Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR ÍÓ.' FEBRÚAR 1981
23
Jórdaníumenn:
Hætta st jórnmála-
sambandi við Iran
Amman, 18. íebrúar — AP.
JÓRDANÍUMENN slitu í
dag , stjórnmálasambandi
við írani og kvöddu allt
starfslið sendiráðsins í Te-
heran heim, að því er sagði
í tilkynningu Jórdaníu-
stjórnar. Þar sagði að
þetta væri svar við þeirri
ákvörðun írana að hætta
öllum samskiptum við
Jórdaníumenn vegna
stuðnings þeirra við íraka
í Persaílóastríðinu.
írakar fá mest allan sinn inn-
flutning, þ.á m. hergögn og aðrar
nauðsynjar, um hafnarborgina
Aqaba í Jórdaníu, enda eru írask-
ar hafnarborgir lokaðar af völdum
stríðsins. Iranir hafa einnig borið
Saudi-Aröbum og Kuwaitmönnum
á brýn að annast aðdrætti fyrir
Iraka en því hefur verið harðlega
neitað.
Pakistanar gæta hagsmuna ír-
ana í Jórdaníu en Jórdaníumenn
hafa farið þess á leit við Bangla-
desh, að það annist mál þeirra í
Teheran.
Eldflaugablossar lýsa upp himinninn i Bulawayo. Að minnsta kosti 167 og allt að
350 biðu bana í átökunum þar, þar af um 100 óbreyttir borgarar. Viðræður eru
hafnar milli yfirmanna hersins og skæruliða um afvopnun um 22.000 skæruliða
eftir hina vikulöngu, blóðugu bardaga, hina mestu síðan Zimbabwe hlaut
sjálfstæði 18. apríl.
Mitterand
nær forystu
ParÍN, 18. febr. AP.
FRANCOIS Mitterand, leiðtogi
sósíalista, hefur i fyrsta skipti
fengið meira fylgi en Valery
Giscard d’Estaing forseti i skoð-
anakönnunum fyrir forseta-
kosningarnar 26. april og 10.
maí. En 61% kjósenda gerir ráð
fyrir þvi að forsetinn sigri og
einn þriðji kjósenda er ekki
ánægður með nokkurn fram-
bjóðanda.
Samkvæmt könnun stofnunar-
innar Sofres fyrir hægrablaðið
Le Figaro styðja 52% kjósenda
Mitterand, en 48% Giscard
d’Estaing. Kommúnistaleiðtog-
inn Georges Marchais nýtur
stuðnings aðeins 10% kjósenda,
níu af hundraði styðja gaullist-
ann Jacques Chirac og sjö af
hundraði ætla að kjósa trúðinn
„Coluche" í fyrri umferð.
En aðeins 65% þeirra sem
spurðir voru sögðust hafa end-
anlega gert upp hug sinn. Sam-
kvæmt síðustu könnun Sofres í
janúar hafði Giscard forystuna
51—49 gegn Mitterand, í desem-
ber 56—44 og í nóvember 59—41.
Andmælir hafréttarsáttmála
Yfirmenn lögreglunn-
ar á Spáni segja af sér
Washinfctton. 18. lebr. AP.
BANDARÍSKUR þingmaður,
John Breaux frá Louisiana, sem
hefur verið ráðunautur hafrétt-
arráðstefnunnar, vill að Hvita
húsið hafni samningnum um nýt-
ingu auðlinda hafsins, þar sem i
honum felist „alger uppgjöf*
fyrir löndum Þriðja heimsins og
sovézkum hagsmunum.
Hann segir að samningsdrögin
stríði svo gegn grundvallarhags-
munum Bandaríkjanna, að annað-
hvort verði að gera meiriháttar
breytingar á þeim eða gefa þau
upp á bátinn.
Fundir hafréttarráðstefnunnar
eiga að hefjast að nýju 9. marz í
New York og standa í sex vikur.
Vonað er að sáttmálinn verði
undirritaður við hátíðlega athöfn í
sumar í Caracas.
Madrid. 18. febrúar. — AP.
