Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 Rússar sleppa andófsmanni Vln. 18. febr. AP. SOVÉZKI andófsmaðurinn Yosef Mendelevich var látinn laus úr sovézkum vinnubúðum í dag eftir viðræður í Washington milli Gyðingaleiðtoga og sov- ézkra diplómata, þeirra á meðal Anatoly Dobrynin sendiherra. Mendelevich kom til Vínar með flugvél Aeroflot um hádegisbil og átti síðan að halda áfram til ísraels. elevich. Tveir aðrir Rússar eru í fangeisi vegna tilraunarinnar til að ræna flugvélinni í Leníngrad. Sérfræðingar segja, að Mendel- evich kunni að hafa verið sleppt til að sýna góðan hug sovétstjórnar- innar í garð Reagan-stjórnarinn- ar. Aðrir telja ákvörðunina til marks um, að Rússar vilji með henni skapa jákvætt andrúmsloft fyrir 26. kommunistaráðstefnuna, sem í vændum er, eða setja hana í samband við Madrid-ráðstefnuna, þar sem Rússar hafa sætt gagn- rýni fyrir mannréttindabrot. Mendelevich er 33 ára gamall Gyðingur úr rétttrúnaðarkirkj- unni og var handtekinn 15. júní 1970 fyrir þátttöku i misheþpnaðri tilraun til að ræna flugvél í Leníngrad. Hann var dæmdur til tólf ára vinnubúðarvistar í Úral- fjöllum fjrrir „svik við Sovétrikin." Bæði ísraelsstjórn og systur Mendelevich í ísrael, Rivka Dori, kom ákvörðunin um að sleppa honum á óvart, því sovézk yfirvöld hafa margoft lýst því yfir, að hann sé „horfinn". En forseti Heimsráðs Gyðinga, Edgar Bronfman, aðrir fulltrúar ráðsins og sovézkir diplómatar hafa rætt mál Mendelevichs í eitt ár. Mendelevich segist ekkert hafa vitað að hann yrði látinn laus fyrr en á mánudaginn. Hann var flutt- ur frá fangabúðunum í Úral 6. febr. til Perm og hann hélt að honum yrði refsað fyrir að hafa verið í hungurverkfalli. Frá Perm var hann fluttur til Moskvu. Mendelevich sagði við komuna til Vínar: „Ég verð að þakka guði fyrir að losa mig úr fangelsi. Guði sé lof. Ég vona að guð bjargi einnig þeim sem hafa verið í fangelsi með mér.“ Vestrænir fulltrúar segjast ekk- ert hafa vitað fyrirfram um ákvörðunina um að sleppa Mend- Jóhannes Páll páfi blessar um þrjár milljónir Filippseyinga við athöfn til heiðurs 16 kaþólskum píslarvottum, þar á meðal Filippseyingnum Lorenzo Ruiz. sem dóu fyrir málstað trúarinnar í Japan á sautjándu öld. 19 ára piltur ruddist að páfa til að snerta hann Manila. 18. febr. AP. JÓIIANNES Páll páfi II heiðraði í dag minningu sextán píslarvotta, hinna fyrstu utan Evrópu er til greina kemur að taka í dýrlingatölu. að viðstödd- um þremur milljónum manna. Athöfn sem þessi hefur aldrei áður farið fram utan Evrópu. Píslarvottarnir, Filippseyingurinn Lorenzo Ruiz, níu Japanir, þar af tvær konur, fjórir Spánverjar, Frakki og ítali, voru pyntaðir og Svíþjóð: Viðræður við ríkisstarfs- menn f arnar út um þúfur Stokkhólmi, 18. febrúar. — AP. SamninKaviðræður um kaup og kjör 1,3 milljóna opinberra starfsmanna í Svíþjóð fóru í dag út um þúfur en ekki hefur enn verið boðað til verkfalla. Fyrir um hálfum mánuði tókust samningar milli sænska Alþýðu- sambandsins og vinnuveitenda og hafa þeir verið lagðir til grund- vallar í þeim viðræðum sem nú hafa verið fram við ríkisstarfs- menn. Lítið hefur þó miðað í meginmálunum og eru það einkum launahækkanir til þeirra, sem eru fyrir ofan miðjan launastigann, sem um hefur verið deilt. Samningar tókust í dag, öllum að óvörum, milli blaðamanna og útgefenda og hefur verkfallsað- gerðum verið aflýst. Fallist var á tillögu sáttasemjara, en hún gerir ráð fyrir að blaðamenn fái aukinn höfundarrétt á greinum sínum og að hjá þeim, sem ganga erfiðar vaktir, verði vinnuvikan stytt um tvær stundir. hengdir í Nagasaki, Japan, á árunum 1633 til 1637. Páfi sæmdi píslarvottana nafn- bótinni „hinir blessuðu", sem venju samkvæmt leiðir til þess að menn séu teknir í dýrlingatölu. Meðan á athöfninni stóð heyrð- ist mikið væl í sírenum fyrir aftan altari páfa. Eldur hafði komið upp á nálægum áhorfendapöllum, en var fljótlega slökktur. Nítján ára stúdent var hafður í haldi í níu tíma þegar hann hafði ruðzt í átt að páfa til að snerta hann. Hann sagðiu að þetta hefði verið „stórkostleg reynsla", „eins og að snerta Jesúm Krist“ en ráðlagði öðrum að fara ekki að dæmi sínu. Jafnframt skoraði páfi á Kín- verja í dag að gleyma fortíðinni og koma aftur á friðsamlegum sam- skiptum við rómversk-kaþólsku kirkjuna, en þeim var slitið eftir byltinguna 1949. Páfi skoraði á menntaða Fil- ippseyinga að