Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
Virðist vera um ein-
hverja mettun að ræða
segir Gunnar Björnsson, formaður Meistarasambands byggingarmanna um
mismun á hækkun byggingarkostnaðar og hækkunar á fasteignaverði
GR i raun ekkert undrandi á
þessum mun, ef menn líta á stöd-
una i dag. þá virðist vera um
einhverja mettun að ræða,“ sagði
Gunnar Björnsson, formaður
Meistarasambands byKffingar-
manna, i samtali við Mbl., er hann
var inntur álits á þeim mikla mun
sem var á siðasta ári, annars vegar
á hækkun byKftinKarkostnaðar ok
hins veKar hækkun á fasteÍKna-
verði.
„Eftirspurn eftir húsnæði hefur
minnkað verulega vegna þeirra
lánakjara, sem við búum við. Ef
miðað er við fulla verðtryKKÍn(?u
lána ok 2—2,5% vexti, þá fer það
ekki á miili mála, að það eru
óhaKstæðari kjör heldur en hafa
boðist. Gömlu lánin, miðað við
hæstu löKleyfðu vexti, voru nokkuð
þunKbær fyrir viðkomandi í 2—3 ár,
en urðu síðan að engu í verðbóÍK-
unni, en nýju verðtryKKÖu lánin
koma af svipuöum þunga á menn
allan Kreiðslutímann.
Ék er sannfæröur um, að það er
þetta sem fólk er hrætt við, ok þetta
kemur einfaldleKa út sem lækkandi
verð á fasteÍKnum,“ saKÖi Gunnar.
Aðspurður sagði Gunnar, að
hyKK'öKarmenn væru ekki hræddir
um að þetta ástand myndi vara til
langframa. Hann hefði persónulega
trú á, að þetta ástand gæti varað í
ákveðinn tíma, eitt til tvö og hálft
ár. — „Reynzlan sýnir okkur svo, að
þetta fer aftur í sama horfið, það
eru sveiflur í þessu, sem einmitt
gera byggingarfyrirtækjum erfitt
um vik á markaðnum. Þjóðfélagsað-
stæður hafa gífurleg áhrif á þetta
hverju sinni. Þegar eitthvað fer að
harðna á dalnum, þá kemur það
fyrst fram í nýbyggingum," sagði
Gunnar ennfremur.
Listáfélag Menntaskólans á ísafirði:
Fjölbreytt dagskrá í
tilefni Sólrisuhátíðar
AÐ VENJU heldur Listafélag
Menntaskólans á ísafirði upp á
Sólrisuhátið. að þessu sinni dag-
ana 8,—15. marz. Fjölbreytt
dagskrá er i tengslum við hátíð-
ina og ber þar hæst ýmsa list-
starfsemi sem bæði heimamenn
og aðkomumenn standa fyrir.
í dag kl. 10:30 til 15:00 verður
hús Menntaskólans á ísafirði opið
almenningi og verða kynntir þætt-
ir úr skólastarfinu. M.a. verður
tölva, sem Menntaskólinn og Iðn-
skólinn eiga, til sýnis og fólki
gefst kostur á að skoða smáar
lífverur í smásjám.
Á bókasafni skólans verður
samfelld dagskrá. Þar munu nem-
endur halda fyrirlestra af ýmsu
tagi og ræða efnið við viðstadda.
íslensk nútíma-
list í Noregi
í GÆR var opnuð sýning sex
islenskra listamanna hjá Berg-
ens Kunstforening í Noregi. Þess-
ir sex, sem þar sýna, kenna sig
við Galleri Suðurgötu 7 og heita:
Steingrimur Eyfjörð Krist-
mundsson, Margrét Jónsdóttir,
Jón Karl Helgason, Halldór Ás-
geirsson. Friðrik bór Friðriks-
son og Bjarni H. Þórarinsson.
Þessi sýning er liður í kynningu
Bergens Kunstforening á íslenskri
nútímalist og á næstunni verða
sýnd verk Errós á þessum stað.
Norska ríkið og Menningarsjóður
hafa styrkt listamennina við
flutning á verkum þeirra út.
Tónleikar Háskólakórsins
Háskólakórinn fer í söngför til
Vestfjarða í tengslum við Sólrisu-
hátíð Menntaskólans á ísafirði og
heldur tónleika þar í dag kl. 17:00.
