Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUH'rS.'vRHRRÚAR 1981 17 Þýtt beint úr frummálinu - Leiðrétting Herra ritstjóri. í Morgunblaðinu 8. febr. 1981 birtist langt viðtal við hinn kunna finnska bókmenntafræðing Kai Laitinen prófessor, sem var nýlega á ferð á íslandi. Viðtalið bar yfir- skriftina: Úr skóginum til borgar- innar. Á einum stað í viðtalinu stendur, þegar talið berst að þýðingum á íslenskum bókmenntum á finnsku, að Laitinen prófessor hafi sagt eftirfarandi: „En eins og ég segi, við þekkjum allt of lítið til ungra, íslenskra höfunda. Maj Lis Holm- berg hefur að vísu gefið út úrval íslenskra ljóða, sem að því er mér er tjáð gefur sanna mynd af íslenskri ljóðagerð. En Holmberg þýddi úr sænsku. Það þarf að þýða beint." Að þýða beint úr íslensku, ýmist á finnsku eða sænsku, er einmitt það sem ég hef gert og geri í þýðingum mínum á íslenskum ljóð- um (til þessa eitt safn á finnsku og þrjú á sænsku). Ég hef talað við Laitinen prófessor um þetta atriði í viðtalinu eftir heimkomu hans til Helsingfors, og hann segist ekki hafa komist svo að orði eins og fram kemur í viðtalinu við lok tilvitnun- arinnar. Þvert á móti hafi hann sýnt fram á, hve óvenjulegt það væri að einn og sami maður þýddi beint úr frummáli á tvö önnur mál. Það er með fullri vitund hans, að ég bið yður nú vinsamlegast, herra rit- stjóri, að birta þessi orð sem leiðréttingu á misskilningi þess, sem átti viðtalið við prófessorinn. Helsingfors, 13. febr. 1981. Maj Lis Holmberg. Röskun á fyrri ákvörðun um um Sundasvæðið Sundasamtökin hafa ritað borgarstjórn eftirfarandi bréf: Þótt ekki hafi verið skýrt frá því opinberlega, hafa Sunda- samtökin fregnað, að fimmtu- daginn 5. febrúar sl. hafi átt að afgreiða endanlega í borgar- stjórn tillögu um húsbyggingu á Sundasvæðinu, sem gróflega brýtur í bága við fyrri ákvarð- anir borgaryfirvalda um sama svæði. Hér er um að ræða svæðið fyrir neðan Elliðavoginn frá Holtavegi (Holtagörðum) að Skeiðarvogi. Sjávarmegin við Elliðavoginn hafa borgaryfirvöld heimilað lágreistar byggingar, sem að hluta eru grafnar niður fyrir götulínu. Agreiningur var á sínum tíma um smávegis hækk- un þessara bygginga, og greiddi núverandi forseti borgarstjórn- ar m.a. atkvæði gegn þeirri hækkun. Þrátt fyrir skoðana- mun um þetta atriði, hefur það verið sameiginlegt álit borgar- yfirvalda og annarra, að byggð á þessum kafla við Elliðavoginn ætti að vera lágreist, svo að ekki lokist með öllu fyrir útsýni til sjávar og fjalla á þessum eina kafla við Sundin, sem enn er óbyggður. íbúar í þessu nágrenni og Sundasamtökin skilja vel þörf- ina fyrir starfsemi tengda höfn- inni á þessum slóðum, en hafa jafnframt metið mikils vilja borgaryfirvalda til að aðlaga byggingar þarna landslagi, sem býður upp á margvíslega mögu- leika þótt ekki séu byggð há hús. Sú tillaga, sem lögð var fyrir borgarstjórn 5. febrúar, en hlaut þá ekki afgreiðslu, fjallar um húsbyggingu við nýja götu, Skútuvog, sem liggja á samsíða Elliðavoginum nær sjónum. Þær lágreistu byggingar við Elliðavoginn, sem áður getur, tilheyra raunar Skútuvogi, þ.e. liggja milli Elliðavogs og Skútuvogs. Skipulagstillagan, sem til meðferðar er, felur það í sér, að nýja byggingin rís hátt upp fyrir lágreistu húsin við Elliðavog (og Skútuvog) og ger- ir að engu fyrri ákvarðanir um að varðveita nokkurt útsýni á þessu svæði. Hljóta allir að sjá fánýti þess, að skipuleggja lág hús öðrum megin við Skútuvog til að vernda útsýni, en leyfa svo miklu hærri hús, sem byrgja alla sýn hinum megin við sömu götu. Ljóst er, að skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar gerir sér fulla grein fyrir þessum ann- marka, sem er á því að leyfa umrædda byggingu því nefndin „vekur athygli borgarráðs á, að húshæð er verulega hærri en samþykkt skipulag ofan Skútuvogs gerir ráð fyrir.