þjóna fátækum í stað þess að græða peninga, ná völdum eða afla sér meiri þekk- ingar, og varaði við of mikilli einstaklingshyggju og þröngri sér- fræðiþekkingu. Jóhannes Páll páfi ók síðan gegnum illræmt fátækrahverfi í Manila eitthvert ömurlegasta fá- tækrahverfi Asíu og sagði að það væri skylda kirkjunnar að verja sjálfsvirðingu fátækra. Reagan leggur til 30% skattalækkun á 3 árum Frá önnu Bjarnadóttur. (réttaritara Mbl. I Wa«hint{ton. 18. (ebrúar. RONALD Reagan forseti Banda- ríkjanna lagði efnahagstillögur stjórnar sinnar fyrir handaríska þingið á miðvikudag. Reagan lofaði i kosningaharáttunni að leysa efnahagsvanda þjóðarinn- ar, ef hann næði kjöri. Efna- hagstillögunum. sem unnið hefur verið að sleitulaust síðastliðinn mánuð, er ætlað að uppfylla það loforð. Reagan leggur til 30% lækkun tekjuskatta á næstu þremur árum, verulegan niður- skurð á rikisútgjóldum. minni afskipti alrfkisstjórnarinnar af öllum hlutum og tryggja stefnu í peningamálum. Hann vonar, að bandariska þingið samþykki til- lögurnar óbreyttar, en efna- hagsstefna hans bregður veru- lega frá efnahagsstefnu forvera hans undanfarin 30—40 ár. Repúblikanar eru í meiri hluta í öldungadeild bandariska þingsins en demókratar í fulltrúadeild þess. Reagan hefur gert sitt bezta, til að vinna traust og stuðning þingmanna úr báðum flokkum, síðan hann tók við embætti. Demókratar hafa hrósað Reagan fyrir viðleitnina, en þeir voru oft óánægðir með samskiptin við Jimmy Carter. Reagan þarfnast stuðnings demókrata til að efna- hagstillögur hans verði samþykkt- ar. En demókratar hafa unnið undanfarna daga að baráttu i þinginu gegn tillögum Reagans. Thomas O’Neill forseti fulltrúa- deildarinnar sagði, að repúblikan- ar fengju ekki að strika út með einu pennastriki framfarir í fé- lagsmálum, sem demókratar hafa náð fram með margra ára starfi. Jim Wright leiðtogi meiri hlutans í fulltrúadeildinni sagði, að meiri hluti demókrata væru andvígir 30 pros skattalækkunum á næstu þremur árum, því þær kæmu helzt hinum betur settu til góða. Og Robert Byrd leiðtogi minni hlut- ans í öldungadeildinni sagði á þriðjudag, að demókratar myndu leggja fram eigin skattatillögur í deildinni til höfuðs tillögum Reag- ans. Verðbólga í Bandaríkjunum undanfarin ár hefur orðið þess valdandi, að almenningur hefur færzt jafnt og þétt ofar í skatt- stiganum. Þetta er talið hafa dregið úr framleiðslu og sparnaði í landinu. Vonazt er til, að skatta- tillögur Reagans munu auka aftur framleiðslu og sparnað, en aukin atvinna jafni út tekjumissi ríkis- ins við skattlækkanirnar. Reagan telur ríkisútgjöld rót margs ills og þar að meðal verðbólgu. Hann leggur því til, að útgjöld ríkisins verði skorin niður um 41,1 billjón- ir dollara á þessu ári og enn meir á næstu árum. David Stockman hagsýslustjóri hefur haft umsjón með niðurskurðartillögunum. Þær munu koma niður á flestum ríkis- framkvæmdum og prógrömmum, nema þeim, sem varða varnarmál, en Reagan hefur lofað að auka útgjöld ríkisins til varnarmála. Matgir óttast að efnahagstillögur Reagans muni koma verst niður á hinum bágstöddu, en talsmenn hans og hann sjálfur hafa oft ítrekað, að hinir hjálparlausu muni ekki þjást vegna stefnu hans, heldur hinir, sem hafa notað sér aðstoð ríkisins að ástæðu- lausu. AB Veður víða um heim Akureyri 1 hálfskýjað Amsterdam 5 skýjað Aþena 8 rigning Berlín 1 heiðskírt BrUssel 1 snjókoma Chicago 15 skýjað Feneyjar 4 heiðskírt Frankfurt 3 skýjað Færeyjar 7 rigning Genf 2 snjókoma Helsinki -1 skýjaö Jerúsalem 13 skýjað Jóhannesarb. 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Las Palmas 18 skýjað Líssabon 18 heiðskirt London 4 skýjað Los Angeles 29 heiðskírt Madrid 9 heiðskírt Malaga 15 léttskýjað Mallorca 13 lóttskýjað Miami 24 skýjað Moskva -5 heiðskírt New York 17 heiðskírt Osló 2 heiðskírt París 6 skýjaö Reykjavík 0 snjóél Rró de Janeiro 37 heiðskírt Rómaborg 12 heiðskírt Stokkhólmur 0 skýjaö Tel Aviv 17 skýjað Tókýó 8 skýjað Vancouver 10 rigning Vinarborg 2 skýjað Böðull hverfur DllNsrldorf. 18. febr. AP. HEINZ VILLAIN, sem er sakað- ur um þátttöku i morðum á að minnsta kosti 250.000 mönnum í útrýmingarhúðunum i Majdanek i Póllandi, mætti ekki þegar hann átti að koma fyrir rétt i dag. Atta aðrir sakborningar mættu eins og ráð var fyrir gert. Réttar- höldin munu standa í tvo til þrjá mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.