Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 21

Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 21 Vetrarrúningi að mestu lokið SyAra Langholti. 12. marz. VETRARRÚNINGI sauðf jár er nú að mestu lokið, en hér um síðir var byrjað að vetrarrýja sauðfé fyrir um 18 árum siðan, en þetta er yfirleitt gert vetrarmánuðina febrúar og marz. Algert skilyrði er, að vetrarrúið fé sé í hlýjum húsum og vel fóðrað, og hér hefur verið byggt mikið af góðum f járhúsum á siðari árum. Bændur hafa lært rúninginn hver af öðrum, og einnig á námskeiðum sem haldin hafa verið á vegum sauðfjárræktarfélaga. Rúningsklippurnar eru nokkuð dýr tæki, sem sumir eiga saman, eða fjárræktarfélagið. Einnig þekkist það, að menn ferðist um og rýi fyrir bændur, og er okkur kunnugt um einn afkastamikinn við þau störf, en það er Karl Jónsson í Gýgjarhólskoti í Biskupstung- um, sem rýir margt fé fyrir bændur hér í uppsveitum Árnessýslu, en á þessari rún- ingsvertíð mun hann rýja á fjórða þúsund fjár. Hæfilegt mun talið að rýja milli 80 og 100 kindur á dag, miðað við átta tíma vinnu. Hér um slóðir er yfirleitt góð nýting á ullinni, en þó kom fram nýlega i Búnaðar- blaðinu Frey, í grein eftir ritstjóra blaðsins, Matthías Eggertsson, að um 15% af ullar- magninu í landinu skili sér ekki til innleggs- aðila, og einnig kom það fram að 10—15% af þeirri ull sem lögð er inn fer í þriðja flokk. Það hlýtur að vera metnaðarmál bænda, að gera eins mikil verðmæti úr ullinni eins og unnt er, en nýkomið er fram í frétt frá Unnið að vetrarrúningi. Loftur Þorsteinsson bóndi i Haukholtum að störfum, en hann er einn þeirra mörgu sem kennt hafa vélrúning. LjÓ8m. Sír. Sigm. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, að útflutn- ingsverðmæti ullarvara var 16,07 milljarðar gamalla króna á síðasta ári, eða 46% af heildariðnaðarútflutningsvörunum, og jókst að verðmæti um 94% á síðastliðnu ári og að magni um 26%. Sig. Sigm. Bókagerðarmenn: V erkalýðshrey f ing- in haldi vöku sinni FYRSTA eintak Prentarans eftir stofnun Félags bóka- gerðarmanna er komið út, en áður var blaðið málgagn Hins islenska prentarafélags. í prentaranum er sérstaklega fjallað um „kaupránslögin" og þar birt mótmæli hins nýja félags við þeim. Mótmæli FBM, sem sam- þykkt voru með öllum greidd- um atkvæðum eru svohljóð- andi: „Nýskipað Trúnaðarmanna- ráð Félags bókagerðarmanna mómælir á 1. fundi sínum 24. febrúar 1981 harðlega þeirri kaupránsstefnu, sem núver- andi ríkisstjórn hefur tekið upp með setningu bráða- birgðalaganna nr. 87/1980. Trúnaðarmannaráð FBM fordæmir að enn einu sinni skuli ríkisvaldið ráðast að frjálsri samningagerð með fyrirskipunum í lagaformi. Sérstök ástæða var til að ætla, að núverandi ríkisstjórn brygðist ekki við eins og raun ber vitni eftir allar há- stemmdu yfirlýsingarnar, meðan á samningagerð stóð, þess efnis, að ríkisstjórnin myndi ekki hafa afskipti af samningum. Nú höfum við efndirnar. Trúnaðarmannaráð FBM áskilur sér allan rétt til að bregðast við upptekinni kjara- skerðingarstefnu ríkisvaldsins á viðeigandi hátt og hvetur verkalýðshreyfinguna til að halda vöku sinni.