Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 36

Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 BRAGI KRISTJÓNSSON: Spjall um sjónvarp og útvarp Uppá hanabjálkalofti í Al- þingishúsinu er ofurlítil her- bergiskompa. Þar er varðveittur hluti af gömlu skjalamoði lög- gjafans. Og þar er ennfremur skrifborð, æði fornt og mektugt — auk járnaldarútgáfu af út- varpshljóðnema og upptökutæki. I kompu þessari fer fram „starf" þingfréttaritara Alþing- is. Þingfréttir þær, sem flesta morgna eru fluttar í hljóðvarpi, eru nefnilega ekki á vegum hljóðvarpsins, heldur aldeilis á ábyrgð og í hörtdum Alþingis, en fluttar í hljóðvarpið. Það er því ekki við Ríkisútvarpið að sakast um hina aumlegu gerð þing- frétta á morgunstundum, heldur eru það hinir grámóskulegu embættismenn þingsins og ábyrgðarþrungnir forsetar þess, sem viðhalda þessum drungalega þætti í núverandi horfi. Tímasetning dagskrárefnis í hljóðvarpi er mikið vandaverk og víst verður aldrei öllum til hæfis gert á tímum hinna vís- indalegu kannana og rannsóna. En í fljótu bragði er ekki mjög margt, sem greinilega mætti betur fara. í hljóðvarpinu er flutt ýmiss- konar merkilegt fræðsluefni um atvinnuvegi, byggðamál, rétt- indamálefni o.s.frv. Óþarflega oft eru þessir fróðleiksþættir fluttir á þeim tímum, sem fáir geta notið þeirra, á miðjum morgnum. Góðir kvöldtímar eru á hinn bóginn lagðir undir æðri hugvís- indi eins og nútímamúsík, hálf- þvælið framhaldssöguroms og t.a.m. þáttinn Á vettvangi, sem gerist nú draugslegri með degi hverjum og næsta sjaldgæft að þar sé flutt efni sem hefur almenna höfðun. Jákvæðar breytingar hafa vissulega verið gerðar á tímasetningu efnis í hljóðvarpi á síðustu misserum og stefna þær flestar í rétta átt. Viðtöl og samtalsþættir eru með allra vinsælasta efni hljóð- varps og hefur miðillinn getað hrósað happi að hafa i þjónustu sinni prýðilega hæfileikamenn á þessu sviði. Stefán fréttamaður Jónsson var árum saman meistari sam- talslistar hjá hljóðvarpi og sakna margir þess að heyra ekki lengur hin djúpu tog hans úr sálarfylgsnum alþýðufólks í landinu. Jökull Jakobsson náði fágætu valdi á samtalsforminu og seiddi viðmælendur til svo eðlilegra tjáninga, að varð hrein list. Björn Th. Björnsson á mikinn heiður skilinn fyrir ýmis menn- ingarleg framlög í Ríkisútvarp- inu — auk þáttarins Á hljóð- bergi. Viðtöl hans á þessum vetri um Einar Benediktsson eru Björn Th. Ouðni Björns.son Kolbeinsson sjaldgæf verðmæti, sem seint verða maklega þökkuð, þótt mis- vel hafi ýmsum líkað framsett ummæli í þeim þáttum. Nærfær- in háttvísi Björns í viðtölum virkar hvetjandi á viðfangsefnin og hann gæðir efnið klassískum þokka. Yngra fólki hjá hljóðvarpi eru dálítið mislagðar hendur í sam- talskúnstinni. Nema Guðrúnu Guðlaugsdóttur: Bráðsnjöll í vaii viðmælenda og beinir sam- tölum skemmtilega innávið; opin og sjarmerandi mannleg sam- skipti. Um Guðna Kolbeinsson mál- hressingarmann á við það sem séra Matthías sagði um kven- fólkið: „að það væri piparinn í lífsins plokkfiski". Hress og innlifaður flutningur íslenzkufræðingsins