Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
45
Ritföng
Þessir hringdu . . .
Of mikið um
ölvaða menn
E.G. hringdi og kvaðst vilja
taka undir orð Ástu Bjarnadóttur
hér í dálkunum á fimmtudag um
biðskýli Strætisvagna Reykjavík-
ur á Hlemmi. Það er allt of mikið
um ölvaða menn þarna.
Á svona stað er það lág-
markskrafa að fólk fái að vera í
friði þegar það bíður eftir sínum
Hvað
megum við
þá segja?
Áhugamaður um sanngjörn
flutningsgjöld skrifar á ísafirði
25. febr.:
„Kæri Velvakandi.
Mikið hefur verið skrifað og
rætt um vörugjald á öl og gos-
drykki að undanförnu. Allt ætlaði
um koll að keyra þegar gjald þetta
var hækkað á dögunum. En hvað
megum við þá segja, sem búum úti
á landsbyggðinni? Ekki bera for-
ráðamenn gosdrykkjaverksmiðj-
anna í Reykjavík hag okkar mikið
fyrir brjósti. Ekkert heyrist
minnst á að halda niðri flutn-
ingskostnaði á öli og gosi' til
okkar, eins og t.d. með því að
flytja þennan varning með skipum
allt árið, eða sjá svo um að miðað
sé við skipataxta í útreikningum á
flutningskostnaði, en ekki bif-
reiðataxta, jafnvel þótt skipin
flytji þessar vörur yfir vetrarmán-
uðina.
Nei, að mínum dómi átti vöru-
gjaldshækkunin fullan rétt á sér,
þó að e.t.v. hefði mátt fara ein-
hverja málamiðlunarleið."
vagni, án þess að eiga það sífellt á
hættu að fá kófdrukkna menn
rambandi í fangið á sér. Ég er
ekkert að banna þessum mönnum
að drekka, þetta er bara ekki rétti
staðurinn fyrir þá. Það er málið.
Svo er það engu skárra þetta
pönkaralið sem safnast þarna
saman milli fjögur og fimm á
hverjum einasta degi. Það verður
að gera eitthvað til þess að breyta
andrúmsloftinu á þessum stað.
Annars fer fólk að veigra sér við
að koma þangað inn.
Á að láta
sparnaðinn bitna
á börnunum?
Fjögurra barna móðir hringdi
og kvaðst bæði sárreið og hneyksl-
uð yfir því hvernig sjónvarpið
hagaði sér gagnvart börnum: —
Ætla sjónvarpsmenn að láta
sparnaðarráðstafanir sínar bitna
aðallega á börnum, sem engan
þrýstihóp virðast hafa á bak við
sig? Nú er búið að færa þáttinn
„Húsið á sléttunni" af sunnudög-
um á miðvikudaga. Maður hefði
nú haldið að þessu vinsæla barna-
efni yrði valinn tími við hæfi, ekki
sist lítilla barna. En það var nú
eitthvað annað. Sl. miðvikudag
var byrjað að sýna myndina kl.
rúmlega hálfníu og sýningartím-
inn stóð til að verða tíu. Ég á
fjögurra ára gamlan son og annan
sjö ára. Auðvitað vildi sá litli fá að
horfa til enda, fyrst hinn fékk það,
og það enda þótt hann ætti í mesta
basli með að halda sér vakandi.
Hvers vegna var þessi þáttur ekki
færður yfir á miðvikudagssíðdegið
og t.d. sýndur á eftir Herra-
mönnum á sjöunda tímanum? Mér
finnst að við foreldrar ættum að
vera betur vakandi yfir því að
réttur barna sé ekki fyrir borð
borinn í ríkisfjölmiðlunum, þó að
gípa eigi til þess að spara. Það
hefur ekki verið borið svo mikið í
barnaefni á þeim bæjum hingað
til, að réttlætanlegt sé að byrja á
því að skera það niður eða gera
hlut þess minni á annan hátt.
Hvað verður
um þorskinn?
Landkrabbi skrifar:
„Nú er því þannig farið að ég,
bréfritarinn, hef ekki verið til
sjós, en margir góðir vinir mínir
eru gamlir sjómenn og dugandi.
Þeir fylgjast vel með því sem er
að gerast hjá fiskiskipaflotan-
um. Um daginn heyrði ég er
tveir þeirra voru að rabba sam-
an um loðnuna og hið alvarlega
ástand sem virðist vofa yfir með
þennan litla fisk.
Á hverju á þorsk-
urinn að lifa?
Annar þeirra sagði eitthvað á
þessa leið: „Gaman væri nú að
heyra frá sérfræðingunum við
Hafrannsóknastofnunina um
það (ef þá greinir þá ekki á um
það), á hverju þorskurinn á að
lifa, þegar allt kapp er lagt á það
að drepa sem allra mest af
loðnunni.“ Hann sagði að það
væri staðreynd að tæplega væri
nokkurt loðnukvikindi í einum
einasta þorski sem veiðst hefði i
vetur á hinum gjöfulu fiskimið-
um út af Vestfjörðum.
Ef loðnan er horfin þá liggur
fyrir að biðja Velvakanda að
koma því á framfæri við Haf-
rannsóknastofnunina: Hvað
verður um þorskinn ef loðnu-
stofninn er að syngja sitt síðasta
hér á miðunum?"
BLÖM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB.
Pálmar
Flestir pálmar verða
með tímanum full fyrir-
ferðarmiklir í stofu, en
það getur verið
áhugavert að rækta þá
upp af fræi. Nú á tímum
er það orðið algengt að
íslendingar ferðist til
Suðurlanda þar sem
pálmarnir vaxa í görð-
ir ungu pálmar — þeir
eru til að byrja með eins
og stinn strá — hafa
náð ca. 10 sm hæð eru
þeir látnir í potta —
ekki of stóra — í létta
mold. Til þess að ekki
myndist mikil rótar-
flækja þegar í stað er
rétt að stýfa lítið eitt
bessi tígulogi pálmi heitir Chamaedorea elegans, stundum
nefndur fjallapálmi. Hann er með smávaxnari pálmum og
bendir latneska nafnið til þess. Þolir vel skugga.
um svo sem eins og
reynitré hér á landi. Það
ætti að vera lítill vandi
að verða sér úti um
fáein frækorn og stinga
í vasa eða tösku. En
gætið þess að þvo þau
vandlega svo fljótt sem
auðið er því á þeim gætu
leynst óþrif sem ekki er
vert að flytja með sér
heim. Frækornin skulu
geymd í vel lokuðu íláti.
Þá má geta þess að
stundum fást hér í
verslunum döðlur með
steinum. Slíkum stein-
um má sá, annað hvort
nokkrum saman í pott,
eða þá að stinga þeim
niður með pottbarmi
hjá plöntu sem fyrir er í
glugganum. Þegar þess-
neðan af rótinni og
sama skal gert þegar
síðar meir verður skipt
um potta. Þegar blöðun-
um fjölgar og þau fara
að skipta sér og fá á sig
pálmalag má blanda
áburði saman við mold-
ina og þegar verulegur
vöxtur er kominn í
plönturnar má gefa
þeim aukaskammt af
áburðarupplausn.
Yfir sumartímann
skal vökva vel en þó láta
þorna aðeins á milli.
Árið um kring er gott að
úða pálma öðru hverju
með ylvolgu vatni en
það getur m.a. varið
plönturnar að einhverju
leyti fyrir ásókn hvers-
kyns óþrifa. H.L.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU