Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981 Því ekki að hækka far- gjöld skipafélaga um 19% til að bæta hag Skipa- útgerðar ríkisins? Af hverju ekki að hækka flutn- ingsicjald af vörum, sem fluttar eru með Eimskip, Hafskip, eða öðrum skipafélögum um 19% til að bæta hag Skipaútgerðar ríkisins? Hvað segðu stjórnendur og eig- endur þessara fyrirtækja ef slíkt frumvarp til laga væri lagt fram á alþingi og samþykkt á sama tíma og þessi fyrirtæki berðust í bökkum og væri bannað að hækka sín eigin flutningsgjöld. Frá árinu 1970 til ársins 1974 voru í gildi lög um ráðstafanir til að bæta hag Rafmagnsveitna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum áttu allir þeir sem seldu raforku í heildsölu til dreifiveitna eða beint til notenda að greiða visst gjald í orkusjóð sem verðjöfnunargjald, sem verja skyldi til að bæta hag Rafmagnsveitna ríkisins. Með lögum nr. 83/1974 var innheimtufyrirkomulaginu breytt á þann veg að gjaldið var lagt á sama stofn og söluskattur er reiknaður, þ.e.a.s. á síðasta stig viðskipta í smásölu, þá var gjaldið hækkað í 13%. í greinargerð um þessa hækk- un segir að gjaldið sé hækkað til að mæta miklum fjárhagsvanda Raf- magnsveitna ríkisins. Lög þessi voru sett til eins árs í senn, en hafa verið framlengd óbreytt að efni til. Við framlengingu laganna árið 1978 var verðjöfnunargjaldið hækkað úr 13 í 19%, ég hef ekki séð greinar- gerðina fyrir þessari hækkun en þá hlýtur að hafa staðið eitthvað á þá leið, til að mæta ennþá meiri fjárhagsvanda Rafmagnsveitna rikisins. í frumvarpi til laga um breytingu á lögunum um verðjöfnunargjald frá árinu 1974, sem lagt var fram á alþingi árið 1980, bættist við ný málsgrein svohljóðandi: Ráðherra er þó heimilt að lækka gjaldið með reglugerð úr 19% í 16% frá 1. júlí 1981 að telja. Eyjólfur skyldi þó aldrei vera að hressast? Hver er kominn til með að trúa því að verðjöfnunargjaldið verði lækkað í sumar eins og ástandið í þessum málum er í dag? Samband íslenskra rafveitna hefur mótmælt þessu verðjöfnunargjaldi frá upphafi. Það er ekki verið að gera lítið úr fjárhagsvanda Rafmagnsveitna ríkisins, né Orkubús Vestfjarða, mér er vel kunnugt um þá þjónustu og þær framkvæmdir sem þessum fyrirtækjum ber að leysa af hendi, heldur finnst mér óréttlátt að binda þaö í lögum að rafmagnsnotendur í bæjar- og sveitafélögum leggi 19% aukaálag á sína rafmagnsnotendur á sama tíma og búið er að sverfa svo að gjaldskrám rafveitna sveit- arfélaganna sjálfra með ráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar nú um ára- mótin, að það stefnir í algjört gjaldþrot. Það þarf að leysa fjárhagsvanda Rafmagnsveitna ríkisins og Orku- bús Vestfjarða í eitt skipti fyrir öll með beinu framlagi úr ríkissjóði, láta svo þessi fyrirtæki standa undir sér sjálf hjálparlaust eins og aðrar rafveitur (ég er ekki að tala um þá erfiðleika sem steðja að í dag hjá Landsvirkjun hvað vatnsleysi snertir, vonandi skapast aldrei slíkt ástand framar). Til þess að gefa landsmönnum Jóhann Lindal Jóhannsson örstutt yfirlit um þau mál nægir að benda á eftirfarandi: Árið 1978 fór um 42% af heildarorkusölu raf- veitna til raforkukaupa, nú í ár er gert ráð fyrir að milli 50—65% af heildsölu rafveitna fari í orkukaup- in. Þetta skeður á þann veg að heildsöluverðið hækkar yfirleitt á 3ja mánaða fresti, þá er sótt um gjaldskrárhækkun á smásölum, oftast fáum við hækkun liðlega rétt til að mæta heildsöluhækkuninni. Það sér hver maður að í 40—50% verðbólgu er ekki nóg að hækka einungis rafmagnsverðið til að mæta heildsöluhækkuninni á raf- orkunni, rafmagnsnotendur eru ekki einungis að greiða fyrir það rafmagn, sem fer gegn um þeirra kwst-mæli, heldur var einu sinni gert ráð fyrir þætti sem var kallað- ur þjónusta, þ.e.a.s. viðhald, eftirlit, endurnýjun bæjarkerfa o.