Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 Gunnar Thoroddsen um málsmeðferð togarakaupa Norður-Þingeyinga: I>etta eru alvarleg mistök stjórnvalda Batt ríkisstjórnin sig ekki við ákveðna upphæð spurði Kjartan Jóhannsson Væntanleg togarakaup til Útgerðaríélags Norður- Þingeyinga voru rædd utan dagskrár í eíri deild Alþingis í gær. Hóf Kjartan Jóhannsson umræðuna og beindi spurningum til Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra, en umræðurnar tóku allan fundartímann og var frestað vegna þingflokksfunda kl. 16 þegar enn voru þrír á mælendaskrá. Kjartan Jóhannsson kvað það bjarnargreiða við íbúa Þórshafnar og Raufarhafnar að útvega þeim togara, sem fyrirsjáanlega yrði rekinn með hundruð milljóna gkr. halla og spurði hvernig sá rekstr- arhalli yrði greiddur. Þá spurði hann hvort það væri ætlunin að styrkja innlenda skipasmíði með því að nota hluta þeirra 1.500 milljóna gkr., sem til hans átti að veita, til að kaupa skip frá útlönd- um. Væri kannski reiknað með að togarinn ætti í sífelldum bilunum og innlendar skipasmiðjur fengju þau verkefni að annast viðgerðir og hvernig litu þingmenn á svona falsboð, peningum væri veitt til ákveðins verkefnis, en síðan tekn- ir í annað. Einnig spurði hann hvort ríkisstjórnin hefði ekki bundið sig við ákveðna upphæð, þegar samþykkt var að greiða fyrir kaupunum. Upphaflega hefði verið talað um 1,5 milljarð gkr. fyrir kaup á togara frá Noregi, en engum hefði dottið í hug að upphæðin myndi vaxa í rúma 3 milljarða. Fróðlegt væri einnig að vita hvort tilmæli hefðu borist inn á stjórnarfund Framkvæmda- stofnunar frá ríkisstjórninni og því væru sjónarmið stjórnarfor- manns stofnunarinnar höfð að engu. — Hér eru á ferðinni alvarleg mistök stjórnvalda og má eflaust kenna þar um skorti á eftirliti, en nákvæmlega hvar þessi mistök liggja get ég ekki dæmt um nú, sagði Gunnar Thoroddsen forsæt- isráðherra m.a. í svari sínu og sagði að málið yrði kannað frekar. Þá sagði ráðherra, að á fundi ríkisstjórnarinnar hefði ekki verið ályktað um togarakaupin. Rakti forsætisráðherra hvernig þing- menn Norðurlandskjördæmis eystra hefðu farið j)ess á leit við ríkisstjórnina sl. vor, að leyfi yrði veitt fyrir kaupum á togara til Þórshafnar og Raufarhafnar. Um- sögn Framkvæmdastofnunar hefði verið jákvæð og ekki sýnst vera önnur leið til að leysa atvinnuvanda þessara staða og á grundvelli þess hefði ríkisstjórnin fallist á leyfi til kaupa á erlendum togara og fjármagn skyldi tryggt á lánsfjáráætlun 1981. Þá talaði Lárus Jónsson og sagði að í bréfi þingmanna Norð- urlands eystra hefði verið talað um leyfi til kaupa á togaranum Guðbjörgu frá ísafirði eða erlend- um togara, ef hitt yrði ekíci mögulegt. Sagði hann að með bréfi frá 6. okt. sl. hefði fjármálaráðu- neytið síðan veitt leyfi til kaupa á togara frá Noregi og ríkisstjórnin þar með samþykkt þessi kaup fyrir sitt leyti. Lárus gat þess að framundan hlytu að vera erfið- leikar í rekstri þessa togara, en vart meiri, en í annarri útgerð, hvarvetna væru erfiðleikar í sjáv- arútvegi. Það væru alvarlegustu mistökin, ef samþykkt væri fjár- veiting af hálfu stjórnvalda, en málum síðan ekki fylgt eftir. Nefndi hann að áður hefðu verið keyptir togarar fyrir framlag rík- isstjórnarinnar, t.d. Spánartogar- arnir, sem BÚR og BÚH fengu, en Fundur í stjórn Framkvæmda* stofnunar þar hefði verið fullt eftirlit. Lauk hann máli sínu með því að segja, að menn yrðu að standa við það sem þegar hefði verið samið um og axla ábyrgð samfara því. Stefán Jónsson tók undir orö Lárusar og sagði að í þann mund er nýtt frystihús var tilbúið hefði orðið að gera ráðstafanir til útveg- unar hráefnis. Minntist hann á hvernig togarinn Fontur kom til sögunnar og var síðan