“ eins og segir í fundargerðarbók skipulagsnefndar.. Því miður virðist fleira vera á döfinni á þessu svæði, sem stangast á við fyrri ákvarðanir og stefnu borgaryfirvalda. Lóðamál hjá Reykjavíkur- borg eru í höndum tveggja aðila, sem ekki virðast alltaf samstíga, þ.e. borgarráði og hafnarstjórn. Verkefni borgar- stjórnar hlýtur því að vera að samræma gjörðir þessara aðila. Umræddu máli um húsbygg- ingu við Skútuvoginn fylgdi bréf Reykjavíkurhafnar um enn aðrar framkvæmdir, sem ráð- gerðar eru á sama svæði, þ.e. við Kleppsvíkina. í þessu bréfi er fjallað um byggingar við sjóinn, sem verða miklu hærri en þau hús, sem ofar standa og hér hafa verið rædd. Sundasamtökin telja, að í þeirri tillögu, sem liggur fyrir borgarstjórn um byggingu við Skútuvog og þeim ráðagerðum, sem fram koma í bréfi Reykja- víkurhafnar, felist svo mikil röskun á fyrri ákvörðunum um Sundasvæðið, að ekki verði við unað. Skora samtökin á borgar- stjórn að taka þessar nýju tillögur til endurskoðunar og gefa sér tíma til að vinna það verk sem best. Jafnframt benda samtökin á, að algjörlega hefur verið van- rækt að kynna almenningi mál þetta og ekkert samráð hefur verið haft við þá borgarbúa, sem málið varðar og ekki Sundasamtökin, sem telja sig eiga samleið með borgaryfir- völdum um að nýta og vernda borgarlandið með framtíðar- hagsmuni allra Reykvíkinga fyrir augum. Loks vilja Sundasamtökin minna borgarstjórn á umhverf- ismálaráð sem hún hefur sjálf kosið. Einnig mætti umhverf- ismálaráð að fyrra bragði láta mál sem þau, er hér hafa verið rædd, til sin taka. Virðingarfyllst, f.h. Sundasamtakanna, Magnús Óskarsson, Ingvi Þorsteinsson, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Sigurður Ásmundsson. SKÁK Félög sjálfstæöismanna í Breiöholti gangast fyrir skák- kennslu og fjöltefli, laugardag- ana 21. febr., 28. febr. og 7. marz kl. 14.00 aö Seljabraut 54 (Kjöt og fiskur) fyrir börn og unglinga. Stjórnandi Hermann Ragnarsson. Alþjóöameistar- inn Margeir Pétursson mætir og teflir fjöltefli. Mætiö öll og hafiö meö ykkur töfl. Nefndin. Utgerðarmenn Getum afgreitt í marz mánuöi 2 sett plötufrystitæki/ frystivélar sérstalega útbúin til notkunar um borö í fiskiskipum t.d. frystingar á úthafsrækju. Þar sem settin tvö eru sjálfstæðar einingar geta þær selzt í einu eöa tvennu lagi. Hagstætt verö, góöir greiðsluskilmálar. Árni Óiafsson hf., Vatnagarði 14, sími 83188. HELO SAUNA Enn er hægt að gera frábær kaup á plötum á hljómplötumarkaðnum á Stórútsölumarkaðnum í Sýn- ingarhöllinni á Bíldshöföa. Þu getur fengið úrvalsplötur á sprenghlægilegum prísum allt frá 10 kr. • Við höfum opið frá kl. 1—6 í dag. Á0ÍHUOMOCHD Æ!^KARNABÆR Ú"0 oVÓ^' •*. iaogav«g< 6« — Gi»vb» - AuM..rst* r'. . SWrti trá stupt.boröi 8S0SS Heildsöludreífing sUÍAóíhf Símar 85742 og 85055 ■ . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.