Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 25 Rafmagnsbilanirnar: Viðgerðum lýkur víðast hvar á landinu í dag STÓR hópur viðgeróarmanna hefur unnið svo til sleitulaust síðustu sólarhringa við mjög erfið skilyrði við að koma rafmagnskerfi lands- ins í iag á ný, en víða urðu, að sögn Guðjóns Guðmundssonar rekstrar- stjóra RARIK, skemmdir á línum og staurum i óveðrinu. Reiknaði Guðjón með, að nokkurn veginn tækist að ljúka viðgerðum um mestan hluta landsins i gærkvöldi og I nótt, þ.e. ef veður hamlaði ekki. Guðjón sagði í viðtali við Mbl. síðari hluta dags í gær, að skv. síðustu fréttum ætti straumur að vera kominn á í Arnessýslu að nýju og Suðurlandið því að vera komið í lag, nema e.t.v. einn og einn bær, en það yrði lagfært í dag. Rafmagns- laust hefur verið í Þingvallasveit frá því á mánudagskvöldið en reiknaði Guðjón með að það hefði komist i lag í gærkvöldi. Búið er að koma rafmagni á línuna hjá Kiðafelli í Kjós og þess vænst að viðgerð lyki í Hvalfirði í gærkvöldi eða nótt. í Borgarfirði hefur ástandið verið hvað verst og bændur átt í miklum vandræðum, sér í lagi með mjaltir. Stór hluti Reykholtsdals, Hálsa- sveitar, Hvítársíðu og Skorradals auk einstakra bæja hefur verið rafmagnslaus allt frá mánudags- kvöldinu. Guðjón sagði að unnt yrði að koma rafmagni á þar að nýju í dag, þ.e. ef veður versnaði ekki mikið. Húnavatnssýslur hafa á ný fengið rafmagnskerfið í gagnið, en á Borð- eyri og í Bæjarhreppi hefur verið rafmagnslaust frá því kl. 19 á mánudagskvöld. Sæstrengur flytur rafmagn til þessa svæðis og bilaði þar spennir, sem ekki er vitað hvenær hægt verður að laga. Við- gerðum er lokið í Skagafirði. Við Mjólkárvirkjun eru tvær nýjar línur bilaðar. Þar munu 32 staurar hafa gefið sig rétt við virkjunina og er stefnt að því að lagfæra línurnar til bráðabirgða, en það verður ekki unnt fyrr en í fyrsta lagi í dag. Á meðan verður rafmagn skammtað á Vestfjörðum. Verið er að réyna að samtengja svæðið með dieselstöðv- um og ef það tekst verður skömmtun hagað þannig að rafmagn verður á í tvær klukkustundir í senn en raf- magnslaust í næstu tvær. Eins og sjá má á myndinni er nýja Guðbjörgin sérstaklega styrkt. (Ljósm. Bárður Hafsteinsson.) Nýja Guðbjörgin sjósett í Noregi HINN nýi togari, sem verið er að smfða í Noregi fyrir útgerðarfé- lagið Ilrönn hf. á ísafirði, var sjósettur siðastliðinn laugardag. Nafn skipsins er Guðbjörg og einkennisstafirnir ÍS 46. Skipið er smiðað hjá „Flekkefjord Slipp- og Maskinfabrikk*4 í Flekkefjord og er Guðbjörgin 21. skipið, sem fyrirtækið smíðar fyrir íslend- inga. Nýja Guðbjörgin er 499 brúttó- lestir að stærð, 55,3 metrar að lengd og er skipið sérstaklega styrkt með siglingar í ís í huga. Skipið verður væntanlega tilbúið í júní næstkomandi og fer þá eldra skip með sama nafni til Reyðar- fjarðar. Frá æfingu tslensku óperunnar og Sinfóniuhljómsveitar tslands i Háskólabíói i gær. Islenska óperan: Ljósm. Emilía. „Úrvalskonfekt“ á hátíðartónleikum í KVÖLD klukkan 21 heldur íslenska óperan hátiðartón- leika til