þ.h. Þann 2. janúar sl. birtist eftirfarandi auglýsing í Stjórnartíðindum: „Með tilvísun til samþykktar ríkisstjórn- arinnar 31. des. 1980 um efnahags- ráðstafanir og samkvæmt 25. gr. orkulaga nr. 58. 29. apríl 1967, hefur ráðuneytið staðfest 10% hækkun á gildandi gjaldskrám rafveitna sveitarfélaga frá og með 2. janúar 1981.“ Frá sama tíma hækkar heildsöluverð frá Landsvirkjun og Rafmagnsveitum ríkisins, um 16%. Þessi 10% smásöluhækkun rétt dugði til að mæta heildsöluhækkun- inni hjá Rafmagnsv. Reykjavíkur og Rafveitu Hafnarfjarðar, því þeir kaupa beint af Landsvirkjun, en við Suðurnesjamenn kaupum af Raf- magnsveitum ríkisins á 17% hærra heildsöluverði en Reykjavík og Hafnarfjörður, svo eins og sést á þessari 10% úthlutun sem við fengum hjá ríkisstjórninni dugar hún engan veginn til að mæta heildsöluhækkuninni. Við höfum mótmælt þessu. Það liggur við að svarið sé eitthvað á þessa leið: Við erum að vinna að þessum málum, ekki trufla okkur með staðreynd- um. Jóhann Líndal Jóhannsson, rafveitustjóri. Njarðvík. Ingjaldur Tómasson: „Orkumál í ískyggilegum öldudal44 Jólaboðskapur orkuráðherra Hann byrjar með því að ráð- herrann tilkynnir Alþingi, að hann lumi á einum alódýrasta stórvirkjunarvalkosti sem til sé. Hún heiti hvorki Blöndu-, Fljóts- dals- né Sultartangavirkjun. Ein- faldlega heiti hún „Afnám Álvers- ins“ í áföngum. Eftir stuttan tíma kemur svo stóra bomban, þegar sami ráðherra lýsir því yfir í fjölmiðlum að ÍSAL hafi stolið „í hafi“ tugum miljarða af íslending- um. Og svo mikil gleði greip um sig bæði í sjónvarpi og útvarpi, að agnið var gleypt hrátt og fullyrt um gildi þess. Og ánægjan með þennan óvenjulega jólaboðskap leyndi sér ekki, bæði í svip og framsögn fréttanna. Svo virðist sem ráðherrann hafi síðar fengið snert af samviskufiðringi, þegar hann dregur mjög í land og lýsir því yfir að fullyrðingar hans áður séu ósannaðar. Yfirlýsing um hinn nýstárlega virkjunarkost sýnir ljóslega, að allt það sem ég og margir fleiri hafa haldið fram um algera andstöðu orkuyfirvalda gegn allri orkubeizlun hér á landi og stríðsyfirlýsingu gegn þeim framfaraöflum þjóðarinnar sem vilja virkja eins mikið og ört eins og frekast er mögulegt, svo við losnum sem fyrst úr hinni hrolU vekjandi olíukreppu, er sorglegur sannleikur. Steindauð virkjunar- og iðnaðarstefna Eitt helzta „mottó" Alþýðu- bandalagsins í síðustu kosningum var alíslenzk iðnaðaráætlun, sem allan vanda átti að leysa. Jafn- framt var kynnt eindregin and- staða gegn stórvirkjunum og stór- iðju og svo sannarlega var ekki látið sitja við orðin tóm, því strax eftir valdatöku núverandi ríkis- stjórnar átti að hægja mjög á eða stöðva allar framkvæmdir bæði við Hrauneyjafoss og á Grundar- tanga, en horfið var frá því, vegna andstöðu ráðherra hinna svoköll- uðu lýðræðisflokka. Iðnaðarráðu- neytið undir stjórn iðnaðarráð- herra er orðið algert ráðskrípi, sem lítið gerir annað en skipa ný ráð, starfshópa og nefndir (um 40 talsins). öll viðbrögð við efna- hags- og orkukreppunni eru hin furðulegustu. Talað er um, að ekki megi vænta árangurs af vinnu- brögðum eða vinnuleysi ráðanna og nefndanna