Morgunblaðið - 14.03.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 14.03.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 á sjálfum mér, skynjaö hana dag hvern, kannski frá morgni til kvölds? Hvernig get ég sýnt hana í verki, þannig að ljós mitt lýsi mönnum og þeir vegsami Föður minn í himnunum? Mig langar að varpa fram þeirri fullyrðingu, að svörin við þessum spurningum geti skipt meira máli en margt annað, þegar við nú minnumst þúsund ára afmælis kristniboðs á Is- landi. Þorvaldur víðförii og arf- takar hans ollu þáttaskilum í sögu þessarar þjóðar. Við höfum búið að þeim hamskiptum síðan. En tæpast mun ofmælt þótt sagt sé, að sá siður, sem Þor- valdur hóf að færa okkur, standi nokkru hallari fæti í svip en stundum áður. Enn er því marg- háttaðra umskipta þörf, og mun Víðförla vart verða betur minnst en með því að við öll leggjumst á eina sveif um að koma þeim fram. Kirkja sunnudagsins og kirkja rúmhelgra daga var ein og söm í öndverðu. Þannig barst hún til íslands fyrir tíu öldum, Okkar öid er uppfull af þeirri meinloku, að tilveran sé samsett af básum og hverjum bási hæfi sín gríma; hér eru það andlegu málin, þar efnahagsmálin o.s.frv. Hitt vill gleymast, að það er ævinlega einn og sami maðurinn, einstaklingurinn, sem sendist á milli básanna og setur upp hinar ýmsu grímur. Þessi maður hefur, þegar öllu er Eg fór í kirkju í dag og leið þar vel Síðasti ómur eftirleiksins fjarar út, og organistinn tekur saman bækur sínar. Presturinn kveður kirkjugesti við yztu dyr. Litla stund staldra menn við á kirkjutröppunum. Síðan heldur hver til síns heima. Presturinn snýr aftur inn í kirkjuna. Með- hjálparinn aðstoðar hann við að fara af skrúðanum, slekkur því næst ljósin og þokar öllum hlutum í réttar skorður. Organ- leikarinn gengur við í skrúðhús- inu. Spjallað er um nýafstaðna messu og næstu verkefni, e.t.v. lítið eitt einnig um daginn og veginn. Þá kveðja aðstoðar- mennirnir tveir og fara. Prest- urinn er einn eftir í húsi Guðs. Hann sezt andartak á fremsta bekk. Við honum blasir altari hins krossfesta og upprisna. Húmið ríkir í kirkjunni, og þögnin. Að svo búnu stendur presturinn á fætur, gengur út og lokar á eftir sér, hraðar sér heim á leið, þar sem konan bíður með kaffið. Hún hefur farið á undan heim til þess að búa manni sínum hlýlega síðdegis- stund. Þessi mynd kemur mér í hug frá eigin prestsskaparárum, — engan veginn eina myndin vissulega, alls ekki einu hugsan- legu messulokin. Oft — kannski oftast — komu einhverjir með heim í kaffið, líkt og enn er algengast að lokinni messu til sveita. Safnaðarheimili var ekki til í prestakallinu á þeirri tíð, og því var ekki unnt að bjóða öllum viðstöddum upp á kaffisopa að lokinni messu, eins og nú tíðkast í vaxandi mæli í þéttbýli og er öldungis ómetanleg framför. En menn komu saman allt að einu með ýmsum hætti stundarkorn eftir messu, og það var gott. En einnig sú samvist — þegar henni var til að dreifa — átti sér endi. Að lyktum sat presturinn einn eftir ásamt konunni sinni og velti fyrir sér dálítilli spurn- , ingu, sem aldrei var svarað: Hvað svo? Hvað tekur nú við? Hvað var borið úr býtum? Spurninguna mætti orða litlu nánar: Hvað skyldi fólkið, sem kom í kirkju í dag, hafa borið úr býtum? Skyldi sá boðskapur, sem ég reyndi að flytja því, á einhvern hátt hafa