Morgunblaðið - 14.03.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
5
Tæplega rökrétt að það
hvetji ekki konur
til að sækja um störf
— segir Svavar Gestsson um niðurstöður Jafnréttisráðs
„Niðurstöðurnar komu mér
ekki á óvart. Jafnréttisráð er
þeirrar skoðunar, að það sé
ekki tilefni til þess að gripa til
þeirra úrræða sem gert er ráð
fyrir i 11. grein jafnréttislag-
anna, en þar er gert ráð fyrir
því, að Jafnréttisráð geti, þegar
það telur að ákvæði laga séu
brotin, beint rökstuddum tillög-
um um ákveðnar úrbætur til
viðkomandi aðila og fallist við-
komandi aðili ekki á tilmæli
ráðsins er ráðinu heimilt í
samráði við hlutaðeigandi að
höfða mál til viðurkenningar á
rétti hans“, sagði Svavar
Gestsson heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra meðal annars i
viðtali við Mbl. um niðurstöður
Jafnréttisráðs i Dalvikurmál-
inu.
„Þetta er nú meginniðurstaða
Jafnréttisráðs og þar fyrir utan
lýsir Jafnréttisráð skoðunum
sínum. I fyrsta lagi þá átelur það
þessa embættisveitingu sem
slíka, í öðru lagi þá telur Jafn-
réttisráð að þessi niðurstaða sé
ekki til þess að hvetja konur til
að sækja um störf á almennum
vettvangi. Þetta finnst mér nú
satt að segja tæplega rökrétt
niðurstaða. Og í þriðja lagi tekur
Jafnréttisráð undir það sjón-
armið, sem ég hef reyndar sett
fram áður, m.a. við fram-
kvæmdastjóra ráðsins, að nauð-
synlegt sé að endurskoða jafn-
réttislögin."
— Munt þú þá beita þér fyrir
því að lögunum verði breytt, og
þá hvenær?
„Það verður gert. Það tekur
auðvitað tíma að endurskoða
þau, áður en þau fara til alþing-
is, og ég geri það ekki einn, en ég
mun fara í það verk á næstunni."
— Þú hefur bent á, að
Jafnréttisráð hafi ekki krafist
þess, að þú tækir veitinguna til
baka. Er slíkt hægt lögfræðilega,
jafnvel þó svo málið ynnist fyrir
rétti?
„Nei, en ráðið getur beint
rökstuddum tilmælum um
ákveðnar úrbætur til viðkom-
andi aðila."
— Eru það ekki eingöngu
fjárbætur? Ekki þýðir það hið
sama og að hægt sé að draga
veitinguna til baka?
„Til dæmis jú. Út af fyrir sig
er það ekki það sama, nei.“
— Þá hefur þú einnig sagt, að
rammi lyfsölulaganna segi að
taka eigi tillit til lengdar starfs-
tíma í apóteki. Túlkar þú ákvæð-
ið um að umsækjandi þurfi að
hafa unnið í lágmark 12 mánuði
í apóteki þannig?
„Já, það er forgangskrafa í
lyfsölulögunum, að viðkomandi
hafi unnið í apóteki við lyfsölu
eða lyfjagerð í tiltekinn tíma, að
vísu eru nefndir sem lágmark 12
mánuðir, en það er væntanlega
þeim mun betra því lengur sem
viðkomandi hefur starfað sem
slíkur."
— Muntu vinna í samráði við
Jafnréttisráð að breytingu á
lögunum og er frumvarps þar að
lútandi að vænta á þessu þingi?
„Ég mun vinna að þessu í
samráði við fjölmarga aðila. Ég
get ekki sagt um hvort það
verður á þessu þingi því ég geri
ráð fyrir, að það geti tekið
einhvern tíma. Það þarf að líta
til þeirrar reynslu, sem fengin er
af jafnréttislögunum frá því að
þau voru sett og það er misskiln-
ingur að jafnréttismál hér í
landi snúist um þetta lyfsölu-
leyfi á Dalvík, eins og sumir
virðast halda."
Þá átaldi ráðherra í lok við-
talsins umfjöllun Mbl. um Dal-
víkurmálið og sagði blaðið ekki
hafa beitt sér fyrir öðrum
brýnni jafnréttismálum. Ekki
vildi hann þó nefna neitt ein-
stakt mál, fullyrðingum sínum
til staðfestingar.
VflWICftSTHIK-----------
STfFLPtN/
120 kennara-
nemar frá Noregi
í íslandsför
HÓPUR 120 kennaranema og
kennara frá Kennaraháskólan-
um i Notodden á Þelamörk i
Noregi kemur til landsins i dag.
Það er venja i þessum skóla að
nemendur fari árlega i stuttar
kynnisferðir til ýmissa landa og
er þetta i fyrsta sinn sem ísland
er heimsótt. Hópurinn mun
dvelja hér á landi i vikutima.
Þessir norsku gestir hafa meðal
annars óskað eftir því að fá að
heimsækja grunnskóla, mennta-
skóla, iðnskóla, fjölbrautaskóla og
kennaraháskólann og einnig fyrir-
tæki og stofnanir. í nemenda-
hópnum er söngkór, fjörutíu
manna þjóðdansaflokkur og lúðra-
sveit, auk vel þekkts einsöngvara
og tveggja orgelleikara. Ætlunin
er að hópurinn haldi þrjá tónleika
hér á landi og verða þeir fyrstu í
Hamrahlíðarskóla mánudags-
kvöldið 16. mars, kirkjutónleikar
verða svo í Bústaðakirkju mið-
vikudagskvöldið 18. mars og tón-
leikar og þjóðdansasýning í Nor-
ræna húsinu fimmtudaginn 19.
mars.
Einnig mun hópurinn fara
kynnisferðir um sögustaði á Suð-
urlandi. Mikið listalíf er í þessum
skóla og hafa margir íslendingar
stundað þar nám. Heimsókninni
lýkur að morgni laugardagsins 21.
mars.
Kðlj^
bað-
eloioðOi
kalmar
innréttingar hf.
SKEIFAN 8. REYKJAVÍK SÍMIB2M5
Nýjar baöeiningar frá
Kalmar fáanlegar
í hvítu, eik, Ijósri
og litaöri furu.