Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 47 Fram sigraði örugglega KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Fram sijjraði lið ÍBK mjöK öruKglöga í íþróttahúsi Hagaskólans í gærkvöldi. Lið Fram hafði frumkvæðið í leiknum lengst af, lék vel bæði í vörn og sókn og sigur þeirra því mjög sanngjarn. Lokatölur leiksins urðu 86 — 75, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41—36 Fram í hag. Leikur liðanna var mjög skemmtilegur á að horfa og mikil stemmning hjá fjölda áhorfenda sem á leikinn horfðu. Framan af fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum og mikil og góð barátta í báðum liðum. Liðin voru jöfn að stigum í 1. deildinni og því mikið í húfi að sigra í leiknum. Er fyrri hálfleikur var hálfnaður náði Fram nokkuð ör- uggri forystu og hélt henni út leikinn. Leikmenn ÍBK gáfust þó aldrei upp börðust mjög vel allap leikinn út í gegn. Mikill kraftur var í leikmönnum Fram í upphafi síðapi hálfleiksins og léku þeir þá stórvel bæði í vörn og sókn. Mikill hraði var í leik þeirra og ÍBK stóðst þeim ekki snúning að þessu sinni. Lið Fram yar drifið áfram af Bandaríkja- manninum Bracey sem átti stór- kostlegan leik. Allar sendingar hans svo og knattmeðferð var eins og hún gerist best. Þá hitti hann mjög vel og skoraði 29 stig í leiknum. Yfirferð hans svo og gott auga fyrir leiknum var í algjörum sérflokki. Þá áttu þeir Símon, Viðar og Þorvaldur allir mjög góðan leik. Lið Fram myndi sóma sér vel í úrvalsdeildinni. Lið IBK er ungt að árum og á án efa eftir Fram — ÍBK 86:75 að ná langt. Bestu menn liðsins að þessu sinni voru Read, Axel og Stefán. Stigin hjá Fram. Bracey 29, Símon 20, Viðar 19, Þorvaldur 11, Björn 4, Björn J 2, Ómar 1. Stig IBK, Read 27, Axel 18, Jón 9, Stefán 8, Viðar 4, Björn 4, Óskar 3, Brynjar 2. — þr. Kðrfuknaltlelkur V-......... ......../ ViA cotinm i PpVIU oclllll ldrKIU íldll segir Ólafur H. Jónsson fyrirliði FYRIRLIÐI íslenska landsliðsins í handknattleik sem leikur í Frakklandi er ólafur H. Jónsson. ólaf er í raun óþarft að kynna. Hann er búinn að vera i eldlinunni i fjöldann allan af árum í handknattleiknum. bæði hér heima og erlendis. ólafur hefur leikið alls 136 landsleiki fyrir íslands hönd í handknattleik. eða fleiri en nokkur annar leikmaður. ólafur er 32 ára gamall, hann starfar sem framkvæmdastjóri við heildverslun og verslun sem hann rekur. Mbl. spjallaði við Ólaf í gærdag og innti hann eftir því hvernig B-keppnin sem framundan er legðist í hann, og hverjir væru mögulcikar íslenska liðsins í keppninni. — Þessi keppni sem framundan er leggst vel í mig. Landsliðið er eins vel undir keppnina búið og nokkur kostur er miðað við að við erum áhugamenn sem vinnum fullan vinnudag. Liðsheildin er mjög góð hjá okkur. Þetta er góð blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og reyndum jöxlum. Hópurinn hefur haldið marga fundi, rætt málin og leyst ýmis vandamál varðandi leikskipulag, hvort heldur er varnaraðgerðir eða sóknaraðgerðir. Nú er allt klappað og klárt fyrir B-keppnina og bara að bíða og sjá hvernig tekst til. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að það eru gerðar til okkar miklar kröfur. Sérstaklega eftir þann góða árangur sem við höfum náð í leikjum að undan- förnu. Það verður því mikil pressa á okkur í leikjunum úti í Frakk- landi. Þess vegna verðum við að ná að leika eðlilega í leikjum okkar. Liðið þarf að sanna sig í erfiðri keppni eins og þeirri sem fram- undan er. Liðsheildinni hefur far- ið mikið fram á síðustu 10 dögum. Vonandi verður áframhald á því. Það er ekkert launungarmál, að við setjum markið hátt og erum ákveðnir í að standa okkur vel. Við höfum sett markið á fyrsta til þriðja sætið í keppninni. Ég sem Fimleikafólki boöiö til Norðurlanda FIMLEIKASAMBAND Islands athugar nú möguleikana á þvi að þekkjast boð um að senda fim- leikafólk til sýninga og keppni á Norðurlöndunum á næstu misser- um. Að sögn Ástbjargar Guð- mundsdóttur. formanns sam- bandsins, hefur islenskum hóp- um verið boðið á fimieikahátiðir i apríl, júní og júli og á fimleika- mót i mars og maí. Taldi Ást- björg, að grundvöllur væri hugs- anlega fyrir eitthvað af ferðum þcssum, fjármálin væru þó ætið erfið. bá má geta þess, að eitthvað mun að öllum líkindum sjást af erlendum gestakeppendum á meistaramóti íslands i fimleik- um, sem