FJÖLDI háttsettra lög-
reglumanna á Spáni hefur
sagt af sér vegna ásakana
um að lögreglumenn hafi
pyntað til dauða basknesk-
an fanga og er talið að
þessar afsagnir geti haft
Ósló, 18. febrúar. — AP.
NORSKU samarnir fimm héldu í
dag áfram hungurverkfallinu og
fjórir félagar þeirra hyggjast
halda til New York og bera þar
mál sín upp við Kurt Waldheim,
aðalritara SÞ. Enginn árangur
hefur enn orðið af viðræðum
stjórnvalda við fulltrúa þriggja
samtaka sama um framkvæmd-
irnar við Alta.
Ráðherra sveitarstjórnarmála,
Harriet Andreassen, átti í gær
fund með leiðtogum Sama en viidi
ekki fallast á kröfur þeirra um að
hætt yrði við fyrirhugað orkuver í
áhrif á atkvæðagreiðslu á
þingi um útnefningu Leo-
poldos Calvo Sotelos sem
forsætisráðherra.
Talsmenn Miðflokkasambands-
ins, flokks Sotelos, neituðu í dag
fréttum um, að hann hygðist
draga útnefningu sína til baka
Alta-á, enda hafa þær verið sam-
þykktar á Stórþinginu.
Ríkisstjórnin var hins vegar fús
að fallast á ýmsar aðrar kröfur,
eins og t.d. sérstakt þing, sem
nokkurt vald hefði í málefnum
sama, sem eru um 30.000, og
einnig að tekið yrði sérstakt tillit
til sama sem frumbyggja í norsku
stjórnarskránni.
Ríkisstjórnin heldur því fram,
að réttindi sama og virkjunin við
Alta séu tvö óskyld mál en á það
hafa tvenn samtök sama ekki
viljað fallast. Þriðju samtökin
segjast aftur á móti ætla að virða
ákvörðun Stórþingsins.
vegna þessara mótmæla lögregl-
unnar, en aðrir telja að til tveggja
atkvæðagreiðslna verði að koma í
þinginu.
Juan Jose Roson, innanríkisráð-
herra, skýrði frá afsögn lögreglu-
mannanna en meðal þeirra eru
yfirmaður spænsku lögreglunnar,
yfirmaður þeirrar deildar, sem
sett hefur verið til höfuðs ETA,
hryðjuverkasamtökum baska, sem
á síðasta ári myrtu 95 manns, og
yfirmaður lögreglumannanna,
sem yfirheyrðu baskann Arregui,
en hann er talinn hafa látist af
völdum pyntinga.
Talsmaður lögreglunnar sagði,
að afsagnirnar stöfuðu af „fjand-
samlegum-" viðbrögðum almenn-
ings í garð lögreglunnar en fimm
lögreglumenn hafa verið fangels-
aðir í sambandi við rannsókn á
dauða Arreguis.
Bítill í
árekstri
Monserrat, Vestur-Indium. 18. febr. AP.
BÍTILLINN Paul McCartney,
sem dvelst við upptökur á brezku
eynni Monserrat í Vcstur-Indíum
ásamt bitlinum Ringo Starr, ók
jeppa sinum á bilaleigubíl
tveggja Ijósmyndara i dag. Eng-
an sakaði.
McCartney fylltist mikilli heift
og sagði ljósmyndurunum, sem
voru frá AP og blaði í San Juan,
að láta sig í friði. „Af hverju
báðuð þið ekki um leyfi til að taka
af mér myndir?" spurði hann.
Ljósmyndararnir segja að
McCartney hafi kallað þá „skepn-
ur“ og sagt að hvorki hann né
Ringo hygðust gefa út albúm til
minningar um John Lennon.
McCartney sagði að hann væri
hræddur vegna dauða Lennons og
þar sem „heimurinn væri fullur af
brjáluðu fótki".
Þegar McCartney gekk burt
hrópaði annar ljósmyndarinn til
hans og kvaðst vilja biðjast afsök-
unar. „Já, allt í lagi,“ sagði
McCartney og þeir tókust í hend-
ur.
