Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 48
Síminn
á afgreiöslunni er
83033
Jflorjjnnblatiit)
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981
Síminn á ritstjórn
og skrífstofu:
10100
ploT0unbInbit>
Ljósm. Mbl. Kristján örn Eliasson
Vitnið beið í
þrjú og hálft ár
Eina með engu, takk.
BAKARAMEISTARI í höfuð-
borginni var í gær sýknaður í
Hæstarétti af ákæru um verðlags-
brot. þar eð sök hans var talin
fyrnd. Bakarameistaranum var
gefið að sök að hafa í desember
1974 selt tvo snúða og tvö birki-
rúnstykki á of háu verði.
I Hæstarétti var ekki efnislega
fjallað um málið, aðeins metið
hvort sökin væri fyrnd eða ekki,
en mál fyrnast öllu jöfnu ef meira
en tvö ár líða á milli þess að þau
eru tekin fyrir í dómi.
Umrætt mál var til meðferðar í
Verðlagsdómi Reykjavíkur. í dómi
Hæstaréttar er málsmeðferð lýst
og hún vítt sem óhæfileg. Þar
kemur fram að saksóknari gaf út
ákæru á bakarameistarann í apríl
1975. Vitnaleiðsla fór fram 4.
júní 1975 og þar óskaði verjandi
ákærða eftir því að ákveðinn
maður, sem heima átti í Reykja-
vík, yrði kvaddur fyrir dóminn
sem vitni. Næst var málið tekið
fyrir 6. maí 1977 og þá lögð fram
nokkur skjöl, sem sum hver voru
þegar komin til dómsins í júní
1975. Aftur var þingað í málinu 18.
maí 1977 og lögð fram fleiri skjöl.
Næst var þingað í málinu 8.
nóvember 1978 og þá loks tekin
skýrsla af vitni því er fyrr er
nefnt, nær premur og hálfu ári
eftir að ósk kom fram um slíkt.
Dómur féll síðan í júlí 1979.
I dómi Hæstaréttar segir loks
að hin löngu hlé á dómprófum eigi
ekki rætur að rekja til þess að
sakborningur hafi vikið sér undan
rannsókn og þegar fyrrgreindur
rannsóknarferill sé skoðaður verði
að telja sök ákærða fyrnda.
- sem Hjörleifur taldi yfirgengilegar
ÞAÐ var upplýst í umræðum á
Alþingi í gær að afgreiðsla
stjórnar Framkvæmdastofnunar
rikisins á lánsfé til kaupa á
Þórshafnartogaranum margum-
talaða var byggð á hugmyndum.
sem fram höfðu komið hjá Ragn-
ari Arnalds fjármálaráðherra.
Um þessa afgreiðslu sagði Iljör-
leifur Guttormsson iðnaðarráð-
herra í gær, að það væri alveg
yfirgengilegt og jafnfjarstæðu-
kennt að hans mati að ætla að
sækja fé til þessara kaupa i
fjárveitingu, sem ríkisstjórnin
hugsaði sem stuðning við inn-
lenda skipasmiði.
Umræður utan dagskrár um
Þórshafnartogarann tóku allan
fundartíma á Alþingi í gær og
skiptu ræður tugum. Þó tókst ekki
að Ijúka umræðunum og verður
þeim haldið áfram í dag.
Sverrir Hermannsson upplýsti í
umræðunum að hann hefði á
mánudag setið fund með Ragnari
Arnalds fjármálaráðherra og
Steingrími Hermannssyni sjávar-
útvegsráðherra. Þar hefði m.a.
verið fjallað um hugsanlegar bóta-
kröfur, ef hætt hefði verið við
kaupin. Þá hafi fjármálaráðherra
varpað fram þeirri hugmynd að
hlut Framkvæmdastofnunar í
hugsanlegum kaupum yrði skipt
sem hér segir. 10% með áður
ráðgerðum hætti og 10% af fjár-
magni, sem ríkisstjórnin útvegaði
sjóðnum með ríkisábyrgð.
Þá skýrði Sverrir frá því að á
þriðjudag hefðu samtímis verið
haldnir fundir í ríkisstjórn og
stjórn Framkvæmdastofnunar.
Sverrir kvaðst hafa verið kallaður
í síma af sjávarútvegsráðherra.
Hefði hann tjáð sér að ríkisstjórn-
in ræddi málið en ekki væri að
vænta nýrra samþykkta. Viðhorf
manna væru að það væri að fara
úr öskunni í eldinn að hætta við
kaupin. Þá hefði Steingrímur
einnig minnt á hugmynd Ragnars
Arnalds. Kvaðst Sverrir hafa
komið þessum viðhorfum Stein-
gríms á framfæri við stjórnar-
menn í Framkvæmdastofnun.
Ragnar Arnalds og Steingrímur
Hermannsson tóku báðir til máls í
umræðunum og staðfestu það sem
komið hafði fram í ræðu Sverris
Hermannssonar um málið.
