Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 22

Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 Bretlandseyjar: Læknisþjónustan ekki lengur ókeypis London. 13. marz. AP. FRÁ OG með 1. október næst- komandi veróa menn aí ýmsu þjóðerni að borga fyrir læknis- meðferð ok sjúkrahúsvist i Bret- landi, samkvæmt nýjum reglum um brezku heilbrigðisþjónust- una, sem er rikisrekin, en útlend- inKar hafa notið ókeypis heil- brÍKðisþjónustu á Bretlandseyj- um i 32 ár, án tillits til þjóðernis eða litarháttar. Undanþegnir þessum reglum eru þegnar ríkja Efnahagsbanda- lags Evrópu, Skandinavar og menn af austur-evrópsku þjóðerni, vegna þess að Bretar hafa gert gagnkvæma samninga um heil- brigðisþjónustu við þessar þjóðir. Hins vegar verða Bandaríkja- menn, Kanadabúar, Ástralir, íbú- ar Miðausturlanda og fólk af ýmsu öðru þjóðerni að greiða læknis- og aðra heilbrigðisþjónustu fullu verði frá 1. október. Neyðarþjón- usta verður þó áfram ókeypis. Trudeau varar við fiskistríði Stjórnarhermenn i E1 Salvador á höttum eftir skæruliðum i skógarþykkni við borgina Arcato í norðausturhluta E1 Salvador. Hinn brynvarði vagn þeirra er brúkaður til að eyðileggja felustaði og Ottawa, 13. marz. AP. PIERRE Elliot Trudeau, forsæt- isráðherra Kanada, varaði Bandarikjamcnn við fiskistriði á Atlantshafi. ef þeir gerðu ekki eitthvað hið fyrsta til að leysa ágreiningsefni landanna um fisk- veiðimál. „Það verður að túlka það sem ábyrgðarleysi, ef bandarísk yfir- völd sýna ekki hið snarasta ein- hvern lit og geri eitthvað í þá átt að leysa þessi mál,“ sagði Trud- eau, aðeins einum degi eftir að Ronald Reagan, Bandaríkjafor- / 1 Stepanov hendur KGB Moftkvu, 12. marz. AP. DANSARINN Júri Stepanov, sem i fyrra baðst hælis i Bandaríkjun- um, en ákvað siðan að snúa aftur heim til Sovétrikjanna, var i dag handsamaður á götu i Moskvu og fluttur á brott i svörtum bil, að sögn nærstadds útlendings, sem telur vist, að hér hafi verið á ferð óeinkennisklæddir lögreglumenn frá KGB. Stepanov tjáði nýlega vestræn- um fréttamanni, að við heimkom- una í fyrra hefði KGB misnotað mál hans í áróðursherferð gegn Bandaríkjunum og hefði hann verið rekinn úr kommúnista- flokknum og úr starfi, er hann neitaði að verða við fyrirmælum KGB um að útmála fyrir öðrum dönsurum hvílík „martröð" dag- legt líf í Bandaríkjunum væri. Stepanov hefur skýrt frétta- mönnum frá því, að hann hafi snúið heim af ótta við ofsóknir á hendur konu sinni, sem einnig er dansari, og foreldrum. seti, hélt heimleiðis úr tveggja daga opinberri heimsókn til Kan- ada, þar sem ágreiningur þjóð- anna um fiskveiðar á Atlantshafi var m.a. til umræðu. í síðustu viku dró Reagan til baka nýgert fiskveiðisamkomulag er beið staðfestingar þingsins. Samkomulagið hafði tafist í með- förum þingsins og ekki hlotið staðfestingu vegna andstöðu sjó- manna á Nýja-Englandi við það. í samkomulaginu var kveðið á um leyfilegt aflamagn banda- rískra og kanadískra sjómanna á hinum gjöfulu miðum á Georgs- banka, og einnig um aðferðir til stjórnunar veiða í efnahagslög- sögu landanna. göng sem skæruliðar hafa gert. E1 Salvador: Símamynd-AP Vopn að þrjóta hjá skæruliðum? Wafthington, San Salvador, 13. marz. AP. ALEXANDER M. Haig, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði i dag, að vopnasmygl til skæruliða f El Salvador hefði greinilega minnkað siðustu vikurnar, og vis- bendingar væru um, að vopna- birgðir skæruliða væru á þrotum. Haig varaði þó við bjartsýni, þar sem Kúbumenn væru trúlega að leita nýrra leiða fyrir vopnasmygl- ið, þar