fram fer með vorinu. fyrirliði ætlast til þess að liðið nái langt. Liðið er svo leikreynt að það ætti að takast. Ég er orðinn dauðþreyttur á því hversu oft illa gengur í svona keppnum. Nú finnst mér andinn í liðinu ekki vera ósvipaður og í hópnum sem fór í forkeppnina á Spáni á sínum tíma og náði langt. Vonandi er það góðs viti. Það eru tvö lið í riðlinum sem verða okkur erfið. Sænska liðið tel ég erfiðasta mótherjann. Síðan Pólverjanna. En ég vil undirstrika það að allir leikirnir ÞAÐ stefnir allt i besta hugsan- lega úrslitaleikinn í bikarkeppni KKÍ. Búið er að draga i 4-liða úrslitum og leika annars vegar Njarðvík og ÍS og hins vegar ÍBK og Valur. Njarðvík og Valur verða að teljast sigurstranglegri verða okkur erfiðir. Það verður hver og einn leikur tekinn út af fyrir sig. Leikurinn stendur yfir í klukkustund og þá stund verður að taka eins og hörkuvinnu. Ef liðið nær að smella saman þá ætti þetta að ganga sæmilega vel. Það er enginn leikur unninn fyrir fram. Leikirnir vinnast aðeins á vellin- um með baráttu, dugnaði og góðu leikskipulagi. Það er oft stutt á milli sigurs og ósigurs. Það er alveg spurning hvort maður á nokkuð að vera að spá um úrslit í okkar riðli. En ég skal láta til leiðast. Spá mín er þannig: Pólverjar, íslendingar, Svíar, Frakkar, Austurríkismenn, og Hollendingar reka lestina. Svo vona ég að þessi spá mín rætist og að okkur takist að standa okkur vel í sjálfri keppninni tfm þriðja til fjórða sætið í B-keppninni, sagði fyrirliðinn. —ÞR. iiðin, en Valsmenn gætu þó hæg- lega lent i basli gegn Keflavik. þvi leikurinn á að fara fram syðra. Leikið verður í Keflavik 26. febrúar, en siðan i Njarðvik 1. mars. ólafur H. Jónsson fyrirliði islenska landsliðsins í handknatt- leik ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Árnadóttur. Ljósm. Kristján i.inarsson. Stórleikir á Suðurnesjum Besti maðurinn á vellinum, Bandarikjamaðurinn i liði Fram, Bracey, treður hér boltanum ofan i körfuna. Bracey átti stórkostlega góðan leik í gærkvöldi. Ljósm. KÖE. Exeter sigraði 4-0 ÚRSLIT i ensku knatttspyrnunni i gærkvöldi urðu þessi: 1. deild: Stoke — Nott. Forest 1—2 3. deild: Reading — Newport 1—1 j Bikarkeppnin Exeter — Newcastle 4-0 Skoski bikarinn: Rangers — St. Johnstone 3-1 Naumur sigur LANDSLIÐ Belgiu i knattspyrnu sigraði lið Kýpur naumlcga 3—2, í undankeppni HM-keppninnar. Það var Plessers sem skoraði fyrsta mark Belgiu á 12. minútu og Vandenbergh bætti öðru marki við á 18. minýtu. Lysandr- ou minnkaði muninn í 2—1 rétt fyrir hálfleik. Kýpur jafnaði svo leikinn 2—2 á 52. minútu síðari hálfleiksins. Sigurmark Beiga skoraði svo Ceulemans á 67. mínútu. Áhorfendur að leiknum sem fram fór í Brússel voru 17.500. Staðan i riðlinum er nú þessi: Belgia írland Frakkland Holiand Kýpur 4 3 10 7 5 3 117 2 2 0 0 4 2 0 0 2 0 5 0 0 5 0 Mikil keppni hjá unga fólkinu Á LAUGARDAGINN fór fram í Hlíðarfjalli við Akureyri Febrúarmót i svigi, og var keppt i aldursflokkum sem eru yngri en 12 ára. Þátttaka var góð enda skartaði veðrið sinu fegursta. Urslit voru sem hér segir: FEBRÚARMÓT SVIG 14.2.81. 7 ÁRA FL. STÍJLKUR 1. Harpa Hauksdóttir 86,82 2. Sisý Malmquist 112,86 3. HeÍKa Malmquist 115,75 7 ÁRA FL. DRENGIR 1. GunnlauKur MaKnússon 82,87 2. Gunnar Ellertsson 90.95 3. Stefán Þ. Jónsson 91.12 8 ÁRA FL. STÚLKUR 1. María Maicnúsdóttir 84.71 2. Mundína Kristinsd. 100.81 3. Harpa örlyicsd. 101.37 8 ÁRA FL. DRENGIR 1. Sævar Guómundsson 82,36 2. Maxnús Karlsson 89,09 3. Andri M. bórarinsson 90.62 9 ÁRA STÚLKUR 1. Ása S. Þrastad. 70,71 2. SÍKriður Þ. Haróard. 70.82 3. Rakel Reynisdóttir 73.29 9 ÁRA DRENGIR 1. Sverrir RaKnarsson 04.12 2. Vilhelm Þorsteinsson 67.00 3. SÍKurbjorn Þorxeirsson 68.84 10 ÁRA STÍll.KUR 1. SólveÍK (ííslad. 71.20 2. InirKeróur MaKnúsd. 72.80 3. Jórunn Jóhannsd. 89,45 10 ÁRA DRENGIR 1. Jón InKvi Árnason 04.15 2. Kristinn Svanbergs 07.90 3. Jón Haróarson 08.17 11-12 ÁRA STÚI.Kl'R 1. Gréta Bjnrnsd. 70.97 2. Kristin Hilmarsd. 80.03 3. Arna fvarsd.81.il 11-12 ÁRADRENGIR 1. Hilmir Valsson 72.62 2. Gunnar Reynisson 70.81 3. AAalsteinn Árnason 77.98 Ungmennafélagið Snæfell Stykkishólmi óskar eftir aö ráða knattspyrnuþjálfara fyrir meistaraflokk félagsins á komandi keppnistíma- bili. Uppl. veitir Þorgeir Njálsson, sími 91-28365 frá kl. 13—19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.