í umræðunum á Álþingi í gær
kom fram að tíu þingmenn hafa
lagt fram beiðni um að forsætis-
ráðherra gæfi þinginu nákvæma
skýrslu um málið. Gunnar Thor-
oddsen tók til máls og og sagði að
mistök stjórnvalda hefðu átt sér
stað við málsmeðferðina, senni-
lega vegna skorts á eftirliti.
Ólafur G. Einarsson sagði m.a.
að ef ákvörðun stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar væri byggð á
röngum forsendum myndi hann
krefjast upptöku málsins.
Sjá nánar á þingsíðum á
bls. 26 og 27.
Silungsveiðar í gegnum ís á
Mývatni eftir nýju kvótakerfi
SILUNGSVEIÐAR í gegnum ís
á Mývatni hófust í byrjun þessa
mánaðar eins og venja hcfur
verið mörg undanfarin ár. Það
sem er óvcnjulegt við veiðiskap-
inn að þessu sinni er að nú er í
fyrsta skipti veitt samkvæmt
sérstöku kvótakerfi eins og
viðgengst á loðnuveiðunum
Um 35 aðilar hafa rétt til
þessara veiða og mega þeir veiða
samtals 4.200 fiska fram til 1.
júní. Er það sambærilegt við
það, sem veitt var veturinn
1979, en það var lélegt ár. í
fyrravetur veiddust um 6 þúsund
silungar í gegnum ís á Mývatni.
Undanfarin ár hefur ástand sil-
ungsstofnsins í Mývatni verið
mjög lélegt, en góður kippur kom
þó í stofninn 1977 og 1978, en þá
er talið að um 30 þúsund fiskar
hafi veiðst úr vatninu hvort ár,
en allt árið í fyrra veiddust t.d.
um 17 þúsund fiskar. Það er
veiðifélag Mývatns, sem úthlut-
ar kvóta til félagsmanna í hlut-
falli við arðskrá, en Jón Krist-
jánsson, fiskifræðingur á Veiði-
málasstofnun, gerði tillögu um
heildarkvótann.
F áskrúðsf jörður:
14 íslenzkar
atvinnulausar -
nóg vinna hjá
þeim áströlsku
Á FÁSKRÚÐSFIRÐI hefur ver-
ið nokkuð atvinnuleysi hjá
kvenfólki síðustu tvær vikurn-
ar. 14 konur hafa verið skráðar
atvinnulausar á þessu tímabili
þar sem lítil atvinna hefur
verið hjá Pólarsild hf. Hins
vegar eru 15 stúlkur frá Ástr-
alíu í vinnu í hinu frystihúsinu
á staðnum. Finnst ýmsum það
skjóta skökku við. að íslenzku
konurnar séu atvinnulausar á
sama tíma og þær erlendu hafa
nóga vinnu.
Jón G. Sigurðsson, sveitar-
stjóri á Fáskrúðsfirði, sagði í
samtali við Mbl., vélarbilun
hefði orðið í vélbátnum Þorra
fyrir nokkru og hefði vélin verið
dæmd ónýt. Fyrirtækið Pólar-
síld hefði nú fest kaup á öðru
skipi, Fylki frá Neskaupstað, og
kæmi það í lok vikunnar til
Fáskrúðafjarðar. Með komu þess
skips ætti að rætast úr með
atvinnu kvennanna.
Kanna aðstæður á íslandi:
Fulltrúi Korchnois
kemur til landsins
„ÉG IIEF þegar haft samband við dr. Ingimar Jónsson forseta
Skáksambands íslands, og tilkynnt honum að ég muni koma til
íslands næstu daga til að kynna mér aðstæður þar,“ sagði Alban
Brodbeck, fulltrúi Victors Korchnois skákmeistara. í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins síðdegis í gær, en hann var þá á heimili
sínu í Sviss.
Brodbeck sagðist kynna sér all-
ar aðstæður hér fyrir hönd Korch-
nois, sem hann sagði að væri nú í
boðsferð í Hong Kong og víðar.
Brodbeck sagði ekki alveg víst
hvaða dag hann kæmi hingað, en
líklega yrði það á laugardag eða
sunnudag í næstu viku. „Ég mun
hringja til Ingimars Jónssonar á
morgun eða hinn, og þá ákveð ég
hvenær ég kem,“ sagði Brodbeck.
Alban Brodbeck sagðist ekkert
vilja segja né geta sagt um, hvort
ísland kæmi frekar til greina en
aðrir staðir er buðu í heimsmeist-
araeinvígið, hann yrði að koma og
kynna sér allar aðstæður áður.
Einnig kvaðst hann mundu fara
til Ítalíu og Kanaríeyja og líta á
aðstöðu þá er þeir staðir byðu upp
á, en þrjú boð bárust sem kunnugt
er í heimsmeistaraeinvígið að
þessu sinni.
Kaup Þórshafnartogarans:
Afgreiðslan byggð á hug-
myndum fjármálaráðherra