snert þetta fólk og hversdagslegan veru- leika þess? Skyldi það verða í Á morgun byr jar svo vinnuvikan Getur messan í rauninni orðið mér að gagni i erli hversdagsins? Hvað á ég að gera? Hvað nú? nokkru efni öðruvísi á morgun en það var í gær? Skyldi það minnast einhvers, sem sagt var og sungið, e.t.v. einhvers, sem lesið var úr Ritningunni? Og ef svona lánlega skyldi nú takast til, hvað á þá fólkið að gera við þetta, sem það heyrði og lagði á minnið? Hvernig getur það hag- nýtt þennan boðskap í erli virkra daga, — unz það kemur saman í húsi Guðs á ný? Spurningum sem þessum var „aldrei svarað". — Það er nú kannski fullmikið sagt. Góðir menn láta hlý orð falla á réttum stað og stundu. Og sá Guð, sem vöxtinn gefur, hvíslar daglangt og árlangt í eyra. En áleitnar voru þær allt að einu, þessar hugsanir. Og áleitnar eru þær enn, — nærgöngular eflaust og þannig hefur hún varðveitzt. En hvernig fær hún borið sama svipmót á komandi tíma? Nú kynnu menn að segja, að hér sé leikið að marklausum spurningum, sem fáir láti sig varða. Kirkjan eigi tilteknu hlutverki að gegna, og takist henni að sinna því, sé engu við að bæta. Hennar vettvangur sé einmitt helgidagurinn og há- tíðastundir aðrar í gleði og sorg. í öðru eigi hún ekki að vera að vasast. Samfélagið í heild sé á valdi veraldarhyggju og lúti allt öðrum lögmálum en þeim, sem kirkjan hefur til viðmiðunar. Þetta er á yfirborðinu rétt, en í grundvallaratriðum alrangt. Með grímur á básum Þú ert þrátt fyrir allt sami Að hagnýta boðskap kírkjunnar í amstri hversdagsins. hverjum þjónandi presti, en aðgangsharðar einnig við margt kirkjunnar barn annað, sem stendur upp úr bekknum í messulok og gengur heim á leið: Hvað nú? — Hvað á að gera þessu næst, — annað en bíða eftir guðsþjónustunni á sunnu- daginn kemur? Að vera kristinn hvunndags Hvernig get ég verið kristinn maður á virkum dögum? Hvern- ig get ég fundið þessa staðreynd maðurinn á sunnudegi og á mánudegi, við messu og í fisk- vinnslustöð. Það verður engin eðlisbreyting á þér, þótt þú þessa stundina látir skíra barn- ið þitt, en hina vinnir á skrif- stofunni eða í fjósinu. Ferming- arathöfn gerir þig ekkert frá- brugðinn því, sem þú ert í kennarastóli eða í byggingar- vinnu. Lífið er eitt, og þú ert einn/ein, og þótt hvort tveggja sé gert af óteljandi og mismun- andi þáttum, detta þeir yfirleitt ekki í sundur, svo lengi sem þú heldur heilsu. Sr. Heimir Steinsson er rektor lýðháskólans í Skáiholti. á botninn hvolft, sömu þarfirn- ar frá degi til dags og frá bási til báss. Ef öldin ekki viðurkennir þetta samhengi persónuleika hans, endar hún með því að ganga fram af honum, leysa hann upp. Það er ekki hægt að þröngva manni til að skipta um hlutverk í sífellu, án þess að hann beinlínis týni sjálfum sér. Fyrsta einkenni þess konar hruns er „streitan", sem nú er í tízku að tala um: Menn eru „streittir", — teygðir eins og útspýtt hundsskinn á milli meira eða minna ósættanlegra viðfangsefna. Síðan koma aðrir kvillar og verri. Þú ert ekki gata- spjald heldur skap- aður í Guðs mynd Gegn tilhneigingu aldarinnar að búta okkur niður eftir stund- arþörfum hljótum við að rísa í Jesú nafni. Sú uppreisn gæti verið fyrsti þáttur þeirra um- skipta, sem ég áður gerði að umtalsefni: Þú lætur ekki fara svona með þig lengur. Þú veizt, að lífið er