Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 46
I M 46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 B-heimsmeistarakeppnin í handknattleik íslenska landsliðið til Frakklands í dag — fyrsti leikur á laugardag gegn Austurríki í DAG heldur íslenska landsliðið í handknattleik til Frakklands þar sem liðið tekur þátt í B-heimsmeistara- keppninni í handknattleik. AUs taka 12 þjóðir þátt í keppninni og fimm efstu tryggja sér rétt til þátttöku í A-heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem fram fer svo á næsta ári í Vestur-Þýskalandi. Leikið er í tveimur riðlum í Frakklandi. Riðlaskiptingin er þessi: A-riðill Póliand ísland Svíþjóð Holland Austurriki Frakkland B-riðill Sviss Danmork Tékkóslóvakia Búlgaria Noregur ísrael Eins og sjá má á ofangreindri upptalningu hefur islenska liðið verið frekar heppið með niðurröð- un í riðil. En engu að síður verður vel að takast til ef landslið íslands ætlar að verða í einu af fimm efstu sætunum. Mótherjar íslands Við skulum aðeins líta á mót- herja íslands í riðlinum. Austur- ríki hefur ekki staðið framarlega á handknattleikssviðinu og lið þeirra ætti að vera hægt að sigra. Lið þeirra gæti þó hæglega komið á óvart. Þjóðirnar hafa leikið 5 landsleiki, Island hefur fjórum sinnum sigrað en tapað einum leik. Markatalan er hagstæð, 121—73. Hollendingar hafa ekki sterku liði á að skipa og þá á að vera hægt að sigra örugglega. Þjóðirnar hafa leikið tvo lands- leiki og Island sigrað báða. Markatalan er 54—34. Frakkar gætu reynst erfiðir mótherjar. Þeir leika á heimavelli og sýndu það hér heima í landsleikjum fyrir skömmu, að þeir geta vel bitið frá sér. Alls hafa þjóðirnar leikið 11 Þorbergur Aðalsteinsson hlaut smávægileg meiðsli i siðari leiknum gegn Austur-Þjóðverjum en er óðum að ná sér á strik. Hér skorar hann eitt af fimm mörkum sinum i fyrri ieik liðanna. Ljó8m. R»x. landsleiki, ísland sigrað í 6 leikj- um en Frakkland í 4. Markatalan er íslandi hagstæð. Pólverjar eru erfiðustu keppinautar íslenska liðsins í riðlinum. Þeir hafa sterku liði á að skipa. Og ekki er nokkur vafi á að þeir mæta vel undirbúnir í keppni sem þessa. I 21 landsleik milli landsliða þjóðanna hafa Pólverjar sigrað í 15, einum leik lokið með jafntefli og íslenska landsliðið sigrað í 5 leikjum. Markatalan er Pólverjum hag- stæð, 465 gegn 401. Aðalkeppinautar íslenska landsliðsins í riðlinum verða vafa- laust sænska liðið. Vel má til takast ef íslenska liðið ætlar að sigra það sænska. Svíar hafa alltaf reynst íslenska landsliðinu mjög erfiðir. Þjóðirnar hafa leikið 14 landsleiki í handknattleik. Sví- ar hafa sigrað í 12 leikjum, íslendingar í aðeins einum leik. Einum leik lauk með jafntefli. Markatalan er Svium mjög hag- stæð, 267 mörk á móti 203. Austurríkismenn fyrstu mótherjarnir Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Austurríki á laugardag. Leikurinn fer fram í Saint Eti- enne og hefst kl. 16.15 að íslensk- um tíma. Það er gott að fá frekar létta mótherja í fyrsta leiknum. En þó ber að varast of mikla bjartsýni. Oft í mótum erlendis hefur íslenska landsliðinu í hand- knattleik gengið illa. Á sunnudag verður svo leikið gegn Hollendingum. Sá leikur fer fram í Lyon. En þar mun íslenska landsliðið búa fyrstu daga keppn- innar. Þriðji leikur liðsins er svo næstkomandi þriðjudag gegn Sví- um. Sá leikur gæti orðið mjög þýð- ingarmikill fyrir íslenska lands- liðið. Leikur liðanna fer fram í Grenoble. Síðasti leikurinn í riðlinum er svo gegn Pólverjum í Besancon á miðvikudag. Hverjir eru mögu- leikar íslenska landsliðsins? Það er alltaf erfitt að spá um úrslit í keppnum sem þessum. Islenska landsliðið