sem hin hefðbundna leið um Nicaragua væri ekki lengur greið. Embættismenn í Pentagon Afganistan: 10 þúsund ungling- ar í þjálfun í Sovét Nýju Delhi, 13. m»n. AP. SAMKVÆMT fregnum frá Kabúl hefur gjörsamlega mistekizt að efla afganska stjórnarherinn og á sið- ustu mánuðum hafa einungis um tvö þúsund ungmenni á herskyldualdri gengið i hann. Hafa sovézka innrás- arliðið og leppstjórnin i Kabúl þvi brugðið á það ráð að smala saman unglingum undir herskyldualdri i skólum landsins og flytja þá yfir til Sovétrikjanna til þjálfupar. Er tal- ið. að þegar hafi um tfu þúsund unglingar verið fluttir til Sovétríkj- anna með þessum hætti. Samkvæmt sömu heimildum, sem reynzt hafa fullkomlega áreiðanlegar hingað til, hefur stjórn Babrak Karmals í Kabúl auk þess orðið að halla sér að sovézku herraþjóðinni til að halda lögregluliði starfhaefu, og hafa fjölmargir sovézkir hermenn með bækistöðvar í Uzbek og Tajik í Sovétríkjunum verið fluttir til Kabúl til að taka þar þátt í störfum lögreglunnar, en í héruðum þessum er talað sama mál og í Afganistan. í upphafi sovézku innrásarinnar í Afganistan fyrir 14 mánuðum voru í herafla landsins um 90 þúsund manns. Á fáeinum mánuðum gerðust um 30 þúsund þar af liðhlaupar, en til að efla herinn var brugðið á það ráð sl. sumar að lækka aldursmark herskyldra manna í landinu, auk þess sem skorað var á alla kennara af karlkyni að gefa sig fram til herþjón- ustu. Hafa útsendarar stjórnarinnar, ásamt innrásarmönnum, gengið hart fram í því að fá menn til herþjón- ustu, og mun að undanförnu hafa færzt í vöxt, að hópar einkennis- klæddra Afgana og Sovétmanna birt- ist gráir fyrir járnum í skólastofum til að svipast um eftir álitlegum nýliðum í stjórnarherinn. skýrðu frá því í dag, að 15 sérþjálf- aðir hermenn, svokallaðir Green Berets, hafi verið sendir til E1 Salvador. Hlutverk þeirra þar væri ekki að taka þátt í bardögum, heldur veita hernaðarráðgjöf. Þeir færu fyrst og fremst til að þjálfa fámennar sveitir í aðferðum til að kljást við skæruliða. Jafnframt skýrðu heimildir í þinginu frá því, að verið væri að undirbúa „pakka" er hljóðaði upp á 140 milljónir dollara efnahagsað- stoð við E1 Salvador, og myndu Bandaríkin greiða 63,5 milljónir dollara af þeirri upphæð, en aðrir aðilar, einkum Alþjóðagjaldeyris- varasjóðurinn, afganginn. Frá vígstöðvunum í E1 Salvador berast þær fregnir, að komið hafi til harðra bardaga á ýmsum stöðum í landinu, einkum í nágrenni höfuð- borgarinnar. Fregnir fóru ekki af mannfalli. Hins vegar var haft eftir tveimur skæruliðum, er stjórnar- hermenn tóku til fanga, að skæru- liðar væru það vel vopnum búnir, að þeir gætu hafið nýja stórsókn, en ósætti væri í þeirra röðum, og ekki almennt fylgi við aðgerðir af því tagi. Svíar mennta líbýska hermenn Frá fiuófinnu Ragnarsdóttur, fréttaritara Mhl. i Stokkhólmi. HVAÐA RÁÐHERRAR vildu að Svíar seldu Líbýu hernaðarmennt- un íyrir 80 unga hermenn? Það er spurning sem margir spyrja í dag í sambandi við sovkallað TELUB-mál, sem mikið hefur verið á dagskrá undanfarið. Varnarmálaráðherra Svía, Erik Krömark, játaði í gær að sér hefði 1978 borist vitneskja um, að mennta ætti hermenn frá Libýu við TELUB-fyrirtækið í Svíþjóð, en hingað til hafa allir ráðherrar neitað því harðlega að hafa vitað nokkuð um þetta mál. Játning ráðherrans kom strax eftir að kvöldblaðið Expressen lagði fram sönnunargögn fyrir því, að utanríkisráðuneytið hefði 1978 fengið aðvörunarbréf frá sænska sendiherranum í Líbýu, þar sem hann segir m.a., að nú fari fram samningar milli