Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 27 Segir blaðið togarann hinn glæsi- legasta. innréttingar vandaðar, en pláss er fyrir 14 menn í eins eða tveggja manna kiefum. Mynd- in af togaranum er tekin úr blaðinu. en Bárður Aðalsteinsson tók myndina i brúnni á Ingar Iversen þegar hann kom tii Akur- eyrar í desember sl. Togarinn sem deilt er um Ingar Iversen heitir togarinn norski. sem rætt var um i sölum alþingis í gær. Var smíði hans lokið snemma árs 1979 i Kristi- ansund cn hann er um 500 lestir ok kostaði smiðin 20 milljónir norskra króna. Segir i blaðinu Skibsrevyen. að aflaverðmætið verði að vera 8 tii 10 milljónir norskra króna á ári til að rekstur- inn beri sig. Upphaflega er hann smiðaður sem rækjutogari og útbúinn tækjum sem slikur, en nú er fyrirhugað að breyta honum. Jarðabók Arna Magn- ússonar og Páls Vídalíns komin út ÚT ER komið fyrsta bindi ljósrit- aðrar útgáfu Jarðab<'>kar Árna Magnússonar og Páls Vidalíns, en hún hefur áður komið út i ellefu bindum. árið 1913 til 1943. úpplag bókarinnar þá var mjög takmark- að og hefur því verið fágætt og eftirsótt hin síðari ár, en árið 1913 nefndu tveir kunnir fraðimtnn Jarðabókina „langmerkasta heim- ildarrit. sem lslendingar eiga um landbúnað sinn og efnahag'. Út- gefandi bókarinnar er Ilið is- lenska fræðafélag í Kaupmanna- höfn. Fyrsta bindi, það er nú kemur út öðru sinni, ljósprentað, fjallar um Vestmannaeyjar og Rangárvalla- sýslu. Jarðabók Eyja sem er frá 1704 er eina lýsingin sem til er í handriti með hendi Árna sjálfs en vitað er að hann samdi lýsingu nokkurra byggðarlaga Rangár- vallasýslu árið 1708. Áætlað er að halda áfram hinni ljósprentuðu útgáfu á næstu árum og kemur annað bindi um Árnes- sýslu út síðar á árinu. Til viðbótar bindunum ellefu verða gefin út skjöl sem varða jarðabókarverkið og mun vonandi þykja fengur að því. Gunnar F. Guðmundsson sagn- fræðingur vinnur að undirbúningi þessarar útgáfu. Band hinnar ljósprentuðu útgáfu hefur hannað Hilmar Einarsson forstöðumaður viðgerðastofu Safnahúss og Tómas Jónsson teikn- ari sá um útlit kápu en hana prýðir handgerð eftirmynd af íslandskorti Þórðar biskups Þorlákssonar frá Kápusiða hinnar nýju útgáfu Jarða- bókarinnar. Kortið er handgerð eftir- mynd af fslandskorti Þórðar Þor- lákssonar. Nova et Accurata Islandi delineatio 1670. Kortið var eign kon- ungs, en var lánað Árna Magnússyni, þegar hann fór til fslands 1702 að vinna að Jarðabókinni. Eftirmyndin er i eigu Landsbókasafns fslands. 1670. Kortið var eign konungs en var lánað Árna Magnússyni þegar hann fór til íslands árið 1702. Upplag hinnar nýju útgáfu er 1200 eintök en áskrifendur eru þegar orðnir 500. Umboð fyrir Fræðafélag hefur Sögufélag, Garðastræti 13 b, 101 R., og geta áskrifendur vitjað jarða- bókarinnar þar. mér að ríkisstjórnarfundur stæði yfir en ekki væri að vænta nýrra samþykkta í málinu. En það væru viðhorf manna að það væri að fara úr öskunni í eldinn ef hætt yrði við kaupin nú, hinsvegar ætti að lækka endurbótakostnað. Hann minnti enn á hugmynd fjármála- ráðherra um skiptingu 20% fjár- magnsútvegunar, þann veg að helmingur þeirrar lánsfjárútveg- unar kæmi af sérstöku fjármagni er ríkisstjórnin útvegaði og ábyrgðist. Þessi orð ráðherra bar ég stjórn stofnunarinnar, eins og ég hefi nú frá þeim greint; engin ný stjórnarsamþykkt en viðhorfin þau sem ég hafði eftir ráðherran- um. Upphafið hjá þingmönnum Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra. sagði menn deila um upphaf þessa máls, sem e.t.v. væri rétt rakið til þingmanna viðkomandi kjördæm- is. Framkvæmdastofnun hefði og lengi haft með höndum athugun á atvinnuástandi á norðausturhorn- inu og hefði m.a. bent á þann möguleika að hafin yrði félagsút- gerð togara frá Þórshöfn og Rauf- arhöfn. Með þetta í höndum hafi ríkisstjórnin gert samþykkt um heimild til kaupa á togara erlendis frá 1. ágúst sl. Ráðherra sagði umrætt