Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 1

Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 61. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Umdeilt samkomu- lag við Líbýu- menn Stokkhólmi, 13. marz. AP. OLAF PALME, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Svi- þjóð, sagði i dag, að hann myndi hugsanlega bera fram vantraust á ríkisstjórn Thor- hjórns Fálldins. vegna samn- ings sænska rikisfyrirtækis- ins Telub og lýbiskra stjórn- valda. „Stjórnvöld reyna að hlaup- ast undan ábyrgð þessa máls,“ sagði Palme í dag en margir stuðningsmenn stjórnarinnar hafa gagnrýnt samkomulagið. Samkvæmt samkomulagi þessu hefur fyrirtækið tekið að sér þjálfun líbýskra her- manna á sænskri grund og hefur þjálfunin farið fram skammt frá Vaxjö. Þar eru liðlega 100 líbýskir hermenn og komu þeir til Svíþjóðar á síðastliðnu ári. Beinni her- þjálfun þeirra hefur þó verið hætt vegna gagnrýni í Sví- þjóð. Fyrirtækið skuldbatt sig til að láta Líbýumönnum í té eldflaugar. Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta áratug og þá þvertók forstjóri fyrirtækisins, Bengt Dahl- berg, að fyrirtækið hefði tekið að sér þjáifun líbýskra her- manna. Hann varð hins vegar að segja af sér embætti í fyrra vegna þessa máls. Það sem þykir koma sér illa fyrir sænsku stjórnina er að á síðastliðnu ári varaði sendi- herra Svía í Trípóli við afleið- ingum þessa máls. Þrátt fyrir það gáfu sænskir ráðherrar fyrirtækinu heimild til að standa við samkomulagið. Sjá frétt: „Svíar mennta líbýska hermenn“ á bls. 22. Slmamynd-AP Safraz Khan, sendiherra Pakistans, ræðir við fréttamenn á flugvellinum i Damaskus. 54 f öngum sleppt úr haldi í Pakistan Karachi, Damaskus. 13. marz. AP. PAKISTÖNSK flugvél átti í kvöid að halda áleiðis til borgar- innar Aleppo i Sýriandi með 54 fanga, sem hafa verið i haldi i pakistönskum fangelsum, en þeg- ar Mbl. fór i prentun i nótt, var flugvélin enn á flugvellinum i Karachi. Fregnir fyrr í kvöld hermdu, að flugvélin hefði haldið áleiðis til Aleppo en þær fregnir voru siðar _ bornar til baka i Karachi. Ástæður tafarinnar voru ekki Ijósar. en búist var við að vélin færi til Aleppo i nótt. Þegar flugvélin lendir í Aleppo eiga sýrlenskir embættismenn að ganga úr skugga um, hvort fang- arnir um borð í pakistönsku flug- vélinni séu þeir, sem flugvélaræn- ingjarnir kröfðust að fá lausa úr haldi. Ef svo reynist, þá mun verða flogið með fangana til Líb- ýu. Þegar þeir koma þangað munu flugvélaræningjarnir láta gíslana úr haldi. Sarfraz Khan, sendiherra Pak- istans í Damaskus sagði við fréttamenn, að stjórnin í Karachi hefði látið 54 gísla úr haldi, en flugvélarænihgjarnir höfðu kraf- ist þess, að 55 manns yrði sleppt úr haldi. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Pakistan sagt, að aðeins hefði tekist að hafa upp á 49 föngum, sem flugvélaræningj- arnir höfðu gert kröfu til að fá lausa úr haldi. Síðar um daginn hækkaði sú tala í 54. Líbýustjórn hefur skuldbundið sig til að veita föngunum hæli sem pólitískum flóttamönnum. Nú eru 12 dagar liðnir síðan flugræningjarnir neyddu flugvél- ina til að lenda í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Líðan fólksins um borð í flugvélinni er sögð mjög slæm þó séð hafi verið fyrir nauðsynlegustu þörfum þess. Ræningjarnir myrtu einn gísl- anna fyrir viku síðan. Nýr forseti Hafréttar- ráðstefnunnar New York. 13. marz. AP. TOMMY T.B. KOH, sendiherra Singapores hjá Sameinuðu þjóð- unum var í kvöld kjörinn forseti Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hann tekur við af Hamilton Shirley Amerasinghe frá Sri Lanka, en hann lést í desember síðastliðnum. Segir skilið við Thatcher Lundúnum. 13. marz. AP. EINN ÞINGMANNA íhalds flokksins brezka tilkynnti í dag. að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. „Fjár- lagafrumvarpið fyllti mælinn.