stigi sjúkrahúsa
Þær breytingar, sem verða sam-
fara auknu álagi á starfsemi
sjúkrahúsanna má bæta m.a. með
eftirfarandi hætti:
— Að auka nýtingu sjúkrastofn-
ana fyrir þá sjúklinga, sem ekki
þurfa bráða þjónustu. Væri það
gert með því að lengja þann tíma,
sem læknisþjónustan fer fram á
sjúkrahúsum á degi hverjum. Með
því fæst betri nýting á þeim fasta
kostnaði, sem bundinn er í sjúkra-
húsrekstrinum og styttri dvöl
sjúklinga á sjúkrahúsum.
— Að auka dagdeildar- og göngu-
deildarþjónustu og stytta þannig
eða koma í veg fyrir innlagnir á
sjúkrahús.
Skipulag
og stjórnun
Þegar skoðað er skipulag og
stjórnun öldrunarþjónustu hér á
landi, kemur greinilega í ljós hvað
núverandi stjórnunar- og fjár-
mögnunarkerfi móta það vand-
ræðaástand, sem ríkir nú. I því
sambandi má einkum nefna:
— Að enginn einn aðili hefur haft
heildaryfirstjórn þessara mála.
Hefur það oft á tíðum leitt til
þess, að fjölmargir aðilar eru að
leysa sama viðfangsefni samtímis.
Þetta hefur valdið því, að sú
þjónusta, sem menn vilja veita
öidruðum, hefur ekki komizt til
framkvæmda nema á löngum tíma
þrátt fyrir góðan vilja og öflugt
starf einkaaðila.
— Að ríkið greiði 85% af stofn-
kostnaði og 100% af rekstri hjúkr-
unarheimila, en fer samt sem áður
ekki með neina beina stjórn þess-
ara mála. Hefur þetta m.a. leitt til
þess að óeðlilega mikil áherzla er
lögð á vistun aldraðra á stofnun-
um.
— Að ekki hefur tekizt að tengja
þjónustu við aldraða nægilega vel
við aðra þætti félags- og heilbrigð-
isþjónustunnar. Mikilvægt er, að
litið sé á þarfir hinna öldruðu sem
hluta af verkefnum heilbrigðis-
þjónustunnar og að vandamál
aldraðra verði aldrei einangruð
frá öðrum brýnum verkefnum
heilbrigðismála.
Hjúkrun aldraðra
sitji í fyrirrúmi
Þessar ábendingar eru settar
fram fyrst og fremst til lausnar á
bráðum vanda öldrunarsjúklinga.
Sumar aðgerðirnar vara aðeins í
stuttan tíma, eða þar til sú
aðstaða, sem nú er í uppbyggingu
kemst í gagnið. Þá er ljóst, að
veigamikið atriði í þessu máli er,
að starfsfólk sjúkrahúsanna sé
reiðubúið að fallast á, að hjúkrun
aldraðra sé brýnasta óleysta verk-
efni heilbrigðisþjónustunnar, og
því tilbúið til að slaka á kröfum
um nýjungar á öðrum sviðum
heilbrigðisþjónustunnar. Enn-
fremur, að starfsfólk sjúkrahúsa
sætti sig áfram við þrönga starfs-
aðstöðu, en láti þarfir hinna
öldruðu sitja í fyrirrúmi.
í þessari umræðu hefur mikið
verið rætt um, að þjóðfélaginu
beri skylda til að skapa öldruðum
sem bezta umönnun og þjónustu;
slíkt væri mælikvarði á siðferði
þjóðarinnar. Undir þessi sjónar-
mið ber að taka, en hverju vilja
menn í reynd fórna? Er ekki
kominn tími til, að sýna viljann í
verki og láta á það reyna, hvort
heilbrigðisþjónustan geti og hafi
sveigjanleika til að sinna þessum
mikla vanda, sem henni ber að
leysa.
Unnið að smiði 1400asta sem Vélaverkstæði J. Hinrikssonar hf.
framieiðir.
J. Hinriksson hf. — Vélaverkstæði:
1400. toghlerinn
senn fullgerður
Framleiðslan fær góðar umsagn-
ir hjá erlendum skipstjórum
FYRIRTÆKIÐ J. Hinriksson
hf. vélaverkstæði, Súðarvogi 4,
Reykjavík, hóf starfsemi sina
árið 1953 og hefur einbeitt sér
að framleiðslu á togbúnaði
fyrir islenzka togara- og báta-
flotann auk þess sem það hefur
flutt verulegt magn úr haldi
hin siðari ár. Framleiðslan
stendur aðallega saman af tog-
hlerum og togblökkum en einn-
ig er framleiddur margskonar
annar togbúnaður.
Á föstudag var blaðamönnum
boðið að fylgjast með er 1400.
toghlerinn, sem fyrirtækið hefur
framleitt var settur saman.
Jósafat Hinriksson, eigandi
fyrirtækisins, sagði að toghlerar
J.H. hefðu getið sér gott orð
meðal sjómanna fyrir meðfæri-
leika og góða endingu, enda væri
mjög til framleiðslunnar vand-
að. Sagði hann að margir afla-
hæstu togarar væru útbúnir með
toghlerum frá fyrirtækinu.
Framleiðsla J. Hinrikssonar
hf. hefur að mestu verið seld á
innanlandsmarkað en síðastliðin
átta ár hefur nokkur hluti verið
seldur á erlenda markaði. Fer sá
hluti framleiðslunnar sífellt
vaxandi og á síðasta ári voru um
15 prósent framleiðslunnar seld
úr landi, — til Færeyja, Ný-
fundnalands og Svíþjóðar. Sagði
Jósafat Hinriksson að toghierar
frá fyrirtækinu hefðu fengið
mjög góðar umsagnir hjá erlend-
um skipstjórum og teldi hann
því góðar horfur með útflutning
á þessari vöru í framtíðinni.
Auk stál-toghlera og flot-
vörpuhlera framleiðir fyrirtækið
togvindur, flotvörpuvindur,
toggálga, gálgablakkir, polla- og
fótrúllur, bómur, ferliður,
grandaravindur og dekkvindur.
Þá flytur J. Hinriksson hf. einn-
ig inn og selur á innanlands-
markaði allskonar óunnið hrá-
efni til járnsmíða.
Jósafat Hinriksson við 1400asta toghlerann sem fyrirtæki hans
framleiðir.
Iðnráðgjöf — nýtt
þjónustufyrirtæki
STOFNAÐ hcfur vcrið í
Reykjavík fyrirtækið Iðn-
ráðgjöf sf. Er tilgangur þess
að veita cinstaklingum.
fyrirtækjum og stofnunum
þjónustu við upphyggingu
og rekstur fyrirtækja.
Stofnendur fyrirtækisins
eru Agnar Guðlaugsson, Ág-
úst Gunnarsson og Gunnar
Einarsson, allir iðnfræðingar
frá Tækniskóla íslands. Hef-
ur fyrirtækið aðstöðu að
Borgartúni 29 í Reykjavík.
Auk áðurnefndra verkefna er
það tilgangur fyrirtækisins
að taka að sér eftirlit, áætl-
ana-, útboðs- og tilboðsgerð,
en menntun iðnfræðinga lýt-
ur að tæknilegri og rekstrar-
legri hlið hvers kyns bygg-
ingaframkvæmda, svo nokkuð
sé nefnt.