seldur og sagði að í framhaldi af því hefði borist kauptilboð í Hafnarfjarð- arskipin Rán og síðar Ými, en ekki kvaðst hann vilja leiða getum að því hver hefði borið fram þau tilboð. Bað hann forsætisráðherra að kanna hvernig þau tilboð hefði borið að. Þá sagðist hann í sumar hafa reynt að fá upplýsingar um stöðu þessara mála, en ekki fengið svör og sama hefði Árni Gunn- arsson gert. Einnig nefndi Stefán Jónsson að af þeim 700 milljónum gkr., sem fá ætti af framlagi til innlends skipaiðnaðar yrðu 500 milljónir notaðar til að vinna að breytingum á skipinu hérlendis og að í upphafi þessa fundar hafi þetta mál virzt strandað. Fyrir- greiðsla ekki verið nægjanleg að dómi kaupenda. Formaður stjórn- arinnar, Eggert Haukdal, hafi þá lagt til að afturkalla fyrri sam- þykkt um 20% lánafyrirgreiðslu og binda endi á þessi togarakaup. í þann mund hafi forstjóri stofnun- arinnar, Sverrir Hermannsson, verið kallaður í síma. Hafi við- mælandinn verið Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra, staddur á fundi ríkisstjórn- ar. Hafi hann kunngert forstjór- anum að ríkisstjórn hefði ekki gert nýja samþykkt í þessu máli, en það væri skoðun sín, og sam- ráðherra að því er mér skyldist, að það væri að fara úr ösku í eld að hætta við þessi kaup nú. Hafi sjávarútvegsráðherra komið á framfæri hugmynd eða skilaboð- hefði Slippstöðin á Akureyri gert tilboð í verkið. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son talaði næstur og óskaði eftir því að forsætisráðherra yrði beð- inn um skýrslu um málið og kæmu fram í henni öll bréf og gögn varðandi málið svo og munnleg skilaboð og annað sem málinu væri viðkomandi.' Kjartan Jóhannsson talaði aft- ur og þakkaði svör forsætisráð- herra, en ítrekaði spurningu um við hvaða upphæð ríkisstjórnin hefði miðað þegar kaupin voru heimiluð og að svo framarlega sem um mistök væri að ræða hvort ætti þá ekki að kalla við- komandi til ábyrgðar. Kvað hann Alþingi setja niður ef stjórnvöld kinokuðu sér við ábyrgð sinni. ítrekaði hann einnig spurningar um hvernig háttað hefði verið samskiptum Sverris Hermanns- sonar og Steingríms Hermanns- sonar og hvernig ætti að fara með fjármagn, sem ætlað var til stuðn- ings innlendum skipaiðnaði. Guðmundur Bjarnason var um að miða við 28 m.kr. norskar sem kaupverð og að þau 20%, sem Framkvæmdastofnun útvegaði til kaupanna, skiptust þann veg, að helmingur eða 10% kæmu frá stofnuninni, en 10% af sérstöku fjármagni, sem ríkisstjórnin út- vegi (af 1500 m.gkr. framlags- loforði vegna nýsmíði innanlands) og bæri ábyrgð á. Þegar hér var komið stóðu mál þannig: 1) Ef haldið var fast við óbreytta samþykkt, þ.e. stöðvun kaupanna, þýddi það hvoru- tveggja, að hlutafjárframlag heimamanna 100 m.gkr. var glat- að, og að búast mátti við skaða- bótakröfum, allnokkrum, vegna riftunar. 2) Samþykkja fram- komna hugmynd fjármála- og sjávarútvegsráðherra, sem tryggði: að engar skaðabótakröfur kæmu; áhætta byggðasjóðs minnkaði (úr 20% af 28 milljón norskum krónum í 10%), sem þýddi lækkun áhættu úr 4,2 í 2,8 m. norskar krónur þar sem ríkis- stjórnin tryggði 90% ríkisábyrgð í stað 80%, að málið var leyst eins og óskað var af heimamönnum og þingmönnum kjördæmisins — og að staðið var við gefin fyrirheit í málinu. Vísa ég í þessu efni til greinargerðar okkar Matthíasar Bjarnasonar, sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Þar sem gagnstæðar yfirlýs- ingar hafa komið fram frá ráðaað- ilum í þjóðfélaginu um þetta mál í fjölmiðlum í dag hlýt ég að krefjast þess að ráðherrar greini hér og nú þingi og þjóð frá því, hvort þeir vóru með eða móti þessari lausn. Fór forstjóri Fram- kvæmdastofnunar með önnur skilaboð inn á fund stjórnar stofn- næstur á mælendaskrá og kvað hann