á spaug- sömum austantjaldsteikniþátt- um o.fl., er hreinasta afbragð. Og sennilega hefur sami, þegar hann flutti þáttinn um daglegt mál í hljóðvarpi, unnið raun- hæfu málverndarstarfi varan- legra gagn með landsfrægu mis- mæli, en allir hinir þrumulostnu kergjukallar og kellingar þess- ara fræða við áralangt nudd og fortölusífur. Líf þeirra smávina, Sponna og Sparða, er selt undir látlausar ofsóknir illra afla. Hið sama má nútildags segja um blessaða stjórnmálamenn- ina, sem umsetnir eru „frétta- skýrendum" einsog þeir heita á fréttastofu-íslenzku, og sjón- varpskösturum frá morgni til kvölds. Það er miklu erfiðara að vera pólitíkus á þessum „opnu" tím- um, en var fyrir daga myndmiðl- anna og hinna sívökulu síðdegis- blaða. Fyrrum voru þingmenn og aðrir landstólpar í vitund al- þýðunnar óhagganlegar kyrra- lífsmyndir, líkt og Jón forseti, einbeittar á svip og prýddu síður flokksgagna með reglulegu bili — og stigu niður til þjóðarinnar á fjögurra ára fresti. Nú varpar myndmiðillinn hverri andlitsvipru og glotti inná hvert heimili í landinu. Sveiflur skoðanakannana eru bezt til marks um þau áhrif, sem þessir nýju miðlar hafa á viðhorf hins reikula kjósendaskara. Þar er þó fyrst og síðast til marks hinn skammæi kosningasigur pínulitla flokksins, þegar hann fékk til meðgöngu tvo þekkta fjölmiðlara og Vilmund rann- sóknarblaðamann. Hinir breyttu hættir komu vel til skila í sjónvarpi á þriðjudag, þegar Húnvetningar skipulögðu bezt heppnuðu, friðsömu þrýstiað- gerð til þessa. Skrýddir þrykkt- um áróðursflíkum steðjuðu þeir í Alþingishúsið við nokkru liði, baðaðir fjölmiðlanna gleymna ljósi. Hjörleifur orkuráðherra stóð glottandi undir máli aðkomu- manna. Og kvittaði síðan fyrir móttöku boðskapar þeirra á svo loðmullulegu kerfismáli, að sér- hver meðal framsóknarráðherra hefði getað verið stoltur af svarinu. Þær umræður, sem síðar um kvöldið var sjónvarpað, munu varla teljast annálsverðar þegar frá líður: dæmigert karp fulltrúa hagsmunahópa landshlutanna, lexía í þrýstitækni, þar sem hver hópurinn af öðrum sendi fram sína fulltrúa. Ætli Páll Pétursson hafi ekki verið einna snarborulegastur þessara ræðumanna? Honum tókst þó að halda ræðu sem helzt mátti skilja svo, að eiginlega stæði hann aö baki þessum aðgerðum... Norræna félagið á Akranesi 25 ára NORRÆNA félagið á Akranesi verður 25 ára sunnudaginn 15. mars nk. Það var stofnað af Magnúsi Gíslasyni sem þá var framkvæmdastjóri Norræna félagsins á íslandi. Fyrsti for- maður þess var Hálfdán Sveinsson, sem lengi var forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri um skeið. Norræna félagið hefur oft staðið fyrir fræðslukvöldvökum um norræn málefni, og aðstoðað við móttökur gesta frá hinum Norðurlöndunum. Akranesbær hefur verið í vinabæjasambandi við bæi á Norðurlöndum allt frá 1951 og hefur Norræna félagið séð um að viðhalda þessu sam- bandi með gagnkvæmum heim- sóknum á vinabæjamót, sem haldin eru þriðja hvert ár, svo og fréttabréfasendingum, en þessi fréttabréf eru birt í blöðum allra vinbæjanna samtímis. Norræna félagið á Akranesi hefur tvisvar staðið fyrir vina- bæjamóti á Akranesi, árin 1957 og 1972. Á seinna mótið komu 50 gestir frá hinum vinabæjunum. í tilefni af afmælinu gengst félagið fyrir listsýningu í Bók- hlöðunni dagana 8.