Nauðlentu til að
forðast árekstur
Santa Ana. Kaliforntu. 18. fehrúar. AP.
TVEGGJA hreyfla Boeing 737-þota
nauðlenti í gær á John Wayne-
flugvelli þegar flugmennirnir
reyndu að forðast árekstur við flug
vél, sem fyrir var á brautinni þar
sem þeir ætluðu að lenda. Um borð i
vélinni voru 104 farþegar og fimm
manna áhöfn. 34 slösuðust en eng-
inn þó alvarlega.
Flugstjórnarmenn á flugvellinum
segjast -hafa gefið flugmönnum
Boeing-þotunnar skipun um að
hringsóla um völlinn en eru þó ekki
vissir um að flugmennirnir hafi
heyrt skilaboðin.
Gömul sjómannsdagbók kemur í leitirnar:
• •
Orlagasaga Essex-skipsins
sem „Moby Dick“ sökkti
Nantucket, Massachusetts. 18. febrúar. AP.
í sjómannsdagbók, sem nýlega kom í leitirnar og í rúma öld hefur
legið uppi á hanabjálka i húsi nokkru i Nantucket, er átakanleg
lýsing á því þegar hvalur sökkti hvalveiðiskipi og segja
sagnfræðingar, að hér sé komin frásögn af athurðinum. sem um
er fjallað í sögunni „Moby Dick“.
Dagbókina skrifaði Thomas
Nickerson og lýsir þar árás
búrhvals á skipið Essex, hval-
veiðiskip frá Nantucket, sem
sökk á Kyrrahafi 20. nóvember
árið 1820. aðeins átta af tuttugu
manna áhöfn komust lífs af og
er sagt, að sumir þeirra hafi
Iagst á félaga sína og étið áður
en yfir lauk.
Fyrsti stýrimaður á Essex,
Owen Chase, sagði frá atburðin-
um ári eftir að hann gerðist og
er talið að sú frásögn hafi verið
kveikjan að sögu Herman Mel-
villes um „Moby Dick“, stóra,
hvíta hvalinn, sem réðst á skipið
Pequod, eins og það heitir í
sögunni. Melville mun hins veg-
ar ekki hafa vitað um frásögn
Nickersons enda seinna rituð.
Nickerson var 17 ára gamall
og yngstur um borð í Essex
þegar hvalurinn réðst á skipið en
þá var liðið eitt ár frá því þeir
lögðu úr höfn í Nantucket.
„Ég var við stýrið þegar ég sá
skyndilega geysistóran hval
nálgast okkur á kulborða," skrif-
ar Nickerson í dagbókina.
Skömmu síðar „heyrði ég skips-
félaga mína kalla, að hvalurinn
stefndi beint á skipið og varla
höfðu þeir sleppt orðinu þegar
skipið skalf stafnanna á milli".
Éftir að hvalurinn hafði hitt
skipið öðru sinni tók það að
sökkva og áhöfnin setti á • flot
þrjá björgunarbáta. Þrír menn
björguðust á land í eyju en aðrir
Herman Melville, höfundur bókarinnar um „Moby Dick“
myndinni er vitnað til ýmissa atburða i bókum hans.
fimm, þ.á m. Nickerson, lifðu af
hrakningana í björgunarbátun-
um. Tólf menn létust.
í nærri þrjá mánuði hröktust
bátarnir fyrir veðri og vindum
og Nickerson segir frá því hvað
mönnunum fór á milli þegar þeir
voru orðnir uppiskroppa með
allan mat.
„Við ákváðum, að ef einhver
eða einhverjir dæju skyldu hinir
nærast á líkunum ef það mætti
verða til þess, að einhver kæmist
af.“ Tveimur dögum seinna var
þeim bjargað um borð í hval-
veiðiskip.
Skipstjóranum á Essex og
háseta var bjargað sex dögum
síðar en sagt er, að þriðji
maðurinn um borð í bátnum hafi
verið drepinn til matar eftir að
þeir höfðu varpað um það hlut-
kesti.
Samarnir enn í
hungurverkfalli