undarlegt að taka þetta eina skip til sérstakrar umræðu, til væru önnur skip og erfiðleikar víðar. Kvaðst hann vona að mál þetta væri nú í höfn, lausnin væri fyrir hendi þótt dýr væri. Eiður Guðnason sagði að þar sem upplýst væri að hér væri um alvarlegt mál að ræða yrði að upplýsa það, málið þyrfti að ræða frekar og skoða ofan í kjölinn, enda hlyti það að vera einsdæmi að forsætisráðherra lýsti yfir á Alþingi að alvarleg mistök hefðu átt sér stað. Áður hefði verið rætt um ábyrgð ríkisins, t.d. varðandi Flugleiðir, það mál hefði hlotið þinglega meðferð, en hér bæri málið allt öðruvísi að. Ljóst væri að rekstrargrundvöllur togarans væri enginn og að hér ætti að gera út á vasa skattgreiðenda. Máls- meðferðin hlyti að vera smánar- blettur á stjórnkerfinu, sem yrði að hreinsa. Stefán Guðmundsson kvaðst undrandi á orðum Eiðs Guðnason- ar. Frystihús á Þórshöfn og Rauf- arhöfn, sem gætu afkastað 10 þúsund tonnum á ári, vantaði hráefni og taldi víst að rekstrar- grundvöllur væri fyrir hendi. Karl Steinar Guðnason kvaðst vera hlynntur aðgerðum til hjálp- ar, en hann vildi minna menn á hvernig farið hefði fyrir Fonti og það segði sína sögu um útgerð, að á 11 mánaða tímabili hefðu 12 vélstjórar verið ráðnir á skipið. Hér væri um of dýra lausn að ræða, hann hefði frá upphafi varað við þessari hugmynd og kvaðst hann fordæma þessar að- ferðir. unarinnar en sjávarútvegsráð- herra fól honum? Formaður stjórnar Fram- kvæmdastofnunar heldur því réttilega fram að ríkisstjórnin geti enn stöðvað þetta mál, ef hún vill. Hver er vilji stjórnarinnar. Hann þarf að koma hér fram skýrt og skorinort. Ég spyr: er það ætlun ríkisstjórnarinnar að stöðva málið? Hún hefur allt þetta mál í hendi sér eins og raunar allar götur frá upphafi málsins, eigi samþykktar 1. ágúst sl. Að lokum þetta: Ef samþykkt stjórnar Framkvæmdastofnunar í gær (fyrradag) er byggð á röngum forsendum mun ég gera kröfu til að málið verði tekið upp að nýju. Ég vænti svara ráðherra í ljósi þessarar yfirlýsingar minnar. Hugmynd fjármálaráðherra Sverrir Hermannsson (S) sagði að hann hefði setið fund sl. mánudag með sjávarútvegsráð- herra og fjármálaráðherra. Hafi m.a. verið fjallað um hugsanlegar bótakröfur, ef við kaup héfði verið hætt. Þá hafi fjármálaráðherra varpað fram þeirri hugmynd að hlutur Framkvæmdastofnunar í hugsanlegum kaupum yrði skipt: 10% með áður ráðgerðum hætti, 10% af fjármagni sem ríkisstjórn- in útvegaði sjóðnum með ríkis- ábyrgð. I gær (fyrradag) voru síðan samtímis fundir í ríkisstjórn og stjórn Framkvæmdastofnunar þar sem m.a. var fjallað um þetta mál. Var ég þá kvaddur í síma af sjávarútvegsráðherra. Hann tjáði Ólafur G. Einarsson (S) sagði Sverrir Hermannsson: Samþykktin byggð á ábendingu f jármála- og sjávarútvegsráðherra Ef byggð á röngum forsendum krefst ég upptöku málsins, sagði ólafur G. Einarsson HIÐ raunverulega upphaf þessa máls, sem kennt er við Þórshafnartogara, er samþykkt rfkisstjórnar frá því 1. ágúst sl. þar sem hún heimilar kaup á notuðum togara erlendis frá, fram hjá gildandi reglum um slík skipakaup. Síðan er það beinlínis lagt fyrir Fram- kvæmdastofnun ríkisins að annast fyrirgreiðslu, sem ég rek ekki frekar hér og nú, en virtist strönduð í sl. viku þegar stjórn stofnunarinnar tók þá lokaafstöðu, að því er virtist, að binda fyrirgreiðslu sína við 20% lánsfjár- útvegun miðað við 21 milljón króna norskra, sem Útgerðarfélag N-Þingeyinga taldi ekki nægjanlegt. Þetta vóru efnispunktar úr ræðu ólafs G. Einarssonar (S), sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær um svokallaðan Þórshafnartogara, en ólafur sat stjórnarfund i Framkvæmdastofnun í fyrradag, er málið tók aftur nýja stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.