Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 33 Friðrik Sóphusson: Þjónustugjöld banka hækka í verðstöðvun Friðrik Sóphusson (S) lagði eftirfarandi spurn- ingar fyrir Tómas Arna- son, bankaráðherra, í Sameinuðu þingi í gær: • 1. Hvernig hafa raun- vextir í bönkum breytzt á innlánahlið og útlánahlið frá áramótum? • 2. Eru ráðgerðar hækk- anir á þjónustugjöld- um banka? Hve miklar? • 3. Með hvaða hætti ætl- ar ríkisstjórnin að lækka vexti 1. mars? Tómas Árnason, ráðherra, sagði má. að erfitt væri að svara fyrstu spurningunni, enda ekki tiltæk örugg viðmiðun verðlags- þróunar það sem af er árinu. Hann sagði að miðað við verð- bólguvöxt 57,6% frá áramótum væru raunvextir almennra spariinnlána í mínus 14,3% en miðað við 55% verðbólguvöxt í mínus 12,9%. Á sama hátt færu raunvextir á vaxtaaukareikn- ingum frá mínus 9,4% til 10,9%, og vaxtaaukainnlánum til 12 mánaða mínust 5,8% til mínus 7,4%. Ef miðað væri við meðal- innlánsvexti og þessa verðlags- þróun væri raunvextir mínus 13,5% til mínus 14,9%. Þá rakti ráðherra vaxtakjör á einstökum útlánaformum. Raunvextir á þeim, eins reikn- aðir, vóru frá plús 2,5% (vísi- tölutryggð lán) níður í allt að 16% í mínus (endurseld afurða- Engin svör um vaxtalækkun 1. marz Friðrik Sóphusson. lán). Meðalútlánavextir væru 46,4%, eða 5,6% til 7% í mínus, eftir því hvað væri lagt til grundvallar í verðlagsþróun. Þá upplýsti ráðherra að amkvæmt efnahagsáætlun rík- isstjórnarinnar stæði til að hækka þjónustugjöld í banka- kerfinu, m.a. til að draga úr vaxtamun bankanna. Þetta myndi ske á næstu vikum og mánuðum. Stefnt væri að því að lækka almenna útlánsvexti 1. marz. Afkoma bankanna væri það góð 1980, þó ekki væri fullljós enn, að þeim „hefði nokkuð svigrúm til að taka á sig aukið út- streymi". Ekki væri þó fullljóst, hvern veg yrði að þessu stefnu- marki stjórnarinnar staðið; unnið væri að málinu í samráði við bankana. Ég get þó ekki sagt enn sem komið er, hvern veg ríkisstjórnin ætlar að lækka vexti, þ.e. með hvaða hætti, en það verður að vera innan þess ramma að bankakerfið geti staðið undir sér. Þessi mál liggja ekki svo skýrt fyrir enn. Friðrik Sóphusson (S) sagði ljóst: • 1. Að breytt innlánsform samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnarinnar hlyti að leiða af sér vaxtahækkun í útlánum, og svar ráðherra bæri með sér að raunvext- ir hefðu hækkað frá ára- mótum. • 2. Ríkisstjórnin stefndi í hækkun allra þjónustu- gjalda í ríkisbönkum, og þá væntanlega í banka- kerfinu, þrátt fyrir verð- stöðvun. • 3. Þótt aðeins séu örfáir dag- ar til mánaðamóta, 1. marz, getur ráðherra ekk- ert sagt okkur um, hvern veg framkvæma á boðaða útlánavaxtalækkun, er þá á að taka gildi. • 4. í 29. gr. Ólafslaga er sú kvöð lögð á herðar ráðhera að leggja fyrir Alþingi sérstaka útlánaáætlun, samhliða lánsfjáráætlun. Nú er lánsfjáráætlun loks komin fram en ráðherra nefndi ekki útlánaáætlun- ina einu orði. Vextir í bankakerfinu: Verðtryggðir hjá viðskipta- vininum — ekki bankanum - segir Guðmundur G. Þórarinsson Hvernig stendur á því að vextir a£ verðtryggðum innlánsreikningum eru reiknaðir á annan hátt en vextir af verðtryggðum út- lánum? Þannig spurði Guðmundur G. Þórarins- son (F) Tómas Árnason, bankaráðherra, í Samein- uðu þingi í gær. Þegar lánað er út eru vextirnir verðtryggðir, eins og láns- íjárupphæðin, en EKKI þegar innlán eiga í hlut. Ráðherra las upp bréí frá Seðlabanka, sem skýra átti mismunandi meðferð vaxtareiknings eftir inn- og útlánum, en fyrirspyrj- andi taldi svarið ónógt og ekki til þess fallið að efla trú viðskiptamanna hankakerfisins á inn- lánsstofnunum og meðferð mála