hefur gott veg- arnesti í B-keppnina að þessu sinni. Að baki eru góðir sigrar gegn sterkustu liðum heimsins á handknattleikssviðinu. En það má ekki ofmetnast af þeim sigrum. Þeir voru í vináttulandsleikjum en ekki keppni þar sem hart er barist um hvert stig. Það er þó vitað mál að landslið íslands er mjög sterkt. Nái liðið vel saman og verði heppnin fylgi- fiskur þess á liðið alla möguleika á að ná mjög langt í B-keppninni að þessu sinni. Spá Mbl. um lokaröð í riðli íslenska liðsins er þessi: Pólland Svíþjóð ísland Frakkland Austurríki Holland Spá Mbl. um lokaröð í B-riðlin- um er þessi: Tékkóslóvakía Danmörk Sviss Búlgaría ísrael Noregur Þegar keppninni í riðlunum er lokið leika þjóðirnar saman um lokasætin. Pólverjar myndu leika gegn Tékkum um 1. og 2. sætið, Svíar og Danir um 3. og 4. sætið og íslendingar og Svisslendingar um 5. og 6. sætið og svo koll af kolli. Þessi spá hér á undan er sett fram islenska landsliðið ÍSLENSKI landsliðshópurinn í handknattleik er skipaður eftirtöldum leikmönnum: lands- Markverðir: aldur hæð þyngd leikir Kristján Sigmundsson 24 188 85 48 Jens G. Einarsson 25 184 82 32 Einar Þorvarðarson 23 191 85 6 Aðrir leikmenn: ólafur H. Jónsson fl. 32 191 93 136 Páll Björgvinsson 29 184 80 54 Bjarni Guðmundsson 24 181 74 84 Þorbjörn Guðmundsson 26 197 97 65 Atli Hilmarsson 21 190 79 18 Steindór Gunnarsson 24 184 82 63 Axel Axelsson 29 192 88 85 Stefán Halidórsson 22 184 82 23 Þorbergur Aðalsteinsson 24 190 87 53 Sigurður Sveinsson 22 194 86 31 Guðmundur Guðmundsson 19 179 75 4 Steinar Birgisson 25 187 88 12 Páll ólafsson 20 188 84 9 Landsliðsþjálfari er Hilmar Björnsson. Liðsstjóri Gunnsteinn Skúlason. Læknir í ferðinni til Frakklands verður Pál! Eiriksson. Páll Björgvinsson hefur sjaldan leikið betur en i vetur. til gamans, vonandi á íslenska liðið eftir að koma á óvart í keppninni og verða í einu af þremur efstu sætunum. í síðustu B-keppni sem fram fór í Austur- ríki árið 1977, hafnaði íslenska landsliðið í fjórða sæti í keppninni eftir æsispennandi leik gegn Tékk- um um 3.-4. sætið. Jafnt var, 18—18, eftir að venjulegum leik- tíma lauk, en Tékkar sigruðu naumlega í framlengingunni. Þá hlutu Svíar 1. sætið og Austur- Þjóðverjar 2. sætið. - þr Handknattielkur Davíð og Vilborg sigruðu MEISTARAMÓT karla og kvenna 17 ára og eldri í fimleik- um var haldið i íþróttahúsi Kenn- araháskóla Íslands sunnudaginn 15. febrúar. Úrslit urðu sem hér segir: KARLAR: GÖLF DaviA InvHs.m Á 8,00 KrÍNtmundur SÍKurAsson Á 7.80 IngAlfur Stefánsxon Á 7,70 Þór Thorarensen Á 7,70 BOGAHESTIIR DaviA Ingason Á 6,90 Atli Thorarensen Á 6,20 Kristmundur SigurAss. Á 5,40 HRINGIR DaviA Inxason Á 8,20 Atli Thorarensen Á 6,60 Haraldur Pálsson iBA 6,50 STÖKK Kristmundur SÍKurAsson Á 7,70 DaviA Inaason Á 7,60 Atli Thorarensen Á 7,40 TVÍSLÁ DaviA Ingason Á 7,00 Haraldur Pálsson ÍBA 6,80 Ingólfur Stefánsson Á 6,30 Kristmundur SigurAsson Á 6,30 SVIFRÁ DaviA Inxason Á 7,70 Ingólfur Stefánsson Á 5,80 Kristmundur SigurAsson Á 5,00 SAMTALS: DavlA Inxason Á 45,40 Kristmundur SigurAsson Á 38,0 Ingólfur Stefánsson Á 36,90 KONUR STÖKK Vilborg Nielsen Gerplu 6,80 Rannveig GuAmundsd. BjOrk 6,60 Móna Steinsdóttir Fylkir 5,95 TVÍSLÁ Vilborg Nielsen Gerplu 8,00 Björk Olafsdóttir Gerplu 7.95 Rannveig GuAmundsd. Bjðrk 7,10 JAFNVÆGISSLÁ Bjðrk Ólafsdóttir Gerplu 6,95 Rannveig GuAmundsd. Bjðrk 6,85 Vilhorg Nielsen Gerplu 6,65 GÓLF Bjðrk Ólafsdóttir Gerplu 8,20 Rannveig GuAmundsd. Björk 8,15 Vilborg Nielsen. Gerplu 7,40 SAMTALS: VHbor* Nielsen Gcrplu 28,85 Bjðrk Ólafsdóttir Gerpiu 28,75 Rannveig GuAmundsdóttir Bjðrk 28,71) . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.