TELUB-fyrirtæk- isins og líbýskra yfirvalda um að Svíar mennti 80 unga liðsforingja í meðferð fjarstýrðra robota. Slík samvinna mundi geta valdið Sví- þjóð miklum erfiðleikum, segir sendiherrann í bréfi sínu, og orðið til þess, að ýmsum spurningum, sem erfitt yrði að svara, yrði beint til sænskra stjórnvaida vegna þessa máls. Sendiherrann benti einnig á það, að bandarískur starfsbróðir hans hafi spurst fyrir um það hvort Svíar seldu Líbýu- mönnum hernaðaraðstoð. Það var Karin Söder, núverandi félagsmálaráðherra Svía, sem var utanríkisráðherra þegar þessir samningar voru gerðir. Hún hefur hingað til neitað allri vitneskju um þetta mál, og sagt að hér sé ekki um neina hernaðarlega menntun að ræða. En bréf sendiherrans var sent til utanríkisráðuneytisins og nánasti samstarfsmaður ráðherra sagði í viðtali við Expressen í gær, að hann hefði fengið bréfið í sínar hendur og lesið það. Hann neitaði þó að segja hvort hann hefði sýnt utanríkisráðherranum það. Viðskiptaráðherra Svía hefur verið talsmaður ríkisstjórnarinnar í þessu máli í þinginu, og hann hefur statt og stöðugt haldið því fram, að hér sé ekki um neina hernaðarmenntun að ræða. Það var ekki fyrr en í febrúar síðastliðnum sem ríkisstjórnin sneri við blaðinu og stöðvaði menntun Líbýumannanna. Það var einnig eftir að kvöldblaðið Ex- pressen hafði bir,t nokkrar greinar, sem sönnuðu, að hér var um hernaðarmenntun að ræða. Líbýumennirnir 80 komu til Sví- þjóðar fyrir rúmu ári og hafa hingað til aðeins verið við undir- búningsmenntun, m.a. við undir- búningsnám í ensku. Robot- kennslan átti skv. samningunum að koma á fjórða ári, og var sá þáttur menntunarinnar ekki opin- ber. Samkvæmt sænskum lögum er menntun Líbýumannanna ekki ólögleg, en búast heföi mátt við mikilli gagnrýni erlendis frá, ef Svíar hefðu veitt Líbýu, sem m.a. hefur hótað að útrýma ísrael, hernaðarlega menntunaraðstoð. En nú eru í undirbúningi ný lög, sem segja að menntun af þessu tagi sé óheimilt að veita löndum sem eru í stríði. Ríkisstjórnin lét strax og menntunin hafði verið stöðvuð, fara fram athugun á málinu, og er þeirri rannsókn hvergi nærri lokið. Ýmsar raddir eru nú uppi um að þetta mál eigi eftir að draga stærri dilk á eftir sér, og komið geti til greina að einhverjir ráðherrar verði að fara frá af þessum sökum, ef uppvíst verður að þeir hafi leitt þingið í villu um þetta mál. Formaður jafnaðarmanna, Olof Palme, gagnrýndi stjórnina mjög harðlega í dag, og sagði að málið væri mun alvarlegra en í fyrstu virtist. Forstjóri TELUB-fyrirtækisins sagði af sér eftir að Expressen kom upp um hernaðarmenntunina í febrúar. Hann staðhæfði þá, að varnarmálaráðherrann hefði feng- ið uppiýsingar um málið, en því neitaði Erik Krömark alveg þang- að til í gær. Veður víða um heim Akureyri 1 þoka í grennd Amsterdam 7 skýjað Aþena 22 heiðskírt Berlín 10 rigning BrUsael 12 skýjað Chicago 15 heiðskirt Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 16 rigning Færeyjar 6 alskýjað Genf 12 rigning Helsinki -5 snjókoma Jerúsalem vantar Jóhannesarborg 25 heíósklrt Kaupm.höfn -2 skýjað Laa Palmas 22 skýjað Lissabon 29 heiöskirt London 12 skýjað Los Angeles 21 skýjað Madrid 20 heiöskírt Malaga 22 alskýjað Mallorca 18 lóttskýjað Miami 23 skýjað Moskva 12 heiðskírt New York 8 heíðskírt Osló -3 skýjað Parfs 14 skýjað Reykjavík 1 lóttskýjað Rió de Janeiro 37 heiðskírt Rómaborg 18 heiöskírt Stokkhólmur 2 skýjað Tel Aviv vantar Tókýó 18 heióskírt Vancouver 12 hatðskírt Vfaarborf 18 hslftskirt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.