—15. mars og er sýningin opin á hverju kvöldi kl. 20-22. Þá gengst félagið fyrir afmæl- ishátíð í Rein laugardaginn 14. mars nk. kl. 20.00. Þar verður sameiginlegt borðhald og margt til skemmtunar. Þar mun m.a. verða formaður Norræna félags- ins í Bamble í Noregi, Reidunn Tollefsen, og maður hennar, en henni er boðið hingað í tilefni afmælisins. Stjórn Norræna félagsins skipa nú Þorvaldur Þorvaldsson formaður, en aðrir í stjórn eru Lilja Guðmundsdóttir, Þjóð- björn Hannesson, Svandís Pét- ursdóttir og Sigurbjörn Guð- mundsson. (Fréttatilkynning) Föðurnöfn víxluðust í fréttatilkynningu frá skrif- stofu forseta Islands þar sem greint var frá því, að forseti Islands Vigdís Finnbogadóttir hefði í opinberri heimsókn sinni fært Margréti Danadrottningu að gjöf skartgrip, sem í senn er næla og hálsmen, víxluðust föðurnöfn gullsmiðanna Hjördísar og Ás- laugar, sem hönnuðu og smíðuðu skartgripinn. Rétt nöfn þeirra eru Hjördís Gissurardóttir og Áslaug Jafetsdóttir gullsmíðavinnustof- unni Silfurskin, Skólavörðustíg, og leiðréttist það hér með. FrétUtilkynning frá skrifstofu forsrta Islands. Jakob V. Hafstein, lögfræðingur — Fiskiræktarmál 3: Endurskoðun lax- og silungsveiðilaganna - veiðilöggjöf - fiskiræktar- og fiskeldislöggjöf - fordæmi Norðmanna Svo sem kunnugt er var löggjöf okkar um lax- og silungsveiði endurskoðuð síðast á árunum 1968 til 1970. Þýðingarmiklar breyt- ingar voru þá gerðar á þessari viðkvæmu löggjöf, sem hnigu í þá átt, meðal annars, að meta og viðurkenna þá öru þróun, sem þá hafði orðið og var í miklum vexti um fiskiræktar- og fiskeldismál. Ymsum þótti þá samt sem áður ekki nóg að gert við þá endurskoð- un, einmitt varðandi þann þátt laganna, er snerti fiskiræktar- og fiskeldismálin. Þetta hefur komið á daginn og nú er löggjöf þessi enn í endurskoðun eftir rúm 10 ár. Við síðustu endurskoðun lax- og silungsveiðilaganna var fyrst fram borin ábending og tillaga um það, að nauðsyn bæri til þess að skýr mörk og ákvæði yrðu lög- bundin, annarsvegar um veiði- löggjöf en hinsvegar um fiski- ræktar- og fiskeldislöggjöf. Bent var á fordæmi og ekki síður reynslu annarra þjóða á þessu sviði, einkum í Svíþjóð, Noregi, Kanada, Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum, en þetta voru þá — og eru enn — forystuþjóðir í fiskiræktar- og fiskeldismálum lax- og silungsfiska, ásamt með Sovétríkjunum. í Noregi hefur sjóeldi á laxi tekið geysimiklum framförum og þróast mjög ört á undanförnum árum. Norðmenn hafa haft mikil viðskipti við íslendinga um kaup á sjógönguseiðum af laxi og vonandi má búast við áframhaldi á því sviði, þótt meira og meira þokist í þá átt, að Norðmenn verði sjálfum sér nógir um framleiðslu sjó- gönguseiða til afnota í sjóeldis- stöðvum þeirra. Þar í landi er norska fiskirækt- ar- og fiskeldislöggjöfin komin nokkuð til ára sinna og telja þeir því brýna nauðsyn á því að endurbæta