fyrr en í fyrsta lagi eftir 4,6 — 10 ár. Vinnubrögð orkusparnaðarnefndar hafa verið lítið annað en fálm um vélastill- ingar, einangrun húsa og fleira, sem lítinn sparnað hefir sýnt. Mikið hefir verið gumað af sparn- aði vegna notkunar svartolíu, en nú hefir hún stórhækkað í verði og víst er, að vélar, sem nota hana, endast verr. Auk þess eru olíu- skiptin mjög kostnaðarsöm. Sem- entsverksmiðjan verður að nota mjög mikið af olíu, sem veldur mikilli verðhækkun á sementi. Þetta vandamál datt ráðamönnum í hug að leysa með því að flytja inn pólsk kol. En þegar til átti að taka sviku Pólverjar það loforð vegna eigin orkukreppu. Síðan eru einhverjir orkuvitringar sendir í útvarpið og tilkynnt, að nú sé lausnin í nánd. Mór skal það vera, en auðvitað þarf mikið fjármagn og miklar rannsóknir í mörg ár fyrst. Fiskmjölsverksmiðjur nota geysimikla olíu og eiga því örð- ugra um greiðslur til sjómanna. Ekkert er gert til að bæta þetta ófremdarástarid. Boðuð hefir verið hlutafjársöfnun til að reisa og reka járnbræðslu, en ekki er það talið mögulegt — nema ríkið ábyrgist og greiði sýnilegan halla fyrstu árin. Miklu fé hefir verið eytt í rannsóknir og undirbúning sjóefnaverksmiðja á Reykjanesi og það hefir lítil tilraun verið gerð í nokkurn tíma. Heldur hljótt hefir verið um framtíð stórrar verksmiðju þar. Svo er talað um stórútflutning blóma, sykurverk- smiðju, pappírSverksmiðju og mörgu fleira er veifað í blekk- ingarskyni framan í þjóðina. Allir hljóta nú að sjá, að með óbreyttri orkumálastefnu, eru allar nýiðn- aðarframkvæmdir útilokaðar. Og engu er líkara en stór hluti núverandi iðnaðar „leggji upp laupana" bæði vegna orkuskorts og stórversnandi samkeppnis- stöðu. Hvað hefir Þjórsá gefið þjóðinni? Margsinnis hefir verið bent á staðreyndir, um þá miklu tekjuöfl- un sem þjóðin hefir notið vegna Búrfellsvirkjunar og Álversins í Straumsvík. En sá óhugnaður blasir við að nokkur hluti þjóðar- innar lokar eyrum og augum fyrir þeim sannleika, en trúir í st.að þess lygum andstæðinga stóriðju og stórvirkjana, um að þau fyrir- tæki dragi þjóðina ofan í svað efnalegrar og andlegrar fátæktar. Ingjaldur Tómasson Allir sem þá voru komnir til vits, hljóta að muna allan hinn vitfirr- ingslega hamagang vinstri afl- anna gegn Búrfellsvirkjun og Ál- verinu. Ishræðslugaulið glumdi mánuðum saman, og hvergi átti að verða líft í nálægð álversins vegna eiturmengunar. Það má segja, að um nokkurn tíma hafi verið vak- inn af svefni og sett í gang ein hin stórvirkasta vinnukona þessa lands. Með beizlun Þjórsár, aðeins á einum stað, hefir tekist að afla þjóðinni gífurlegra verðmæta, bæði í erlendum gjaldeyri og til almennra nota. Ég skora á hina mörgu opinberu reiknimeistara að reikna hagnað þjóðarinnar af hinni almennu orkunotkun Búr- fellsvirkjunar frá byrjun (40% orkunnar) í samanburði við olíu- notkun. Og svo- er það þetta margbannfærða Álver. Það hefir fært þjóðinni ótalda miljarðatugi í érlendum gjaldeyri, auk hins mikla óbeina hagnaðar, sem dreifst hefir víðsvegar um þjóðfé- lagið. Margsannað og sýnt hefir verið, að Álverið greiðir Búrfells- virkjun auk tengivirkja og orku- flutningslína algerlega, án þess að þjóðin kosti þar til grænuiji eyri. Álverið og járnblendiverksmiðjan framleiða um 20% af útflutnings- tekjum þjóðarinnar og greiða þar með bæði rentur og afborganir af öllum erlendum lánum nú. Það er sannarlega óskiljanlegt, hvernig fólk úr öllum flokkum hefir skipað sér í hinn