Morgunblaðið - 20.03.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 20.03.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 ekki mætti fara að framkvæma og hætta að tala. Einnig spurði Gunnar, hvað tæki við 1. maí og í lokin hvenær frjálst verðiagskerfi kæmist á. „Allir segjast með því, en enginn virðist þora“ sagði Gunnar. Tómas svaraði Gunnari því til, að hann teldi fulltrúa launþega hafa samþykkt uppfærslu á vöru- birgðunum með því að sitja hjá við afgreiðslu málsins á fundi í Verðlagsráði, og myndi það kannski mýkja suma, eins og hann orðaði það og átti við ráðherra. Hann sagði þrautina þyngri að svara því hvað tæki við 1. maí. „Ég bíð eftir því hvort ríkisstjórnin nær saman um skynsamlegar efnahagsaðgerðir eða ekki. Ég tel gengi þessarar ríkisstjórnar falið í því. Ef slíkt næst ekki þá hef ég enga trú á að ég verði hér að ári. Arndís Björnsdóttir sagðist óánægð með það, að kaupmönnum væri gert skylt að innheimta söluskatt, án innheimtulauna og spurði hvort eðlilegt væri að Frá aðalfundi Kaupmannasamtakanna i gær. Tómas Árnason viðskiptaráðherra i ræðustóli. Ljótun. Mbi. RAX. Aðalfundur Kaupmannasamtakanna: „Því fyrr sem frelsi verður innleitt í verzlun, því betra“ - Það leiðir til betri viðskiptahátta, sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra Á AÐALFUNDI Kaupmannasamtakanna, sem haldinn var i gær, lýsti Tómas Árnason sig fylgjandi þvi, að ríkisstjórnin samþykki heimild Verðlagsráðs um heimild til handa verzlunum að selja vörubirgðir sínar á raunvirði. Þá sagðist hann hafa marglýst þvi yfir, að álagningu ætti að gefa frjálsa, að hans áliti myndi það skapa heilbrigða samkeppni milli samvinnuverzlunar og annarrar verzlun- ar. Hann sagði einnig að mikil andstaða væri gegn þessu i rikisstjórninni. Þá upplýsti hann, að á fundi rikisstjórnarinnar i gær hefði veriö samþykkt tilaga þess efnis, að innflytjendum væri heimilt að hækka álagningu hér heima, ef þeir felldu niður umboðslaun erlendis. Tómas flutti ræðu í lok hádegis- verðar og rakti í upphafi hennar efnahagsstöðu þjóðarinnar. Hann sagði ríkisfjármálin í góðu lagi í samanburði við aðrar þjóðir og nefndi Svíþjóð sem dæmi. Þá sagði hann verzlun við útlönd standa mjög vel, þjóðarframleiðslan hefði verið í miklum vexti, en þó væri talið að hún stæði í stað í ár. Peningamálin taldi Tómas í styrkri stöðu, og nefndi sem dæmi að ráðstöfunarfé bankanna hefði aukist á sl. ári. Þá væri full atvinna í landinu og jafnvel of mikil, sem skapaði óþarflega mikla þenslu. „Fjárfestingar hafa verið of miklar eða 27% af þjóðar- framleiðslunni síðasta ár“, sagði Tómas. Hann sagði að nú væri stefnt að því að koma þeim í 26%, áður hefðu þær náð allt upp í 33%. Agaleysi ein meginineinsemdin Þá kom hann að neikvæðu þáttum efnahagsástandsins, eins og hann orðaði það og nefndi fyrst verðbólguna, sem hann sagðist hafa beitt sér mjög gegn. Hann sagði að verðbólgan væri nú 58%, ekki sagðist hann hafa trú á að hægt væri að kveða verðbólguna niður í einni svipan, en sagðist vera þeirrar skoðunar að tiltölu- lega auðvelt ætti að vera að koma henni niður í 40%, en til þess þyrftu þrýstihóparnir að slaka á. Hann taldi þrýstihópana vera eitt af vandamálum efnahagslífsins. Stjórnmálamenn og flokkar létu undan alls kyns þrýstingi. Þá taldi viðskiptaráðherra aga- leysi eina meginmeinsemd þjóðfé- lagsins. Agaleysi í viðskiptalífinu, opinberum rekstri og þá ekki síður á stundum við ríkisstjórnarborðið hefði slæmar afleiðingar. Þá fjall- aði hann um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar frá áramótum og sagði að til þess að þær næðu tilætluðum árangri að sínu mati, væri mjög þýðingarmikið að fram- haldsaðgerðir kæmu til. Hann nefndi