Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ. FJltyMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981
ÓVEÐRIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS
Hér má sjá þakið af leguskálanum úti á miðju bilastæði en þakið sviptist af i heilu lagi ásamt
myndarlegum stólpum. Ljósm. Mbl. F.P.
Vífilsstaðir:
Þökin af í heilu
lagi og myndar-
legir stólpar með
„ByKgingin frá 1910 stóð sig best,“ sagði Hrafnkell
Helgason yfirlæknir á Vífilsstaðaspítala í viðtali við
Mbl. á þriðjudag, en þök af tveimur viðbyggingum
við aðalsjúkrahússbygginguna fuku af í heilu lagi
nóttina áður, auk þess plötur af íbúðarhúsum á
staðnum og ketilhúsi. Bifreið eins sjúklinganna á
spítalanum varð undir hluta af einu þakinu og
skemmdist mjög mikið.
Hrafnkell sagði, að þökin,
sem fuku af í heilu lagi,
hefðu verið á svonefndum
leguskála og á rafmagns-
verkstæði og saumastofu.
Leguskálinn er opinn til suð-
urs og sagði hann, að veður-
hamurinn hefði rifið þökin
af og hefðu myndarlegir
stöplar rifnað upp og fokið
með þökunum, sem skullu
niður skammt frá. Þá hefðu
þakplötur fokið af íbúðar-
húsum og ketilhúsi og brotið
tvær rúður í aðalbygging-
unni, eina í forstofu og aðra
á sjúkrastofu.
Þá sagði Hrafnkell: „Einu
verulegu vandræðin vegna
þessa voru hjá fólkinu, sem
bjó í íbúðarhúsinu sem
þakplöturnar fuku af. Það
átti í mjög miklum erfiðleik-
um með að komast frá hús-
inu, sem er steinsnar frá
aðalbyggingunni, þangað
yfir. Það tókst þó og eitthvað
af fólkinu svaf í aðalbygg-
ingunni í nótt. Þetta var
hvað verst á tímabilinu frá
kl. 10—11.30 um kvöldið, en
snerist síðan meira í vestrið
og lægði. Það má telja mildi,
að aðeins ein bifreið
skemmdist verulega, því
margir bílar stóðu allt í
kringum svæðið sem er nú
þakið af þekjum. Ég kalla
það ekki skemmdir, þó einn
og einn bíll hafi rispast
eitthvað. Gamla húsið, aðal-
byggingin, er frá 1910 og hún
stóð sig bezt, haggaðist ekki,
enda vel byggð.“ Hrafnkell
sagði í lokin að á Vífils-
stöðum hefðu bæði sjúkl-
ingar og starfsfólk tekið
hlutunum með jafnaðargeði
og vildi hann nota tækifærið
og þakka þeim fjölda sem
aðstoðað hefði, bæði í óveðr-
inu svo og þeim, sem lögðu
hönd á plóginn við lagfær-
ingar í gær.
Mesta mildi var aö fjöldi bifreiöa sem þarna voru skildu sleppa án mikilla skemmda. Þessi bifreið var sú
eina sem skemmdist verulega. Til vinstri má sjá eftirstöðvar rafmaKnsverkstæðisins.
í flugstöðinni i Vestmannaeyjum brotnuðu 40 rúður og götin eftir steinana voru cins og eftir byssukúlur. Einnig fauk
hluti þakins af flugstöðinni, eins og glöggf sést á þessari mynd. Ljósm. Mbi. Kristján.
Á Seltjarnarnesi fauk þak af húsi i heilu lagi.
Ljónm. Mbl. ÓI.K.Mmg.
Mikið tjón á gróður-
húsum í Hveragerði:
Vafamál hvort
borgar sig að
endurbyggja
— segir Þórhallur Stein-
þórsson garðyrkjubóndi
„STÆRSTA gróðurhúsið hjá mér skemmdist
mikið. svo rækilega að það er vafamál hvort það
borgar sig að endurbyggja það,“ sagði Þórhall-
ur Steinþórsson, garðyrkjubóndi i Hveragerði,
en garðrykjustöð hans varð fyrir miklum
skemmdum i óveðrinu.
Þórhallur sagðist vera með þrjú gróðurhús,
samtals um 900 fermetra að stærð og húsið sem
skemmdist mest var 500 fermetrar.
„Ég á eftir að athuga tjónið á hinum húsunum
nánar, en ég held að óhætt sé að segja að þau hús
hafi sloppið með skrámur," sagði Þórhallur. „Það
kom til mín kennari frá Garðyrkjuskólanum í
morgun með tvo nemendur með sér og þeir
hjálpuðu mér við að lagfæra húsin eins og kostur
var. Það má segja að það hafi verið lán í óláni að
það var ekki gróður í húsunum hjá mér.
Það hafa mörg hús laskast hér í Hveragerði og
hér hefur orðið mikið tjón, að því er mér virðist,"
sagði Þórhallur.
Aðspurður um hvert fjárhagstjónið væri, sagð-
ist Þórhallur ekki geta svarað því, en það væri
mikið. „Þá var þetta allt óvátryggt og ég held að
það sé þannig hjá flestum," sagði Þórhallur
Steinþórsson að lokum.