skip vera orðið of dýrt en ekki væri ráð, eins og málum væri komið, að hætta við kaupin. Hann greindi frá símtali sínu við Sverri Her- mannsson, forstjóra Fram- kvæmdastofnunar. Ég tók fram að ekki væri um nýja samþykkt ríkisstjórnar að ræða. I raun var allt rétt eftir mér haft, að því er varðar mína afstöðu til málsins og þá hugmynd, sem fjármálaráð- herra vakti máls á. Aðalatriðið er þó að ekki var um nýja stjórnar- samþykkt að ræða. Menn eiga að hverfa frá þessu máli, fagna því að það er í höfn, kanske þróast það svo að allir vildu hafa átt frumkvæðið í því. „Ekki verður snúið aftur“ Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði ekki fara á milli mála að þessi landshluti þyrfti á eflingu atvinnulífs að halda. Ljóst er, sagði ráðherra, að þetta skip „er heldur dýrt“ en hinsvegar „verður ekki snúið til baka“. Ríkisstjórnin samþykkti undanþágu til kaupa á togara erlendis frá til Þórshafnar og Raufarhafnar og fól Fram- kvæmdastofnun fjármagnsfyr- irgreiðslu. Engin ný samþykkt var gerð um þetta mál á síðasta ríkisstjórnar- fundi. Mér þykir ekki trúlegt að stjórnin muni gera nýja samþykkt í málinu né taka til baka það sem stjórn Framkvæmdastofnunar hefur nú samþykkt. Ég setti fram þá hugmynd að ríkisstjórnin tæki á sig ábyrgð af hluta þessara 20% fyrirgreiðslu og gerði það á þann hátt sem hér hefur verið rakið. Ráðherra sagði óvenjuþunga byrði á byggðasjóði 1981, vegna nýsmíði fiskiskipa, og ekki óeðli- legt að ríkissjóður hækkaði hlut sinn í því efni almennt, ekki aðeins gagnvart þessu skipi. Ráðherra sagðist staðfesta það sem fram hefði komið sig varð- andi hjá forstjóra Framkvæmda- stofnunarinnar. Skýrsla frá forsætisráðherra um málið Matthias Á. Mathiesen (S) sagði það margt stangast á í fréttum og máli ráðherra, þing- manna og stjórnarmeðlima Fram- kvæmdastofnunar að nauðsynlegt væri að forsætisráðherra gæfi þingheimi tæmandi skýrslu um þetta mál, frá upphafi til enda, þar sem birtar verði samþykktir ríkisstjórnar, stjórnar Fram- kvæmdastofnunar, bréf sem rituð hafa verið af þessum aðilum varðandi málið, og einnig gerð grein fyrir munnlegum skilaboð- um sem farið hafa milli aðila. Fram hefur komið hjá Ólafi G. Einarssyni að hann muni krefjast þess að málið verði tekið upp ef í ljós kemur að ákvörðun hafi verið tekin á röngum forsendum. Einn þáttur í að ganga úr skugga um það atriði er slík ráðherraskýrsla sem við níu þingmenn höfum nú formlega óskað eftir með tilvísan til 31. greinar laga um þingsköp Alþingis. Afstaða í Ijósi aðstæðna Matthias Bjarnason (S) sagði ýmis atriði varðandi atvinnumál í þessum landshluta hafa verið könnuð og rædd hjá Fram- kvæmdastofnun, án nokkurrar ákvörðunar eða skuldbindingar um fjármögnun. Það er ekki fyrr en í október sl. að fjármögnun er rædd en þá lá fyrir að ríkisstjórn- in hefði 1. ágúst sl. samþykkt heimild til kaupa á togara erlendis frá til þessara staða og falið Framkvæmdastofnun ákveðinn fjármögnunarþátt. Matthías las upp bréf frá sjáv- arútvegsráðherra til Stefáns Valgeirssonar, alþingismanns, sem hann taldi færa heim sanninn um, hvert frumkvæði ríkisstjórn- arinnar hefði verið í þessu máli. Hann ræddi og um að i þessu sérstaka máli hefði á skort um eftirlit, varðandi breytingar á skipi og kostnaðarþátt hans, en þetta eftirlit hefði ekki verið falið Framkvæmdastofnun. Matthías sagði að sú samþykkt, sem gerð var í fyrradag í stjórn Framkvæmdastofnunar, í ljósi skilaboða frá sjávarútvegsráð- herra, hefði létt á ábyrgð byggða- sjóðs, án þess að gengið væri á fyrri heit um fyrirgreiðslu, og því ekki óeðlilegt, að hún hafi verið tekin. Það hefði verið siðleysi að afturkalla nokkurs konar bak- ábyrgð á víxli rétt áður en hann féll í gjalddaga. Bátar komið eins að gagni Halldór Blöndal (S) sagði það hafa verið og vera sína skoðun að betur hefði komið þessum sjávar- plássum að fá báta til útgerðar, enda fiskur að aukast á grunnslóð