sem dæmi um erfiðleika efnahagslífsins sem væru fram- undan og takast yrði á við, að því hefði verið spað að olíuverð á heimsmarkaði myndi þrefaldast á næstu 4—5 árum. Tómas kom síðan að verðlags- málum og sagðst hafa beitt sér fyrir því að endurmat vörubirgða yrði heimilað. Það hefði verið samþykkt í Verðlagsráði, en erfitt væri að koma því í. gegnum ríkisstjórn. Þá sagði hann allt í óvissu um hvað gerðist 1. maí þegar verðstöðvun ætti að ljúka en vildi ekki úttala sig um það á þeirri stundu. „Ef ég kem hingað að ári, skal ég segja ykkur meira um mál þetta“, sagði hann. Ekki trú á núver- andi verðlagskerfi Viðskiptaráðherra sagðist ekki hafa neina trú á því kerfi sem nú ríkti í verðlagsmálum. Innleiða ætti miklu meira frelsi, en í samsteypustjórn væri ekki hægt að koma öllum óskum sínum í framkvæmd. Þá sagðist hann hafa fengið samþykkta tillögu, sem hann taldi til hagsbóta fyrir verzlunin, á ríkisstjórnarfundi fyrr um daginn. Hún er svohljóð- andi: „Ef innflytjandi fellir niður umboðslaun erlendis fær hann hækkun álagningar hér heima, ef hann getur sýnt fram á lægra vöruverð." í fyrirspurnum til viðskiptaráð- herra var komið inn á ýmsa þætti verzlunarinnar. Gunnar Snorra- son formaður Kaupmannasamtak- anna spurði ráðherrann í fram- haldi af því, að hann hefði sagst ætla — „Ef hann kæmi að ári“ — að ræða meira um heimild til endurmats á vörubirgðum, hvort tollstjóri og fógetar fengju fastar prósentur af öllu sem þeir inn- heimtu. Hún spurði hversu háar þessar prósentur væru. Þá spurði hún einnig um ástand tollkrítar- innar og deildi á að kaupmenn þyrftu þar að lána ríkisstjórninni stórfé. Sjálfsagt að verzlunin fái umboðslaun Tómas svaraði því til að honum fyndist sjálfsagt að verzlunin fengi umboðslaun af innheimtu söluskatts, en sagði um leið að honum hefði ekki fundist það, þegar hann var fjármálaráðherra. Hann sagðist ekki vita, hversu háar prósenturnar væru. Tollkrít- armálið væri í athugun upplýsti hann. Jón Júlíusson spurði ráðherra um könnun sem hann sagði að gerð hefði verið á smásöluverzlun á Norðurlöndum og bað um að niðurstaða hennar yrði birt. Gunnar Hjartarson spurði nokk- urra spurninga í tilefni af erfiðri stöðu verzlunar á landsbyggðinni og benti á sérstöðu kaupfélag- anna. Tómas svaraði Jóni því til, að honum væri ekki kunnnugt um slíka könnun. Varðandi dæmi um sérstöðu kaupfélaganna, sem Gunnar sagði frá, svaraði ráð- herrann: „Eg trúi þessu ekki“, en Gunnar hafði áður sagt að kaup- félög á Austurlandi fengju ódýrari flutninga en aðrir kaupmenn með Skýjaútgerð ríkisins. Árni Jónsson spurði ráðherr- ann, hvort hann væri fús til að beita sér fyrir því að afgreiðslu- tími verzlana væri samræmdur. Tómas sagðist reiðubúinn að líta á það mál. Ólafur Björnsson spurði m.a. hvort ekki færi að líða að því að Verzlunarbankinn fengi leyfi til gjaldeyrisviðskipta. Ráðherr- ann sagði að kannske væri réttast að allir bankar hefðu gjaldeyris- viðskipti, en ekki hefðu verið teknar neinar ákvarðanir hér að lútandi. „Mér finnst það koma til greina" sagði hann, „en ég tala nokkuð loðið um það“. Óskar Jóhannsson spurði ráð- herrann hvað væru eðlilegir verzl- unarhættir og sagði frá málaferl- um vegna sölu vísitölubrauða og bakkelsis. Ráðherra kvaðst telja að verðlagsyfirvöld hefðu ekki gengið hart eftir brotum á verð- lagsákvæðum en þau störfuðu eftir ákveðinni löggjöf. Aldrei kynnst slík- um vinnubrögðum Árni Árnason framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs íslands var síðastur á mælendaskrá og skor- aði á ráðherra að láta hreyfa tillögu Verðlagsráðs í ríkisstjórn- inni um leyfi til handa verzlunum að selja vörubirgðir sínar á raun- virði. Þá sagðist Árni, sem sæti á í