í þeim. Tómas Árnason, hankaráö- herra, las bt-éf frá Seðlabanka þar sem segir efnislega að meg- inmunur vaxtareiknings útlána og innlána sé sá, að útlán hafi fasta gjalddaga, einkum heilum eða hálfum árum frá stofndegi láns, og nægileg nákvæmni þyki nást með breytingu vísitölunnar frá stofngildi hennar ásamt vöxtum á verðtryggðum grunni. Inn á innlánsreikninga sé hins vegar frjálst að leggja hvenær sem er og sömuleiðis taka fé út á ýmsum tímum mánaðar að út- runnum uppsagnarfresti. Þar sem gildi vísitalnanna miðist við mánaðamót þarf að beita ein- faldri samtíma reglu og þótti einfaldast og ljósast að færa inngreiðslur til næstu mánaða- móta og útgreiðslur frá síðustu mánaðamótum með vöxtum 12 mánaða vaxtaaukainnlána. Vaxtareikningur þessara inn- lána fylgist að við annan vaxta- reikning innlánsstofnana og lýt- ur venjum og tækniskilyrðum á því sviði. Þessar aðferðir leiða til þess að 1% vextir eru reikn- aðir ofan á uppfærðan höfuðstól í lok hvers mánaðar og geymdir á vaxtatali reiknings til ársloka. Leiðir það til eilítið lægri raun- vaxta en 1% samkvæmt venju- legum skilningi, eða um 0,8— 0,9% raunvaxta eftir því, hver verðbólgan er. Þessi regla er viðurkennd með gildandi vaxta- tilkynningum. Benda má á, sagði ráðherra, að séu afborgan- ir útlána ekki greiddar á réttum gjalddaga, er einnig reiknað aukalega með dráttarvöxtum í þeirra tilviki. Guðmundur G. Þórarinsson (F) þakkaði svörin, en taldi þau fátækleg. Mergurinn málsins færi að meðferð vaxtaútreikn- ings væri með öðrum hætti þegar metinn væri greiðslu- skylda bankans en viðskiptavin- arins. Svar Seðlabankans væri almenns eðlis en snerti'r í engu það atriði, það grundvallarat- riði, sem ég spurði um. Ég mælist til þess að ráðherra fái þessum útlánareglum breytt; annað eflir ekki traust við- skiptavinanna á bankakerfinu eða innlánsformi því sem nú er beitt. ALÞINGI Oskilahross í-Áshreppi í Austur Húnavatnssýslu er í óskilum hryssa, meö folaldi bæöi ómörkuö. Hrossin eru rauöjörp aö lit, dökk í tagl og fax. Hryssan er á aö giska 12 til 13 vetra. réttur eigandi gefi sig fram, sanni eignarrétt sinn og greiöi áfallinn kostnaö. Hreppsstjóri. Frá Vélstjórafélagi íslands Félagsmenn eru vinsamlegast beönir um aö skila spurningaeyöublaöi því, sem fylgdi síðasta „strokk“, til skrifstofunnar, sem allra fyrst. Vélstjórafélag íslands. Keflavík - Garður - Sandgerði Frá og meö mánud. 23. febr. nk. veröa eftirtaldar breytingar á brottfarartímum bifreiöa okkar: Frá Keflavík til Sandgeröis kl. 12.45 (í staö kl. 12.30). Frá Sandgeröi til Keflavíkur og Reykjavíkur kl. 13 (ístað 12.45). Sérleyfisbifreiöir Keflavíkur VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþíngitmenn og borgarfulltrúar Sjélfstæöisflokkaina verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 A laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00. Er þar taklð á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendíngum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. MORGUNBLAÐIÐMORG MORGUNBLAÐIÐMOR MORGUþrBLAÐIÐMQS5, MORGU MORGI/^ /A Blað- burðar- fólk óskast Austurbær Samtún Miötún Leifsgata Ármúli Síöumúli Mtt MC\ MC\ MOS MOFX MORÁ MORf/ mor/ mof/ MOfói M0rM MC/ MORGUlX MORGUNBlÁ^ MORGUNB MORGUNBLADIDh/fe^ /NBLAÐIÐMC LAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ QiQMORGUNBLAÐIÐ y/- —^RGUNBLAÐIÐ INBLAÐIÐ BLAÐIÐ BLAÐID JHLAÐIÐ -\.AÐIÐ AÐIÐ ADID ÐIÐ TciLAÐID LAÐIÐ AÐIÐ IÐ AÐIÐ )DIÐ Hringiö í síma 35408 AÐIÐ ^Vaðið ? \AOIÐ Vðið >|d rSCMDIÐ þBLAÐIÐ ^LAÐIÐ flBLADID /CJNBLAÐIÐ /iUNBLAÐIÐ /ÍGUNBLAÐIÐ IGUNBLADIÐ MORGUNBLAÐIÐMORGuNBLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.