“ sagði Christopher Brocklebank- Fowler þegar hann skýrði frá ákvörðun sinni. Fowler hefur verið þingmaður íhaldsflokksins síðan 1970 og iðulega gagnrýnt stefnu Margrétar Thatcher, for- sætisráðherra. Litið er á ákvörðun Fowlers sem mikið áfall fyrir Margréti Thatch- er og hafa sumir gert því skóna að liðhlaup Fowlers sé hið fyrsta af mörgum. Gengið verður til at- kvæða um fjárlagafrumvarp stjórnarinnar á mánudag. Fowler var spurður hvort hann hyggðist ganga til samstarfs við hinn nýja Jafnaðarmannaflokk en hann vildi ekkert láta uppi um fyrirætlanir sínar. Ef hann gengur til liðs við jafnaðarmenn, þá er hann fyrsti íhaldsmaðurinn til að gera slíkt. Rússar ásaka CIA um að senda Samstöðu fé Varnjá, 13. marz. AP. RÓMVERSK kaþólska kirkj- an i Póliandi hvatti í dag menn til að sýna stillingu. þegar þeir eru áleitnir. llvatning kirkjunnar nú kemur þegar spenna hefur farið vaxandi á ný í Póllandi. Kirkjunnar menn lýstu Sam- stöðu sem „von hinna vinn- andi stétta“. Leiðtogar Sam- stöðu hafa tekið ofsóknir stjórnvalda gegn andófs- mönnum óstinnt upp. í sið- ustu viku var tveimur leiðtog- um KOR haldið um tíma af iögreglu og þeim skipað að tilkynna sig reglulega á lög- reglustöð. Sovéskir og tékkneskir fjöl- miðlar réðust harkalega að leið- togum Samstöðu í dag. Tass- fréttastofan sovéska ásakaði bandarísku leyniþjónustuna, CIA, um að senda fé á laun í sjóði Samstöðu og væri tilgangurinn að grafa undan sósíalísku þjóð- skiputagi. Leiðtogar Samstöðu í Radom í Mið-Póllandi sögðu í dag, að engin svör hefðu borist frá stjórnvöldum við kröfum þeirra. Þeir sögðust því hafa ítrekað þær, en þeir gera meðal annars kröfur um, að nokkrum embættismönnum, sem þeir saka um spillingu, verði sagt upp störfum. Lech Walesa heldur á mánudag til Radom til að stýra samningaviðræðum þar. Stanislaw Kania, leiðtogi kommúnistaflokksins, gagnrýndi í dag harðlega öfl þau, sem hafa ráðist gegn gyðingum í landinu. Fyrir skömmu kom slíkt upp á yfirborðið en á það hefur verið bent, að sumir helstu andófs- manna landsins eru gyðingar. Barnamorðin í Atlanta: Tveggja blökku- barna nú saknað Atlanta. Georgíu, 13. marz. AP. TVEGGJA blökkubarna er nú saknað í Atlanta i Georgiu í Bandarikjunum. óttast er, að þau hafi orðið fórnarlömb barnamorðingjans. Vðtæk leit stendur yfir og Ronald Reagan. forseti Bandarikjanna. til- kynnti i dag sérstaka fjárveit- ingu til rannsóknar málsins. Borgaryfirvöld i Atlanta höfðu beðið alrikisstjórnina um fjár- hagsaðstoð en kostnaður við rannsókn málsins er þegar orð- inn gifurlegur. Nú þegar hafa lík 20 barna fundist í Atlanta og vekur mál þetta sífellt meiri óhug í Banda- ríkjunum. Líkur benda til, að fleiri en einn morðingi sé að verki. Saksóknarinn í Atlanta segir, að jafnvel allt að 10 morðingjar kunni að standa að baki morðunum. Hins vegar sé margt, sem bendi til þess, að 7 til 10 síðustu morðin hafi verið framin af sama morðingjanum. Hnepptur í fangelsi fyrir upplýsingar um Wallenberg StokkhAlml. 13. marz. AP. VEJLO KALEP, sem að sögn konu hans, hefur aflað nýrra upplýsinga um afdrif Svians Raoul Wallenbergs. hefur verið tekinn fastur og ákærður fyrir „and-sovéskan undirróður". Kal- ep. sem er Eistlendingur, á yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi. Sem kunnugt er, handtóku Sovét- menn Wallenberg í Búdapest árið 1945. Oftar en einu sinni hefur sést til Wallenbergs i sovéskum fangelsum. Andófsmaðurinn Ants Kippar skýrði frá þessu í Stokkhólmi í dag. Hann sagði, að kona Kaleps hefði skýrt sér frá handtöku eiginmanns síns. Hins vegar vissi hún ekki í hverju hinar nýju upplýsingar væru fólgnar, þar eð handtakan bar svo skyndilega að. „Ég er þess fullviss, að Kalep mun fá þyngsta mögulegan dóm öðrum til viðvörunar," sagði Kipp- ar. Hann sagði, að KGB hefði hert aðgerðir gegn andófsöflum upp á síðkastið en andstaða gegn Sovét- mönnum væri öflug í Eistlandi. Þannig hefðu þrír 18 ára gamlir unglingar verið dæmdir fyrir skömmu fyrir að brenna sovéska þjóðfánann. Hann sagði, að and- staða gegn rikjandi þjóðskipulagi færi vaxandi víða um Sovétríkin og nefndi hann sérstaklega ísl- ömsku lýðveldin og Ukraínu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.