“ Forsíða Prentarans Steingríms Pálsson- ar minnzt á Alþingi Við upphaf þingfundar sl. fimmtudag minntist Jón Helgason, forseti Sameinaðs Alþingis, Steingrims Páissonar, fyrrverandi alþingismanns. Hér á eftir fara orð þingforseta: „Aður en gengið verður til dagskrár vil ég minnast nokkrum orðum Steingríms Pálssonar, fyrr- verandi símstjóra og alþing- ismanns, sem andaðist í fyrradag, þriðjudaginn 10. mars, á sextugasta og þriðja aldursári. Steingrímur Pálsson var fæddur 29. maí 1981 vestur í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Faðir hans, Páll Sigurðsson, var þá prestur í íslend- ingabyggð þar, Garðabyggð í Norð- ur-Dakota. Móðir Steingríms var Þorbjörg Steingrímsdóttir, tré- smiðs frá Brúsastöðum í Vatnsdal Guðmundssonar. Steingrímur átti æskustöðvar vestan hafs til átta ára aldurs, er hann fluttist til Bolungarvíkur með foreldrum sín- um og faðir hans varð prestur þar. Steingrímur Pálsson lauk gagn- fræðaprófi í Reykjavík árið 1938 og loftskeyta- og símritunarprófi 1941. Ævistarf sitt vann hann fyrst og fremst hjá Landsíma íslands, hóf störf þar sem sendisveinn árið 1930. Hann var símritari 1941—1952, lengst af i Reykjavík. Jafnframt var hann starfsmaður í skrifstofu Bandaiags starfsmanna ríkis og bæja 1945—1946 og kennari við simritunarskólann í Reykjavík 1947—1948. Hann var síðan um- dæmisstjóri Pósts og síma að Brú í Hrútafirði á árunum 1952—1974. Fluttist hann þá aftur til Reykja- víkur og var síðast skrifstofustjóri í umdæmisskrifstofu rekstrarmála Landsímans, uns hann lét af störf- um þar sökum vanheilsu um ára- mótin 1978-1979. Steingrímur Pálsson var áhuga- samur félagi í samtökum síma- manna, sat í stjórn Félags sl. símamanna, var formaður þess, og nokkur ár var han í stjórn Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Hann var varaþingmaður í Vest- fjarðakjördæmi 1963—1967 og tók þá þrisvar sæti um skeið á Alþingi. Síðan var hann landskjörinn þing- maður 1967—1971, átti sæti á sjö þingum alls. Steingrímur Pálsson var í þjón- ustu Landsímans nærri hálfa öld. Þar var meginvettvangur starfa hans. Áhugi hans og störf að félagsmálum og þjóðmálum leiddu til setu hans á Alþingi nokkur ár. Hann var háttvís drengskaparmað- ur og vann störf sín hér sem annars staðar af skyldurækni og prúð- mennsku. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Steingríms Páls- sonar, með því að rísa úr sætum.“ Akranes: Lögreglan aug- lýsir eftir vitnum AÐFARANÓTT sl. sunnudags kl. 3.30 var ekið á 17 ára gamla stúlku, sem var á gangi á Innnesvegi á Akranesi. Ökumaður bifreiðarinnar stakk af frá slysstaö og auglýsir lögreglan á Akranesi nú eftir ungum manni, sem var fótgangandi á Garðabraut um svipað leyti, einnig eftir ökumanni rauðrar bifreiðar, sem ók Innnesveginn frá Grundar- hverfi á svipuðum tíma. Einnig hvetur lögreglan alla þá sem aðstoð- að geta við að hafa upp á þeim, er stysinu olli, að gefa sig fram við tögregluna. Vorlaukarnir, fyrstu vorboöarnir, eru komnir. Eigum nú mjög gott úrval allskonar tegunda; Dahlíur, Begoníur, Gladiolur, Amaryllis, Liljur o. m. fl. Hafberg Þórisson, garðyrkjufræðingur, veitir viðskiptavinum þessa helgi faglega ráðgjöf um vorlauka og meðferð þeirra. Komið við i Blómaval um helgina. Opið frá kl. 9—21 ______

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.