dásamlegur leyndar- dómur, sem þér er gefinn til að njóta og þjóna, en ekki til að saxa sundur í sérverkefni og andstæður. Erfiði þitt á virkum dögum er helg þjónusta við höfund lífsins og gjafara. Hversu óskyldar sem samtíðin telur athafnir þínar vera helgi- haldi sunnudagsins, eru þær allt að einu hliðstæða þess og fram- hald. Loftið, sem þú andar að þér, er heilög Guðs miskunn alla daga jafnt, og saltfiskurinn á laugardögum er á sinn hátt sakramenti, af því að hann heldur við því lífi, sem Guð hefur gefið þér. Þú ert maður, einstaklingur, skapaður í Guðs mynd, ekki gataspjald eða skiptilykill. Klakinn er daglegt kirkjugólf Ef þú vilt ávaxta sunnudags- guðsþjónustuna í erli virkra daga, eru tækifærin óteljandi: Grasið og klakinn og malbikið undir fótum okkar eru dagleg kirkjugólf. „Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól". Hefurðu uppgötvað, hversu heilsusamlegt það er að fara með þessi orð í afturelding — og önnur hliðstæð, þegar uppstytta verður í önnunum miðjum, — að ógleymdum kvöldbænunum, sem þú lærðir á barnsaldri? Ef þú hefur lagt niður þessa hætti, reyndu þá að taka þá upp aftur, ásamt maka þínum og börnum ellegar í einrúmi, — já reyndar umfram allt líka í einrúmi. Þeir gömlu töluðu um nauðsyn þess, að Guðs orð „berist víða og styrki og hressi sálirnar", — og bentu á daglega bænagjörð í þessu skyni. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni, að mörg sálin nú a dögum þurfi að láta „styrkjast og hressast". Ertu ekki sammála mér um það? Telurðu ekki ómaksins vert að reyna þessa þrautprófuðu að- ferð kynslóðanna? Við skulum gefa hvert öðru nýjan lífsstíl, — kristinn lífsstíl, — í afmælisgjöf á kristniboðs- ári. Ekki með neinum fyrir- gangi, heldur í kyrrþey. Við þurfum ekki að stinga stömpum til þess arna, — einungis að viðurkenna einfalda mannlega þörf hvers og eins fyrir daglega umgengni við leynihólf hjartans og þann Guð, er þess vitjar. Jesús Kristur á götuhornum Slík viðurkenning gæti orðið gagnlegt upphaf. En einungis upphaf. Eftir er annar þáttur máls: Þegar ég á virkum degi mæðist í mörgu og þykist hvergi verða var við Guð né veröld hans, gleymi ég því, að Jesús Kristur situr um mig á hverju götuhorni, ekki í óeiginlegum eða andlegum skilningi, heldur bókstaflega og áþreifanlega: „Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Náungi minn er Kristur, og Kristur er náungi minn. Sjálfkrafa erum við að þjóna Kristi í hvert sinn sem við leggjum öðrum mönnum hið minnsta lið. Hér er komið að efni, sem er þyngra en svo, að því verði haggað í skjótri svipan. En tæpast er hægt að segja, að hreyft sé marktækum svörum við framanritaðri spurningu, ef ekki er bent á þau óþrjótandi félagslegu úrlausnarefni, sem liggja um þvera þjóðbraut krist- inna manna atlar stundir ársins. Þannig verður ekki séð, að nokkur maður þurfi að sitja auðum höndum, þótt kirkju- klukkurnar hljóðni í messulok á sunnudegi. Vegurinn fram til næstu helgar er varðaður upp- byggilegum nauðsynjaverkum, sem veita einstaklingnum fyll- ingu og umhverfi hans blessun, unz aftur er hringt til helgra tíða. Heimir Steinsson Spurningum um kristni og þjóðlif er svarað hér á sið- unni. Utanáskriftin er: Á kristnihoðsári. c/o Bern- harður Guðmundsson, Ritstjórn Morgunblaðsins, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.