Stjórnandi kórsins er Hjálmar H.
Ragnarsson og hefur kórinn æft af
krafti fyrir þessa söngför. Efn-
isskráin einkennist af íslenzkum
verkum af ólíkum toga. Eru það
þjóðlög og gleðisöngvar, en mörg
þessara laga heyrast sjaldan
sungin.
Grafíksýnin>í
Á bókasafninu verður opnuð
grafíksýning kl. 14:00 í tengslum
við Sólrisuhátíð. Þar mun Jó-
hanna Bogadóttir, grafíklistamað-
ur, sýna grafíkmyndir sem allar
eru unnar á síðasta ári og þessu.
Jóhanna hefur stundað myndlist-
arnám í grein sinni bæði í Frakk-
landi og í Svíþjóð. Hún hefur
haldið fjölda einkasýninga, bæði
hér á landi og erlendis, og á verk á
söfnum víða á Norðurlöndum.
Sýningin verður opin næstu viku á
opnunartíma safnsins.
Kvöldskemmtun
Á sunnudagskvöldið verður
kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu
kl. 21:00. Hljómsveitin „Þeyr“ frá
Reykjavík mun spila og átta
manna söngflokkur frá Isafirði
syngur fyrir gesti okkar lög úr
Meyjarskemmunni eftir Schubert.
Þetta er kvöldskemmtun fyrir fólk
á öllum aldri.
Þá kom það fram hjá Gunnari, að
hann teldi það sína skoðun, að
eftirspurn eftir nýju húsnæði kæmi
til með að minnka á komandi árum,
og við myndum snúa okkur að því að
nýta eldra húsnæði betur. — „Það
sjást í raun þegar merki þessa, og
það er auðvitað mjög hagkvæmt frá
þjóðhagslegu sjónarmiði," sagði
Gunnar Björnsson, formaður Meist-
arasambands byggingarmanna, að
síðustu.
Málefni blindra
og sjónskertra:
Hvöt styður
frumvarp Salóme
EFTIRFARANDI yflrlýsing var
samþykkt einum rómi á félagsfundi
hjá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna i
Reykjavik, þegar fjallað var um
málefni blindra ok sjónskertra.
„Almennur félagsfundur í Hvöt,
félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík,
haldinn þar mánudaginn 2. marz
1981, lýsir yfir stuðningi við frum-
varp Salome Þorkelsdóttur um
breytingu á lögum nr. 52, 14. apríl
1959, um kosningar til Alþingis, þar
sem gert er ráð fyrir að auðvelda
blindu og sjónskertu fólki utankjör-
fundarkosningu. En þar er lagt til,
að upphaf 65. greinar laganna hljóði
svo: „Kosning utan kjörfundar fer
svo fram, að kjósandi stimplar á
kjörseðiiinn" o.s.frv."
INNLENT
Htltól) 11
Halda í’ann á ný
Þeir voru að gera klárt strákarnir á Heimaey á fimmtudaginn og
i gær var síðan haldið út á nýjan leik til að leggja netin. Það eru
ekki margir dagar liðnir síðan Heimaey náðist af strandstað á
Þykkvabæjarfjöru, en litlar skemmdir urðu á skipinu.
(Ljósm. Sigurgeir).
Barði Þórhallsson bæjarfógeti:
Athugasemd við æsi
skrif í Dagblaðinu
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beA
ið að birta eftirfarandi athugasemd:
Athugasemdir frá bæjarfógetan-
um í Ólafsfirði um æsiskrif Jónasar
Haraldssonar, blaðamanns í Dag-
blaðinu 5. mars sl. um lausn lög-
reglumanns úr starfi í Ólafsfirði.
Hér er um furðulegar rangfærslur
og æsiskrif að ræða og m.a. óheimila
myndbirtingu, sem er sett upp á
meiðandi og óvirðandi hátt.
Varðandi efni blaðsins um lausn
lögreglumannsins úr starfi skulu
nokkrar staðreyndir settar hér fram.
í Ólafsfirði hafa starfað 2 fast-
ráðnir lögreglumenn. Starfa þeir sem
jafnsettir lögreglumenn, þótt annar
hafi haft laun sem varðstjóri vegna
starfsaldurs.
