Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 4 kr. eintakiö. Tjón og tryggingar * Arið 1973 gekk fárviðri yfir landið, leifar fellibylsins Ellenar, og olli miklu eignatjóni. í annað sinn á átta árum gekk fárviðri yfir landið nú fyrri hluta vikunnar. Það hjó sín skörð í íslenzka sjómannastétt, sem geldur þess að vera jafnan í fremstu víglínu í lífsbaráttu þessarar þjóðar. Þegar ungir menn falla frá við skyldustörf verður orð eins og „bætur" innantómt. Mannslíf getur enginn bætt, hvorki þeim sem gengnir eru né eftirlifandi ástvinum. En sú krafa þarf að vera sívökul í hugum Islendinga að tryggja mesta hugsanlegt öryggi þeirra einstaklinga, sem sækja samfélaginu björg í auðlindir hafsins. Ljóst er að gífurlegt eignatjón varð í fárviðrinu, sem gekk yfir landið að þessu sinni. Langt er frá að allar skemmdir hafi verið kannaðar en tjónið nemur þó milljörðum gamalla króna eða tugum milljóna nýkróna. Þetta tjón bitnar á hundruðum einstaklinga sem að sjálfsögðu eru misjafnlega í stakk búnir til að axla þann skaða, sem svo óvænt bar að. Það er því ekkert eðlilegra en að þjóðin hugi að því hvar hún er á vegi stödd varðandi tryggingar og bætur er slíkir atburðir ske. Viðlagatrygging íslands er skyldutrygging á öllum fasteignum. Fyrsta málsgrein fyrstu greinar laga um viðlagatryggingu hljóðar svo: „Setja skal á fót stofnun, er hafi það hlutverk að tryggja gegn tjóni af völdum náttúruhamfara." Samkvæmt fjórðu grein laga um viðlagatryggingu nær hún til bóta á beinu tjóni af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Hún nær hinsvegar ekki til tjóns af völdum fárviðris. Varla er hægt að flokka fárviðri af þeirri gerð, sem nú skóp svo mörgum skaða, undir aðra skilgreiningu en náttúruhamfarir, þó falli ekki inn í viðkomandi lagaramma. Sú spurning hlýtur samt að leita á hugi löggjafans þessa dagana, hvort ekki sé tímabært að endurskoða lögin um viðlagatryggingu með það í huga að þau spanni einnig tjón af völdum fárviðris og foks. Ennfremur, hvort ekki þurfi að grípa til sérstakra viðbragða til að mæta vanda þeirra fjölmörgu einstaklinga, sem orðið hafa fyrir óvæntu stórtjóni án þess að falla inn í þann tryggingaramma, sem þróast hefur með þjóðinni. í áttundu grein laga um Bjargráðasjóð segir orðrétt: „Hlutverk almennu deildar sjóðsins er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar tjón á fasteignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, svo sem óveðurs, flóða og vatnavaxta, skriðufalla, snjóflóða, jarðskjálfta og eldgosa." Hér er svipuð skilgreining verkefna og í lögunum um viðlagatryggingu en þó fyllri, því tjón af völdum óveðra er með í upptalningu bótaskyldra tjóna, meira segja fremst í verkefnaröð- inni. Ekki er samt betur búið að Bjargráðasjóði en svo, þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um verkefni hans, að hann er févana miðað við slíkar tjónabætur sem hér þyrftu til að koma. Lögum um tekjur Bjargráðasjóðs var síðast breytt árið 1980 en þær eru einkum framlög sveitarfélaga og ríkissjóðs. Spurning er hvort hægt er að koma til móts við tjónaþola nú, þá sem verst eru leiknir, með aðstoð um Bjargráðasjóð, ef ríkisvaldið tryggir sjóðnum tekjur til að mæta því verkefni, t.d. í formi lántöku, er ríkissjóður tæki að sér að greiða á fjárlögum næstu ára. Það gífurlega tjón sem fjöldi fólks hefur orðið fyrir er aðeins að litlu bætt af tryggingafélögum, eftir því sem næst verður komizt. Þær tryggingar sem helzt koma við sögu eru: húseigendatrygg- ingar, óveðurs- og foktryggingar, glertryggingar og heimilis- tryggingar, að því er varðar tjón á innbúi er rúður hafa brotnað og vatn og veður valdið skemmdum. Meginhluti tjónsins, sem víða kemur við, verður að öllu óbreyttu óbættur. í hinum fornu hreppalögum, sem virt vóru frá því fyrir daga Alþingis á Þingvöllum, vóru ákvæði um tryggingar þegar bær brann eða búsmali féll, þá skyldu allir sveitungar bæta. Þetta er af sumum talinn fyrsti vísir trygginga meðal germanskra þjóða. Þær rætur ná því langt aftur í íslenzkri sögu, sem rekja má frá Viðlagatryggingu íslands, sem lög vóru samþykkt um í maí 1975, í kjölfar gossins í Heimaey. í réttlætisvitund hins almenna borgara verður stórtjón einstaklinga af völdum fárviðris ekki sett á annan bás en tjón af völdum annarra náttúruhamfara. Það er því tímabært nú, er fárviðri hefur í annað sinn á átta árum valdið fólki og fyrirtækjum stórtjóni, að stjórnvöld íhugi hvorutveggja, hvern veg við skuli brugðizt á líðandi stund og með hliðsjón af skipan þessara mála I framtíðinni. Margrét Einarsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, á miðri mynd, flytur Auði hér heillaóskir. Umhverfis þær má sjá nokkrar af þeim sjálfstæðiskonum sem hylltu Auði í gær, en Auður hefur ætíð verið virk í starfsemi sjálfstæðiskvenna, og gegnt þar forystustörfum um árabil. Fjölmenni sótti Auði Auðuns heim á sjötugs- afmæli hennar FJÖLMENNI sótti Auði Auðuns heim á sjötugs- afmæli hennar í gær. Meðal gesta voru forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sjálf- stæðiskonur, alþingismenn og borgarstjórnarfulltrúar. Auður Auðuns varð fyrst kvenna og sú eina sem gegnt hefur embætti forseta borg- arstjórnar. Einnig varð hún fyrst og ein kvenna til að gegna borgarstjórastarfi svo og ráðherradómi. Þá var Auður þingmaður allt frá árinu 1959 til 1974 og vara- þingmaður var hún 1947 og 1948. Auði bárust margar heilla- óskir og gjafir í tilefni af- mælisins. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hailgrimsson, færir Auði hér gjöf og árnar henni heilla. Davið Oddsson borgarfulltrúi ávarpar Auði, á bak við þau má sjá forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Ljósm. Mbl. Emilía Björg Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.