minningar um hjónin Sigurliða Kristjánsson og Helgu Jónsdóttur. — Við mun- um flytja stutta þætti. upplýsti Garðar Cortes: skemmtilegar ariur og kvintetta úr alþekkt- um óperum. Þetta eru svona konfektmolar: Úrvalskonfekt, sagði hann. Islenska óperan var við æf- ingar í Háskólabíói í gær ásamt Sinfóníuhljómsveitinni. Loksins þegar blm. fann ólæsta hurð á bíóhúsinu, gekk hann í fangið á hreingerningarkonu: — Er það ekki hér, spurði hann, sem Is- lenska óperan syngur? — Það á að heita svo, ansaði konan og hristi afþurrkunarklútinn. — En það er nú ekki alltaf að syngja, þetta fólk! Og mikið rétt, það stóð aðeins einn söngvari uppá sviðinu, þegar blm. gekk í salinn. Hinir sátu bara með hendur í kjöltu. Það var ekki gott verk að trufla meðan fagur söngurinn barst um salinn, en Garðar Cortes fékkst til að hvísla nokkr- um orðum í eyra blm.: — Það eru nálægt 20 söngvarar, sem syngja þessa þætti í kvöld. Landskunnir Stjórnandinn frægi og Magnús Jónsson. allir saman, ungir sem gamlir. Robin Stapleton stjórnar; vel- þekktur stjórnandi við Covent Garden. Mjög góður. Við erum öll yfir okkur ánægð með þennan mann. Við höfum fengið góðar kveðj- ur utan úr heimi, m.a. frá Metropolitan og Covent Garden, því þessir tónleikar eru nú fyrstu spor íslensku óperunnar, eftir að hún var formlega stofn- uð. Við munum svo væntanlega fara af stað með eitthvert verk í haust; gerum lítið meðan Þjóð- leikhúsið sýnir La Bohéme. Þetta eru hátíðartónleikar, eins og ég hef sagt þér, til minningar um þau góðu hjón, Helgu og Sigurliða Kristjánsson. Háskólabíó hefur gefið leiguna eftir, ríkið æf.ingar á Sinfóníu- hljómsveitinni, prentsmiðjan Oddi hf. prentaði endurgjalds- laust hátíðarskrá, og allir söngv- arar Islensku óperunnar gefa söng sinn. Þú getur sagt í lokin, að við séum öll æðislega hress, ánægð með stjórnandann, og að þetta verði stórskemmtilegir tónleik- ar. Jú, það er löngu uppselt og tónleikarnir verða ekki endur- teknir. Með orð Garðars Cortes og fagran söng í veganesti gekk blm. í flasið á konunni með klútinn: — Er nokkuð varið í þetta, spurði hún! „Þörf afkastamikilla veiðar- færa ef ekki á illa að fara“ - segir Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, um veiðar úr silungsvötnum Á RÁÐUNAUTAFUNDI Bún- aðarfélags íslands fyrir skömmu flutti Jón Kristjáns- son. fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun. erindi, sem hann kallaði „Þróun veiðitækia til nýtingar silungsvatna". I inn- gangi kom fram hjá honum. að til að auka afrakstur af þessum vötnum er nauðsynlegt að bæta veiðitækni og dreifingu afla og sagði hann. að rannsóknir sið- ustu ára hefðu sýnt. að þörf væri afkastamikilla veiðarfæra ef ekki ætti illa að fara i þessum silungsvötnum. í erindi sínu vitnar Jón til rannsókna, sem gerðar hafa ver- ið á Eystra-Friðmundarvatni á Auðkúluheiði frá árinu 1975. Þessar rannsóknir voru fram- kvæmdar að beiðni Orkustofn- unar vegna hugsanlegra virkjun- arframkvæmda. Jón segir m.a: „Fari svo fram sem horfir verður árangur grisjunartil- raunarinnar