Þessum lögreglumönnum er alger-
lega óheimilt að fá menn í sinn stað,
er þeir eru að sinna starfsskyldum
sínum.
Athygli vekur samt að flest það,
sem lögreglumanninum er gefið að
sök, er beint og óbeint viðurkennt í
skrifum Dagblaðsins, þótt reynt. sé
eftir mætti að gera lítið úr ásökun-
unum.
Það er greinilegt að blaðamaður-
inn hefur ekki gert sér nokkra grein
fyrir staðreyndum og eðli málsins,
hvað þá heldur reynt að kynna sér
hlutlægt málsatriði.
Hvar eru nú siðareglur blaða-
mannsins? Hafa þær e.t.v. týnst í
hita augnabliksins.
Barði Þórhallsson
bæjarfógeti.
Atli Steinarsson:
Tel saksóknara
alls ekki leiða
í ljós, að fréttin
hafi verið röng
„ÉG ER feginn, að þetta mál er
búið og að það fékk þessar
lyktir. Þetta er að minnsta
kosti hálfur sigur fyrir blaða-
mennskuna," sagði Atli Stein-
arsson, blaðamaður, er Mbl.
leitaði f gær álits hans á dómi
Hæstaréttar í heimildarmanna-
máli þeirra Ómars Valdimars-
sonar, fréttastjóra.
„Saksóknari talar í greinar-
gerð sinni um ranga frétt Dag-
blaðsins. Ég tel það alls ekki í
ljós leitt á einn eða annan hátt,
að hann hafi rétt fyrir sér í því,“
sagði Atli. „Og ég tel það meira
en lítið hæpið, að Hæstiréttur
skyldi fella málið niður á svona
veikri forsendu.
„Annað sem mér finnst ein-
kennilegt er að sjá í dómi
Atli Steinarsson
Hæstaréttar að þetta sé mál
ákæruvaldsins gegn mér og
Ómari. Þarna er ekkert minnzt á
rannsóknarlögreglu ríkisins,
heldur er saksóknari allt í einu
kominn í málið og það dæmt á
grundvelli hans greinargerðar.
Það var lögmaður okkar, sem
áfrýjaði málinu til Hæstaréttar,
en hvorki rannsóknarlögreglu-
stjóri né saksóknari."
Einar J. Gíslason:
Fimmtíu prósent
ánægður með dóm
Hæstaréttar
Einar J. Gislason
_ÉG ER fimmtiu prósent
ánægður með þennan Hæsta-
réttardóm. Hann segir, að frétt
Dagblaðsins sé ekki marktæk.
En ég er óánægður með, að
landsins lögum skuli ekki fram-
fylgt og þeir, sem fara með
slúður. látnir koma fram i
dagsljósið,“ sagði Einar J.
Gislason, forstöðumaður Fíla-
delfiusafnaðarins, er Mbl. leit-
aði álits hans á dómi Hæstarétt-
ar í heimildarmannamálinu
svonefnda, en það var Einar,
sem óskaði eftir því við rann-
sóknarlögreglu ríkisins að
kannað yrði, hver hefði brotið
trúnað með þvi að skýra frá þvi
að hann hefði átt samtal sem
prestur við sitt safnaðarbarn.
„Ég tel það tvimælalausan
ávinning við þennan Hæstarétt-
ardóm, að þegar æðsta dómsvald
landsins lítur á það blað, sem
veltir sér upp úr hörmungum
fólks öðrum íslenzkum blöðum
frekar, þá er þetta blað dæmt
ómerkt," sagði Einar.
ómar Valdimarsson:
Verra að
Hæstiréttur
tók ekki
afstöðu til
nafnleyndar
heimildarmanna
„ÉG ER afskaplega ánægður
með að vera laus úr þessu máli,“
ómar Valdimarsson
sagði Ómar Valdimarsson,
fréttastjóri Dagblaðsins, er Mbl.
leitaði álits hans á dómi Hæsta-
réttar í máli hans og Atla
Steinarssonar, blaðamanns. „Ég
er hins vegar ekki ánægður með
það, að Hæstiréttur skyldi ekki
taka efnislega afstöðu til þeirrar
spurningar, hvort blaðamenn
geti tryggt sínum heimildar-
mönnum nafnleynd eða ekki.“