vegna fiskverndaraðgerða. Hann sagðist og andvígur því að veita 100% lánsfjárfyrirgreiðslu fyrir skipakaupum erlendis frá — eða hærri en veitt væri í nýsmíði innanlands. En ég hlýt að standa með öðrum þingmönnum úr Norð- urlandskjördæmi eystra i kröfu um að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit í þessu togara- kaupamáli, eins og mál eru nú komin. Þá spurði Halldór hvort rétt væri að ríkisábyrgðarsjóður hyggðist krefjast 20% af brúttó- afla þessa togara í tryggingu og byggðasjóður annars eins. Ráð- herra hefur krafist rekstraráætl- unar fyrir skipið. Sú áætlun hlýt- ur að þurfa að byggja á atriðum- eins og því sem ég hefi nú um spurt, að gefnu tilefni. Svör sjávarútvegs- ráðherra. Steingrimur Hermannsson, ráðherra, sagði rétt að ríkis- stjórnin hefði heimilað undan- þágu til þessara togarakaupa í öndverðan ágústmánuð sl., að beiðni þingmanna og í ljósi upp- lýsinga frá Framkvæmdastofnun. Það er þó rétt að taka fram að Framkvæmdastofnun ræddi ekki um togarakaup erlendis frá, vakti hinsvegar athygli á gildi samút- gerðar þessara tveggja staða á togara. Enginn sem þekkti til mála, að hér var um rækjutogara að ræða, gat efast um, að breyt- ingar kostuðu verulegt fjármagn. Hversvegna var þetta skip keypt, ekki annað; og hversvegna var þennan veg staðið að breytingum er kaupenda nyrðra að svara fyrir. Spurningar Halldórs Blöndals um ábyrgðir heyra undir fjármálaráð- herra og kann ég ekki svör við þeim nú. Rangt að staðið Magnús H. Magnússon (A) sagði það ranga ráðstöfun al- mannafjár sem stuðlaði að: 1. rýrari afkomu sjómanna með stækkun of stórs veiðiflota, 2. bjarnargreiða við lítið byggðarlag, sem skapaði því hundruð milljóna gamalkróna í árlegan taprekstur, 3. nýtingu fjármagns, sem af- markað væri til nýsmíði innan- lands, til kaupa skips erlendis frá. Ég get tekið undir með Hjörleifi iðnaðarráðherra að þetta er yfir- gengileg vitleysa, sagði Magnús. Það á að banna innflutning á fiskiskipum, binda endurnýjun við nýsmíði innaniands, og jafna at- vinnu með fiskflutningum milli staða. Mun hyggilegra hefði verið að kaupa báta en þennan togara. Hvenær breytt um skip? Vilmundur Gylfason (A) krafð- ist svara við spurningu: hvenær var hætt við kaup á frönskum togara, sem kostaði þriðjung af verði þessa norska skips? Hverjir tóku þá ákvörðun? Hvers vegna? Árni Gunnarsson (A) tók í sama streng. Til hefði staðið að kaupa skip sömu tegundar og Hólmatind, Eskifirði, ágætt skip. Þá hefði og boðizt annað norskt skip, í góðu standi, mun ódýrara. Hversvegna var breytt yfir í verksmiðjuskip, eins og til stóð með þetta? Ekki eykur vinnsla á hafi úti vinnu í landi. Kaup á togara var sjálfsögð vegna at- vinnuástands, en hversvegna þróuðust mál eins og staðreynd er nú? Enn var sitt hvað sagt Friðrik Sóphusson (S) áréttaði nauðsyn þess að forsætisráðherra gæfi þinginu tæmandi skýrslu um þróun þessa umrædda máls. Garðar Sigurðsson (Abl) sagði illt að heyra frá fjármálaráðherra sjálfum að byggðarsjóður væri þungt haldinn 1981 vegna togara- kaupa, þegar hald manna væri að flotinn væri stærri en veiðiþol nytjafiska leyfði. Hann tók undir kröfuna um tæmandi skýrslu um málið. Stefán Valgeirsson (F) sagði hér ekki rætt fyrst og fremst um Þórshafnartogara heldur stefnur í byggðamálum. Ástæða væri til að þakka byggðadeild Framkvæmda- stofnunar notadrjúg störf. Ekki hefði verið áhugi á bátaútgerð nyrðra. Þegar verð skips væri metið þyrfti að taka mið af aldri þess og útbúnaði. Ekkert Haukdal (S) sagði for- sendur fyrir fjármagnskostnaði gjörbreyttar sem og þessum kaup- um yfir höfuð; verulegur rekstrar- halli máski um árabil væri litlu byggðarlagi bjarnargreiði. Kaupsamningur hefur enn ekki verið gerður. Enn er hægt að snúa við. Vonandi bera stjórnöld í landinu gæfu til þess að stöðva þessi vanhugsuðu kaup! það geta þau enn ef vilji stendur til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.