mikla öskurkór mestu afturhaldsnátttrölla þessa lands gegn ofannefndum fyrirtækjum. Hvað varðar þjófnaðaráburð iðn- aðarráðherra á ÍSAL vil ég ekkert um segja, fyrr en hið sanna upplýsist. Príl á regin- fjöllum og hundafárið Staðreynd er að síðan viðreisn- arstjórnin féll og vinstristjórnir tóku við, hafa orkumálin verið í megnum ólestri, enda margyfir- lýst' stefna orkuyfirvalda að stöðva meiriháttar orkuvirkjanir. Þetta byrjaði með þeirri stórvillu þáverandi orkuyfirvalda að lög- leiða ástæðulausar ofbeldisað- gerðir Norðlendinga gegn Laxár- virkjun III. Uppúr því spratt hugmyndin um Kröfluvirkjun og ráðamenn orkumála sýkjast af langhundafári. Hverjum millj- arðatugnum eftir annan er eytt í orkuflutningslínur, alla leið úr Árnessýslu, norður og austur um land. Það er jafnvel hyllst til að leggja þessar línur um verstu óveðurssvæðin, með þeim afleið- ingum sem komu berlega í Ijós í óveðrinu sem gekk yfir Norður- og Austurland nú fyrir síðustu jól. Hvað kostar svo allt háfjallaprílið í umbrotaófærð um hávetur í vonzkuveðrum, brotnar raflínur á stórum svæðum, allt spennufallið á þessari löngu leið og hið mikla olíubruðl bæði í varastöðvum og kraftmiklum ökutækjum viðgerð- armanna. Viðreisnarstjórnin var byrjuð á Sigölduvirkjun og ákveð- ið var að flýta henni eftir föngum. Vinstristjórn stöðvaði hana í langan tíma. Loks voru sóttir Júgóslavar suður að Miðjarðar- hafi til að vinna og stjórna mikilvægum þætti verksins. Af- leiðingar þess að fá verktaka sem lítið þekktu aðstæður hér, er nú öllum ljós. Mígleki bæði í uppi- stöðulóni og undir mannvirkjum. Þeirri reglu er ætíð fylgt, að þegar fyrsta vél er ræst er orðinn orkuskortur og vélin þegar full- nýtt og meira til. Allt er haft á síðasta snúningi, og er þá hætt við að flaustur verði á verkinu, eins og lekinn við Sigöldu sannar. Og nú hefir tveggja ára þurrviðri sannað hina vægast sagt lélegu spágáfu orkusparnaðarnefndar. Svipað þurrviðri og harðari vetur hafa oft komið. Hvað mundi ske, ef vetur líkur 1918 kæmi aftur? En hvað á allt þetta hálendis- brölt að þýða, þegar nær ótak- markaðar milljónir kílówatta liggja ónotaðar víðsvegar um landið í hinum geysistóru jarð- hitasvæðum. Bendi aðeins á Hveragerði, þar sem holur eru látnar spúa geysiorku án afláts út í loftið, og Svartsengi, þar sem orkuyfirvöld „banna" að virkja meira en 6 megawött. Af hverju er hin mikla orka jarðhitans ekki nýtt til rafmagnsframleiðslu. Það er af því, þótt ótrúlegt sé, að orkuyfirvöld vilja ekki virkja neitt af hinni miklu ónotuðu orku okkar. Ef til vill má segja, að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Kannski augu þjóð- arinnar opnist nú þegar greiða verður geysilegar og stöðugt vax- andi fjárhæðir út úr landinu fyrir olíu meðan auðlindirnar liggja ónotaðar næstum undir fótum hvers manns. Engu er líkara en Norðlendingar ætli nú að líða afturhaldsmönnum að hindra framkvæmd Blönduvirkjunar, eins og gerðist áður um Laxár- virkjun III. En það mega allir Norðlendingar og líka Austur- landsmenn vita, að Sunnlendingar hafa nú enga afgangsorku til að senda þeim. Og þjóðin er ekki skyldug til að greiða geysiupp- hæðir norður yfir fjöll fyrir olíu vegna vinstrisinnaðra afturhalds- afla, sem berjast gegn stórri virkjun fyrir norðan. Hvers vegna eru orkusvæðin ekki tekin eign- arnámi eins og gert var í Borgar- firði? Eða ná íslenzk lög kannski ekki til Norðlendinga? Ingjaldur Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.