sá, að fiskur verður almennt smávaxnari að henni lokinni. Grisjunin hefur ekki verið nógu mikil. Einungis tókst að veiða 12—14% af stofninum árlega að meðaltali, þrátt fyrir verulegt átak. Ætla má, að 50—80% veiðiálag þurfi til þess, að vöxtur fiskanna verði viðun- andi og hrygningarstofninn ná- ist niður. Slíkt svarar ekki kostnaði með þekktum aðferðum og verður því að fara inn á nýjar brautir. Eg hefi sett fram tillög- ur um að aðlaga tækni, sem þekkt er í sjávarútvegi, að sil- ungsvötnum. I stuttu máli felast þær í því að þróa nýtt veiðitæki, sem er sambland af ádráttarnót og dragnót, til að veiða botnlæg- an fisk í grunnum vötnum og að nota hringnót til að veiða svif- lægan fisk (murtu) í djúpum vötnum.“ Morgunblaðið ræddi við Jón Kristjánsson í gær og spurði hann hvort þessi nýja veiðitækni yrði e.t.v. notuð næsta sumar. Hann sagði, að ákveðið hefði verið að veita 21 milljón gkróna úr Framleiðnisjóði á þessu ári til veiðarfæratilrauna á silungi og markaðsöflunar. „Undirstaða þess að geta selt fiskinn er sú að geta veitt hann og því geri ég mér vonir um að einhver hluti þessarar upphæðar renni i veið- arfæratilraunirnar," sagði Jón. „Það hefur sýnt sig, að neta- veiði er svo tíma- og vinnufrek, að hún borgar sig engan veginn og því er nauðsynlegt að finna upp hagkvæmari aðferðir til að gera þessar veiðar arðbærari. Þá er það yfirleitt landlægt, að í bleikjuvötnunum er viðkoman of mikil þannig að um offjölgun er að ræða. Þau vötn, sem ég hef í huga, eru t.d., vötn eins og Apavatn, Laugarvatn, flest heiðavötnin okkar, eins og t.d. Hólmavatn á Tvídægru, Frey- Jón Kristjánsson fiskifræðingur mundarvötn, vötnin norður á Sléttu og þannig mætti lengi telja. Allt eru þetta frjósöm, grunn vötn, sem yfirleitt eru full af fiski, sem við getum nýtt miklu betur. Um stóru, djúpu vötnin gegnir öðru máli, vötn eins og Þingvallavatn, Hestvatn og Skorradalsvatn. Þar tel ég að hringnótaveiði henti betur til að ná árangri í veiði á murtu.“ Þá var Jón spurður hvort ekki væri hætta á að vötnin yrðu eyðilögð með stórtækum veiði- tækjum: „Þvert á móti. Stangaveiðim- enn gera t.d. frekar kröfu um að fá sæmilega stóra fiska heldur en marga litla. Til að það geti orðið að raunveruleika þarf að veiða meira svo fiskurinn hafi nóg æti. Þegar spurt er hvort við drepum ekki allan fiskinn á einu eða tveimur árum má benda á það til samanburðar, að í öllum sláturhúsum á landinu væri vandalaust að drepa allan fjár- stofninn á einu ári. Ég neita því ekki, að ég hef orðið var við hræðslu meðal manna við það, að of mikið yrði veitt með þróaðri veiðitækni. Með sömu rökum mætti segja, að við ættum að leggja niður slát- urhús og taka upp sportveiði- mennsku eða að snara lömbin. Á bak við hugmyndir mínar er aðeins það, að gera silungsveið- arnar arðsamari í framtíðinni en þær hafa verið hingað til. Til að svo megi verða tel ég brýna nauðsyn á, að við tökum upp nýja veiðitækni og auknar veið- ar,“ sagði Jón Kristjánsson, fiskifræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.