Verðlagsráði, aldrei hafa kynnst vinnubrögðum eins og þar við- gengjust. Hann spurði hvort þess- um ósköpum, eins og hann orðaði það, myndi linna 1. maí og sagði stjórnmálamenn liggja yfir öxlun- um á Verðlagsráðsmönnum og væri afgreiðslan þar eftir því. „Má ekki alveg eins senda skjalabunk- ann beint til ríkisstjórnarinnar?" spurði Árni. Tómas sagði allt rétt og satt sem Árni hefði sagt og endurtók að hann vissi ekki hvað gerast myndi 1. maí. Tómas lauk máli sínu með eftirfarandi orðum: „Því fyrr sem frelsi verður innleitt í verzlun hérlendis því betra. — Það leiðir til betri viðskiptahátta til velfarnaðar og heilla fyrir is- lenzka verzlun." Sigfús Þor- steinsson 80 ára í dag SIGFÚS Þorsteinsson, bóndi í Skálateigi í Norðfjarðarhreppi, er 80 ára í dag. Hann mun taka á móti gest- um í barnaskólanum á Kirkju- mel eftir klukkan 20.30 í kvöld. Sigfús Þorsteinsson Sovétmenn reyna sprengjutungl Washinglon 18. mars. AP SOVÉTMÖNNUM hefur í fyrsta sinn tekist að gera árangursríka tilraun með sprengjutungl, það er gervi- tungl hlaðið sprengiefni, sem sent er á loft til að granda öðru gervitungli. Varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna gaf út tilkynningu um þeasa tilraun á miðvikudaginn. Tilraunin, sem fór fram yfir Austur-Evrópu síðasta laugar- dag, fólst í því að sprengjutungl- ið var sent upp að skotmarki sínu og sprengt þar í loft upp með þeim afieiðingum, að hitt gervitunglið laskaðist. Telja sér- fræðingar, að sprengjan hafi dugað til að eyðileggja mynda- vélar og önnur viðkvæm tæki, sem kunna að hafa verið um borð í fórnartunglinu. Sovétmenn eru sagðir standa framar en Bandaríkjamenn í þróun sprengjutungla og í öðrum þeim aðgerðum, sem miða að því að granda gervitunglum í háloft- unum. Síðan 1977 hafa þeir stundað æfingar af þessu tagi með misjöfnum árangri. Til- raunirnar hafa einkum snúist um það að ná sem fullkomnust- um tökum á infra-rauðri tækni, sem notuð er til að beina sprengjutunglinu á braut fórn- artunglsins og síðan upp að því. Segja vísindamenn að við þetta sé unnt að hagnýta hita, sem gervitungl gefa frá sér á ferð sinni um himingeiminn. Fram hefur komið að við hina árang- ursríku tilraun á laugardaginn hafi verið notuð ratsjá til að finna fórnartunglið. Ekki eru kjarnorkusprengjur í sovéskum gervitunglum að sögn sérfræðinga. Bandaríkjamenn fylgjast af áhuga með sovésku tilraununum, því að framfarir á þessu sviði gætu hæglega haft í för með sér hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir allt eftirlits- kerfi Bandaríkjanna, sem byggir að verulegu leyti á gervitungl- um. Einnig eru fjarskipti milli bandarískra herstjórnarstöðva mjög undir gervitunglum komin svo og innan Atlantshafsbanda- lagsins. Harold Brown, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna í tíð Jimmy Carters, vakti máls á því í október 1977 að Sovétmenn væru að koma sér upp gagn- gervihnattakerfi. Síðan þá hafa Bandaríkjamenn reynt að ná Sovétmönnum á þessu sviði vopnaframleiðslu. Af tilraunum virðist mega ráða, að Banda- ríkjamenn stefni einkum að framleiðslu á „gervitunglaeyði", sem sendur yrði frá til dæmis F-15-orrustuþotu. Það er ráðið af ársskýrslu David Jones hershöfingja, for- manns bandaríska herráðsins, sem hann sendi Bandaríkjaþingi í febrúar sl., að vegna framfara hjá Sovétmönnum á þessu sviði, stefni Bandaríkjamenn að því að „brynverja" ýmis viðkvæmustu og mikilvægustu gervitungl sín. í frásögn breska útvarpsins BBC af tilraun Sovétmanna með sprengjutunglið var sagt, að líklega yrði þess ekki langt að bíða að geimurinn bættist við þau svæði, sem kæmu til álita, þegar metinn væri vopnabúnað- ur stórveldanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.