þessa þýðingarmiklu löggjöf, sem orðið hefur hin mesta lyftistöng fyrir fiskeldi og sjóeldi í Noregi á undanförnum áratug, en þessi löggjöf er gersamlega aðskil- in frá lax- og silungsveiðilöggjöf- inni norsku. Frumvarp að nýrri og fullkominni löggjöf um málefni þessi var lagt fram í ríkisráðinu norska hinn 9. janúar síðastliðinn og þá gert ráð fyrir afgreiðslu frumvarpsins til nýrra laga á vori komanda. En til þess að ekki ríkti lögleysa og ýmsir erfiðleikar vegna umsókna einstaklinga um framkvæmdir og byggingu nýrra eldisstöðva — 5—700 að tölu — voru ýmis eldri lagaákvæði þar um í Noregi framlengd til 30. júní næstkomandi, en frekari frestur ekki gefinn, svo þýðingarmikil eru mál þessi talin þar í landi í norska Stórþinginu. En hvernig er þá málum þessum háttað hér hjá okkur? Lætur löggjafinn þau mikið til sín taka — og liggur nokkuð á? Ekki verður því í móti mælt, að mjög mikill og vaxandi áhugi er fyrir fiskiræktar- og fiskeldismál- um, fyrir sjóeldi á laxi og fyrir hafbeit, og fyrir því að geta byggt upp nýjan útflutningsatvinnuveg á þjóðhagslegum grundvelli í landinu á þessum vettvangi. Nýjar og afkastamiklar fiskiræktar- og fiskeldisstöðvar rísa á ári hverju og vitað er að fleiri stöðvar eru í undirbúningi til stofnunar og reksturs. En fullkomin löggjöf um þessi mál er ekki til í landinu. Tvö ár eru liðin síðan skipuð var nefnd af stjórnvöldum til endur- skoðunar og umbóta á gildandi lax- og silungsveiðilögum nr. 76 frá 1970. Lítt eða ekkert hefur heyrzt eða frétzt af störfum þess- arar nefndar. Og þá er heldur ekki vitað hvort stjórnvöld hafa falið umræddri endurskoðunarnefnd lax- og silungsveiðilaganna að taka sérstaklega til meðferðar, rannsóknar og athugunar fiski- ræktar- og fiskeldismálin og þá gífurlega öru þróun og stórlega vaxandi áhuga og framkvæmdir, sem þar eiga sér nú stað, ekki bara hér hjá okkur Islendingum, heldur einnig og ekki síður hjá nágranna- þjóðum okkar og víðar, varðandi skipulag og uppbyggingu á fiski- ræktar- og fiskeldismálum á at- vinnulegum og þjóðhagslegum grundvelli. Kemur þá einnig í þessu sambandi mjög til greina og gaumgæfilegrar rannsóknar sam- vinna við aðrar þjóðir. Ekki hvað sízt verður í því sambandi að skoða vel þá tilhneigingu, sem gert hefur vart við sig hjá einstök- um aðiljum, að byggja upp rekstur og félagsskap við erlenda fjár- sterka aðila á íslenzku landi, við íslenzkar aðstæður og íslenzka möguleika. Hér var vissulega um stórmál að ræða, sem varla þolir nokkra bið að verði farsællega til lykta leitt. Rétt þykir í því sambandi að víkja að nokkrum fáum mikils- verðum atriðum um löggjafar- atriði í þessu sambandi: 1. Alþingi getur tæplega lengur lokað augunum fyrir því, að sett verði ný og fullkomin ákvæði í lög um fiskirækt, fiskeldi, sjóeldi á laxi og hafbeit, ásamt með ýmsum öðrum þróunarmöguleikum á at- vinnulegum grundvelli í málum þessum og þá vitanlega undir sérstakri stjórn, aðskilinni frá veiðilöggjöfinni. 2. Alþingi getur heldur ekki látið það ógert að setja í lög ákvæði um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.