Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 25 Hornafjarðarflugslysið: Aðsiglingin að slysstað Þessar myndir, sem Skúli Waldorfí á Höfn í Hornafirði tók þegar björgunarsveitarmenn komu að flaki Piper-flugrvélar Flugfélags Austurlands i fyrradag, sýna vel aðstæður á slysstað i þeirri niðdimmu þoku sem lá yfir. Allt í einu grillti í flakið úti á firðinum og flugmanninn uppi á þaki vélarinnar og á meðan báturinn siglir að flakinu má sjá flugmanninn berja sér til hita og á neðstu myndinni sést vel hvernig flugvélin brotnaði, en flugmaðurinn komst út um þakið á vélinni. Bent A. Koch: Forseti íslands í Kaupmannahöfn Hver sá sem hefur fengið tækifæri til að skyggnast bak við tjöldin við opinbera heimsókn þjóðhöfðingja mun vita hversu óendanlega mikill undirbúningurinn þarf að vera, áður en hægt er að halda hina glæstu frumsýningu og þjóðhöfðingjarnir tveir heilsast á flugvellinum. Svo mánuðum skiptir hefur fjöldi manns í báðum löndum unnið að undirbúningi heimsóknarinnar allt niður í minnstu smáatriði. Því er það ekkert undarlegt, þótt sumir hafi á stundum spurt, hvort heimsóknir af þessu tagi séu hinnar miklu fyrirhafnar — og peninga! — virði. Að aflokinni hinni opin- beru heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta í Kaupmannahöfn er enginn sem spyr um þetta. Sjaldan hefur opinber heimsókn ver- ið jafn velheppnuð frá upp- hafi til enda og flutt boð og kveðjur frá öðru landinu til hins í jafn ríkum mæli. Að öllu jöfnu sýna danskir fjölmiðlar — blöð, útvarp og sjónvarp — opinberum heim- sóknum ekki mikinn áhuga. Það birtast nokkrar myndir og myndatextar og hinar opinberu ræður í hátíðar- veislu drottningar í höllinni sendar út. En umfram það fara heimsóknir af þessum toga fram án þess að vekja verulega athygli. Þessu var allt öðru vísi farið við hina nýafstöðnu heimsókn. Dögum saman var ísland á allra vörum í Dan- mörku, þrjú kvöld í röð sýndi sjónvarpið stóra hluta úr dagskránni og á hverjum degi blasti mynd forsetans við á forsíðum dagblaðanna og í löngum greinum. Það er ekki pfmælt að með þessu hafi ísland öðlast velvilja sem annars er mjög erfitt — og mjög dýrt — fyrir eina þjóð að ávinna sér erlendis. Það er einungis hægt að geta sér til um, hvaða árangri þetta mun skila fyrir út- flutning íslendinga og ferða- mannastraum til landsins, en það leikur enginn vafi á, að heimsóknin mun einnig skilja eftir sig áþreifanleg spor að þessu leyti. Hvers vegna tókst þessi opinbera heimsókn — hin fyrsta sem Vigdís Finnboga- dóttir fer — svona afburða vel? Svarið er einfalt: Vegna Vigdísar Finnbogadóttur. Skömmu eftir kosninga- baráttu milli fjögurra fram- bjóðenda og sigur sem byggðist á u.þ.b. þriðjungi atkvæða má gera ráð fyrir að skoðanir séu skiptar á ís- landi um Vigdísi Finnboga- dóttur. Það er íslenskt málefni. En sem íslandsvinur, er stendur öllum íslenskum flokkum jafn nálægt — og fjarlægt — og sem einn þeirra er fylgdu forsetanum mjög náið meðan á dvöl hennar stóð í Dan- mörku þessa daga, er mér ljúft að bera því vitni að hún gegndi starfi sínu sem for- seti íslands af framúrskar- andi dugnaði. Með miklum persónutöfr- um, greind og öruggri til- finningu fyrir kringumstæð- um hverju sinni, lék hún það hlutverk sem er nú einu sinni krafist af þjóðhöfðingja við þannig tækifæri. Orðið „hlutverk“ er rangt, því að Vigdís forseti vann hjörtu Dana einmitt með því að fara út fyrir hið rígbundna hlutverk og vera manneskja — nútímaleg, frjálsleg, ís- lensk kona. Það var ekki síst vegna framkomu hennar á hinum fræga blaðamannafundi. Eg efast um að Islendingar viti almennt hversu einstakt þetta atriði á hinni opinberu dagskrá var. Það hefur aldrei áður gerst að drottningin (né faðir hennar) hafi fallist á að standa andspænis 350 blaða- mönnum og berskjalda sjálfa sig fyrir framan opin hljóð- nema og sjónvarpsskerm (með engan verndarskerm). Það var töluvert í húfi fyrir drottninguna, forsetann og skipuleggjendurna. Hér var allt lagt undir og spilað djarft. Eftir á er enginn í vafa um að þær höfðu sigur í því spili. Skarpar gáfur beggja aðal- persónanna, hæfileiki þeirra til að svara stutt og laggott og kímnigáfa þeirra stuðluðu að því að fundurinn varð einn vinsælasti þáttur sem komið hefur í sjónvarpi, efni hans endursagt og lofað í marga dálka greinum í dagblöðunum. Þar sem fund- urinn svo þar að auki var hinn fyrsti sinnar tegundar, var hann einnig sögulegur. Áætlað er að u.þ.b. þrjár milljónir Dana hafi séð út- sendinguna (hún var endur- sýnd) eða hafi fylgst með beinni útsendingu útvarpsins og hafi þannig ekki einungis komist í kynni við tvo áhugaverða persónuleika heldur einnig fræðst um ís- land. Við þennan fjölda má bæta þeim áhorfendum víða um Evrópu sem sáu stutta kafla úr útsendingunni. Sjálf Hol- landsdrottning hefur beðið um eintak af henni. Er BT skrifaði þvert yfir forsíðuna næsta dag: „Bravo stúlkur. Ykkur tókst glæsi- lega“, voru það orð a sönnu, á sama hátt og allir vilja taka undir orð Politiken er það fullyrðir: „Vigdís forseti hef- ur í sinni fyrstu opinberu heimsókn vakið svo hlýja og glaðværa aðdáun á sjálfri sér og á Islandi að það er hægt að snerta hana.“ Því er ekki að neita að þeir mörgu sem höfðu tekið þátt í undirbúningi þessarar fyrstu heimsóknar Vigdísar forseta, með sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, Einar Ág- ústsson, í fararbroddi, voru þreyttir þegar heimsókninni lauk. Þannig var og um dr. Selmu Jónsdóttur og Jóhann- es Jóhannsson listmálara sem höfðu tekið að sér hið viðamikla verkefni að velja og setja upp frábæra sýningu á íslenskri nútímalist. En það mildaði þreytuna að laun erfiðisins voru uppskorin ríkulega. v Vigdís Finnbogadóttir kom, sá og sigraði. Koch stjórnar hinum sögufræga fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.